Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 20
20 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR
Skilji, pæli, hugsi, skilj. Ígegnum tíðina hefur það
komið mér í stöðugt meira upp-
nám að lesa í erlendum tímarit-
um hvað Reykjavík sé æðisleg
borg. Mér þykir ágætt að búa í
höfuðborginni en samkvæmt
þessum umfjöllunum á það að
vera svo miklu meira. Eiginlega
alveg klikkaðslega frábært. Og
þessvegna hef ég fengið stöðugt
sterkar á tilfinninguna að ein-
hversstaðar í kringum mig sé
eitthvað alveg klikkaðslega frá-
bært í gangi, en ég bara ekki al-
veg að fatta, hvar?
Til að byrja með hélt ég
reyndar að þessar greinar væru
skrýtnar undantekningar og
annaðhvort skrifaðar af fólki
sem fílaði íslenska hestinn – það
geri ég ekki – eða þá að Reykja-
vík væri eini staðurinn á jörð-
inni sem það hefði átt eftir að
heimsækja. Allavega eitthvað
ástand sem liði hjá. Í það minns-
ta misskilningur. En síðan hefur
þessum útlensku umfjöllunum
um borgina bara haldið áfram
að fjölga og hið tilfinningalega
uppnám smám saman orðið að
samviskubiti, vanþakklætis-
tilfinningu og heimþrá?
Um daginn þegar ég stóð
sjálfan mig að því að vera kom-
inn hálfa leið á einhverja hesta-
leigu í Mosfellsbæ – til að gefa
því dýri enn einn sénsinn á að
hætta að láta svona – rann
skyndilega upp fyrir mér að
bæði væri leigan fyrir utan
klikkaðslega frábæru borgar-
mörkin og hvað öll mín líðan
sem Reykvíkings væri komin út
í. Koppedíkopp? Því sneri ég
Huyndainum við, tók af mér
það loforð að hætta að eltast við
líf Erlends blaðamanns og varð
allur feginn að þurfa ekki berj-
ast við dýr sem væri stærra en
ég. Engu að síður sat samt eitt
eftir. Enn heimþrá?
Millibilsástand
Á leiðinni til baka inn í allt
þetta klikkaðslega frábæra
magnaðist heimþráin og var
orðin óbærileg þegar ég kom
heim. Þessvegna tók ég tvær
stórar ákvarðarnir til viðbótar.
A) Að fatta betur hvernig virki-
lega væri að búa í höfuðborg Ís-
lands, burtséð frá öllu klikkaðs-
lega frábæru. B) Burtséð frá
öllu klikkaðslega frábæru, að
skilja hversvegna heima væri
samt ekki best. C) Hvort sem
kæmi á undan.
Skilji, pæli, hugsi, skilj. Að
vel ígrunduðu máli ákvað ég að
byrja á heildarmyndinni. Stóra
samhenginu. Algjöra harmoní-
inu. Nefnilega sjálfri stemning-
unni. Og spyrja mig hvernig
andrúmsloftið væri í Reykja-
vík. Eftir meira og massívt
hugsi, skilji, hugsi, pæl í eldhús-
inu – sjálfu hjarta heimilisins –
komst ég að konkret niðurstöðu.
Kannski vegna þess að enn
er óljóst hvort flugvöllurinn
verður eða ekki? Hugsanlega
vegna þess að það er alltaf ver-
ið að tala um einhvern ljósleið-
ara sem á einverntíma að vera
hægt að tengjast. Kannski
vegna þess að hafnarsvæðið á
víst einhverntíma að verða allt
öðruvísi? Hugsanlega vegna
þess að tónlistarhúsið rís samt
aldrei. Kannski vegna þess að í
gangi er hugmyndaleikur um
hvernig öðruvísi allt á að verða
einhverntíma í bænum? Hugs-
anlega vegna þess að ganga í
gegnum miðbæinn er alltaf
hálfgerð óvissuferð – hvað ætli
sé núna í Top Shop húsinu? – og
endar yfirleitt framan við öll
þessi erlendu tímarit í
Eymundsson. Kannski vegna
þess að um daginn var eitthvað
verið að fokka með Sundhöll-
ina? Hugsanlega vegna þess að
maður er enn að reyna að vinna
úr Reykjavíkurmynd Hrafns.
En sennilega, kannski og hugs-
anlega, vegna alls þessa, er kon-
kret niðurstaðan sú, að and-
rúmsloftið í Reykjavík, ein-
kennist af, millibilsástandi. Hér
er allt einhvernveginn ekki
alveg að fara að gerast.
