Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 40
FÓTBOLTI Það er ýmislegt búið að ganga á í herbúðum Englands- meistara Manchester United í vikunni en það virtist ekki hafa nein áhrif á liðið þegar það mætti Southampton á Old Trafford. Franski framherjinn Louis Saha, s e m var að s p i l a s i n n f y r s t a leik fyrir félagið síðan hann kom til liðsins frá Fulham fyrir 12,5 milljónir punda, sló heldur betur í gegn strax í sínum fyrsta leik og það tók hann aðeins átján mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Saha skoraði þá beint úr aukaspyrnu, sem hafði reyndar viðkomu í varnarmanni Southampton. Hann var síðan aftur á ferðinni á 37. mínútu en þá náði finnski markvörðurinn Antti Niemi ekki að halda þrumuskoti hans sem datt fyrir fætur Paul Scholes. Hann þakkaði gott boð og skoraði af öryggi. Kevin Phillips minnkaði muninn fyrir Sout- hampton strax í næstu sókn og hann jafnaði síðan metin í byrjun síðari hálfleiks. Hollenski marka- hrókurinn Ruud Van Nistelrooy, sem skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Manchester United á föstudaginn, tryggði liðinu síðan sigurinn á 61. mínútu og toppsætið í það minnsta þar til seinni partinn í dag þegar Arsenal tekur á móti Man- chester City. Stóð sig vel Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester Uni- ted, var mjög sáttur í leikslok og hrósaði Louis Saha og Ruud Van Nistelrooy sérstaklega. „Saha stóð sig mjög vel í leiknum og ég var mjög sáttur við framlag hans í leiknum. Ég tók hann út af því að hann var orðinn þreyttur enda ekki vanur svona hraðri knattspyrnu. Við þurfum að vinna meira í því að mynda skilning á milli hans og Van Nistelrooy en ég hef ekki nokkra trú á öðru en að það komi með tímanum. Það mikilvægasta fyrir okkur er að við höfum fengið leik- mann sem gerir það að verkum að við þurfum ekki að treysta á Ruud einan til að bera uppi sók- narleikinn. Ef þeir halda áfram að spila eins og þeir gerðu í dag þá verðum við í fínu lagi,“ sagði Ferguson. Leikurinn líkastur farsa Gordon Strachan, knattspyr- nustjóri Southampton, var gífurlega ósáttur eftir leikinn og lýsti honum sem farsa. „Van Nistelrooy var rang- stæður þegar hann skoraði þriðja markið og ef dómarinn ætlar að halda öðru fram þá veit ég ekki hvað. Dómarinn var hlæjandi og reitandi af sér brandara fyrir leikinn og var greinlega ekkert að einbeita sér að verkefninu sem hann átti fyrir höndum. Hann ætti að útskýra það,“ sagði foksillur Gordon Strachan eftir leikinn á Old Trafford. Vassell vaknaður Enski landsliðsframherjinn Darius Vassell virðist vera vak- naður til lífsins eftir mjög dapra leiki framan af tímabilinu. Hann skoraði tvö mörk fyrir Aston Villa sem tók Leicester í bakaríið, 5–0, á heimavelli þeirra síðarnefndu. Peter Crouch, sem hefur heldur ekki verið iðinn við kolann síðan hann kom frá Portsmouth fyrir metfé skoraði einnig tvö mörk í leiknum, hans fyrstu í tuttugu mánuði en með sigrinum komst Aston Villa upp í ellefta sæti deil- darinnar sem er það hæsta sem liðið hefur komist á þessu tíma- bili undir stjórn D a v i d O’Learys. Markalaust í grannaslag Liverpool og Everton skildu jöfn á Anfield Road í leik þar sem Liverpool var mun betri aðilinn og aðeins hetjuleg framgan- ga Nigels Martyns, mark- varðar Everton, kom í veg fyrir sigur liðsins. Þessi tvö töpuðu stig geta reynst Liverpool dýrkeypt því að þeir misstu af gullnu tæk- ifæri til að komast nær Charlton í fjórða sæti deil- darinnar en Charlton tapaði óvænt fyrir Bolton á heimavelli, 2–1. Newcastle klúðraði líka möguleikanum á því að nál- gast Charlton en liðið missti unnin leik gegn Birmingham niður í jafntefli á síðustu mínú- tu leiksins. ■ 40 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR FLJÚGÐU HÆRRA Austurríski brettakappinn Florian Mauser leikur hér listir sínar á brettamóti í Ólymp- íugarðinum í München. MICHAEL SCHUMACHER Michael Schumacher er sáttur við nýja Ferrari-bílinn sem hann ók í fyrsta sinn um helgina og setti brautarmet. Snjóbretti Slóvenar lögðu Króata á EM í handbolta: Öruggir til Aþenu sem og í úrslitaleik EM HANDBOLTI Það var þjóðhátíðar- stemning í Ljubljana í Slóveníu í gær þegar Slóvenar lögðu heims- meistara Króata, 27-25, í leik lið- anna í undanúrslitum Evrópu- mótsins í handknattleik. Þar með komst liðið í úrslita- leikinn þar sem það mætir Þjóð- verjum í dag en sigurinn tryggði Slóvenum einnig sæti á Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar. Slóven- ar höfðu tögl og haldir allan leik- inn og leiddu með tveimur mörk- um, 15-13, í hálfleik. Króatar komust aldrei yfir í síðari hálfleik og það ætlaði allt vitlaust að verða þegar Bostjan Ficko skoraði 27. og síðasta mark Slóvena níu sek- úndum fyrir leikslok. Vid Kavt- icnik var markahæstur hjá Sló- venum með sex mörk, Renato Vu- grinec skoraði fimm mörk, Tomaz Tomsic skoraði fjögur mörk, áður- nefndur Ficko skoraði þrjú mörk og Beno Lapajne varði fjórtán skot í marki Slóvena. Mirza Dzomba var markahæstur hjá Króötum með tólf mörk, Ivano Balic skoraði fimm mörk og Niksa Kaleb skoraði þrjú mörk. ■ SIGRINUM FAGNAÐ Slóvenski markvörðurinn Beno Lapajne fagnar hér ásamt félögum sínum eftir að sigurinn gegn Króötum var í höfn í gær. STÓRKOSTLEGUR SAHA Franski framherjinn Louis Saha skoraði eitt mark og lagði upp eitt í sínum fyrsta leik með Manchester United. Louis Saha kom, sá og sigraði á Old Trafford Skoraði eitt og lagði upp annað í sínum fyrsta leik með Manchester United í sigri gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær ENSKA ÚRVALSDEILDIN Manchester United-Southampton 3-2 1-0 Louis Saha (18.), 2-0 Paul Scholes (37.), 2-1 Kevin Phillips (38.), 2-2 Kevin Phillips (53.), 3-2 Ruud Van Nistelrooy (61.). Birmingham-Newcastle 1-1 0-1 Gary Speed (37.), 1-1 Stern John (90.). Charlton-Bolton 1-2 0-1 Henrik Pedersen (1.), 1-1 Jonathan Johansson (12.), 1-2 Kevin Nolan (78.) Fulham-Tottenham 2-1 0-1 Robbie Keane, víti (18.), 1-1 Steed Malbranque, víti (45.), 2-1 Brian McBride (67.) Leeds-Middlesbrough 0-3 0-1 Boudewijn Zenden (53.), 0-2 Jos- eph-Desire Job (77.), Michael Ricketts, víti (89.). Leicester-Aston Villa 0-5 0-1 Darius Vassell (50.), 0-2 Peter Crouch (57.), 0-3 Darius Vassell (60.), 0- 4 Dion Dublin (64.), 0-5 Peter Crouch (68.) Liverpool-Everton 0-0 Portsmouth-Wolves 0-0 Staðan: Man. Utd 23 17 2 4 43:17 53 Arsenal 22 15 7 0 42:14 52 Chelsea 22 14 4 4 40:17 46 Charlton 23 10 7 6 32:25 37 Liverpool 23 9 7 7 32:24 34 Newcastle 23 8 10 5 31:24 34 Fulham 23 10 4 9 36:33 34 Bolton 23 8 8 7 28:34 32 Birmingham 22 8 7 7 20:26 31 Southampton 23 8 6 9 23:21 30 Aston Villa 23 8 6 9 26:27 30 Middlesbrough 22 7 7 8 23:26 28 Tottenham 23 8 3 12 27:33 27 Everton 23 6 7 10 25:29 25 Man. City 22 5 8 9 31:33 23 Blackburn 22 6 5 11 32:36 23 Portsmouth 23 6 5 12 25:33 23 Leicester 23 4 8 11 31:43 20 Wolves 23 4 8 11 20:44 20 Leeds 23 4 5 14 19:47 17 Formúla 1: Ferrari setur brautarmet FORMÚLA 1 Þýski ökuþórinn Mich- ael Schumacher var í skýjunum með nýja Ferrari-bílinn þegar hann var prófaður í fyrsta sinn um helgina. Schumacher setti brautarmet á Fiorano-brautinni, æfingabraut Ferrari, og sagðist ekki hafa búist við því að bíllinn myndi vera svona góður í byrjun. „Þetta var frábær byrjun og án nokkurra vandræða. Ég er mjög sáttur. Við skulum hins vegar ekki gleyma því að við erum að keppa við mjög öfluga bíla á næsta ári og mér sýnist sem bílarnir frá bæði Williams og Renault séu mjög öflugir. Við færumst nær fullkomnuninni á hverju ári og ég þakka öllum þeim sem hafa lagt sál sína í þennan bíl. Ég hef trú á því að þessi bíl geti komið okkur í fremstu röð á næsta ári, á því er enginn vafi,“ sagði Schumacher við fjölmiðla í gær. ■ Enska úrvalsdeildin: Rifrildið hefur áhrif FÓTBOLTI David Gill, stjórnarfor- maður Manchester United segir að rifrildið sem Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, og John Magnier, einn af stærstu hluthö- fum félagsins, hafa átt í undanfar- na daga, hafi haft áhrif á félagið. Gill hefur varið Alex Ferguson með kjafti og klóm í þessu rifrildi en segir að Ferguson og Magnier verði að sættast því að annars verði félagið nánast óstarfhæft. „Það er félaginu fyrir bestu að það ríki þokkaleg sátt innan þess. Öll innanbúðarrifrildi gera lítið annað en grafa undan trúverðu- gleika félagsins og því megum við ekki við. Manchester United er stærsta og besta félagslið í Englandi og þótt víðar væri leitað og það gerist ekki af tilviljun einni saman. Hér vinna menn saman að því markmiði að halda Manchester United í fremstu röð og ef menn eru ekki tilbúnir til að gera það verður brugðist við því á einhvern hátt,“ sagði Gill en heimildir herma að hann sé við það að gefast upp á ósættinu á milli Ferguson og Magnier sem náði hámarki í síðustu viku. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.