Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 30
Ég hef hlustað á þetta og húnhefur mjög flotta rödd þessi kona,“ segir Sigtryggur Baldurs- son, trommari og einn af skipu- leggjendum Vetrarhátíðar sem fram fer á vegum Höfuðborgar- stofu Reykjavíkurborgar um næstu helgi. Tónleikar hinnar fjölþjóðlegu friðarhljómsveitar Voices for Peace verða einn af há- punktum hátíðarinnar, en þar fara fremst í flokki hjónin Timna Brauer, söngkonan sem Sigtrygg- ur segir að hafi flotta rödd, og pí- anóleikarinn Elias Meiri. Þau koma bæði frá Ísrael, en Timna er þó hálfur Austurríkismaður og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að taka þátt í Evró- visjón fyrir hönd Austurríkis, en það gerði hún árið 1986. Hápólitísk hljómsveit „Þetta er rosalega flott músík,“ segir Sigtryggur. „Þau spila blöndu af hefðbundinni gyðinga- músik og ýmsum arabískum tón- listarhefðum. Það er mikil hrynj- andi í þessu og sumt af þessu er mjög þjóðlagakennt.“ Þó svo að Gyðingar og Arabar eigi sér heilmikinn sameiginlegan tónlistararf er það fremur óal- gengt að tónlistarmenn blandi saman gyðingamúsík og arabískri músík. Það kemur einfaldlega til vegna ástandsins í Mið-Austur- löndum. „Yfirleitt vilja Arabar ekkert vita af Ísraelsmönnum og öfugt,“ segir Sigtryggur. Það að Timna og Elias skuli blanda þess- um hefðum saman hefur því mjög sterka pólitíska skírskotun. Timna Brauer er vel þekkt söngkona í Mið-Austurlöndum, bæði í heimalandi sínu Ísrael og í arabaheiminum. Elias Meiri er þekktur tónlistarmaður í djass- heiminum, en hann hefur meðal annars spilað með ekki ómerkari mönnum en Dizzie Gillespie. Friðarboðskapurinn er þeim hjón- um mikið hjartans mál og undan- farið hafa þau staðið fyrir nokkrum tónlistarviðburðum þar sem kórar skipaðir Palestínu- mönnum og Ísraelsmönnum sungu saman á sviði. Sungið fyrir börn Að þessu sinni verða þó engir kórar, heldur er hljómsveitin skipuð tveimur öðrum hljóðfæra- leikurum auk hjónakornanna. Annar kemur frá Austurríki og hinn frá Trinidad og Tobago. Það er því óhætt að segja að kvartet- inn falli vel að hinu fjölþjóðlega yfirbragði sem verður yfir Vetr- arhátíðinni að þessu sinni. Þau eru jafnframt ólíkra trúarbragða, ís- lömsk, kristin og gyðingatrúar. Voices for Peace mun halda þrenna tónleika í porti Hafnar- hússins. Einir tónleikanna verða fyrir börn en Timna Brauer hefur gert mikið af því að syngja fyrir börn, og segir börn jafnan opnari fyrir framandi heimum tónlistar- innar en flestir aðrir. Fjölbreytt dagskrá Vetrarhátíðin stendur fram á sunnudag. Opnunaratriði hátíðar- innar fer fram á Miðbakka Reykjavíkurhafnar á fimmtudag- inn, þar sem breski ljósahönnuð- urinn Justin Gooch frá Candela Professionals mun ásamt Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins verða með laserljósasýningu í Reykja- víkurhöfn. Þetta verður í fyrsta skipti sem Reykvíkingum gefst kostur á að berja augum sýningu af því tagi. Menningarstofnanir í Reykja- vík munu opna dyr sínar upp á gátt og Þjóðleikhúsið og Háskóli Íslands munu sameina krafta sína í dagskrá um ástina sem verður flutt á laugardeginum í aðalbygg- ingu Háskólans. Borgarbókasafn- ið mun bjóða upp á glæpasagna- göngu og Borgarskjalasafnið ætl- ar að gefa fólki kost á að finna skjölin sín á safninu en þar leyn- ast ótrúlegustu upplýsingar um Reykvíkinga, eins og einkunnir úr skóla, læknisvottorð og sitthvað fleira. Einnig ætlar Borgarskjala- safn að bjóða Reykvíkingum að fræðast um sögu húsa sinna. Börnin sýnileg Börn úr reykvískum leikskól- um verða í fararbroddi á föstu- 30 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Á svæði fimm var gerð nýsleppitjörn vorið 2003 við Hof- teigsbreiðu samhliða því að lagður var vegur að tjörninni, en það opn- aði geysifallegt svæði fyrir veiði- menn. Nú bíða menn spenntir eftir aukinni veiði strax á næsta ári,“ sagði Einar Lúðvíksson aðspurður um Eystri-Rangá og við hverju veiðimenn mættu búast þar næsta sumar. „Veiki hlekkurinn í kerfi sleppi- tjarna við ána er svæði átta, þar er engin sleppitjörn þótt oft geti verið þar ágætis veiði,“ segir Einar. „Uppi eru hugmyndir um sleppi- tjörn við Móbakka sem myndi hefja þennan fornfræga veiðistað til fyrri frægðar, og einnig eru hug- myndir um vegagerð í tengslum við tjörnina sem tengja myndi svæði átta og níu.