Jafnvel borgarstjórinn er
millibilsástand? Virkar í besta
falli á mann eins og duglegur
náungi sem hafi farið svolítið of
geyst þegar hann kom upp hús-
inu sínu. Hafi ekki alveg haft
efni á því og muni líklega missa
það fljótlega. Fyrir utan glugg-
ann hjá honum blasir Vatns-
mýrin við eins og lóð sem hann
dreymir um að gera fína
kannski næsta sumar eða hugs-
anlega þarnæsta sumar – pott-
þétt í framtíðinni.
Ímyndun
Eftir allt saman eru það
sennilega ekki klikkaðslegu
frábæru greinarnar sem hafa
komið mér í þetta gífurlega
uppnám. Heldur frekar allar
þessar innlendu umfjallanir í
formi deiliskipulaga, þrívíddar-
módela, rökræðna og hug-
mynda um hvernig allt verður
kannski og hugsanlega ein-
hverntíma í borginni. Það er
búið að fjalla svo mikið um það
sem gæti hugsanlega og
kannski gerst í Reykjavík eftir
að millibilsástandsárunum lýk-
ur að í höfðinu á manni er þetta
einhvernveginn allt löngu orðið
til.
Líklega hefur öll þessi um-
ræða haft svipuð áhrif og reyk-
ingaáróðurinn undanfarin ár. Í
huganum erum við öll löngu
hætt að reykja. Allavega við
sem reykjum. Og miðað við
þessar sömu umfjallanir er
Reykjavík bara rétt fokheld
borg og ég ekki verið með
heimþrá heldur saknað fram-
tíðarinnar. Ég ruglaðist. Sú
Reykjavík sem ég var eiginlega
farinn að trúa að ég ætti heima
í – áður en ég komst að konkret
niðurstöðunni – er í alvörunni
ekki til. Ég var búinn að taka
fram úr sjálfum mér eins og
borgarstjórinn. Slíkt getur auð-
vitað komið fyrir alla og – eftir
að ég komst að konkret niður-
stöðunni – er ég allur skárri. En
framundan bíður það verkefni
að rannsaka borgina frekar til
að komast að því hvar maður er
eiginlega ekki búinn að vera.
Og þannig, hugsanlega og
kannski, verða sannur Reykvík-
ingur. Skilji, pæli, hugsi, skilj?
Allavega, ég heyrði að öllum
líkindum nýlegan brandara í
vikunni. Sá sem sagði hann
vildi ekki staðfesta að hann
væri alveg nýr en bjóst þó við
að hann væri nýlegur því hon-
um hafði aldrei verið sagður
brandarinn áður þegar hann
heyrði hann fyrst. Það var ný-
lega. Og brandarinn hljómar
svona: Maður fór í fokheldan
kirkjugarð í borginni til að
leggja kerti á leiði ömmu sinn-
ar. En gekk þá óvænt fram á
nýtt, eða allavega nýlegt, skilti.
Á því stóð: „Bannað að gefa
öndunum“. ■
En sennilega,
kannski og hugsan-
lega, vegna alls þessa, er
konkret niðurstaðan sú, að
andrúmsloftið í Reykjavík,
einkennist af, millibils-
ástandi. Hér er allt einhvern-
veginn ekki alveg að fara að
gerast.
,,
■ Leitin að Reykjavík
Fokhelda borgin
HULDAR BREIÐFJÖRÐ
ferðast um höfuðborgina og reynir að fatta.
Franska heimildarmyndin Lepeuple migrateur, eða Heimur
farfuglanna, hefur slegið hressi-
lega í gegn á Frönsku kvikmynda-
hátíðinni sem nú stendur yfir í
Reykjavík. Það hefur verið upp-
selt á hana frá frumsýningu og
því var brugðið á það ráð að færa
hana upp í stóra salinn í Háksóla-
bíó til þess að anna eftirspurninni
sem kom aðstandendum hátíðar-
innar nokkuð í opna skjöldu þar
sem heimildarmyndir fá alla
jafna minni aðsókn en leiknar
myndir, hvað þá þegar þær fjalla
um fugla.
Franski leikarinn og leikstjór-
inn Jacques Perrin er framleiðandi
og einn leikstjóra myndarinnar en
hann hefur áður átt sinn þátt í að
troðfylla sali Háskólabíós þar sem
hann lék eitt aðalhlutverkanna í
hinni margrómuðu Cinema Parad-
iso frá árinu 1989 en hún gekk í bíó
í eitt ár á sínum tíma.
Ferðalok á Íslandi
Perrin var viðstaddur frum-
sýningu Heims farfuglanna í
Reykjavík og þótti það viðeigandi
þar sem tökur á myndinni hófust á
Íslandi fyrir nokkrum árum.
