Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 14
14 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Sumarið 1816 komu alræmdustuuppreisnarseggir og tvö höfuð- skáld bresku rómantíkunnar, Lord Byron og Percy Shelley, saman í Sviss og dvöldu við Genfarvatn ásamt Mary, eiginkonu Shelleys, stjúpsystur hennar Claire Godwin og John Polidori. Þessi skrautlega samkoma gat af sér tvær lífseig- ustu sögupersónur hryllingsbók- menntanna, þá Drakúla greifa og óskapnað dr. Frankensteins. Sagan segir að í rigningu og leiðindum þann 16. júní hafi Byron stungið upp á því að allir viðstadd- ir segðu draugasögur sem yrðu færðar á blað. Shelley skrifaði eitt- hvað ómerkilegt, Byron byrjaði á broti úr sögu og Polidori skrifaði upphafið að „The Vampyre“ og flestir eru sammála um að aðalper- sónu sína hafi hann byggt á Byron sem er þá fyrirmyndin að hinum ódauðlega Drakúla. Hin 19 ára gamla Mary var í óstuði þetta kvöld en daginn eftir skaut harmsaga Frankensteins upp kollinum hjá henni. Hún lauk við söguna í maí 1817 og hún var gefin út 1. janúar 1818. Shelley drukknaði fjórum árum síðar, 1822, og Byron dó af völdum hitasóttar í Grikklandi árið 1824. Mary Shelley lést svo 53 ára gömul árið 1851 en forynjurnar sem þetta fólk skóp sumarið 1816 lifa góðu lífi enn þann dag í dag. ■ Drífa Hjartardóttir alþingiskona er 54 ára. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi er 48 ára. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður vinstri grænna, er 28 ára. Atli Snæbjörnsson lést miðvikudaginn 28. janúar. Elín Þórdís Björnsdóttir lést föstudag- inn 30. janúar. G. Hrefna Kristinsdóttir Pullen lést á heimili sínu í Panama City í Flórída fimmtudaginn 22. janúar. Útförin hefur farið fram. Guðmundur Óskar Guðmundsson bif- vélavirki, Austurbergi 28, Reykjavík, lést mánudaginn 26. janúar. Mér finnst mjög gott að veraeinn á afmælisdaginn,“ segir Birgir Örn Thoroddsen eða Bibbi Curver fjöllistamaður sem er 28 ára í dag. „Stundum hef ég reynt að skoða eitthvað og gera eitthvað sem ég hef ekki gert áður.“ Á táningsárunum segir Bibbi að vinir hans hafi komið saman og horft á teiknimyndir um hundinn Droopy. „Ég hætti svo með það þegar ég var tvítugur og fór þá í að vera einn með sjálfum mér og upplifa mig. Mér hefur alltaf fundist þetta vera sérstæðari dag- ar en aðrir dagar því maður er svo næmur á afmælisdaginn.“ Þennan afmælidag ætlar Bibbi að njóta menningar. „Ég byrja daginn á að fara í sund og í heita pottinn. Svo borða ég hádegismat, eitthvað rólegt. Eftir mat ætla í Gerðasafn í Kópavogi að sjá Carnegie Arts Award og mig lang- ar líka til að fara á flúxussýning- una í Listasafni Íslands. Í dag er fyrirlestur hjá Gunnari J. Árna- syni í tengslum við sýningu Ólafs Elíassonar í Listasafni Reykjavík- ur. Þar vinn ég sem tæknimaður og þarf því að mæta til vinnu en mig langar líka að fara og hlusta á hann. Í kvöld fer ég og borða með fjölskyldunni. Pabbi er vanur matreiðslumaður og ég þori að veðja að það verði fínn afmælis- matur. Þetta er það eina sem ég ætla að gera með öðru fólki þenn- an dag því eftir matinn fer ég í bíó að sjá Heim farfuglanna. Mér finnst æðislegt að fara einn í bíó því þá getur maður verið í sínum eigin heimi og enginn að trufla mann.“ Síðan bætir hann við „ég er ekki venjulega svona mikill menningarsnobbari en þetta hittir ágætlega á þennan dag. Það afmæli Bibba sem honum finnst virkilega eftirminnilegt er frá því hann varð 25 ára. „Ég fór í kínverskt nudd og keypti mér kung fu galla. Svo fór ég einn á Holtið í gallanum og var bara einn í salnum. Með matnum drakk ég endalaust af lítilli kók, því um leið og ein var búin kom þjónninn með nýja. Svo fór ég í bíó.“ ■ Afmæli BIRGIR ÖRN THORODDSEN ER 28 ÁRA ■ nýtur menningar í friði á afmælidaginn. BRANDON LEE Leikari og sonur karatehetjunnar Bruce Lee fæddist á þessum degi árið 1965. Hann lést af völdum voðaskots við gerð kvikmyndarinnar The Crow árið 1993. 