Fréttablaðið - 03.02.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 03.02.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR BÆTT SAMSKIPTI Farice, nýr sæ- strengur milli Íslands, Færeyja og Skotlands, verður formlega tekinn í notk- un í dag. Strengurinn er í sameiginlegri eigu Íslendinga og Færeyinga. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BLINDBYLUR FYRIR NORÐAN Einkum þó norðaustan og austantil þar sem snjókoman verður hvað mest. Úrkoman allra syðst verður í blautu formi og því síður hætt við að skafi. Lægir í nótt. Sjá síðu 6 3. febrúar 2004 – 33. tölublað – 4. árgangur ● lágkúruleg umræða Ástþór Magnússon: ▲ SÍÐA 31 Undirbýr framboð ● 49 ára í dag Jón Karl Helgason: ▲ SÍÐA 16 Hittir tannlækninn ● kraftmikill stravinskí Víkingur Heiðar: ▲ SÍÐA 26 Leikur aðstæðna ● vinna gegn stressi Stefán Björn Sigurðsson: ▲ SÍÐUR 18 og 19 Harðsperrur eru skemmdir FORSETINN ÓSÁTTUR Forseti Íslands segir að hefði hann vitað af ríkisráðs- fundinum hefði hann komið heim. Hann segir að aldrei hafi verið óskað eftir að- komu forsetans að hátíð vegna 100 ára af- mælis heimastjórnar. Sjá síðu 2 AÐILD AÐ ESB Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur inn- göngu Íslands í Evrópusambandið eina þeirra leiða sem gætu orðið sauðfjárbænd- um til bjargar. Sjá síðu 2 RÁÐHERRA ÁHYGGJUFULLUR Sjávarútvegsráðherra segist hafa áhyggjur af því að sjávarútvegsfyrirtæki hverfi úr Kaup- höllinni og hverfi þannig frá fjármögnun í gegnum hlutafélagamarkaðinn. Sjá síðu 4 ORKUFREK NETÞJÓNABÚ Unnið er að fjármögnun byggingar svokallaðra net- þjónabúa á Íslandi sem munu hýsa tölvu- gögn. Búin eru orkufrek og því vænlegur kostur fyrir orkufyrirtæki. Sjá síðu 8 BANDARÍKIN, AP Bush Bandaríkja- forseti tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að hefja rannsókn á leynilegum gögnum sem sögðu að Írakar hefðu yfir að ráða gjöreyð- ingarvopnum og notuð voru til þess að réttlæta stríðið í Írak. Bush sagði að óháð rannsókn- arnefnd yrði skipuð til þess að rannsaka málið og væri henni ætl- að að meta stöðuna og hvað hægt væri að gera betur í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush mun seinna í vikunni gera nánari grein fyrir hlutverki nefndarinnar eftir að hafa ráð- fært sig við David Kay, fyrrum yfirmann vopnaeftirlits Banda- ríkjamanna í Írak. Hann mun sjálfur skipa í nefndina og setja henni leikreglur en ekki er búist við því að hún skili niðurstöðum fyrr en eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Ég vil vita allar staðreyndir málsins,“ sagði Bush og ítrekaði að Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseti, hefði verið hættuleg- ur. „Við vitum að hann hafði bæði viljann og getuna til þess að valda miklum skaða,“ sagði Bush. Talið er að þessi breytta af- staða Bush, sem hingað til hefur hafnað rannsókn, muni auka þrýsting á Tony Blair, forsætis- ráðherra Breta, um að hefja sams konar rannsókn. ■ Vaxandi átök um söluna á SPRON Titrings gætir á Alþingi vegna frumvarps um fjármálafyrirtæki sem kemur í veg fyrir kaup KB banka á SPRON. Pétur Blöndal segir ekki hægt að stöðva söluna. Formaður þingflokks fram- sóknarmanna segist undrandi á að frumvarpið skuli hafa verið lagt fram. heilsa o.fl. BJÖRGUNARSVEITIR AÐ STÖRFUM Óttast er að allt að 120 manns hafi verið í byggingunni þegar hún hrundi. Talið er víst að tugir hafi látist og fjöldi grafist undir rústunum. TYRKLAND, AP Tíu hæða íbúðabygg- ing hrundi til grunna í bænum Konya í miðhluta Tyrklands í gær með þeim afleiðingum að tugir fólks grófust undir rústunum. Talið er að sprenging hafi orðið í hitakúti og undirstöður hússins, sem var byggt fyrir fimm árum, hafi gefið sig við sprenginguna. Þegar