Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 4
4 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Telur þú að ofbeldi hafi aukist á Íslandi á síðustu 10 árum? Spurning dagsins í dag: Á að sameina atvinnuvega- ráðuneytin í eitt? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 17,9% 74,3% Nei 7,8%Mjög svipað Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Evrópa ■ Lögreglufréttir VIRKJANIR Engin útboð fara fram hjá Hitaveitu Suðurnesja þrátt fyrir milljarðasamninga. DV sagði frá þessu í gær. Ágreiningur er innan stjórnar Hitaveitunnar vegna þess að ekki stendur til að bjóða út samninga við hönnun vegna risaframkvæmda í undan- fara orkusölu til Norðuráls. Um er að ræða verkefni sem kosta um milljarð króna af þeim átta sem kostar hitaveituna að afla þeirrar orku sem álver Norðuráls þarf. „Mitt viðhorf er að það sé æskilegt að þetta sé boðið út. Hins vegar var yfirgnæfandi vilji til að fara þá leið sem ákveðin var. Menn töldu að hún myndi ekki skila síðri ár- angri fyrir fyr- irtækið,“ segir Lúðvík Berg- vinsson, alþing- ismaður og stjórnarmaður, sem reyndar sat ekki stjórnar- fundinn þegar e n d a n l e g ákvörðun var tekin um að fara ekki út- boðsleið vegna orkuvinnslu í þágu Norðuráls. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins telja Hitaveitumenn að erfitt sé að bjóða út þegar sér- þekkinguna hafi fáir sem og sögu- leg reynslu til að bora á Reykja- nesi. Aðeins einn aðili á Ísland, Jarðboranir, annast boranir. Ef útboð fer fram þá þarf að bjóða út á öllu EES-svæðinu. Lúð- vík segir aðspurður að hann sjái ekki nein merki um annað en vel sé staðið að rekstrinum. „Á hverjum stjórnarfundi ræð- um við hvað betur megi fara. Það er okkar hlutverk. Ég hef ekki orðið var við annað en að fyrir- tækið sé rekið af heilindum og mikilli ábyrgð þótt ég telji almennt að bjóða eigi verk út,“ segir Lúðvík. ■ MORÐRANNSÓKN Heimildir Frétta- blaðsins herma að niðurstaða krufningar líksins sem fannst í Norðfjarðarhöfn á miðvikudag hafi leitt til þess að lögregla telji sig nokkru nær um morðið. Rannsóknin tók nýja stefnu í gærkvöld að lokinni krufningu og eftir að aukinn þungi var lagður í rannsóknina. Samkvæmt heimild- um blaðsins er ekki talið útilokað að fíkniefni tengist morðinu. Mynd af hinum látna hefur verið send til norsku lögreglunnar þar sem hún verður sýnd skipverjum norska loðnuskipsins Senior, en skipið var við Neskaupstað um síð- ustu helgi. Hugsanlegt er að skip- verjarnir geti gefið gagnlegar upp- lýsingar. Þá vonast rannsakendur til að þrír skipverjar, sem voru í Egils- búð aðfaranótt sunnudags, geti veitt gagnlegar upplýsingar. Myndin af hinum myrta hefur verið send á all- ar lögreglustöðvar hér á landi í von um að einhver innan lögreglunnar kannist við hinn látna. Allir sem koma til Íslands um Keflavíkurflugvöll eru myndaðir og lögreglan hefur búnað til að bera saman myndir í tölvu. Samanburð- urinn getur verið tímafrekur og þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld var ekki vitað hvort sú leit hafði borið árangur. Saman- burðarleitin er erfið þar sem um fimmtán vélar fara um flugvöllinn dag hvern. Sex lögreglufulltrúar frá rík- islögreglustjóra, sem hafa reynslu af rannsóknarstörfum, eru í Neskaupstað til að aðstoða lögregluna þar við áframhald rannsóknarinnar. Tveir fulltrúanna fóru austur á fimmtudag og fjórir í gærdag. Þeir eru allir sérhæfðir hver á sínu sviði við rannsókn alvarlegra glæpa. Þeir eru meðal annars í efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra. Hjá lögreglu hafa fengist þær upplýsingar að meðal þess sem kannað verður séu hraðbanka- viðskipti og önnur bankaviðskipti og þá hvort hugsanlega megi rekja þau til Evrópu. Það getur verið tímafrekt vegna öryggisþátta í þannig viðskiptum. Enn er óljóst hver hinn látni er. Hann var í peysu og buxum sem sagðar eru óhefðbundnar. hrs@frettabladid.is BARN VARÐ FYRIR BÍL Barn á þrettánda aldursári hljóp í veg fyrir bíl á Stokkseyri í gær. Barn- ið var að koma úr skólabíl þegar það fór í veg fyrir bílinn. Barnið hlaut slæmt fótbrot. Ivan