Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 38
38 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR MISJAFN SAUÐUR Í MÖRGU FÉ Þeir eru oft á tíðum æði skrautlegir stuðn- ingsmenn liðanna í Afríkukeppninni í knattspyrnu. Hér sést einn stuðningsmað- ur nígeríska landsliðsins fyrir leikinn gegn Suður Afríku í gær. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 29 30 31 1 2 3 4 FEBRÚAR Sunnudagur Undanúrslit EM í handbolta: Þjóðverjar í úrslitaleikinn HANDBOLTI Þjóðverjar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í handknattleik í Slóveníu í gær með því að leggja Dani að velli, 22-20, í Tivoli-höllinni í Ljubljana í undanúrslitum. Þetta verður þriðji úrslitaleik- ur Þjóðverja á undanförnum þremur stórmótum en þeir töpuðu fyrir Svíum í úrslitaleik EM fyrir tveimur árum og fyrir Króötum á HM í Portúgal í fyrra. Leikurinn var gífurlega jafn allan tímann, staðan var jöfn, 11-11, í hálfleik og munurinn á liðunum var aldrei meiri en tvö mörk. Lokamínútur leiksins voru gífurlega spennandi. Lars Krogh Jeppesen jafnaði met- in, 20-20, fyrir Dani með þrumu- skoti þegar rúmur fimm mínútur voru eftir. Hinn hávaxni Volker Zerbe kom Þjóðverjum yfir, 21-20, þegar fjórar mínútur voru eftir og Daniel Stephan gulltryggði sigur Þjóðverja alveg undir lokin. Markverðir liðanna, Henning Fritz hjá Þjóðverjum og Kasper Hvidt hjá Dönum, fóru á kostum í leiknum. Fritz varði nítján skot en Hvidt varði sautján. Lars Krogh Jeppesen var markahæstur hjá Dönum með fimm mörk, Lars Christiansen og Michael Knudsen skoruðu fjögur mörk hvor, Klavs Bruun Jörgen- sen og Sören Stryger skoruðu þrjú mörk hvor og Joachim Bold- sen skoraði eitt mark. Jan-Olaf Immel skoraði mest í þýska liðinu, sjö mörk alls, Volker Zerbe skoraði sex mörk, Steffan Weber, Christian Schwarzer og Heiko Grimm skoruðu tvö mörk hver og Pascal Hens, Christian Zeitz og Daniel Stephan skoruðu eitt mark hver. ■ 100 ár frá fæð- ingu föður FH Hallsteinn Hinriksson hefði orðið hundrað ára á morgun en hann er af flestum talinn vera faðir Fimleikafélags Hafnarfjarðar. AFMÆLI Þetta er mikið afmælisár í Hafnarfirði því FH-ingar fagna tveimur stórum afmælum á þessu ári. Því fyrra fagna FH-ingar á mánudaginn þegar 100 ár eru lið- in frá fæðingu Hallsteins Hinriks- sonar, sem stofnaði FH ásamt tíu ungum fimleikadrengjum úr Íþróttafélagi Hafnarfjarðar þann 15. október 1929. Hallsteinn fæddist 2. febrúar 1904. Seinna stórafmælið á árinu verður 75 ára afmæli félagsins og ætla FH-ingar þá að gefa út bók um sögu félagsins. Hallsteinn Hinriksson er mesti áhrifamaður FH frá upphafi og ekki aðeins fyr- ir það að hann stofnaði félagið heldur vegna þess að hann stóð í fararbroddi í starfi félagsins allt frá stofndegi til dauðadags en Hallsteinn lést 19. október 1974. Ævi Hallsteins og starf FH var samtvinnað hvern einasta dag sem hann lifði og honum var félagið og íþróttaæska bæjarins einkar hjartfólgin. Þeir sem minn- ast Hallsteins þykir gaman að tala um hversu mikla áherslu hann lagði á prúðmannalega og virðu- lega framkomu. Frábært dæmi um það er að hann mætti alltaf til starfa, hvort sem það var við íþróttakennslu í Barnaskóla Hafn- arfjarðar eða í þjálfun á vegum FH, íklæddur jakkafötum, skyrtu og með bindi. Stíll Hallsteins var einfaldur