Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 8
8 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Evrópa Bara að kyngja því Ég reið aldrei feitum hesti frá þessu en þetta ríður mér ekki að fullu. Gaui litli um það að heilsusamlokur í hans nafni fást ekki lengur. DV, 30. janúar. Kannski á móti Keikó líka, ha?! Ég aflaði mér til dæmis nokk- urra óvinsælda fyrir hand- boltamótið mikla 1995 þegar ég skrifaði grein í blað og taldi að enginn myndi hafa áhuga á keppninni. Egill Helgason, DV 30. janúar. Ekkert minnst á skýrleik- ann Áma er frábær kýr í alla staði, hún er þæg, góð og stór sem er kostur fyrir kú með svo mikla nyt. Bertha G. Kvaran. Morgunblaðið 30. janúar. Orðrétt Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks: Vilja lækka kostnað við fyrirtækjaskráningu STJÓRNMÁL Fjórir þingmenn Sjálf- stæðisflokks hafa lagt fram frum- varp um lækkun kostnaðar við skráningu á fyrirtækjum. Frum- varpið gerir ráð fyrir að skráning- arkostnaðurinn verði 40 þúsund krónur fyrir öll rekstrarform en nú kostar 150 þúsund að stofna hlutafé- lag og 75 þúsund að stofna einka- hlutafélög og samvinnufélög. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að ríkisstjórnir síðustu ára hafi gert mikið til þess að bæta umhverfi frumkvöðla á Íslandi, til dæmis með skattalækkunum, en að alltaf megi gera betur. „Sem betur fer er það svo að það er mikill kraftur og frumkvæði í Ís- lendingum og hér hafa menn verið duglegir að stofna fyrirtæki og sýna frumkvæði almennt,“ segir Guðlaugur Þór. „Það liggur hins vegar fyrir að kostnaður við að stofna hlutafélög er nokkuð hár og það er ekki óvar- legt að ætla að það geti komið niður á uppbyggingu í atvinnulífinu og þá sérstaklega nýsköpun,“ segir hann. „Ég tel þetta vera afskaplega gott mál og er bjartsýnn á að þetta náist í gegn,“ segir Guðlaugur Þór en ásamt honum flytja tillöguna þingmennirnir Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Sigurður Kári Kristjánsson. ■ Kynnti endur- nýjanlega orkugjafa Doktor Ragnhildur Sigurðardóttir kynnti þingnefnd í Washington-ríki stefnumótum Evrópusambandsins varðandi lífræna orkugjafa. VISTFRÆÐI „Fundurinn var haldinn með þingnefnd í Washington-ríki sem sér um málefni náttúruauðlinda, landnýtingar, orkumála og vatns. Mér var boðið að koma í tvennum til- gangi; til að kynna fyrir þinginu stöðu endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu og stefnumótun Evrópusam- bandsins í málefnum lífrænna orku- gjafa,“ segir doktor Ragnhildur Sig- urðardóttir. Hún kynnti um helgina banda- rískri þingnefnd þá möguleika sem felast í endurnýjanlegum orkugjöf- um. Fundurinn var haldinn í þing- húsinu í Olympia og var opinn al- menningi. Fullt var út úr dyrum. Ragnhildur er hámenntuð á svið- um umhverfisvísinda. Hún vann á sínum tíma að gerð matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar Norðlinga- ölduveitu og áhrifa á Þjórsárver en mótmælti því hvernig vísindalegar niðurstöður hennar og annarra voru slitnar úr samhengi, að því er hún taldi til að setja fram niðurstöður Landsvirkjun í hag. Hún á nú í málaferlum við Landsvirkjun. Doktor Ragnhildur var einnig kölluð til að kynna fyrir þingnefnd- inni í Washington-ríki alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem hún veitir forstöðu, ásamt Doktor Kristiinu Vogt, prófessor við University of Washington. „Verkefnið fjallar um þróun nýrra vistvænna orkukerfa, þar sem landbúnaðarúrgangur og skóg- arafurðir eru nýtt til framleiðslu á