Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 31. janúar 2004 Fréttiraf fólki STEVE CARELL Mun að öllum líkindum leika aðalhlut- verkið í bandarískri útgáfu bresku gaman- þáttanna The Office. Sjónvarpsstöðin NBC hyggst byggja nýju þættina á The Office frekar en að endurgera þættina og skrif- stofustjórinn David Brent mun að öllum líkindum heita Michael Scott í Ameríku. Kelly Osbourne segist hafafengið taugaáfall eftir að hafa upplifað „12 mánuði í helvíti“ eins og hún orðar það. Síðasta ár var henni þungt og fullt af per- sónulegum áföll- um. Meðal ann- ars greindist mamma hennar þá með ristils- krabbamein auk þess sem hún hætti með kæras- ta sínum til langtíma. Í kjölfar veikinda Sharonar Osbourne sneri Ozzy sér aftur að flöskunni. Auk þess var henni sparkað af útgáfufyrirtæki hennar og hund- ur hennar dó. Hún segist hafa fallið í verulegt þunglyndi og þess vegna hafi hún verið send til Evrópu. Hmm, það ætti svo ekki aðbæta skap Kelly litlu Osbour- ne að ákveðið hefur verið að hætta fram- leiðslu spjall- þátta Sharonar Osbourne. Þátt- urinn náði aldrei flugi í áhorfi og var aðeins í loft- inu í fimm mán- uði. Sharon seg- ist sjálf hafa beðið um að losna undan skyldum sínum í desem- ber þegar Ozzy drap sig næstum því í fjórhjólaslysi. Leikarinn Dennis Quaid nýttitækifærið á dögunum og þakk- aði leikaranum Russel Crowe innilega fyrir að hafa átt í ástar- sambandi við Meg Ryan, þáver- andi eiginkonu hans, á meðan tökum myndarinnar Proof of Life stóðu yfir. Hann viðurkennir að hafa verið reiður og særður þeg- ar hann frétti af framhjáhaldi konu sinnar en segist átta sig á því í dag að 10 ára hjónaband þeirra var löngu komið í strand. Þar með hafi Crowe átt stóran þátt í því að hann fann hamingj- una aftur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.