Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 47
Þessi hátíð hefur aldrei veriðeins stór og núna,“ segir Kjart-
an Ólafsson, tónskáld og formað-
ur Tónskáldafélags Íslands. Hann
hefur, eins og gjarnan áður, haldið
utan um skipulagningu Myrkra
músíkdaga, sem hefjast á morgun
og standa yfir í ellefu daga.
„Þarna koma fram margir af
helstu hljóðfæraleikurum lands-
ins og áhugi bæði almennings og
hljóðfæraleikara fer ört vaxandi.“
Í fyrra sóttu tæplega tvö þús-
und manns tónleika á hátíðinni, og
höfðu tónleikagestir aldrei fyrr
verið jafn margir.
„Í ár verða frumflutt á annan
tug verka, og hafa þau aldrei ver-
ið fleiri. Nú er líka svo komið að
við getum ekki komið öllum þeim
atriðum á dagskrá sem óskað hef-
ur verið eftir,“ segir Kjartan.
Flutningur nokkurra verka verð-
ur því að bíða til næsta árs, og
reyndar er það svo að í ár eru flutt
nokkur verk sem komust ekki að í
fyrra.
„Mönnum finnst alltaf gaman
að fá að fylgjast með því þegar ís-
lensk verk verða til og komast í
nánari tengsl við nútíðina. En nú
er þetta orðinn sjálfsagður hlutur,
að ný tónlist verði til hér á landi
og sé flutt á tónleikum. Þar eiga
líka íslenskir hljóðfæraleikarar
stóran hlut að máli því þeir hafa
lagt sig fram um að flytja íslensk
verk og koma þeim á framfæri.“
Myrkir músíkdagar hefjast að
venju á tónleikum Kammersveit-
ar Reykjavíkur, sem að þessu
sinni eru um leið þrjátíu ára af-
mælistónleikar sveitarinnar.
Kammersveitin frumflytur verk
eftir Hauk Tómasson og jafn-
framt flytur hún stórt verk eftir
Messiaen, sem aldrei áður hefur
verið flutt hér á landi.
Aðrir fastir liðir verða á sínum
stað á Myrkum músíkdögum þetta
árið, svo sem stórir tónleikar með
Sinfóníuhljómsveit Íslands á
fimmtudaginn, og tónleikar
Caput-hópsins eftir rúma viku.
Einnig verða raftónleikar, blás-
aratónleikar, söngtónleikar og
flaututónleikar, svo nokkuð sé
nefnt. ■
Gísli Guðlaugsson, 14 ára nem-andi úr Austurbæjarskóla,
var ekki heima hjá sér þegar
hringt var í hann frá Fréttablað-
inu og honum tilkynnt að hann
hefði verið valinn blaðberi mán-
aðarins. Systir hans lét hann þó
vita þegar hann kom heim til sín
og hann fór í Smáralindina í gær
að ná í Panasonic-ferðaspilarann
sem hann fékk afhendan í BT.
Gísli ber út á Þórsgötunni í
miðbæ Reykjavíkur en sú gata
hefur orð á sér fyrir að vera
frekar erfið viðureignar. Gísli
kvartar þó ekki enda reyndur í
þessum bransa.
„Ég vakna um klukkan sex á
morgnana og byrja bera út,“ seg-
ir Gísli nánast með sjóaratón í
röddinni. „Ég er svona um 45
mínútur upp í klukkutíma með
rúntinn. Ég held að þetta geti nú
varla verið erfiðasta gatan í
Reykjavík því í fyrrasumar bar
ég út á Baldursgötu, Óðinsgötu
og Týsgötu og það var miklu
erfiðara. Það voru eiginlega bara
bakhús.“
Þó svo að ritstjóri Fréttablaðs-
ins búi á Þórsgötunni kippir Gísli
sér ekkert upp við það. Hann fær
bara blöðin sín á sama tíma og
allir aðrir, eldsnemma á morgn-
ana.
Gísli segir blaðberalaunin
vera fínan vasapening. Hann er
svo skiljanlega ánægður með sig-
urlaunin. „Ég hef gaman af rokki
og svoleiðis,“ segir hann og þá
vita allir hverju foreldrar hans
geta átt von á næstu dagana.
Fréttiraf fólki
47LAUGARDAGUR 31. janúar 2004
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 26. TBL. – 94. ÁRG. – [ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 ] VERÐ KR. 250
Sirrý og Gísli MarteinnAndlegir leiðtogaríslensku þjóðarinnar Bls. 24–25
OZ.COM
Vonarstjarnansem hrapaði Bls. 20–21
Ólafur Sveinn vill gangasystkinum sínum íföðurstað eftir sviplegtfráfall beggja foreldra.Faðir hans lést afslysförum fyrir fimmárum en móðir hans léstfyrr í þessum mánuði.Ólafur sneri samstundisaftur til heimabyggðar-innar, ásamt unnustusinni, til að hefja nýtt lífsem höfuð fjölskyld-unnar – aðeins 24 ára aðaldri. Fyrir kaldhæðniörlaganna var líftrygg-ing móður hans ekki ígildi. Því leita þausystkinin eftir stuðningiþjóðarinnar allrar.Gengur systkinum
sínum í föðurstað
Blaðberi mánaðarins
GÍSLI GUÐLAUGSSON
■ Telur það ekki eftir sér að bera Frétta-
blaðið út í Þórsgötu þó hverfið sé torfært
og þyki með þeim erfiðari.
Tónlistarhátíð
KJARTAN ÓLAFSSON
■ Myrkir músíkdagar hefjast í dag og
hafa aldrei verið jafn fyrirferðarmiklir.
Rokkari úr miðbænum
GÍSLI GUÐLAUGSSON
Blaðamaður mánaðarins ber út á Þórs-
götunni sem er sögð erfið viðureignar.
Hann kippir sér ekkert upp við það að
vakna klukkan sex á morgnana.
KJARTAN ÓLAFSSON
Myrkir músíkdagar hefjast
á morgun með daglegu
tónleikahaldi í ellefu daga.
Franska kvikmyndahátíðin í Há-skólabíói hefur farið af stað
með miklum látum og það hefur
verið uppselt alla vikuna á heim-
ildarmyndina um Heim farfugl-
anna. Tvær myndanna sem sýnd-
ar eru á hátíðinni eru gerðar eftir
skáldsögum sem komið hafa út í
íslenskri þýðingu. Stupeur et
tremlements (Undur og skjálfti)
og L’adversaire, eða Óvinurinn,
sem kom út árið 2002 og vakti
mikla athygli en þar er sögð sönn
saga manns sem myrðir foreldra
sína, eiginkonu og tvö börn. Óvin-
urinn rokseldist hér á landi og
kom nýlega út í kilju en það er
spurning hvort sannsöguleg mynd
um hryllilegt sakamál nái að
trekkja jafnvel og falleg mynd um
heimshornaflakk farfugla.
Íslensk tónlist í öndvegi