Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 12
Alþingismenn sneru aftur úrlöngu og vonandi góðu jólafríi í vikunni. Þingmenn vilja fæstir kannast við að löng jóla- og sumar- frí þeirra séu tímaskekkja þó spak- ir menn keppist við það á hverju ári að benda þeim á að þau séu arfur frá gamla bændasamfélaginu þar sem sauðburðir og sláturtíð réðu öllu um viðveru stórbænda sem riðu til þings. Uppáhalds afsökun þingmann- anna er sú að þeir séu ekki að slappa af með tærnar upp í loft í frí- unum sínum þar sem þeir noti tím- ann til að lesa alls konar pappíra og brjóta heilann um það hvernig þeir geti sem best verndað kjósendur fyrir sjálfum sér með lagasetning- um. Þrátt fyrir nokkur kynslóða- skipti í síðustu kosningum er enn reytingur af gamlingjum á þingi og þeir halda sjálfsagt enn þessum forna takti í fríinu sínu. Þeir yngri eru meira í takt við samtímann og virðast margir hverjir eyða mest- um frítíma sínum á öldurhúsum Reykjavíkurborgar. Þessi nýja frjálshyggja ungu kynslóðarinnar hefur vakið nokkra hneykslan enda ætlast almenningur enn til þess af kjörnum fulltrúum sínum að þeir séu öðrum mönnum vammlausari. Þetta hefur alltaf gilt um viðhorf til embættismanna almennt og þannig þykja það ekki góðir prestar sem stunda framhjáhald og geta ill- mögulega haldið helstu boðorð al- mættisins. Það getur auðvitað enginn ætlast til þess að þingmenn, lögreglustjór- ar og prestar séu allir handan mannlegra veikleika en okkur virð- ist líða betur ef þeir stunda lesti sína innan veggja heimila sinna eða í lokuðum veislum, það er að segja svo lengi sem reikningarnir fyrir herlegheitunum leka ekki í fjöl- miðla. Nýju þingmennirnir sem hika ekki við að láta sjá til sín á almanna- færi með öl í krús eru því óneitan- lega brautryðjendur og nútímaleg hegðun þeirra hlýtur, fyrr eða síðar, að skila sér í nútímalegri starfshátt- um hins háa Alþingis og styttri frí- um. Þegar vel er að gáð er þessi þró- un þó jákvæð og ætti í raun að auka tiltrú kjósenda á fulltrúum sínum ef þeir neyta áfengis fyrir opnum tjöldum, svo lengi sem þeir deleri ekki alvarlega. Það er alþýðlegur og gamall íslenskur siður að kneyfa öl og með þessu móti fær- ast þingmennirnir óhjákvæmilega nær umbjóðendum sínum og kjós- endur í Reykjavíkurkjördæmunum og Kraganum geta andað rólega þar sem þeir vita að þeir þurfa ekki að fara lengra en á Ölstofuna til að hitta þingmanninn sinn að máli. Það besta við þetta allt er svo að þetta grímulausa félagslyndi hins nýja þingheims raskar ekki gamla góða stöðugleikanum þar sem lof- orð gefin undir áhrifum áfengis eru jafn áreiðanleg og venjuleg kosn- ingaloforð. ■ Smáa letrið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ kann vel við þá tilhugsun að geta gengið að þingmönnunum sínum vísum á Ölstofunni. 12 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Afrek á öðrum miðum Svona fór um sjóferð þá! Ís- lenska handboltalandsliðið hélt til Slóveníu og vann ekki leik. Vonir okkar um Evrópumeistara- titil, sem fært hefði þjóðinni við- líka frægð og frama og efnavopn- in sem við fundum á dögunum í Írak og fylltu Halldór Ásgríms- son stolti yfir að vera Íslending- ur, eru úr sögunni. Fjandinn! Við þessar aðstæður standa Ís- lendingar frammi fyrir tveimur kostum. Við gætum ákveðið að spýta í lófana, stælast við mót- lætið og safna liði fyrir næsta mót. Það væri óráð. Miklu nær er að telja fullreynt við