Fréttablaðið - 03.02.2004, Síða 12
12 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
BYSSULEIKUR Í ÍRAK
Börnin í Írak lifa við stöðuga ógn en virðast
þó sum lifa sig inn í ástandið eins og þessi
mynd frá barnaleikvelli í Bagdad sýnir.
UPPGJÖR Tap stoðtækjaframleiðand-
ans Össurar á fjórða ársfjórðungi
síðasta árs var minna en greiningar-
deildir fjármálastofnana bjuggust
við. Össur sendi frá sér afkomuvið-
vörun í desember og voru markaðs-
aðilar hóflega bjartsýnir á niður-
stöðuna. Össur gerði ráð fyrir
einnar til tveggja milljóna dollara
tapi á fjórða ársfjórðungi , en niður-
staðan varð tap upp á 917 þúsund
dollara.
Hagnaður ársins 2003 var 358
milljónir króna, 4,7 milljónir doll-
ara, sem er helmingi minni hagnað-
ur en árið áður. Síðasta ár reyndist
Össuri erfitt. Undir lok ársins náð-
ist sátt í dýrum málaferlum fyrir-
tækisins og félagið bar kostnað af
starfslokum stjórnenda í Bandaríkj-
unum sem voru látnir hætta. Þess
utan vann veiking dollara gagnvart
krónu og aukin samkeppni í Banda-
ríkjunum gegn félaginu.
Landvinningar félagsins á síð-
asta ári voru kaup á fyrirtækinu
Generation II Group. Töluvert af
kostnaði við sameiningu þess við
Össur var gjaldfært á síðasta ári.
Velta Össurar jókst um 16% á síð-
asta ári. ■
Aukin spenna er nú að færast íslaginn um tilnefningu
demókrata á frambjóðanda
flokksins fyrir forsetakosning-
arnar í Bandaríkjunum, sem fram
fara 4. nóvember. Í dag fara fram
forkosningar í sjö ríkjum, sem
eru Arizona, Delaware, Missouri,
Oklahoma, Suður-Karolína, Nýja-
Mexíkó og Norður-Dakóta.
Þessi þriðja lota baráttunnar,
sem kölluð er „Súper sjö“, skiptir
miklu ef ekki öllu um framhaldið
og því tjalda frambjóðendur nú
öllu sem tjaldað verður, ekki síst
sínum „betri helmingi“. Þar nýtur
„tómatsósudrottningin“, Teresa
Heinz Kerry, eiginkona öldunga-
deildarþingmannsins Johns
Kerry, mestrar hylli fjölmiðla
fyrir skörulega framgöngu.
Fæddur leiðtogi
Eftir stórsigra eiginmannsins í
fyrstu tveimur forkosningunum í
Iowa og New Hampshire og glæsi-
lega útkomu í skoðanakönnun, þar
sem Kerry var stillt upp á móti
Bush Bandaríkjaforseta, hefur
Teresa komið með auknum krafti
inn í kosningabaráttuna og sagði
eftir sigurinn í New Hampshire:
„Við höfum aðeins reist grunninn
en hann er traustur og nú þurfum
við að halda áfram á sömu braut.“
Hún sagði þrennt einkenna eig-
inmanninn sem gerði hann öðrum
frambjóðendum hæfari til þess að
gegna embætti forseta Bandaríkj-
anna, en það væri stefnufesta
hans og persónutöfrar og að hann
væri fæddur leiðtogi með ríka
diplómatíska hæfileika til þess að
vinna traust leiðtoga heimsins.
„Við þurfum leiðtoga eins og
Kerry til þess að endurheimta það
traust sem Bush-stjórnin hefur
rúið okkur,“ sagði Teresa, sem
erfði mikil auðæfi við fráfall fyrri
eiginmanns síns, öldungadeildar-
þingmannsins og matvælajöfurs-
ins Johns Heinz, en hann fórst í
flugslysi árið 1991.