orkugjafa fyrir vetnisrafala. Þingið og nokkur héruð í Washington-ríki hafa áhuga á að skoða möguleika þessara kerfa í Washington-ríki. Til að mynda komu yfirmenn skipu- lags- og orkumála með á fundinn til að veita hugmyndinni stuðning og brautargengi,“ segir Ragnhildur. rt@frettabladid.is Atlantsál: Vill enn reisa álver STÓRIÐJA Atlantsál vonast enn til að reisa álver í nágrenni Húsavíkur, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sagt upp samstarfi við fyrirtækið um undirbúning að framkvæmdum. Forsvarsmenn Atlantsáls funda með iðnaðarráðherra á mið- vikudag þar sem þeir óska frekari skýringa á því hvers vegna stjórn- völd sögðu upp samstarfssamn- ingnum. Fyrirtækið hyggst nú bíða frekari ákvarðana stjórn- valda en er reiðubúið að halda undirbúningi áfram á eigin kostn- að. Kostnaður þeirra vegna verk- efnisins telur þegar um 140 millj- ónir króna. ■ GILLIGAN VILL VERA ÁFRAM Breski fréttamaðurinn Andrew Gilligan, sem frægastur er fyr- ir það að hafa sakað bresk stjórnvöld um blekkingar í þeim tilgangi að réttlæta þátt- tökuna í hernaðaraðgerðunum í Írak, er sagður vonast til þess að halda starfi sínu hjá BBC. Að sögn Jeremys Dear, tals- manns breska blaðamanna- félagsins, hefur málið verið í biðstöðu meðan skýrslu Huttons lávarðar var beðið. BABIC FUNDINN SEKUR Stríðs- glæpadómstóllinn í Haag hefur fundið Milan Babic, fyrrum leið- toga Króatíu-Serba, sekan um glæpi gegn mannkyni. Babic, sem er 47 ára, gerði samkomulag við dómstólinn um að lýsa sig sekan um ofsóknir gegn fólki af öðrum þjóðarbrotum en í staðinn voru aðrar ákærur felldar niður. Hann á yfir höfðu sér ellefu ára fangelsisdóm. Rannsókn hryðjuverkanna 11. september 2001: Flugfreyja lét vita um ránið BANDARÍKIN Á hljóðbandsupptöku sem bandarísk rannsóknarnefnd fékk í hendur vegna rannsóknar á hryðjuverkaárásunum í Bandaríkj- unum 2001 heyrist flugfreyja í fyrri farþegaþotunni sem flogið var á World Trade Center í New York segj- ast telja að verið sé að ræna þotunni. Þetta kom fram í símasamtali sem flugfreyjan, Betty Ong, átti við stjórnstöð American Airlines skömmu áður en þotunni var flogið inn í norðurturn World Trade Center. Fjórar mínútur samtalsins, sem alls stóð í 23 mínútur, voru nýlega spilaðar á opnum fundi rannsóknar- nefndarinnar og heyrðist Ong meðal annars segja að ekkert samband næðist við stjórnklefann. „Einhver varð fyrir hnífstungu á fyrsta farrými,“ og „Ég held að tára- gasúði hafi verið notaður og við náum ekki andanum. Ég veit það samt ekki, en ég held að það sé verið að ræna okkur,“ heyrist Ong segja. Seinna lýsir hún ástandinu og segir að enginn viti hver hafi stungið hvern. „Við komumst ekki einu sinni inn í fyrsta farrými,“ sagði Ong og þeg- ar hún var spurð um stjórnklefann svaraði hún: „Við vitum ekki hver er þar inni“. Thomas Kean, formaður nefndar- innar, segir að nefndin hafi beðið um frest til þess að ljúka lokaskýrslu rannsóknarinnar, sem upphaflega átti að vera tilbúin í maí. ■ GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Er bjartsýnn á að tillaga um lækkun kostn- aðar við fyrirtækjaskráningu verði sam- þykkt. NORÐURTURN WORLD TRADE CENTER Flugfreyja í þotunni sem flogið var á norðurturn World Trade Center hringdi í stjórnstöð American Airlines og varaði við flugráninu. FYRIR ÞINGNEFND Doktor Ragnhildur Sigurðardóttir fræddi Bandaríkjamenn um möguleika endurnýjanlegra orkugjafa og stefnu Evrópusambandsins í þeim málum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.