„Þetta er búið að vera langt ferli
en við vorum í um það bil fjögur
ár að taka myndina. En það er svo
ekki bara nóg að búa myndirnar
til, það þarf að fylgja þeim eftir
og sinna kynningum og það hef ég
gert frá því myndin kom út. Ég
kom hingað frá Kína og er búinn
að ferðast út um allan heim með
myndina. Þessu kynningarstarfi
lýkur hér á Íslandi og mér þykir
vænt um það þar sem við byrjuð-
um hérna og Ísland var mjög
mikilvægur tökustaður. Hingað
koma merkilegir fuglar og ís-
lenskir vísindamenn voru okkur
mjög hjálplegir eftir að við höfð-
um sannfært þá um, að það sem
við ætluðum okkur væri mögu-
legt.“
Ólu upp 1000 fugla
Þeir sem hafa séð Heim far-
fuglanna velkjast sjálfsagt ekki í
vafa um að verkefnið hafi verið
bæði flókið og vandasamt en
myndavélin fylgir fuglunum eftir
á flugi, eltir þá, kemur beint á
móti þeim og fer undir þá. Hvern-
ig var þetta eiginlega hægt?
„Við þurftum að hæna dýrin að
okkur en ef þú tekur á móti fugl-
unum þegar þeir koma úr egginu
og þú ert það fyrsta sem þeir sjá
getur þú gengið þeim í foreldra
stað. Við ólum um 1000 fugla upp
svona og vorum með fjölda ungra
námsamanna sem sáu um að hæna
þá að sér. Þessi tengsl eru ekki
mjög sterk í upphafi en það má
treysta þau á nokkrum vikum.
Fyrst byrjuðum við að ganga og
hlaupa með þeim, síðan færðum
við okkur á reiðhjól og létum þá
elta okkur, því næst tóku mótor-
hjól og bátar við og alltaf eltu
þeir. Það var svo ekki fyrr en eft-
ir þrjá mánuði sem við fórum að
fljúga með þeim.“
Gleymdu mannlegu eðli
Perrin segir tækjabúnaðinn hafa
verið afar flókin og það hafi þurft
að útbúa tökuvélarnar sérstaklega
miðað við vænghaf og fluglag
hverrar fuglategundar fyrir sig.
Sumir fuglar fljúga hægt og aðrir
hratt og það var fyrst og fremst
hraðinn sem gerði okkur erfitt fyr-
ir. Við vorum með sérstakar flug-
vélar og létum tökumenn svífa á
eftir fuglunum í fallhlífum með
myndavélarnar framan á sér. Töku-
mennirnir þurftu því að lenda með
nokkurra mínútna millibili og þetta
ver því ansi tímafrekt þar sem það
þýddi ekkert að reyna að fá fuglana
til að bíða eftir okkur. Þetta var auð-
vitað líka stórhættulegt þar sem við
áttum það til að gleyma því að við
værum menn þegar við vorum á
flugi og við hröpuðum sjö sinnum á
meðan á tökum stóð þegar kappið
varð meira en forsjáin. Við lentum
til dæmis í því við strendur Íslands
að stór alda gleypti tökumanninn
þegar hann var á lágflugi. Við
horfðum bara á hann hverfa í kaf en
sem betur skolaði aldan honum
beint á land.“
Perrin byrjaði á því að láta út-
búa sérstaka tökuvél fyrir sig en
hún skilaði ekki tilætluðum ár-
angri. „Fyrsta árið var hræðilegt
og þó þessi vél hefði kostað mig
stórfé þá var sambandið milli flug-
Heimildarmyndin Heimur farfuglanna eftir Jacques Perrin hefur vakið mikla
athygli enda undursamlegt stórvirki á ferð. Perrin ræðir hér um gerð myndarinnar,
náttúruna, lífið og Paradísarbíóið sem hann lék í og sló í gegn á Íslandi rétt eins og
farfuglamyndin nú.
Fuglarnir
bíða ekki
JACQUES PERRIN
Féll fyrir albatrossinum þegar hann vann við Heim farfuglanna og nefnir hann sem eina af
sínum uppáhaldsfuglategundum. „Þetta eru fuglar sem fljúga í fjögur ár án þess að
stoppa. Hvernig er annað hægt en að dást að þeim? Taktu svo litla fugla, kannski ekki
nema 12 grömm. Þessi 12 grömm leggja 10.000 kílómetra að baki á hverju ári. Þetta er
ekki Guinness-heimsmet enda hugsa fuglar ekki um slíkt. Þeir gera bara ótrúlega hluti til
að komast af. Þeir eru ekki heimspekingar og eru ekkert að velta þessu fyrir sér.
Ég kann að meta það enda er lífið erfitt og maður er alltaf að berjast.