Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 24
Það var öðruvísi um að litast áÍslandi fyrir hundrað árum en nú er, hvort sem litið er til sveita eða bæja. Torfbæirnir voru enn í yfirgnæfandi meirihluta til svei- ta, þónokkur timburhús höfðu ris- ið og innreið þeirra steinsteyptu var að hefjast. Í bæjunum var torfið vikið að mestu, helst fyrir timbri en steypan var sókn. Í það heila, yfir landið allt, voru um 54% húsa enn torfbæir. Samfélagið tók mið af þessu, stórfjölskyldurnar bjuggu saman og baðstofumenningin var enn við lýði. Á stórbýlum voru 20 til 40 manns á heimili sem flest svaf í baðstofu og voru oftast tvær manneskjur í hverju rúmi. Lands- menn voru um áttatíu þúsund og bjuggu flestir í sveitunum þar sem bústörfum var sinnt af bænd- unum og búaliði þeirra. Vélbáta- væðingin var í þann mund að hefj- ast en hún breytti miklu um lífs- hættina í landinu, fólk flutti til sjávarþorpanna enda mikla vinnu að hafa við fiskveiðar og verkun. Verkalýðurinn var að vakna til vitundar og verkalýðsfélög voru mörg hver stofnuð á heimastjórn- artímabilinu. Harka í stjórnmálunum Hesturinn og tveir jafnfljótir voru farartæki þessara tíma en fyrsti bíllinn kom til landsins árið 1904 og vakti mikla athygli þó hálfgerð drusla væri. Um þetta leyti var uppfræðsla barna að færast úr höndum foráðamanna þeirra yfir til eiginlegra skóla og í kjölfarið fylgdi nokkur mennta- sókn sem endurspeglaðist í stofn- un Háskóla Íslands árið 1911. Mikil harka var í stjórnmálunum í upphafi síðustu aldar og birtist hún landsmönnum glögglega á síðum blaðanna sem voru rammpólitísk. Afþreyingu var helst að finna á heimilunum og fátt að sækja annað nema þá helst fundi í stjórnmálahreyfingunum og einstaka atvinnuvegafélagi sem og Góðtemplarareglunni sem var öflug mjög á árunum upp úr nítján hundruð. Mikið bar á nokkrum stórtækum athafna- mönnum á þessum tíma og fór þar Thor Jensen fremstur í flokki en hann lét víða til sín taka í atvinnu- uppbyggingu landsins og reis og hneig til skiptis enda stórhuga og djarfur. Iðn- og tæknivæðingin var vart hafin og flest gert með berum höndum. Ýmsar nauð- synjavörur voru fluttar til lands- ins og seldar í verslunum sem ým- ist voru í eigu Íslendinga eða út- lendinga en hafa ber í huga að nauðsynjar hafa öðlast aðra og óljósari merkingu nú en þá var. Tvær stéttir Segja má að tvær stéttir hafi búið í landinu í þá daga enda að- stöðumunur mikill milli þeirra sem höfðu það best og hinna verst settu. Í bæjunum bjuggu betri borgarar og svo almennir borg- arar og í sveitunum voru annars- vegar stórbændur og hinsvegar kotbændur og vinnufólk. Daglegt líf nútímamanna á fátt skylt við þann hversdagsleika sem íslenska þjóðin bjó við fyrir eitt hundrað árum. Samskipti fóru fram augliti til auglitis eða í gegnum sendibréf sem voru dágóðan tíma á leið milli landshluta, svo ekki sé minnst á milli landa. Matarkostur var einsleitur, menning og listir af skornum skammti og skemmtan- ir fábreyttar. Þessi orð eiga auð- vitað aðeins við séð frá sjónar- hóli ársins 2004 en mannskepn- an lagar sig að aðstæðum og ef- laust hafa menn haft ýmislegt fyrir stafni og metið sitt mikils á sínum tíma. Að sama skapi má ætla að svipaðar lýsingar muni eiga við um núverandi ástand eft- ir önnur hundrað ár. Það getur vafist fyrir ungu fólki í dag að gera sér í hugarlund hvernig far- ið var að í upphafi tuttugustu ald- arinnar þegar rafmagns naut ekki við, vatnið var sótt í lækinn og birtu og yls aflað með mikilli fyrirhöfn og í allt öðrum mæli en nú er. bjorn@frettabladid.is Bíll á Íslandi Ditlev Thomsen, konsúll og kaupmaður, hefur flutt bifreið til landsins. Er hún af Cudell-gerð og hlaut Thomsen opinberan styrk til kaupanna, svo í ljós komi hvort slík farartæki séu heppileg fyrir íslenskar aðstæð- ur. Síðar átti eftir að koma í ljós að bíllinn var ákaflega óhentugur fyrir íslenskar aðstæður. Hann reyndist gamall og kraftlítill og komst lítt áleiðis á íslenskum vegum. Hann var því fljótlega fluttur úr landi aftur. Íslandsbanki hefur starf- semi Nýr banki, Íslandsbanki, hef- ur tekið til starfa. Honum er ætlað að mæta þörfum atvinnu- lífsins og veita fyrirtækjum og félögum lán til framkvæmda. Vonir standa til að atvinnutæki- færum fjölgi í kjölfarið. Banka- stjórarnir verða þrír: Páll Briem, Sighvatur Bjarnason og Emil Schou. Ljós knúið rafmagni Rafmagnsljós er orðið að veru- leika. Gerðist það í Hafnarfirði þar sem virkjun Jóhannesar Reykdal í Læknum er nýtt til verksins. Von- ast er til að rafmagnsljós verði allsráðandi á komandi árum. Sængurkvennaaðstoð Stofnaður hefur verið félags- skapur kvenna sem ætlað er að að- stoða fátækar sængurkonur. Fjörutíu og sex konur standa að stofnun