Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 4
4 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Hversu háar verða sektir olíu-
félaganna? (Í milljónum króna)
Spurning dagsins í dag:
Hefurðu fundið fyrir óþægindum
vegna MyDoom-tölvuormsins?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
19%
16%
1001-2000
18%Hærri
501-1000
24%
23%
251-500
0-250
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Uppsagnarbréf send út frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi:
Færri uppsagnir en áætlað var
HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega 30 upp-
sagnarbréf voru send út frá Land-
spítala-háskólasjúkrahúsi í gær,
til þeirra starfsmanna spítalans
sem fengu beina uppsögn. Þá
fengu hundruðir starfsmanna
bréf, þar sem þeim var tilkynnt
um breytta tilhögun á störfum
þeirra.
„Þetta eru færri uppsagnar-
bréf heldur en gert var ráð fyrir í
upphafi,“ sagði Erna Einarsdóttir,
sviðsstjóri starfsmannamála á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi.
„Stöðugildum hjá spítalanum
fækkar um 180 eins og upphaf-
lega var gert ráð fyrir,“ sagði
Erna. „En það er ekki nemarétt
rúmlega 30 bréf sem fara út. Það
hefur verið að nást samkomulag
við fólk, auk þess sem ýmsar
breytingar hafa orðið í samráðs-
ferlinu og ýmislegt hefur verið
endurskoðað. Beinar uppsagnir
verða því færri heldur en gert
hafði verið ráð fyrir, en sam-
komulag hefur náðst um þessa
hluti, sem er miklu farsælli leið.“
Erna sagði að ennfremur
færu út tilkynningar um breyt-
ingar á vinnufyrirkomulagi
starfsfólks. Breytingarnar
tækju til rúmlega 500 manns.
Þær væru mjög misviðamiklar
og tækju gildi eftir þrjá mánuði
■
Norðurljósum
forðað frá gjaldþroti
Norðurljós og Frétt sameinuð í fjölmiðlarisa með 10 milljarða ársveltu. Undir hatti móðurfélagsins
Norðurljósa verða rekin þrjú sjálfstæð fyrirtæki. Áformað að skrá Norðurljós í Kauphöllina á næsta ári.
VIÐSKIPTI Gengið var frá samruna
Fréttar og Norðurljósa í fyrra-
dag og verða reknar þrjár sjálf-
stæðar rekstrareiningar, ljós-
vakamiðlun, blaðaútgáfa og
verslunar-og bíórekstur. Norð-
urljós munu samanstanda af Ís-
lenska útvarpsfélaginu sem
meðal annars rekur Stöð 2 og
Bylgjuna, Frétt sem gefur út
Fréttablaðið og DV og Skífunni
sem rekur hljómplötuútgáfu og
verslanir. Skífan hefur einnig
keypt verslunarrekstur BT,
Office 1 og Sony-setursins.
Gunnar Smári Egilsson er út-
gáfustjóri Fréttar, Sigurður G.
Guðjónsson er útvarpsstjóri Ís-
lenska útvarpsfélagsins og
Ragnar Birgisson er fram-
kvæmdastjóri Skífunnar. Fjár-
hagslegri endurskipulagningu
Norðurljósa er þar með lokið
með samkomulagi við alla lána-
drottna. Eiginfjárstaða sam-
steypunnar er sterk og er mark-
mið nýja félagsins að efla nú-
verandi starfsemi og sækja
fram á nýjum sviðum. Lang-
tímaskuldir félagsins lækka úr
7,5 milljörðum í 5,7 milljarða og
hlutafé nýs félags er rúmir þrír
milljarðar. Stefnt er að því að
skrá Norðurljós í Kauphöll Ís-
lands á næsta ári og verður
starfsmönnum boðið að kaupa
hlutabréf á næstu mánuðum.
„Við teljum að með stærra
fyrirtæki þá sé líklegra að
rekstur Norðurljósa verði þan-
nig í framtíðinni að einstakar
einingar geti staðið sig vel í
samkeppninni og staðið við sín-
ar skuldbindingar. Við höfum
þegar tilkynnt Samkeppnis-
stofnun um samrunan með
óformlegum hætti,“ sagði
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
stjórnarformaður Norðurljósa,
þegar samruninn var kynntur á
blaðamannafundi í Smárabíói í
gær. Varaformaður stjórnar er
Pálmi Haraldsson, en aðrir í
stjórn eru Kristinn Bjarnason,
Halldór Jóhannsson og Gunnar
Smári Egilsson. Útvarpsstjóri
Íslenska útvarpsfélagsins er
bjartsýnn á framtíðina.
„Það er búið að endurfjár-
magna félagið og forða því frá
gjaldþroti. Núna höfum við loks-
ins fast land undir fótum og get-
um hugað að framtíðinni,“ segir
Sigurður G. Guðjónsson. Ís-
lenska útvarpsfélagið stefnir að
því að hefja stafrænar útsend-
ingar 9. október í haust þegar 18
ár verða liðin frá stofnun Stöðv-
ar 2.
