Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 24
Svonefnd strákabönd hafa veriðáberandi í poppheimum mörg undanfarin ár. Flest eiga þau sam- merkt að hafa orðið til á skrifstof- um umboðsmanna með aðkomu og aðstoð markaðssérfræðinga sem vita hvað virkar og virkar ekki. Litið er til nokkurra þátta þegar valið er í slík bönd, til dæmis út- lits og uppruna, hæðar og þyngd- ar og dans- og sönghæfileika. Passað er að hópurinn sé ekki einsleitur, einn á til dæmis að vera sæti og góði drengurinn, annar hörkutólið, sá þriðji hugs- uðurinn, fjórði er hressa týpan og fimmti liðsmaðurinn er dansar- inn, eða sá ungi, eða sá síðhærði, eða....... Vanalega er tónlistin sam- in ofan í hljómsveitir sem þessar, leitað er til höfunda úti í bæ enda lagasmíðar jafnan ekki sterkasta hlið söngvaranna. Sem dæmi um fræg erlend strákabönd má nefna Take That, Boyzone, Westlife, Blue og Five sem öll hafa átt sína smelli, misgóða reyndar og mis- vinsæla. Engin svona sveit hefur verið starfrækt á Íslandi og því má segja að ákveðið gat sé í bransanum sem vert er að brúa. Fjölbreyttir álitsgjafar Fréttablaðið leitaði til nokkurra álitsgjafa til að fá úr því skorið hverjir myndu sóma sér vel í al- íslensku strákabandi. Rætt var við tónlistarmenn, útgefendur, fjöl- miðlafólk og aðra áhugasama um tónlist og þeir beðnir um að nefna heppilega liðsmenn slíkrar sveitar. Nokkrir tugir söngvara voru nefndir og eftir talsverða yfirlegu og rannsóknir varð niðurstaðan til. Hið íslenska strákaband skipa Jónsi Í svörtum fötum, Hreimur í Landi og sonum, Jón Sigurðsson Idol-stjarna, Einar Ágúst í Skíta- móral og Þorvaldur Davíð Krist- jánsson, sem helst hefur gert garð- inn frægan í uppfærslum Verslun- arskólans á ýmsum söngleikjum. Fjölmargar umsagnir fylgdu til- nefningum álitsgjafa okkar og séu þær dregnar saman í eina setningu, við hvern og einn meðlim, er út- koman þessi: Jónsi: Flottur strákur með góða rödd, orkuríkur með mikla út- geislun, nær góðum tengslum við áheyrendur og getur dansað = Stuðboltinn. Hreimur: Flottur strákur með flotta rödd, einlægur, sætur og mikill hugsuður og semur auk þess bæði lög og texta = Einlægi hugsuðurinn. Jón Sigurðsson: Góður og hress strákur sem getur sungið hátt uppi, hefur mikinn karakter en er mjúkur og viðkvæmur og góð fyr- irmynd = Mjúki drengurinn. Einar Ágúst: Mikill töffari sem syngur vel, hefur mikla útgeislun og skemmtilega sviðsframkomu, auk þess sem húðflúrin gera sitt = harði naglinn. Þorvaldur Davíð: Ofboðslega sæt- ur með fína rödd og ágæta dans- hæfileika = vinsælasti strákurinn. Hvað á bandið að heita? Ljóst er að strákasveit, skipuð þessum söngvurum, tæki sig afar vel út á sviði og réði auðveldlega við flóknustu lagaútsetningar enda glæsimenni á ferð með ríka söng- hæfileika. Hópurinn er breiður, allir geta fundið sér „sinn mann“ og því líklegt að vinsældirnar yrðu ógurlegar. Forsenda þess er reynd- ar sú að vel takist til með laga- og textasmíðar. Álitlegir höfundar laga eru Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson, Einar Bárðarson, Guð- mundur Jónsson og Vignir Már Vigfússon. Textarnir gætu svo komið úr smiðjum Stefáns Hilm- arssonar, Friðriks Sturlusonar, Kristjáns Hreinssonar og jafnvel Þorsteins Eggertssonar. Þó má ekki gleyma að „strákarnir okkar“ hafa samið eitt og annað sjálfir og ekki úr vegi að ætla að þeir haldi áfram á þeirri braut og leggi eitt- hvað til sjálfir. Og aldrei er hljóm- sveit án nafns, það er dulítill höf- uðverkur en nokkrar hugmyndir dúkkuðu upp á borð, t.d. Klíkan, Gengið, Laumufarþegarnir og Gaukar. Að vel athuguðu máli var þó ákveðið að dusta rykið af nafni gamallar sveitar sem nokkrir ís- lenskir rótarar (flestir frá Sel- fossi) stofnuðu og starfræktu fyrir rúmum áratug. Stjörnur skal band- ið heita enda sannkallað réttnefni þar sem hljómsveitin er jú skipuð fimm skærum stjörnum og frægð- arsólir þeirra eiga án efa eftir að rísa enn hærra. bjorn@frettabladid.is 24 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR ÞESSIR KOMU STERKLEGA TIL ÁLITA: Gunni Óla Kalli Bjarni Helgi Rafn Kristján Gíslason Krummi Páll Óskar Sverrir Bergmann Vignir Már Vigfússon Leitinni að liðsmönnum í íslenskt strákaband er lokið. Fréttablaðinu er sönn ánægja að kynna niðurstöður ítarlegra kannana og vísindalegra rannsókna á söngvurum sem með miklum sóma myndu skipa slíkt band. Það er afar líklegt til vinsælda og reyndar stórafreka í poppheiminum og víst er að það gæti gert garðinn frægan á erlendri grundu. Hið íslenska strákaband ÞESSIR VORU LÍKA NEFNDIR: Bubbi Helgi Björns Egill Ólafsson Friðrik Ómar Hjörleifsson Páll Rósinkranz Einar Örn Benediktsson Matthías Matthíasson Ragnar Sólberg Auðunn Blöndal Frosti Logason Bjöggi Halldórs Geir Ólafsson Skjöldur Míó Eyfjörð Robertino Gunnar Þórðarson Sveppi Óskar Pétursson Jónsi - Stuðboltinn Jónsi Í svörtum föt-um myndi sjá um stuðið. Flottur strákur með góða rödd, sögðu álitsgjafarnir, orkurík- ur með mikla útgeisl- un, nær góðum tengsl- um við áheyrendur og getur dansað. Hreimur - Einlægi hugsuðurinn Hreimur úr Landi og son-um er með flotta rödd, þykir einlægur, sætur og mikill hugsuður og semur auk þess bæði lög og texta. Hann yrði því einlægi hugs- uðurinn. STRÁKABANDIÐ Niðurstaðan varð sú að íslenska strákabandið – sem sárlega vantar í íslenska tónlistarflóru – yrði skipað þeim Jónsa, Hreimi, Jóni Sigurðssyni, Einari Ágústi og Þorvaldi Davíð Kristjánssyni. Stjrnur           . . Stjrnur           . .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.