“ Þið hafið stóraukið sleppingar síðustu tvö árin, er ekki svo? „Vorið 2002 fengust ekki nema 155 þúsund seiði til sleppinga vegna vandamála í seiðafram- leiðslu en þau voru yfirleitt ágæt að gæðum. Þetta skilaði sér í ágætri veiði sumarið 2003. Rúmlega 1.700 laxar komu á land þrátt fyrir erfið skilyrði seinni part sumars. Vorið 2003 tókst að sleppa 220 þúsund seiðum sem voru ágæt að gæðum, sem er stærsta slepping frá 1997. Það verður gaman að sjá hver veið- in verður 2004 en það er vissulega bjart yfir.“ Eruð þið ekki komnir með ykkar eigin fiskeldisstöð til að leysa vandann? „Jú, í kjölfar vandamála í seiðaframleiðslu seinustu árin hefur félagið yfirtekið seiða- framleiðsluna fyrir ána og í framhaldi af því keypt gömlu Búfiskstöðina að Laugum í Landsveit. Eins og menn muna komu seiðin 1989 einmitt úr þeirri stöð, en þær sleppingar skiluðu sér í metveiði sumarið 1990. Þá komu 1.600 laxar úr 48 þús- und seiða sleppingu í Rangárnar. Félagið stefnir að 300 þúsund seiða sleppingu næstu árin en afkasta- geta stöðvarinnar er talin vera 500 þúsund seiði, þannig að sleppingar verða jafnvel auknar enn frekar í framtíðinni. Við höfum orðið vör við mun meiri áhuga á ánni enda sjá menn fram á mikla laxagengd ef svo heldur fram sem horfir.“ Ykkur finnst það skipta máli að klakfiskur sé notaður til undaneldis? „Það er augljóst að ef klakfiskur- inn sem notaður er til undaneldis er allur tekinn á haustin ræktast upp stofn sem er bæði seingenginn og lítt tökuglaður. Þetta gerist þó aðeins á mjög löngum tíma en allur er varinn góður. Einnig er aukinn áhugi á stangveiði í október enda voru menn að veiða mjög vel í klakveiðinni á stöng allt fram til 20. október, oft ný- genginn fisk og silfurbjartan,“ sagði Einar að lokum. Veiðileyfi í Eystri-Rangá kosta frá 10 þúsund upp í 45 þúsund á dýrasta tímanum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður í Eystri- og Ytri-Rangá næsta sumar. Seiðin sem fóru til sjávar voru mörg og vonandi skila þau sér sem flest aft- ur, svo veiðimenn geti veitt vel af fiski. ■ Í VATNSDALSÁ Veiðimenn við veiðar í Hnausastreng í Vatnsdalsá. FLUGUVEIÐISKÓLI Fluguveiðiskóli Einars Páls Garðarssonar, Gísla Ágeirssonar og Sigurðar Héðins byrjar á fullu í byrjun mars. Þar geta veiðimenn fræðst um allt sem viðkemur veiði með flugu og hvernig á að veiða með henni í ám og vötnum landsins. Margir mættu í fyrra og áhuginn er mik- ill nú. NÁMSKEIÐ Í FLUGUKÖSTUM Á morgun hefst nýtt námskeið í fluguköstum í TBR-húsinu en kennt verður fimm næstu sunnu- dagskvöld. Stangir verða lánaðar til að æfa köstin. ÁRSHÁTÍÐ STANGVEIÐIFÉLAGS REYKJAVÍKUR Það styttist í árs- hátíð Stangaveiðifélags Reykja- víkur en hún verður haldin 28. febrúar. Heyrst hefur að Stuð- menn, Flosi Ólafsson og óraf- magnaðir Papar muni koma fram. Einnig verða veitt verðlaun fyrir stærstu laxana sem veiddust á svæðum félagsins á síðasta ári. NÝ HEIMASÍÐA SVFR Það styttist í að ný heimasíða verði opnuð hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og á að ráða ritstjóra til að sjá um síðuna. Bjarni Júlíusson, tölvusér- fræðingur og veiðimaður, hefur verið með puttana í málinu, svo það er von á góðu. Ekki er vitað hver verður ritstjóri vefsins en áhugasamir eru beðnir um að gefa sig fram við félagið. ■ Stuttar fréttir FRÉTTAB LAÐ IÐ /JÓ N SKELFIR Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. Eystri-Rangá: Tvö hundruð og tuttugu þúsund seiðum sleppt SIGTRYGGUR BALDURSSON Trommarinn og einn af skipuleggjendum Vetrarhátíðar mun troða upp sjálfur á hátíðinni, með hinu fjölmenningarlega dúói þeirra Steingríms Guðmundssonar, Steintryggi. Vetrarhátíð hefst í Reykjavík á fimmtudag- inn. Einn af hápunktum hátíðarinnar er koma fjöl- þjóðlegu hljómsveitar- innar Voices for Peace, sem er skipuð tónlistar- mönnum af hinum ýmsu trúarbrögðum. Fjölþjóðleg Vetrarhátíð Þetta er rosalega flott músík. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.