hand- bolta og snúa sér að einhverju öðru - helst einhverju sem ekki felur í sér keppni við fjölda Aust- ur-Evrópulanda. Ef Íslendingar ákvæðu fyrir al- vöru að snúa að fullu og öllu baki við handknattleiknum og taka upp nýja íþróttagrein, eru ýmsir möguleikar fyrir hendi. Einn þeirra er íþróttin Lacrosse. Ekki er víst að allir lesendur Múrsins séu kunnugir sögu og reglum Lacrosse. Úr því skal nú bætt. STEFÁN PÁLSSON Á WWW.MURINN.IS Íslensk fjölmiðlun og BBC Stundum hvarflar að mér að þessa heildarstjórnun skorti. Frelsi einstakra fjölmiðlunga sé svo afgerandi að ritstjórnin nán- ast láti undan. Þess vegna blossa líka á stundum upp heitar umræður um einstök mál þar sem ásakanir ganga á víxl. Fróð- legt væri að vita hvort þessar grunsemdir eigi við rök að styðj- ast. Mér finnst það skipta máli núna þegar samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði er orðin sem raun ber vitni. Hafa fréttastofur fullt sjálfstæði? Hafa einstakir dag- skrárgerðarmenn fullt frelsi til að fjalla um hvað sem er? Og ekki síst reyna stjórnendur að stýra gangverkinu þannig að fullt jafnvægi sé á öllum hliðum mála? Ritstjórn án ritskoðunar er neytendum fjölmiðla mikils virði til þess að geta tekið þá trúanlega. Í raun skiptir það e.t.v.ekki minna máli heldur en eignarhaldið á fjölmiðlunum. Innihald Hutton-skýrslunnar gagnvart BBC gefur okkur fullt tilefni til að velta þessum málum upp varðandi íslenska fjölmiðla - hvort heldur eru í eigu ríkis eða einkaaðila. HJÁLMAR ÁRNASON Á HTTP://WWW.ALTHINGI.IS/HJALMARA/ ■ Af netinu Pöbbarölt þingmanna Ef þú ekur úr bænum, áleiðisaustur fyrir fjall, fram hjá Þrengslaafleggjara austur að Hveradalabrekku, beygir þar til vinstri og ekur 3 km eftir malar- vegi fram hjá Kolviðarhóli kemur þú að skíðasvæði ÍR í Hamragili og skammt frá eru Víkingar með skíðasvæði í Sleggjubeinsskarði. Svæðið er í daglegu tali nefnt Hengilssvæðið og þangað er aðeins 25–30 mín. akstur frá Reykjavík. Í Hamragili er skíðadeild ÍR með þrjár lyftur, skíðaskála og þjón- ustuhús en ÍTR rekur svæðið. Þar er frábær aðstaða fyrir fjölskyldu- fólk. Góð byrjendalyfta er við þjón- ustuhúsið og því gott að fylgjast með yngri börnunum yfir kakó- bolla á pallinum. Þar fyrir ofan eru góðar brekkur fyrir lengra komna. Þá býður svæðið upp á ýmsa mögu- leika fyrir brettafólk. Skjólsælt er í Hamragili og því oft opið þar á meðan önnur svæði eru lokuð sök- um hvassviðris. Fallegar göngu- leiðir eru í næsta nágrenni, m.a. um háhitasvæði á Hellisheiði en Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur unnið að merkingu gönguleiða á svæðinu Hengilssvæðið er eina skíða- svæði landsins sem býr yfir búnaði til snjóframleiðslu og undanfarin ár hefur snjóframleiðsla styrkt svæðið til muna. Snjóframleiðsla fer þannig fram að köldu vatni er sprautað úr snjóbyssum sem fínum úða sem frís og verður að snjó. Framleiddur snjór er endingar- betri en hinn náttúrlegi snjór og veitir tryggari opnun en ella. Vatn til framleiðslunnar er fengið úr söfnunarlóni á svæðinu og úr bor- holu sem Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt til. Víðast hvar erlendis er vatn til snjóframleiðslu fengið úr dýrum uppistöðulónum en í ná- grenni Hengilssvæðisins er mikið af köldu vatni í jörðu og hefur OR lagt til kaldavatnborholu og kostað vatnslagnir að skíðasvæðinu. Á næstu árum hyggst OR reisa háhitaorkuver í nágrenni skíða- svæðisins. Samkvæmt