Fréttablaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 6
6 1. febrúar 2004 SUNNUDAGUR
FRESTA FLUGI TIL BANDARÍKJ-
ANNA Breska flugfélagið British
Airways og franska flugfélagið
Air France sögðust í gær hafa
frestað flugi á nokkrum flugleið-
um til Bandaríkjanna bæði í dag
og á morgun af öryggisástæðum.
Tilkynning flugfélaganna kom
daginn eftir að bandarísk stjórn-
völd sögðu nýjar upplýsingar
benda til þess að hryðjuverka-
menn gætu haft augastað á þess-
um flugleiðum.
UNGMENNI ELTU RÁÐHERRA Inn-
anríkisráðherra Frakklands,
Nicolas Sarkozy, sem lagt hefur
ofuráherslu á lög og reglu, varð
fyrir heldur óskemmtilegri
reynslu í gær þegar tugir reiðra
ungmenna eltu hann og gerðu
hróp að honum eftir að hann
hafði heimsótt neðanjarðarlesta-
stöð í París.
Veistusvarið?
1Félag í meirihlutaeigu Björgólfs ThorsBjörgólfssonar er einn kjölfestufjár-
festa í ríkissímafyrirtæki. Í hvaða landi?
2Hver er nýr fréttastjóri á Stöð 2 ogBylgjunni?
3Forsætisráðherra hefur ákveðið að ídag skuli flaggað við opinberar stofn-
anir. Hvers vegna?
Svörin eru á bls. 22
RÚV neitar að birta
auglýsingu Skjás eins
Skjár einn hefur beðið Samtök auglýsenda að gæta hagsmuna sinna
eftir að Ríkisútvarpið neitaði að birta auglýsingu sem felur í sér ávarp
til greiðenda afnotagjalda.
AUGLÝSINGAR „Við förum mjög stíft
eftir þeim reglum og lögum sem
eru í gildi. Ef í auglýsingunum er
ofbeldi eða ann-
að sem ekki sam-
rýmist reglum,
eða samanburð-
ur er þess eðlis
að við teljum
hann óréttmæt-
an, þá birtum við
ekki viðkomandi
a u g l ý s i n g u .
Þetta mat okkar
er alltaf óháð því
hver auglýsand-
inn er, hvort það
er keppinautur
eða annar,“ sagði
Þorsteinn Þor-
steinsson, forstöðumaður mark-
aðssviðs Ríkisútvarpsins. Forráðamenn Skjás eins hafa
beðið Samtök auglýsenda að gæta
réttar síns vegna þess að Ríkisút-
varpið neitaði að birta auglýsingu
sem í stóð: „Greiðendur afnota-
gjalda athugið - Skjár einn er
alltaf ókeypis. Skjár einn“.
„Við viljum að RÚV birti þessa
auglýsingu. Ef þeir halda fast við
sitt þá viljum við láta á reyna á
þeirra túlkun hjá samkepppnis-
yfirvöldum. Tilgangurinn með
auglýsingunni er að vekja athygli
á því að við gefum það sem aðrir
selja. Það er okkar viðskiptahug-
mynd, að Skjár einn sé ókeypis.
Það getur ekki talist ólöglegt,“
sagði Sverrir Agnarsson, auglýs-
ingastjóri Skjás eins.
„Okkar rök eru þau að þarna sé
tekinn hluti úr þekktu ávarpi sem
RÚV hefur eingöngu notað og við
teljum tilganginn vera þann einan
að hæða eða skapa villuhugmynd-
ir. Með auglýsingunni sé verið að
bera saman hluti sem eru ekki
samanburðarhæfir. Við höfnuðum
auglýsingunni vegna forskeytis-
ins „greiðendur afnotagjalda“.
Það er sitt hvað afnotagjöld og
áskrift. Með áskrift greiðir við-
komandi fyrir efni en fyrir afnot
með afnotagjöldum,“ sagði Þor-
steinn Þorsteinsson.
„Það er enginn samanburður í
þessari auglýsingu, því fer fjarri.
En við viljum fá úrskurð í málinu.
Við höfum hugsað okkur að birta
þessa auglýsingu um hver mán-
aðamót, um það leyti sem gíró-
seðlar RÚV berast landsmönn-
um,“ sagði Sverrir Agnarsson á
Skjá einum.
the@frettabladid.is
RÁÐIST INN Í BETLEHEM Ísraelsk-
ar hersveitir réðust inn í Bet-
lehem í
fyrradag og
sprengdu í
loft upp
heimili
Palestínu-
manns sem
gerði sjálfsmorðsárás í strætis-
vagni í Jerúsalem á fimmtudag-
inn. Fjöldi meintra vígamanna var
handtekinn. Búist hafði verið við
mun harðari hefndaraðgerðum
vegna árásarinnar sem kostaði tíu
Ísraela lífið. Hamas-samtökin
hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér.