Rybkin lokkaður til Úkraínu: Gísl í fimm daga LUNDÚNIR Rússneski forsetafram- bjóðandinn Ivan Rybkin, sem hvarf í fimm daga, segir að óþekktir aðil- ar hafi lokkað hann til Úkraínu og haldið honum þar gegn vilja sínum. Rybkin, sem staddur er í Lundún- um, segist ekki ætla að snúa aftur til Moskvu fyrr en eftir forseta- kosningarnar 14. mars. Hann segir að til að tryggja öryggi fjölskyldu sinnar verði hann að halda sig í Bretlandi þar til kosningabaráttan er afstaðinn. Rybkin kom fram í Kiev í Úkra- ínu á þriðjudag en þá hafði ekkert spurst til hans í fimm daga. Óttast var að hann hefði verið myrtur en einnig kom fram sú tilgáta að um væri að ræða bragð til fanga at- hygli kjósenda. Rybkin segir að við komuna til Kiev hafi honum verið boðið te sem innihélt sljóvgandi lyf. Fjórum dögum síðar mun hann hafa vaknað upp í ókunnri íbúð. Rybkin var æðsti yfirmaður þjóðaröryggismála í stjórnartíð Boris Jeltsín. Hann býður sig fram til forseta undir merkjum frjálslynds stjórnmálaflokks og nýtur stuðnings auðkýfingsins Boris Berezovsky. Sá flúði til Bretlands eftir hafa fallið í ónáð hjá Vladimir Pútín Rússlandsfor- seta. ■ BUSH, SADDAM OG HITLER Aust- urríski þjóðernissinninn Jörg Haider segist standa við fyrri orð sín þegar hann líkti Geor- ge W. Bush Bandaríkjafor- seta við Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseta. Engu breyti að Bush hafi verið lýðræðislega kjörinn. „Hitler komst líka til valda með lýðræðislegum hætti.“ SITUR ÁFRAM Hæstiréttur Serbíu hefur vísað frá beiðni verjenda eins sakbornings í réttarhöldum yfir meintum morðingjum Zorans Djindjic, fyrrum forsætisráðherra, um að einum dómaranum verði vikið frá. Hann hafði verið sakaður um tengsl við glæpasamtök. NEMI AUGLÝSTI EFTIR MÁLALIÐ- UM Auglýsing sem var dreift á Netinu þar sem óskað var eftir málaliðum til að berjast við Rússa var ekki sett inn af upp- reisnarmönnum í Tsjetsjeníu heldur af nema við Landbúnaðar- háskólann í Brno í Tékklandi. Í hans huga var þetta brandari en Rússar urðu bálreiðir þegar þeir sáu auglýsinguna. VÍSINDI Suður-kóreskir vísinda- menn hafa einræktað þrjátíu mannsfósturvísa sem geta fram- leitt stofnfrumur. Tilraunir vís- indamannanna eru mjög umdeild- ar en þeir segja að þetta sé liður í því að þróa nýjar aðferðir til að lækna erfiða sjúkdóma. Vísindamennirnir tóku erfða- efni úr venjulegum frumum í kon- um og settu það í eggfrumur. Markmiðið var að rækta fóstur- vísa til að framleiða stofnfrumur sem hefðu þá eiginleika að geta gefið af sér sérhæfðar frumur, svo sem taugafrumur og húð- frumur. Stofnfrumurnar eiga að geta komið í staðinn fyrir skemm- da vefi í einstaklingum með sjúk- dóma á borð við Alzheimer og Parkinsons. Ef þær innihalda erfðaefni úr sjúklingunum sjálf- um eru litlar líkur á því að ónæm- iskerfið hafni þeim. Sérfræðingar benda þó á að langt sé í að hægt verði að gera tilraunir með slíkar stofnfrumur á mönnum. Talið er víst að tilraunir suð- ur-kóresku vísindamannanna eigi eftir að vekja upp umræðu um það hvort rétt sé að banna einræktun manna og notkun fósturvísa til framleiðslu stofn- fruma. ■ EINRÆKTAÐIR FÓSTURVÍSAR Suður-kóresku vísindamennirnir hafa ræktað fósturvísana til að framleiða stofnfrumur. Vísindamenn einrækta mannsfósturvísa: Framleiða stofnfrumur í lækningaskyni HITAVEITA SUÐURNESJA Ekki stendur til að bjóða út ráðgjöf og hönnun vegna orkusölu til Norðuráls. Stjórnarmaður Hitaveitu Suðurnesja: Æskilegt er að útboð fari fram LÚÐVÍK BERGVINSSON Telur Hitaveituna vel rekna en segir útboð vera æskileg. MYNDIR AF ÞEIM LÁTNA HAFA VERIÐ SENDAR TIL NOREGS Vonir standa til að skipverjar Senior geti veitt upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins. Hringurinn þrengist eftir krufninguna Niðurstaða krufningar er sögð hafa þrengt hringinn við leit að morðingja mannsins sem fannst látinn í Norðfjarðarhöfn. Morðið gæti tengst fíkniefnum. Mynd af hinum látna var send á allar lögreglustöðvar og til Noregs. Skipverjar á norsku loðnuskipi eru enn í myndinni við rannsóknina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.