í orði, stundvísi, agi og snyrtimennska, en það þurfti góð- an læriföður með smitandi áhuga og ótrúlega seiglu til halda hópn- um saman til að ná þeim frábæra árangri sem íþróttalið og íþrótta- menn félagsins náðu undir hans stjórn. Hafnarfjarðarbær varð líka mikill íþróttabær ekki síst fyrir tilstuðlan FH sem varð strax mjög áberandi í íþróttalífi lands- manna. Fyrst keppti félagið í fimleik- um pilta og stúlkna en síðar í frjálsum íþróttum þar Hallsteinn sjálfur var mikill afreksmaður og meðal annars fyrsti Íslandsmeist- ari félagsins þegar hann vann stangarstökk á Íslandsmeistara- mótinu 1935. Mesta brautryðj- andastarf Hallsteins á landsvísu var þó örugglega að innleiða handboltann hér á landi en hingað bar hann íþróttina frá Danmörku þar sem hann hafði stundað nám. Hallsteinn hefur löngum verið kallaður faðir handknattleiksins bæði hér á landi sem og í Hafnar- firði en undir hans stjórn varð FH afar sigursælt og vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla á árunum eftir 1954. Hallsteinn var auk þess fyrsti landsliðsþjálfarinn sem fór með Ís- land á stórmót en hann stjórnaði ís- lenska landsliðinu á HM í Austur- Þýskalandi 1958 og HM 1961 í Vest- ur-Þýskalandi. Það var heldur ekki nóg með að hann sjálfur hefði tekið virkan þátt í leik og starfi félagsins heldur urðu öll börnin hans fjögur Ingvar, Örn, Sylvía og Geir öll afreksfólk á vegum félagsins og barnabarn hans Logi Geirsson, er í dag aðalmaðurinn í liði FH og ann- ar af markahæstu mönnum Íslands- mótsins, eitthvað sem Geir sjálfur afrekaði margoft á sínum ferli. FH-ingar sýna með þessari hátíð sinni í Kaplakrika á mánudaginn að þeir leggja ofurkapp á að viðhalda þeim anda sem var byggður upp í félaginu undir stjórn Hallsteins á fyrstu árum félagsins og þarna verður virðuleg minningarstund um einstakan foringja félagsins. ■ HALLSTEINN HINRIKSSON, FAÐIR FH Hallsteinn Hinriksson er mesti áhrifamaður FH frá upphafi. Ekki aðeins fyrir þær sakir að hann stofnaði félagið heldur einkum vegna þess að hann stóð í fararbroddi í starfi félagsins allt frá stofndegi til dauðadags. LOGI GEIRSSON Logi Geirsson, barnabarn Hallsteins Hinrikssonar er bjartasta von FH í handknattleiknum í dag. ÞJÓÐVERJAR Í ÚRSLIT Daniel Stephan, leikstjórnandi Þjóðverja, fagnar hér eftir að Þjóðverjar lögðu Dani í gær og tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. Íþróttamaður Reykjavíkur 2003: Karen Björk varð fyrir valinu VIÐURKENNING Dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir úr ÍR var valinn Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2003 á föstudagskvöldið. Karen Björk varð heimsmeistari í 10 samkvæmisdönsum ásamt eiginmanni sínum og dansfélaga Adam Reeve en þau sigruðu ein- nig á Opna ástralska meistara- mótinu í sígildum samkvæmis- dönsum. Karen og Adam urðu í öðru sæti á alþjóðlegu opnu dans- keppninni Universal Cup en Karen fékk 150 þúsund króna styrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur auk farandbikars. Þetta er fjórða árið í röð sem kvennmaður fer með sigur af hólmi í kjöri Íþróttamanns Reykjavíkur og það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna karlkyns sigurvegara en þá varð Þormóður Egilsson, fyrirliði meistaraflokks KR í knattspyrnu, fyrir valinu. ■ LEIKIR  13.15 Höttur mætir Þór í Bogan- um í Powerade-mótinu í knatt- spyrnu.  