HAMAS BEITIR NÝJUM AÐFERÐUM
Sheik Ahmed Yassin, leiðtogi
Hamas, segir að samtökin ætli að
leggja allt í sölurnar
til að ræna ísraelsk-
um hermönnunum og
nota þá til að þvinga
Ísraela til að láta
palestínska fanga
lausa úr haldi. Á fimmtudaginn
slepptu Ísraelar á fimmta hund-
rað arabískum föngum í skiptum
fyrir ísraelskan kaupsýslumann
og lík fjögurra hermanna.
JIHAD-LEIÐTOGI SKOTINN TIL
BANA Ísraelskar hersveitir skutu
til bana Jihad Suwaiti, einn af
leiðtogum samtakanna Íslamskt
Jihad, skammt frá borginni Hebr-
on á Vesturbakkanum í gær. Að
sögn hersins skaut Suwaiti að her-
mönnum þegar þeir ætluðu að
handtaka hann og var hann því
skotinn til bana.
FIMMTÍU MISSTU HEIMILI SÍN
Yfir fimmtíu manns misstu heim-
ili sín þegar
ísraelskar her-
sveitir jöfnuðu
við jörðu sex
byggingar í
þorpinu Silwad
á Vesturbakk-
anum í gær.
Herinn eyðilagði meðal annars
fjögurra hæða íbúðablokk þar
sem nokkrir liðsmenn Hamas
héldu eitt sinn til.
Bakkavör Group:
2,8 milljarða
hagnaður
ATHAFNALÍF Hagnaður Bakkavarar
Group fyrir skatta og fjár-
magnsliði á árinu 2003 nam ríflega
2,8 milljörðum króna. Að teknu til-
liti til skatta og afskrifta var hagn-
aðurinn 1.708 milljónir. Rekstrar-
niðurstaðan á árinu er mjög áþekk
því sem greiningardeildir bank-
anna höfðu gert ráð fyrir.
Í ársreikningi segir meðal ann-
ars að sala í Bretlandi hafi aukist
um 30% á milli desember 2002 og
desember 2003. Áfram er gert ráð
fyrir töluverðum vexti í rekstri
félagsins og ákvað stjórnin því að
greiða hluthöfum ekki út arð. ■
Verslun &
Varahlutir
Grjóthálsi 1 • Sími: 575-1240 • www.bl.is
WOLFRACE ÁLFELGUR
Vörumerki þekkt fyrir einstök gæði
í öllum stærðum og gerðum
sjá vöruúrval á www.wolfrace.co.uk
HEILSUGÆSLA Ný heilsugæsla í
Salahverfi í Kópavogi var form-
lega opnuð í gær. Þetta er einka-
rekin heilsugæsla og var rekstur-
inn boðinn út, en tekið var tilboði
Nýsis hf. og félagsins Salus ehf.
sem er í eigu læknanna Hauks
Valdimarssonar og Böðvars Arnar
Sigurjónssonar.
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra opnaði stöðina og sagði
að hún hefði mikla þýðingu fyrir
bæjarfélagið. Íbúar Linda-, Sala-
og Vatnsendahverfa njóta for-
gangs á heilsugæslustöðinni, sem
mun þó einnig þjóna öðrum íbúum
Kópavogs og nágrannasvæða.
„Við sjáum fram á að geta full-
nægt þörfinni fyrir heilsugæslu-
þjónustu í Kópavogi. Hún á að geta
þjónað allt að 12 þúsund manns,“
segir Haukur Valdimarsson. ■
GLÆSILEG HEILSUGÆSLA Í KÓPAVOGI
Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, opnaði formlega nýja heilsugæslustöð í Sala-
hverfi í Kópavogi í gær. Stöðin á að geta fullnægt þörfinni fyrir heilsugæsluþjónustu
í bæjarfélaginu.
Ný heilsugæsla í Kópavogi:
Þjónar 12 þús-
und manns
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
Forstöðumaður markaðssviðs RÚV telur til-
gang auglýsingarinnar að hæða eða skapa
villuhugmyndir.
SVERRIR AGNARSSON
Auglýsingastjóri Skjás eins segir tilganginn að vekja athygli á því að Skjár einn gefi
það sem aðrir selja.
„Við höfum
hugsað okkur
að birta
þessa auglýs-
ingu um hver
mánaðamót,
um það leyti
sem gíró-
seðlar RÚV
berast lands-
mönnum.
■ Ísrael■ Evrópa
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R