félagsins sem hlotið hefur nafnið Kvenfélagið Hringurinn. Ritsími væntanlegur Ritsími verður senn lagður til Íslands en Hannes Hafstein ráð- herra hefur falið dönsku stórfyrir- tæki að annast lagningu slíks kerf- is svo unnt verði að síma til ann- arra landa sem og milli landshluta. Styr stóð um ákvörðunina en loft- skeytatæknin á sér öfluga fylgis- menn í landinu sem telja þá leið heillavænlegri til fjarskipta. Fremstur í flokki loftskeytamanna er Einar Benediktsson skáld. Hannes heldur þó fast við áform sín og áætlar að Ísland komist í rit- símasamband við umheiminn árið 1906. Rektor lætur af störfum Dr. Björn M. Ólsen hefur látið af störfum sem rektor Lærða skól- ans í Reykjavík og Steingrímur Thorsteinsson skáld hefur tekið við. Skólastjórn Björns hefur lengi verið umdeild og um skeið hefur ríkt ófremdarástand innan skól- ans. Stúlka í Lærða skólann Laufey Valdimarsdóttir, dóttir Valdimars Ásmundssonar og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, hefur nú fyrst kvenna sest á skólabekk í Lærða skólanum. Hefur skólaseta hennar vakið þónokkra athygli skólabræðra hennar, en Laufey þykir eldheitur málsvari kyn- systra sinna. Heimild: Ísland í aldanna rás. Ritstj.: Illugi Jökulsson. 24 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? KRAFTMIKIL BARÁTTUKONA Um er að ræða einstakling sem getur verið mjög áberandi og liggur sjaldan á skoðunum sínum. Kraftmikil og liðug en ekki allra Sú sem spurt er um að þessusinni er annáluð baráttukona. „Hún er kraftmikil og traust og hjálpar öllum þeim sem þurfa hjálp,“ segir Einar Ólafsson, skáld og bókavörður á aðalsafni Borgar- bókasafns, og bætir við: „Hún læt- ur engan eiga neitt inni hjá sér“. „Kjarnorkukvenmaður, forkur til vinnu,“ segir Guðmundur Björns- son læknir sem starfaði með við- komandi um skeið. „Hún er vel skipulögð í störfum sínum og vandar mjög til allra verka. Það verður þó að segjast að hún er ekki alveg allra, rekst ekki með öllu fé, eins og sagt er,“ segir hann ennfremur. Þriðji viðmælandinn okkar er Lísa Pálsdóttir, dag- skrárgerðarmaður á Rás 2. „Kon- an getur verið mjög áberandi og leynir aldrei skoðunum sínum,“ segir Lísa en hún er ágætur vinur viðkomandi. „Hún getur verið afar skemmtileg og er mjög lið- ug,“ segir hún nefnir því til sönn- unar að hún fari auðveldlega í splitt! Og nú er spurt: Hver er maðurinn? Svarið er á blaðsíðu 28. ■ Í dag eru 100 ár liðin frá því Ísland fékk heimastjórn og Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherra landsins. Síðan þá hefur margt breyst á Íslandi. En hvernig var um að litast á landi, hvernig var þjóðfélagið sem Hannes stjórnaði og hvað var að gerast? KJARAMÁLIN ÁRIÐ 1904 • Hannes Hafstein ráðherra hafði 8000 krónur í árslaun og auk þess húsnæði og risnu. Emil Schou, bankastjóri Íslands- banka, hafði einnig 8000 krónur á ári. Margir meiriháttar kaupmenn voru taldir hafa um 10 þúsund króna nettóhagnað á ári en skattar voru þá mjög lágir. • Aflaskipstjórar voru með um 3000 króna árslaun og trésmiðir gátu með mikl- um dugnaði komist upp í 1.500 krónur. • Með mikilli vinnu þótti gott ef verka- maður komst upp í 500–600 króna árs- laun í Reykjavík. Algengasta verkamanna- kaupið var 25 aurar á tímann en lægra víðast hvar úti á landi. Verkakonur fengu helmingi lægra kaup en karlar. • Lítið sem ekkert almannatryggingakerfi var til í landinu og engin elliheimili voru. Fátækt fólk og vanheilt, sem og gamal- menni, var því algerlega upp á náð sam- borgaranna komið. Heimild: www.heimastjorn.is Í fréttum var þetta helst FYRSTI BÍLLINN Fyrsti bíllinn – af Cudell-gerð – var fluttur til landsins með opinberum styrk árið 1904. Bíllinn þótti drusla og var fljótlega sendur til baka. FYRSTI KVENNEMANDINN Laufey Valdimarsdóttir var fyrst kvenna til að setjast á skólabekk í Lærða skólanum. Það gerðist árið 1904. Ísland fyrir hundrað JOHN KERRY Þátttakandinn í forvali Demókrataflokksins er fylgismaður New England Patriots. Hér kastar hann bolta í framboðsflugvél sinni í vikunni. Bandaríkin: Allir horfa á sjónvarp í dag Bandaríkjamenn koma til meðað sitja fyrir framan sjón- varpið mestan hluta dagsins í dag, þar sem Super Bowl, úrslita- leikurinn í bandaríska fótboltan- um, fer fram þar í landi, en hann er sá íþróttaviðburður sem einna mestra vinsælda og athygli nýtur á meðal Bandaríkjamanna, þó svo lítið fari fyrir honum á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Að þessu sinni keppa til úrslita The New England Patriots og Carolina Panthers. Víst er að sala á kjúklingavængjum og öðru snakki verður mikil í dag í Banda- ríkjunum, enda til siðs að flat- maga fyrir framan kassann af þessu tilefni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.