Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 41
41SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004 KÖRFUBOLTI Grindavík vann sinn fjórða leik í röð í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar liðið vann auðveldan tuttugu stiga sigur á KR, 84-64, í Grindavík í gær. Grindavík hafði yfirhöndina allan leikinn og leiddi í hálfleik, 42-28. Kesha Tardy átti skínandi góð- an leik í liði Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók 9 fráköst. Petr- únella Skúladóttir skoraði 13 stig líkt og Guðrún Ósk Guðmunds- dóttir en Guðrún tók einnig 8 frá- köst. Ólöf Helga Pálsdóttir skor- aði 12 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Katie Wolf var best hjá KR-stúlkum, skoraði 24 stig og tók 10 fráköst, Hildur Sig- urðardóttir skoraði 13 stig og gaf 6 stoðsendingar og þær Lilja Oddsdóttir og Tinna Sigmunds- dóttir skoruðu 7 stig en Lilja tók einnig 11 fráköst. Keflavík tryggði stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna í körfuknattleik þegar liðið vann öruggan sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 87-62. Staðan í hálfleik var, 39-30, Keflavíkurstúlkum í vil en í þriðja leikhluta gerðu þær út um leikinn með því að vinna hann með ellefu stiga mun. Birna Valgarðsdóttir, sem leik- ið hefur sérlega vel í Keflavíkur- liðinu að undanförnu, var stiga- hæst með 26 stig og tók jafnframt 10 fráköst. Erla Reynisdóttir skoraði 14 stig og gaf 7 stoðsend- ingar, Anna María Sveinsdóttir skoraði 10 stig og tók 10 fráköst og Erla Þorsteinsdóttir skoraði 9 stig og 7 fráköst. Andrea Gaines, spilandi þjálf- ari Njarðvíkurliðsins, var stiga- hæst þar á bæ með 17 stig og tók jafnframt 13 fráköst. Auður Jóns- dóttir skoraði 14 stig, Guðrún Ó. Karlsdóttir skoraði 8 stig og Sæ- unn Sæmundsdóttir skoraði sjö stig. Keflavík hefur nú sex stiga forystu á toppi deildarinnar en KR og ÍS koma næst á eftir Keflavík. ■ 1. deild kvenna í körfuknattleik: Fjórir Grindavíkursigrar í röð KESHA TARDY Kesha Tardy átti góðan leik í liði Grindavíkru gegn KR í gær og skoraði 25 stig og tók 9 fráköst. Grindavík hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. FÓTBOLTI Sænska liðið Örgryte bar sigur úr býtum á Iceland Express- mótinu í knattspyrnu sem Kefl- víkingar stóðu fyrir og lauk í gær í Egilshöllinni. Örgryte bar sigur- orð af ÍA, 3-1, í úrslitaleik en liðið vann KR, 2-1, á föstudagskvöldið í Egilshöll. Eric Gustavsson kom Örgryte yfir í úrslitaleiknum strax á 2. mínútu en pólski framherjinn Dawid Banaczek, sem er til reynslu hjá ÍA þessa dagana, jafn- aði metin á 51. mínútu. Christian Hemberg kom Örgryte yfir eftir klukkutíma leik og það var síðan Eric Johannesson sem gulltryggði sigurinn í leiknum fimm mínútum fyrir leikslok og sigur í mótinu sjálfu. Finninn Jukka Ikäläinen, þjálf- ari Örgryte, var sáttur í leikslok og sagði við Fréttablaðið að þetta mót hefði verið virkilega góð æf- ing fyrir hans menn. „Hraðinn var mikill í leiknum í dag og ég hafði áhyggjur af því að mínir menn myndu ekki halda út allan leikinn en sem betur fer gerðu þeir það,“ sagði Ikäläinen. Jón Pétur Róbertsson, fram- kvæmdastjóri Keflavíkur, sem hafði veg og vanda að skipulagn- ingu mótsins sagði að það hefði tekist afskaplega vel og að Kefl- víkingar væru strax farnir að undirbúa svipað mót að ári liðnu, þá jafnvel stærra með fleiri er- lendum og íslenskum liðum. „Ég hefði samt viljað sjá fleiri áhor- fendur á þessum leikjum,“ sagði Jón Pétur. Keflavík vann KR, 6-0, í leik um þriðja sætið í gær og tefldi KR nánast fram öðrum flokki sínum í leiknum. Hörður Sveinsson, Hólmar Rúnarsson, Haraldur Guðmunds- son, Zoran Ljubicic, Magnús Þor- steinsson og Sigurður Markús Grétarsson skoruðu mörk Kefl- víkinga sem réðu lögum og lofum í leiknum eins og lokatölur gefa til kynna. ■ Örgryte sterkast Vann ÍA, 3-1, í úrslitaleik Iceland Express-mótsins í gær ÍSLENDINGAR MEÐ BIKARINN Íslendingarnir í liði Örgryte, Atli Sveinn Þórarinsson og Jóhann B. Guðmundsson, sjást hér með bikarinn sem liðið fékk fyrir sigur á Iceland Express-mótinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.