Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 17
17SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004 fjármálafyrirtækja í atvinnu- starfsemi.“ Flugleiðir eru í ólíkri starfsemi þeirrar kjarnastarfsemi sem þeir Jón Helgi hafa unnið í. Kaupin á Kaupási falla vel að rekstri BYKO. Kaupás rekur smásölu- verslanir og ýmis samlegðaráhrif augljós milli fyrirtækjanna. „Flugleiðir eru auðvitað allt öðru- vísi, enda verður verkaskipting okkar þannig að Jón Helgi mun sinna smásölunni, en ég mun beina kröftunum að fjárfesting- unni í Flugleiðum. Þetta liggur ekki saman. Annars vegar eru menn í sínum grunnrekstri og hins vegar að ávaxta peninga.“ Hannes segir að þeir telji rétt- an tíma til að fjárfesta í Flugleið- um. Að baki séu áföll eins og 11. september og ytri skilyrði fyrir reksturinn ágæt. „Það gefur manni vonir um að framundan séu eitt til þrjú ágæt ár. Það getur skipt sköpum í rekstri eins og hjá Flugleiðum. Fjármunamyndun er mikil þegar vel gengur, eins og það er að sama skapi mikið tap þegar á móti blæs. Við erum að veðja á gott gengi í rekstrinum á næstu árum.“ Þurfum að skilja reksturinn Flugleiðir eru í margþættri starfsemi, allt frá rekstri flug- véla niður í hestaleigur. Margir þykjast sjá möguleika í því að selja einingar frá félaginu. „Við viljum ekkert útiloka í því efni. Auðvitað eru ákveðin verðmæti í heildinni. Menn þurfa í þessu sem öðru að skoða mörkin.“ Hann bendir á að þegar Henry Ford hóf bílaframleiðslu hafi stál og gúmmí farið inn um annan enda verksmiðjunnar og bíll komið út um hinn. „Í dag eru menn að kaupa hlutina og raða þeim saman. Markaðurinn þró- ast. Við þurfum fyrst að skilja reksturinn síðan að reyna að átta sig á því hvort sú uppsetning sem er í dag hámarki arðsemina af fyrirtækinu.“ Kaupin á Flugleiðum eru fjár- festing, og Hannes og Jón Helgi nálgast hana sem slíka. „Við nálgumst þetta ekki út frá nein- um öðrum lögmálum. Við gerum okkur grein fyrir því að það geta verið miklar sveiflur, þannig að við teljum mikilvægt að setja þetta upp sem langtímafjár- festingu. Svo er alltaf spurningin um skilgreiningu þess hvað sé langur tími. Við erum ekki að kaupa þessi bréf til að selja þau fljótlega aftur. Hugsunin er sú að arðsemin komi af rekstri fyrir- tækisins. Við ætlum að vera virkir hluthafar í félaginu.“ Flugleiðir eru mikilvægt fyr- irtæki fyrir tengsl Íslendinga við útlönd. Samfélagsábyrgð er eitt þeirra hugtaka sem menn hafa nefnt í sambandi við kjölfestu- eign í félaginu. „Við hljótum að horfa til þess að það þarf að um- gangast félagið með gát. Flug- leiðir eru lífæð fyrir þjóðina. Við munum hugsa vel afleiðingar þeirra ákvarðana sem við tökum. Það þarf að huga að snertifletin- um milli félagsins og þjóðarinn- ar. Að sama skapi ætlum við heldur ekki að sitja upp með fjárfestingu sem ekki skilar arði.“ Hannes segir með ólíkind- um miðað við stærð þjóðarinnar að við eigum svo stórt og öflugt flugfélag. „Ég held ég hafi flogið 50 þúsund mílur innan Banda- ríkjanna á síðasta ári. Flugsam- göngur innan Bandaríkjanna eru langt að baki flugsamgöngum Ís- lendinga.“ Hannes segir þá skoða að fá fleiri fjárfesta til að koma að fé- laginu. Jón Ásgeir Jóhannesson ræður ásamt fjölskyldi sinni um 21% í félaginu. Hann segir þá Jón Ásgeir hafa ræðst við í síma. „Við höfum ekki náð að hittast, vegna þess að við höfum ekki verið á landinu á sama tíma.“ Það muni hins vegar verða fljótlega. Miðað við að verkaskiptingin milli Jóns Helga og Hannesar sé sú að Hannes fylgist með Flug- leiðum verður að teljast líklegt að stjórnarformennska Flugleiða verði hans hlutverk. Hann gefur ekkert út á það. „Við munum setjast niður með öðrum hluthöf- um og mynda starfhæfa stjórn.“ haflidi@frettabladid.is c a r n e g i e a r t awa r d 2 0 0 4 listasafn kópavogs gerðarsafn, hamraborg 4, kópavogi 12. desember - 22. febrúar opnunartímar: alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 leiðsögn: miðvikud. og fimmtud. kl. 12, laugard. og sunnud. kl. 15 Nina Roos, Untitled from Habit Suddenly Broken Verið velkomin til málþings um íslenska nútímalist. Laugardaginn 7. febrúar, 2004, kl. 11-14.30. Í Salnum - Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6, Kópavogi. Þátttökugjald: 1000 kr. sem greiðist við skráningu (léttur hádegisverður innifalinn). Þeir sem ráðgera að taka þátt í málþinginu hafi samband við Ásdísi Arnardóttur, asdisa@kopavogur.is, síma 570 0440, í síðasta lagi þann 3. febrúar. Aðgangur takmarkaður. ein veglegustu myndlistarverðlaun í heimi. sýning á verðlaunaverkunum stendur nú yfir á íslandi Þátttakendur: Ulrika Levén, sýningarstjóri, Carnegie Art Award, flytur inngang. Halldór Björn Runólfsson, lektor við Listaháskóla Íslands og dómnefndarmaður Carnegie Art Award. Anders Kreuger, sýningarstjóri og kennari við Royal College of Art, Lundúnum. Lars Grambye, forstöðumaður Malmö Konsthall. Þóroddur Bjarnason, myndlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu, ræðir við Steingrím Eyfjörð, myndlistarmann. www.carnegieartaward.com málþing 7. febrúar – „waste of money?” ARÐUR OG ÁBYRGÐ Flugleiðir eru lífæð fyrir þjóðina. Við munum hugsa vel afleiðingar þeirra ákvarðana sem við tökum. Það þarf að huga að snertifletinum milli félagsins og þjóðarinnar. Að sama skapi ætlum við heldur ekki að sitja upp með fjárfestingu sem ekki skilar arði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.