fyrirliggj- andi upplýsingum frá OR um væntanlegt orkuver er ekki annað að sjá en að orkuverið falli vel að skíðasvæðinu. Umferð um svæðið kemur til með að aukast og allt að- gengi að svæðinu kemur til með að batna. Þá hefur OR sýnt áhuga á að efla útivist á svæðinu með lagn- ingu göngustíga, byggingu upplýs- ingamiðstöðvar o.fl. er snýr að úti- vist. Það á þó eftir að skýrast betur á næstu árum hvaða áhrif orkuver- ið hefur nákvæmlega á svæðið en ÍR-ingar hafa trúa á að orkuver og skíðasvæði geti farið vel saman á Hengilssvæðinu. Hjá skíðadeild ÍR stunda um 40 krakka æfingar í alpagreinum. Æft er í flokkum 8 ára og yngri, 9 til 12 ára og 13 til 14 ára. Unglingar 15 ára og eldri æfa með skíðaliði Reykjavíkur sem er skipað ung- lingum frá ÍR, Fram og Víking. Æf- ingar 8 ára og yngri fara fram um helgar en 9 ára og eldri æfa fjórum sinnum í viku. Þá er boðið upp á kennslu fyrir byrjendur um helgar. Æfingar í fjalli eru seinnipart dags á virkum dögum eða kl. 18–20 og um hádegisbil um helgar. Á skíðum hafa foreldrar gott tækifæri til að styðja börn sín til heilbrigðs lífern- is og árangurs í íþróttum og um leið að stunda útiveru með þeim. Oft koma foreldrar með börnum sínum á æfingar og fara á skíði á meðan þau eru á æfingu og skíða svo sam- an að æfingu lokinni. Foreldrastarf skíðadeildarinnar er öflugt og koma foreldrar að keppnis- og æf- ingaferðum auk þess að aðstoða við mótahald og annað er við kemur íþróttinni. Gist er í skála skíða- deildarinnar tvær til þrjár helgar á vetri auk þess sem farnar eru æfinga- og keppnisferðir út á land og má þar nefna hina vinsælu Andr- ésar Andarleika á Akureyri fyrir 12 ára og yngri. Kynnið ykkar starf- semi skíðadeildar ÍR og Hengils- svæðið á heimasíðu skíðadeildar- innar http://www.irsida.is/skidi. Þá eru upplýsingar um opnun á skiða- svaedi.is undir önnur svæði. Sjáumst á skíðum á Hengils- svæðinu. ■ Mikið hefur verið rætt umneyslu unglinga á kannabis (hassi og marijúana) að undan- förnu og mörgu haldið fram um mikla aukningu þessarar neyslu. Þrátt fyrir miklar fullyrðingar hafa engar rannsóknir verið lagðar fram til stuðnings þess- um fullyrðingum, kannski vegna þess að rannsóknir liggja lítið fyrir, eða að þær sýna fram á annað. Vímuefnaneysla unglinga hefur ætíð verið megin- forsenda hertrar löggjafar og má því álykta svo að unga fólkið stýri óbeint því sem þeir fullorðnu mega gera. Þegar tölur um vímuefna- neyslu unglinga eru skoðaðar, þá aðallega áfengis- og kannabis- neysla, má sjá að töluverður hóp- ur unglinga neytir áfengis reglu- lega og þónokkuð stór hópur notar það illa. 71,5% unglinga á aldrin- um 14–15 ára hafa prófað áfengi einhvern tímann á ævinni og um 50% töldu sig „drekka“ reglulega. Flestir á þessum aldri þótti það ekkert áhugavert að nota áfengi og töldu slíka neyslu ekki skaða líf eða heilsu þeirra sem neyta áfengis. Unglingar hafa neikvætt viðhorf til kannabisneyslu Þegar tölur um kannabisneyslu unglinga á sama aldri eru skoðað- ar, sýna þær fram á að um 8,3% þeirra hafði notað kannabis einu sinni eða oftar og um 0,8% höfðu notað kannabis oftar en fimm sinnum. Viðhorf unglinga til kannabisneyslu eru mjög nei- kvæð og telja flest þeirra kanna- bis vera skaðlegt heilsu þeirra sem það nota. Þessi sama rann- sókn („Tóbaksreykingar og hassneysla reykvískra unglinga og viðhorf þeirra til slíkrar neyslu,“ birt í Uppeldi og mennt- un - Tímariti