Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 30
Suður-Afríka er fallegt land ogmargt áhugavert fyrir ferða- mann að skoða og upplifa. Tíu ár eru síðan fyrstu kosningar voru haldnar í landinu eftir að aðskiln- aðarstefnan var afnumin. Síðan þá hefur ANC, flokkur Nelsons Mand- ela, verið við völdin. Suður-Afríka er ríkara en öll önnur lönd í Afríku sunnan Sahara og auðveldara að ferðast þar um en víða annars stað- ar; samgöngur eru t.d. góðar og túrismi mjög þróaður. Fyrir Íslend- ing er mjög ódýrt að borða og gista í Suður-Afríku sem er vitaskuld kostur. Glæpir eru hins vegar tíðir í landinu og því nauðsynlegt að sýna varkárni á ferðalagi um land- ið. Tvær stærstu borgir Suður-Afr- íku, Jóhannesarborg og Höfðaborg, voru sóttar heim í ferðalagi blaða- manns Fréttablaðsins. Þær eru báðar áhugaverðar heim að sækja – en ólíkar mjög. Báðar bjóða þær upp á mjög áhugaverðar skoðunar- ferðir sem gefa manni tækifæri til að komast í návígi við blóði drifna sögu landsins. Rétt fyrir utan Höfðaborg er eyjan Robben Island þar sem póli- tískir fangar voru í haldi, þeirra frægastur að sjálfsögðu Nelson Mandela. Fangelsinu hefur verið breytt í safn og skoðunarferðin er sú áhrifamesta safnaferð sem und- irrituð hefur farið í, ekki síst vegna þess að leiðsögumaðurinn um fang- elsið og sögu þess var fyrrum póli- tískur fangi. Í Jóhannesarborg er ekki hægt að sleppa skoðunarferð um Soweto, stærsta svertingjahverfi Jóhann- esarborgar. Hingað sópuðu yfir- völd aðskilnaðarstefnunnar svert- ingjum, best þótti að þeir byggju sem lengst frá borginni sjálfri. Hér bjó Nelson Mandela áður en hann var hnepptur í fangelsi, hér var miðstöð baráttunnar gegn aðskiln- aðarhreyfingunni. Hverfið er gríð- arlega stórt og raunar gríðarlega fjölbreytt. Ekki er mælt með öðru en að ferðamenn skoði hverfið í skoðunarferð. Langbest er að fara í slíka ferð í fámennum hópi. Undir- rituð getur mælt með Dinaka- ferðaskrifstofunni sem skipulegg- ur slíkar ferðir. Hún hefst í Motswaledi-hverfinu í Soweto sem er einn af fátækari hlutunum, ekk- ert holræsahverfi og rennandi vatn af skornum skammti. Skoðunar- ferðinni lýkur í Wandi's Place veit- ingastaðnum sem býður upp á hefðbundið afrískt hlaðborð fyrir 50 rönd (um 600 kr.). Stúdenta- mótmælin 1976 sem voru vendi- punktur í baráttunni gegn aðskiln- aðarstefnunni eru rauður þráður í ferðinni. Safnið í Soweto er nefnt eftir fyrsta fórnarlambi lögregl- unnar í óeirðunum sem þeim fyl- gdu, Hector Pieterson. Það er af- skaplega áhugavert safn sem auk þess að fjalla um mótmælin segir frá sögu Suður-Afríku aðskilnaðar- stefnunnar. Ýmislegt fleira er að sjá í Jó- hannesarborg, undirrituð mælir til dæmis með Melville-hverfinu sem minnir eilítið á Notting Hill í London, þar eru líflegir barir og skemmtilegt götulíf. Íbúarnir þar hafa tekið afnám aðskilnaðar- stefnunnar alvarlega og fólk af öll- um kynþáttum býr þar saman í sátt og samlyndi. Suður-Afríka býður upp á ýmis- legt fleira áhugavert fyrir ferða- menn en Höfðaborg og Jóhannesar- borg. Auðvelt er að finna fallegar strendur og fyrir göngugarpa er af nógu að taka. Kruger-þjóðgarðurinn er að sjálfsögðu alveg frábær skemmtun. Í honum er hægt að dvelja í marga daga. Þónokkrir gististaðir eru í garðinum og er bæði hægt að aka um hann í eigin bíla- leigubíl eða bóka sig í ferðir. Einnig er hægt að fara í gönguferðir með sérþjálfuðu starfsfólki garðsins. sigridur@frettabladid.is ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Ferðast til Suður-Afríku: Á slóðum Nelsons Mandela Icelandic Hotel Selfoss  . Eyrarvegi 2 . 800 Selfoss . selfoss@icelandichotels. is . www.icelandichotels. is l á t t u o k k u r u m skipulagið við gerum tilboð í aðrar árshátíðir, ráðstefnur, fundi & uppákomur HOTELSELFOSS SÍMI 480 2500 Costa del Sol Nýjasti áfangastaður Plúsferða er Costa del Sol áSpáni. Beint leiguflug með Lofleiðum-Icelandair. Margir gististaðir eru í boði. Verð frá 54.942 á mann í 14 nætur í íbúð á Santa Clara miðað við tvo full- orðna og tvö börn 2ja–11 ára og 67.830 ef tveir ferð- ast saman og gista í stúdíói. Innifalið er: flug, flug- vallarskattar, gisting,10.000 kr. bókunarafsláttur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk farar- stjórn. ■ SUÐUR-AFRÍKA Fjöldi íbúa: 43 milljónir Höfuðborgir: Höfðaborg, Pretoria og Bloemfontein Tungumál: zulu, xhosa, afrikaans, pedi, enska, tswana, sotho, tsonga, swati, venda, ndebele Mynt: rönd SKEMMTILEGT Í JÓHANNESARBORG Melville-hverfið: Minnir á Notting Hill í London; skemmtilegir barir og búðir Sandton-verslunarmiðstöðin: Frábær- ar verslanir og veitingahús í nýju og öruggu hverfi Museum Africa: Fróðlegt safn um sögu og menningu Suður-Afríku SKEMMTILEGT Í HÖFÐABORG OG NÁGRENNI Skoðunarferð um Góðravonarhöfða Vínsmökkun í vínhéruðunum Camp Bay: Góð veitingahús við fallega strönd Table Mountain: Frábært útsýni er af einkennisfjalli Höfðaborgar Longmarket str: Lífleg kaffihús og barir TENGLAR SKOÐUNARFERÐA Í Jóhannesarborg: dinakatours@hotmail.com Í Höfðaborg: www.aquacycletours.co.za FLUG TIL SUÐUR-AFRÍKU Meðal flugfélaga sem fljúga til Suður- Afríku frá Evrópu eru South African Air- lines, British Airways og Air France. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.airports.co.za. Til- valið er að skoða ferðabækur um land- ið áður en haldið er af stað. Lonely planet handbókin er mjög góð og er allar upplýsingar, sem hver ferðamaður þarf, að finna í henni. SOWETO Motswaledi er fátækasti hluti þessa fræga hverfis. SPEECH Fyrrum fangi á Robbin Island deilir sögu sinni með gestum. HÖFÐABORG Af Table Mountain er glæsilegt útsýni yfir Höfðaborg. Hægt er að fara upp fjallið í útsýnis- lyftu, en einnig eru fjölmargar gönguleiðir upp á fjallið. WATERFRONT Nýbyggt bryggjuhverfi Höfðaborgar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.