blaðið fór í prentun höfðu björgunarsveitir grafið eitt lík úr rústunum en að minnsta kosti tólf manns hafði verið bjargað á lífi. Flestir þeirra voru íbúar á efri hæðum bygg- ingarinnar en að sögn tyrkneskra fjölmiðla er óttast að allt að 120 manns hafi verið í byggingunni þegar hún hrundi. Að sögn tyrk- nesku sjónvarpsstöðvarinnar NTV voru um 40 íbúðir í bygg- ingunni. ■ ALÞINGI Búist er við að þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum verði flutningsmenn frumvarps um fjár- málafyrirtæki sem væntanlega verður lagt fram á Alþingi í dag. Nái frumvarpið fram að ganga verður komið í veg fyrir kaup KB banka á SPRON og að sögn flutn- ingsmanna verður tilverugrundvöll- ur sparisjóðanna þannig tryggður. Leitað hefur verið eftir þverpóli- tískum stuðningi við málið. Það hef- ur verið kynnt þingflokkum Sjálf- stæðisflokksins og Samfylkingar- innar og hafa þeir samþykkt að leggja frumvarpið fram. Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir skiptar skoðanir um málið innan þingflokksins. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ekki fengið málið til umfjöllunar. Krist- inn H. Gunnarsson segir að í þessu máli hafi menn mistúlkað lögin og að fyrirhuguð kaup stangist á við lög. Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður framsóknarmanna, segist afar undrandi á málinu. „Þetta kemur algjörlega flatt upp á okkur,“ segir Hjálmar. „Við höfum ekki séð þetta frumvarp og því ekki getað tekið afstöðu til þess.“ Lúðvík Bergvinsson, Samfylk- ingunni, flutningsmaður frum- varpsins, segir brýnt að leggja það fram og þverpólitískur stuðningur sé við málið. „Það er enginn vafi á því að þingheimur vill ekki sjá það að sparisjóðirnir í landinu hverfi og ég held að enginn sé tilbúinn í slíkt umhverfi. Það er alveg ljóst að ef þingið vill koma í veg fyrir það að kaup KB banka á SPRON gangi eft- ir þarf að samþykkja ný lög fyrir 10. febrúar næstkomandi,“ segir Lúðvík. Hann telur að jafnvel þótt kauptilboð hafi verið undirritað að hálfu stjórnar SPRON feli það ekki í sér afturvirkni ef lagafrumvarpið sem stöðvar söluna verður sam- þykkt fyrir 10. febrúar. Pétur Blön- dal er á öndverðri skoðun og segir að ekki sé hægt að stöðva söluna með lagasetningu. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins, Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, segir að vilji þingsins muni koma skýrt fram í frumvarpinu. Mikilvægt sé að vernda sparisjóðakerfið eins og því sé nú háttað og þingmenn telji það ákaflega óheilbrigt ef kaup KB banka á SPRON gangi eftir. „Ég á ekki von á öðru en að það verði þverpólitísk samstaða um málið þannig að vilji þingsins komi skýrt fram,“ segir Einar Oddur. Jón G. Tómasson, stjórnarfor- maður SPRON, og Sigurður Einars- son, stjórnarformaður KB banka, vildu ekki tjá sig um málið í gær. bryndis@frettabladid.is Sjá nánar bls. 4 Bush lét undan þrýstingi: Rannsókn fer fram GEORGE W. BUSH Bush Bandaríkjaforseti hefur látið undan þrýstingi og ákveðið að hefja rannsókn á þeim leynilegu gögnum sem notuð voru til þess að réttlæta stríðið í Írak. Íslandsbanki: Eignast 5,36% í bankanum VIÐSKIPTI Félag í eigu Karls, Stein- gríms og Ingunnar Wernersbarna hefur eignast 5,36% hlut í Íslands- banka. Í Kauphöll Íslands í gær var tilkynnt um að gerðir hefðu verið framvirkir samningar um kaup á stórum hlut í félaginu. Heildareign félags systkin- anna, Milestone Import Export Ltd., er að verðmæti rúmlega fjórir milljarðar miðað við gengi bankans í gær. Karl Wernersson er stjórnar- maður í Pharmaco og eigandi lyfjaverslunarkeðjunnar Lyfja og Heilsu. ■ Tíu hæða hús hrundi: Tugir íbúa fórust

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.