Alls eru 23 hluthafar í Norð-
urljósum, þeir stærstu Baugur
Group, Grjóti, félag í eigu
Baugs, Fons, eignarhaldsfélag
tengt Pálma Haraldssyni, og
Hömlur, félag í eigu Landsbank-
ans. Enn á eftir að selja tæplega
11%, en að sögn Skarphéðins
standa yfir viðræður við fjár-
festa. Starfsmenn fjölmiðla- og
afþreyingarfyrirtækisins verða
tæplega 700, auk 1.300 blaðbera,
en engar uppsagnir verða vegna
breytinganna.
bryndis@frettabladid.is
Stöð 2:
Frétta-
stjóraskipti
STÖÐ 2 Skipulagsbreytingar verða á
fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar
um mánaðamótin. Karl Garðarsson
hættir sem fréttastjóri og tekur við
stöðu framkvæmdastjóra rekstrar-
sviðs Íslenska útvarpsfélagsins. Sig-
ríður Árnadóttir, sem um árabil hefur
verið varafréttastjóri á Ríkisútvarp-
inu, verður fréttastjóri. „Mér líst
mjög vel á nýja starfið og hlakka til
að byrja,“ segir Sigríður en lands-
menn munu í fyllingu tímans fá að sjá
hana á skjánum. Þær breytingar
verða ennfremur að Páll Magnússon
snýr aftur til starfa hjá Íslenska út-
varpsfélaginu og tekur við starfi
framkvæmdastjóra dagskrársviðs. ■
SALTFISKÚTFLUTNINGUR
Útflutningsverðmæti sjávarafurða lækkaði
um 12,5%.
Útflutningsverðmæti:
15 milljarða
samdráttur
SJÁVARÚTVEGUR Útflutningsverð-
mæti sjávarafurða fyrstu ellefu
mánuði síðasta árs var 15 milljörð-
um króna lægra en á sama tímabili
árið áður, að því er fram kemur í
vefriti fjármálaráðuneytisins. Sam-
drátturinn nemur 12,5% en vöruút-
flutningur í heild dróst saman um
ellefu prósent á þessum tíma.
Fjármálaráðuneytið bendir á að
þar sem útflutningur er meiri til
Bretlands en Bandaríkjanna, og
veiking pundsins minni en dollar-
ans, geri skipting útflutningslanda
að verkum að útflutningsverðmæti
hefur ekki minnkað enn meira. ■
Þýska mannætan:
Átta ára
fangelsi
KASSEL, AP Þýskur karlmaður, sem
játaði að hafa drepið og étið annan
mann, var fundinn sekur um mann-
dráp og dæmdur
í átta og hálfs árs
fangelsi.
A r m i n
Meiwes, 42 ára
tölvufræðingur,
komst í kynni við
fórnarlamb sitt á
Netinu. Saksókn-
arar héldu því
fram að Meiwes
hefði drepið
manninn til að
svala kynferðis-
legum fýsnum
og kröfðust þess
að hann yrði
dæmdur í lífstíð-
arfangelsi fyrir morð. Verjendur
Meiwes sögðu aftur á móti að
verknaðurinn hefði verið framinn
með fullu samþykki fórnarlambsins
og því hefði verið um líknardráp að
ræða. ■
Osama bin Laden:
Innan
seilingar
BANDARÍKIN Talsmaður bandaríska
hersins segist sannfærður um að
Osama bin Laden, leiðtogi hryðju-
verkasamtakanna Al Kaída verði
handsamaður á næstu mánuðum.
Talið er að Osama haldi til í fjall-
lendi á landamærum Afganistan og
Pakistan ásamt Mullah Mohammed
Omar, fyrrum leiðtoga talíbana-
stjórnarinnar. Pakistönsk yfirvöld
segja að það komi ekki til greina að
gefa bandaríska hernum leyfi til að
leita að bin Laden og Omar innan
landamæra Pakistan. ■
UPPSAGNARBRÉF
Uppsagnarbréf og tilkynningar um breytta
vinnutilhögun voru send út frá
Landspítala-háskólasjúkrahúsi í gær.
EIGENDUR NORÐURLJÓSA
Baugur Group 30,0%
Grjóti 16,4%
Fons 11,6%
Hömlur 7,5%
Kaldbakur 5,6%
Aðrir 17,7%
Óselt 10,8%
STARFSMANNAFUNDUR
Starfsmenn Norðurljósa og Fréttar voru boðaðir á starfsmannafund í Smárabíó í gær þar sem þeim voru kynntar breytingarnar. Hátt í 700 manns starfa hjá hinu nýja félagi,
auk 1.300 blaðbera.
GLAÐNINGUR Í MORGUNSÁRIÐ
Létt var yfir starfsmönnum fyrirtækjanna áður en þeim var greint frá samrunanum og var
mikið spjallað yfir kaffibolla.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
MANNÆTA
Armin Meiwes hefur
verið dæmdur í átta
og hálfs árs fangelsi
fyrir að drepa og éta
annan mann.