KHÍ, 5. árg. 1996, Sigrún Aðalbjarnadóttir og Krist- jana Blöndal) sýndi fram á að um 98% af þeim er reyktu tóbak að staðaldri notuðu einnig áfengi meðan um 40% af þeim sem ekki reyktu tóbak notuðu áfengi. Af þeim sem nota áfengi og tóbak höfðu um 7,2% prófað kannabis. Sýna þessar tölur fram á að kannabisneysla unglinga er mjög svo ofmetin, þar sem mjög lítill hluti þeirra hafði yfirleitt prófað kannabis og flestir höfðu mjög neikvæð viðhorf til neyslunnar. Unglingar byrja að drekka fyrr en áður Helstu rök fyrir banni á kanna- bis er neysla unglinga og aðgengi þeirra að efninu. Hefur því verið haldið fram að neysla þeirra muni aukast ef kannabis verði lögleitt, án þess að styðja þær fullyrðingar með rökum eða rannsóknum. Þeg- ar umræðan um bjórinn stóð sem hæst, voru ein rökin þau að auð- veldara væri fyrir unglinga að hefja neyslu áfengis ef hann yrði leyfður. Sýnir önnur könnun, á vegum sömu aðila og sú sem vitn- að er til hér að ofan, um áfengis- neyslu og venjur unglinga, að um 50% þeirra hefur sína áfengis- neyslu á sterku áfengi, þótt svo hún breytist síðar. Einnig sýna aðrar kannanir að áfengisneysla unglinga í 10. bekk hafi dregist eitthvað saman á níunda áratugn- um (Guðrún R. Briem 1989). Þrátt fyrir auknar forvarnir á þeim ára- tug, hefur engu að síður neysla unglinga á áfengi aukist og þeir byrji fyrr að drekka en áður. Fíkniefnaneysla vex hér á landi Forvarnir eru mjög mikilvæg- ur þáttur þegar kemur að vímu- efnaneyslu unglinga. Í yfirlýsingu um lýðheilsu á Íslandi má lesa eft- irfarandi: „Áhersla er lögð á for- varnir og þá sérstaklega fyrsta stigs forvarnir, þ.e.a.s. að koma í veg fyrir sjúkdóma“. Hér á landi er litlu fé veitt til forvarna og miðað við tölur um vímuefna- neyslu unglinga, má draga þá ályktun að núverandi stefna í for- varnarmálum sé ekki að skila þeim árangri sem ætlast er til. Stefnan hefur verið sú að berja höfðinu við steininn, neita að horfast í augu við lítinn árangur og vaða áfram án raunverulegrar heildarstefnu í vímuefnamálum á Íslandi. Það geta allir verið sammála um að vímuefnaneysla unglinga sé málefni sem þarf að taka á föst- um tökum. Hins vegar er ekki hægt að láta lítinn hluta ungs fólks stýra þeim viðhorfum sem heil þjóð hefur til vímuefnamála, jafnvel koma í veg fyrir alla vit- ræna umræðu byggða á tilfinn- ingum en ekki staðreyndum. Nú- verandi stefna stjórnvalda í vímu- efnamálum hefur engum árangri skilað, eins og lesa má í orð Land- læknisembættisins, sem gaf út yf- irlýsingu sl. vor og sagði meðal annars: „Fíkniefnaneysla hér á landi hefur vaxið hröðum skref- um að undanförnu. Segja má að hún líkist faraldri, þ.e. hún breið- ist út rétt eins og um smitsjúkdóm væri að ræða“. Ef núverandi stefna hefur það lítil áhrif, að Landlæknir líkir henni við farald- ur, væri kannski réttast að skoða stefnuna í heild og sjá hvar hún hafi brugðist, frekar en að gera neytendur ábyrga fyrir vandan- um og loka á alla umræðu? ■ Skíðasvæðið í Henglinum Kannabis og unglingar Umræðan AUÐUNN F. KRISTINSSON ■ formaður skíðadeildar ÍR, skrifar. Umræðan ÓLAFUR SKORRDAL ■ áhugamaður um réttláta fíkniefnalöggjöf. ■ Hins vegar er ekki hægt að láta lítinn hluta ungs fólks stýra þeim viðhorfum sem heil þjóð hefur til vímu- efnamála, jafn- vel koma í veg fyrir alla vit- ræna umræðu byggða á til- finningum en ekki staðreynd- um.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.