1. febrúar ■ Þetta gerðist 1946 Norski þingmaðurinn Trygve Lie er valinn fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna. 1966 Buster Keaton, einn þekktasti gamanleikari þöglu myndanna, deyr 69 ára að aldri. 1979 Fjölmiðlaerfinginn Patty Hearst losnar úr fangelsi eftir að Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna, gef ur henni upp sakir fyrir bankarán. 1982 Sjónvarpsþátturinn Late Night With David Letterman hefur göngu sína hjá NBC sjónvarps stöðinni. 1986 Dick James, tónlistarútgefandi Bítl- anna á árunum 1962–1970 deyr í London 58 ára gamall. 1994 Jeff Gillooly, fyrrum eiginmaður skautadrottningarinnar Tonya Harding, viðurkennir að hafa tekið þátt í líkamsárás á keppinaut Tonya, skautakonuna Nancy Kerrigan. 2003 Sjö manna áhöfn geimskutlunnar Columbia frá NASA ferst þegar flaugin springur yfir Texas 16 mín- útum fyrir lendingu. FRANKENSTEIN Saga Mary Shelley um vísindamanninn sem reyndi að sigrast á dauðanum virðist höfða til lesenda á öllum tímum enda skörp ádeila um þær skelfilegu afleiðingar sem það getur haft í för með sér að maðurinn fikti við sköpunarverkið. MARY SHELLEY ■ Höfundur sígildu sögunnar um Frankenstein fellur frá 53 ára gömul. 1. febrúar 1851 Menningarþema þetta árið Ástkær dóttir mín, systir okkar og mágkona G. Hrefna Kristinsdóttir Pullen f. 14. júní 1940 lést að heimili sínu í Panama City, Florida, þann 25. janúar sl. Útför hennar fór fram frá Heritage Funeral Home Chapel. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Ágústa Gústafsdóttir Friðrik Kristinsson Þórný Elísdóttir Hlín Kristinsdóttir Hreinn Jónsson Þórarinn Kristinsson Erla Ármannsdóttir Hjördís Björg Kristinsdóttir Sigurður Hendriksson Gústaf Kristinsson Gyða Maja Guðjónsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þuríður Guðrún Ólafsdóttir frá Króksfjarðarnesi, tilheimilis að Hæðargarði 33, Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Ólafía B. Ólafsdóttir, Halldór Þ. Þórðarson, Haraldur H. Sigurðsson, Anna K. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Jón Sigurðsson, sem hafnaði íöðru sæti Idol - stjörnuleitar, er ekki bara efnilegur söngvari held- ur stendur hann sig líka vel í öskr- unum og hefur verið einn hávær- asti stuðningsmaður Safamýrar- stórveldisins Fram á síðustu árum. Stuðningsmannafélag liðs- ins, FRAMherjar, gerðu Jón að heiðursfélaga á dögunum, bæði fyrir dyggan stuðning við liðið á áhorfendapöllunum og ekki síður fyrir að hafa mætt ítrekað í Idol- útsendingar með Framtrefil um hálsinn en Jón þykir þannig hafa sýnt það fyrir framan tugþúsund- ir landsmanna að hann er Fram- ari, og stoltur af því. Forseti FRAMherja, Auðun Georg Ólafsson, og Stefán Páls- son, áróðursmeistari félagsins, af- hentu Jóni viðurkenningarskjal á dögunum um leið og þeir lögðu á ráðin um hvernig kraftar popp- stjörnunnar megi nýtast félaginu sem best á komandi mánuðum. ■ VASKIR FRAMHERJAR Fimmhundraðkallinn Jón Sigurðsson þykir ekki síður liðtækur á áhorfendapöllum knattspyrnuvalla en á sviðinu í Smáralind. Hann er stoltur Framari og hefur nú hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir úthaldið og það að þora að ganga með Framtrefil. Idol JÓN SIGURÐSSON IDOLKEPPANDI ■ er orðinn heiðursfélagi í FRAMherj- um, stuðningsmannaklúbbi blástakkanna frá Safamýri. Framarar eiga sitt ídol Skapari Frankensteins deyr BIRGIR ÖRN THORODDSEN Kennir hljóðhönnun í Borgarholtsskóla og er með Einari Erni Benediktssyni í Ghostigital að semja tónlist fyrir Draugalestina sem frum- sýnd verður í Borgarleikhúsinu um miðjan febrúar. Foreldrar - Sýnum ábyrgð Áfengi má ekki selja, veita eða afhenda ungmennum undir 20 ára aldri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.