Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 13
13SUNNUDAGUR 1. febrúar 2004
Mataræði
og annað
æði
21. janúar voru birtar niðurstöð-ur könnunar á mataræði Ís-
lendinga þar sem kemur í ljós að
ungt fólk neytir sykurs í óhófi, lif-
ir helst á pitsum og fúlsar við fisk.
Þetta ætti ekki koma neinum á
óvart sem veit hvernig
plebbakynslóðin lítur út. Það er
skelfileg reynsla að ganga fram
hjá Háskóla Íslands eða Mennta-
skólanum í Reykjavík og horfa á
akfeit ungmenni kjaga hjá. Stelp-
urnar vagga eins og hænur, strák-
arnir eru þungstígir sem fílar.
Þau eru föl í framan af innisetum,
andlitin alsett gosbólum og hárið
líkast stríði. Sennilega fær hárið
ekki rétta næringu og verður
svona ljótt fyrir vikið.
Nú er alkunna að fiskmeti er
gott fyrir hjartað og sennilega
heilann líka. Margt bendir til þess
að börn sem neyta fiskmetis í rík-
um mæli verði greindari fyrir
vikið. Fiskifælni plebbakynslóð-
arinnar kann að vera skýringin á
því hversu andlaust unga fólkið
er. Þessi kynslóð er fræg að
endemum fyrir bókfælni og fá-
fræði. Hún er líka illræmd fyrir
ofbeldishneigð og kann skýring-
arinnar á þeirri hneigð líka að
vera að leita í mataræði. Rann-
sóknir víða um lönd benda til þess
að mikið draslfæðu- og sykurát
auki ofbeldishneigð. Rangt matar-
æði veldur ofbeldisæði! Ekki bæt-
ir þetta át heilsu manna, hinir of-
urfeitu unglingar dagsins í dag
verða sykursýki- og hjartasjúk-
lingar framtíðarinnar. Þessi kyn-
slóð verður baggi á þjóðarbúinu,
bæði vegna þessa og eins vegna
andleysis síns. Í upplýsingarsam-
félaginu kostar heimska peninga,
menn þurfa að geta hugsað til að
fóta sig í slíku samfélagi. Í ofan á
lag kostar aukið ofbeldi stórfé,
það er Skafti litli skattgreiðandi
og Nanna neytandi sem þurfa að
borga brúsann.
Þessi óheillvænlega þróun er
tvímælalaust bein og óbein afleið-
ing af ameríkaníseringu Íslend-
inga. Ameríkanísering er ekki
bara spurning um menningu og
móðurmál heldur beinharða pen-
inga. Það er fjárhagstap af amerí-
kaniseringu. Eigum við að senda
Könunum reikninginn? ■
Umræðan
STEFÁN SNÆVARR
■ skrifar um mataræði.
Flestir eru eflaust nokkuð undr-andi á því hversu deilurnar um
kvótakerfið eru orðnar langdregn-
ar. Aðalástæðan fyrir því er kjark-
leysi.
Eins og forstjórar útgerða hafa
ítrekað bent á er núverandi kvóta-
kerfi mjög óhagkvæmt fyrirbæri
og í raun aðeins tímabundin lausn.
Því fylgir óþarfa óvissa sem felst í
því að hægt er að innkalla kvótann
án fyrirvara. Sú óvissa veldur tölu-
verðu óhagræði og kemur í veg fyr-
ir annars hagkvæma langtímafjár-
festingu. Líkja má því aðstæðum út-
gerðarmanna við húsnæðisaðstæð-
ur hústökumanna í hjalli sem tafist
hefur að rífa. Þeim er hægt að vísa
á dyr hvenær sem er ólíkt húseig-
endum eða leigjendum. Þeir sjá því
lítinn tilgang í að þrífa og viðhalda
hjallinum.
Óhagræðing núverandi
ástands
Leiðirnar til að eyða óvissunni
eru þrátt fyrir það vel þekktar: upp-
boð á kvótum (fyrningarleið) eða
eignarkvótar.
Stór hluti landsmanna úr öllum
stjórnmálaflokkum hefur um
nokkra hríð barist fyrir fyrningar-
leið. Lögð hafa verið fram laga-
frumvörp málinu til stuðnings og er
hún á stefnuskrá tveggja stjórn-
málaflokka. Einnig nýtur leiðin
mikils stuðnings meðal óháðra sér-
fræðinga en þeim er fulljóst óhag-
ræði núverandi ástands.
Stuðningsmenn eignarkvóta
hafa einnig verið duglegir við að
færa rök fyrir sínum málstað. Í
þeirra huga er allt annað en endan-
leg afhending kvótans til núverandi
handhafa helber sósíalismi og
eignaupptaka. En þrátt fyrir stóru
orðin og þrátt fyrir að þeir séu í rík-
isstjórn hafa þeir ekki verið reiðu-
búnir að koma hugsjónum sínum í
framkvæmd. Ekki verið reiðubúnir
að gera það sem til þarf og afhenda
verðmætustu auðlind landsmanna
hluthöfum í útgerðum. Leiðin að því
markmiði er þekkt. Afnema þarf
það ákvæði í stjórnarskránni sem
tryggir landsmönnum lágmarks
jafnrétti og breyta lögum um stjórn
fiskveiða. Í framhaldi þarf svo að
kjósa um gjörninginn.
Atvinnugrein þjóðarinnar í
óvissu
Í aðgerðarleysi þeirra hljóma
stóru orðin um sósíalisma og eign-
arupptöku því ansi innihaldslítil og
efi læðist að manni um ágæti eign-
arkvóta þegar ekki er kjarkur til að
berjast fyrir honum.
Vonandi ná mennirnir þó að
safna kjarki og láta verkin tala.
Vonandi leggja þeir sitt af mörkum
til að stuðla að uppgjöri milli þess-
ara tveggja valkosta og ljúka
þannig helsta deilumáli íslensku
þjóðarinnar seinustu tvo áratugi.
Undirstöðuatvinnugrein þjóðar-
innar bíður í óvissu. ■
GUÐMUNDUR
ÖRN JÓNSSON
■
skrifar um kvótann
UmræðanKjarkleysi