Kvenréttindabarátta
Teresa þykir glæða kosninga-
baráttu eiginmannsins aukinni
reynslu og hæfileikum en hún
hefur um árabil ljáð ýmsum mál-
efnum krafta sína. Má þar nefna
umhverfisvernd og málefni barna
og kvenna auk baráttu fyrir
bættri heilbrigðisþjónustu og
ýmsum öðrum velferðarmálum
eins og málefnum aldraðra.
Strax á sjöunda áratugnum var
hún komin á kaf í kvenréttinda-
baráttuna í Bandaríkjunum og
sótti fyrsta bandaríska kvenrétt-
!
"#
$ ! ! "## $
$#
$
%###&
## '!
!
(! $ #
)## #
*
+ ,,
-
*.//0121
3*.//02
' '4
% &! '
$
LOÐNUVEIÐAR
Lítið fannst í loðnuleiðangri sem lauk um
helgina.
Rannsóknir:
Óvissa um
loðnustofn
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Við höfum enn
ekki lokið greiningu á niður-
stöðu,“ segir Jóhann Sigurjóns-
son, forstjóri Hafrannsóknastofn-
unarinnar, um niðurstöður loðnu-
leiðangurs rannsóknaskipsins
Árna Friðrikssonar RE sem lauk
um helgina.
Heimildir Fréttablaðsins
herma að leiðangursmenn hafi
orðið fyrir miklum vonbrigðum
með afraksturinn og lítið hafi
fundist af loðnu.
Jóhann vill ekkert úttala sig
um það hver staðan sé nú. Veiði-
stöðvun á loðnu var aflétt þann 20.
janúar eftir að leiðangurinn fann
talsvert magn af loðnu. Síðan
fannst lítið, sem þykir ekki góðs
viti. Jóhann segir að sjávarút-
vegsráðherra verði kynntar nið-
urstöðurnar næstu daga.
„Við þurfum að fara vandlega
yfir niðurstöðurnar næstu daga,“
segir Jóhann. ■
Fréttaskýring
ERLINGUR KRISTENSSON
■ fjallar um „betri helming“ Johns
Kerry.
Teresa í Hvíta húsið?
Teresa Heinz Kerry, eiginkona öldungadeildarþingmannsins Johns Kerry, sem nú þykir líklegast-
ur til að hljóta tilnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember, nýtur mikillar hylli
meðal Bandaríkjamanna og er af sumum sett á stall með Hillary Clinton og Eleanor Roosevelt.
SIGRI FAGNAÐ
Hjónin John og Teresa Heinz
Kerry fagna sigri í forkosningun-
um í New Hampshire í síðustu
viku. „Við höfum aðeins reist
grunninn en hann er traustur og
nú þurfum við að halda áfram á
sömu braut,“ sagði Teresa eftir
sigurinn í New Hampshire.
Erfitt ár hjá Össuri:
Afkoman betri en búist var við
BJARTARA FRAM UNDAN
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, átti eril-
samt og erfitt ár í fyrra. Afkoma félagsins
var betri en búist var við og stjórnendur
gera sér vonir um betra ár í ár.
AFKOMA ÖSSURAR
Í ÞÚSUNDUM DOLLARA
Ár 2003 2002
Velta 94.467 82.284
Rekstrarhagnaður 6.112 11.501
Hagnaður 4.661 10.056
Kínverskir vélamenn
á Kárahnjúkum:
Færnin
könnuð
KÁRAHNJÚKAR Könnun á færni 27
kínverskra vélamanna við Kára-
hnjúka er lokið. Nýi ökuskólinn ann-
aðist úttektina fyrir Impregilo.
Mennirnir hafa réttindi frá
heimalandinu til starfa á stórvirk-
um vinnuvélum. Kennari á nám-
skeiðinu var Finnbogi Pálsson og
stóðu mennirnir sig „frábærlega“
að hans sögn.
Að úttektinni lokinni var send
umsögn til Vinnueftirlits ríkisins,
sem mun fara yfir málið og gefa út
tímabundin og staðbundin réttindi
fyrir umrædda starfsmenn. ■