15.15 Tindastóll mætir Völsungi í Boganum í Powerade-mótinu í knattspyrnu.  19.00 ÍR mætir Leikni í Egilshöll í A-riðli Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu.  19.15 Haukar leikur við Grindavík á Ásvöllum í INTERSPORT-deild- inni í körfubolta.  19.15 Njarðvík leikur við Hamar í Njarðvík í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 KFÍ og Þór Þ. keppa á Ísa- firði í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 Tindastóll leikur við KR á Sauðárkróki í INTERSPORT-deild- inni í körfubolta.  19.15 Breiðablik leikur við ÍR í Smáranum í INTERSPORT-deild- inni í körfubolta.  19.15 Snæfell leikur við Keflavík í Stykkishólmi í INTERSPORT-deild- inni í körfubolta.  21.00 KR mætir Þrótti í Egilshöll í A-riðli Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu. SJÓNVARP  11.20 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Frakka og Rússa um fimmta sætið á EM.  12.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Guðni Bergsson og Heimir Karlsson fara yfir leiki laugardags- ins í ensku úrvalsdeildinni.  13.45 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Blackburn og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.  13.50 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Dana og Króata um þriðja sætið á EM.  15.30 Markaregn á RÚV. Sýnt frá mörkum helgarinnar í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu.  15.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvals- deildinni.  16.20 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik Þjóðverja og Slóvena á EM.  17.50 NBA-deildin á Sýn. Bein út- sending frá leik Toronto Raptors og Los Angeles Lakers í NBA- deildinni.  21.45 Helgarsportið á RÚV. Stiklað á stóru í íþróttum helgarinnar.  22.20 NFL-deildin á Sýn. Leiðin að Ofurskálinni. Farið yfir tímabilið hjá liðunum tveimur sem mætast í leiknum um Ofurskálina.  23.10 NFL-deildin á Sýn. Bein út- sending frá leik New England Patriots og Carolina Panthers um Ofurskálina í NFL-deildinni. Afríkukeppnin í knattspyrnu: Öruggt hjá Nígeríu FÓTBOLTI Nígeríumenn unnu öruggan og auðveldan sigur á Suður Afríkumönnum, 4–0, í Afríkukeppninni í knattspyrnu í gær en keppnin fer fram í Túnis. Það var varnarmaðurinn Joseph Yobo, sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Ever- ton, sem skoraði fyrsta markið eftir mistök Emile Baron, mark- varðar Suður Afríku. Jay Jay Okocha, fyrirliði Nígeríu, skoraði síðan annað markið úr vítaspyrnu en markið var jafnramt 1000. markið í Afríkukeppninni frá upphafi. Varamaðurinn Osaze Odem- wingie bætti síðan við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins og gulltryggði glæstan sigur Nígeríumanna. Jay Jay Okocha lék sinn fyrsta leik með Nígeríumönnum í keppninni og var allt annað að sjá til liðsins með tilkomu kappans. ■ RE/MAX-deild kvenna: Enn sigur hjá ÍBV HANDBOLTI ÍBV komst á topp RE/MAX-deildar kvenna í hand- knattleik í gær þegar liðið bar sig- urorð af Stjörnunni, 37–29, í leik liðanna í Garðbæ. Fram og Grótta/KR skildu jöfn, 23–23, í Íþróttahúsi Fram og Víkingur beið lægri hlut fyrir FH, 26–21, í Víkinni. Að lokum unnu Haukastúlkur sigur á KA/Þór, 37–33. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.