Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 37
37LAUGARDAGUR 14. febrúar 2004 Sala á notuðum bílum minnkaryfirleitt í desember og janúar en er nú á uppleið, samkvæmt upplýsingum frá bílasölum. Jepp- ar virðast alltaf vera vinsælir en einnig minni fólksbílar. Eftir- spurnin fer eitthvað eftir árstíð- um og eru sportbílar til dæmis eftirsóttari á sumrin og breyttir jeppar vinsælir á veturna, segir Atli Már Ingason hjá Bílasölu Guðsteins. „Fólk sækir líka mikið í jeppa á vorin,“ segir Sigurbjörn Magnús- son hjá Bílasölu Reykjavíkur. „Menn vilja eiga góða jeppa á sumrin. Svo verðum við vör við að ódýru bílarnir fara mikið á haustin. Þá eru krakkarnir að byrja í skólunum.“ Sigurbjörn segir nýju jeppana mjög vinsæla, sérstaklega Landcruiser. „Svo er aukning í amerískum bílum.“ Á Bílasölu Íslands fengust þær upplýsingar að allur gangur væri á því að hverju fólk leitar. Ákveð- inn hópur leitar að jeppum, aðrir að ódýrum bílum, en einhverjir að dýrari og fínni bílum. Stærsti hóp- urinn væri þó líklega að leita að nýlegum fólksbílum á góðu verði, frá 300 til 800 þúsund. ■ NOTAÐIR BÍLAR Salan eykst eftir því sem líður á vorið. Sagan bak við númerið: Betra að muna það Það fer tvennum sögum af sög-unni á bak við númerið mitt,“ sagði Helga Bjarnadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri veitinga- staðarins Klúbbsins við Stórhöfða í Reykjavík, en hún keyrir um með númerið „HB2067“ á bílnum sínum, sem er af gerðinni Mercedes Benz Compressor, ár- gerð 2002. „Ég hef stundum sagt svona í gamni að þetta þýði að ég ætli að lifa til ársins 2067, en þá yrði ég 107 ára gömul, örugglega öllum til mikillar gleði og yndisauka. Sum- ir virðast trúa þessu en ekki aðrir og þá er það bara allt í lagi,“ sagði Helga. Hún segir að hið rétta sé hins vegar að hana hafi einn daginn langað til þess að fá sér einka- númer og látið verða af því. „Mér fannst hálf hallærislegt að vera með nafnið mitt í bak og fyrir þannig að ég ákvað að nota bara upphafsstafina í nafninu mínu og föðurnafninu og bætti svo við gamla R-númerinu mínu, sem var 2067. Þannig er þetta til komið og einfaldara gat það ekki verið,“ sagði Helga. Aðspurð um kosti þess að hafa einkanúmer sagði Helga að það geti stundum komið sér mjög vel. „Það er betra að muna númerið og þar sem ég ætla að verða 107 ára þá á það örugglega eftir að koma sér vel. Ég lenti til dæmis í því í fyrrasumar fyrir utan Hótel Sögu að einhver hafði lagt alveg eins bíl við hliðina á mínum. En auðvit- að reyndi ég að opna vitlausan bíl og hætti ekki fyrr en eigandinn benti mér á það. En svona er líf- ið,“ sagði Helga. ■ Óvenjulegir bílaþjófar: Gáfu mun- aðarlausum að borða Lögreglan í Kuala Lumpur, höfuð-borg Malasíu, leitar nú tvíbura sem stálu lúxusbifreiðum fyrir tugi milljóna króna. Einnig rannsakar hún hvort þjófarnir hafi látið fé af hendi rakna til munaðarleysingjahæla. Tvíburarnir, sem eru 25 ára, stjór- na gengi sem hefur stolið um tuttugu bílum, öllum af gerðunum Benz og BMW. Skömmu eftir nýlegan þjófnað fékk munaðarleysingjahæli eitt stórar sendingar af hrísgrjónum, eggjum, kartöflum, mjólk, og fleiri matvörum. Við leit sína að genginu hefur lögregl- an fundið kvittanir fyrir matargjöfum til fleiri munaðarleysingjahæla. ■ HELGA BRAGADÓTTIR „Ég hef stundum sagt svona í gamni að þetta þýði að ég ætli að lifa til ársins 2067.“ B&L hefur fengið tillandsins fyrsta eintak- ið af hinum umtalaða nýja jeppa X3 frá BMW, en hann er kynntur til sög- unnar í kjölfar mikillar sigurgöngu X5 lúxusjep- pans sem BMW kynnti fyrst árið 2000. Með til- komu X3 er kominn bíll sem sameinar afl og ör- yggi X5 jeppans og þæg- indin og sportlega akst- urseiginleikana sem fólks- bílalína BMW er þekkt fyrir. Meðal margra tækninýjunga í X3 er nýtt aldrif sem BMW hefur þró- að og kýs að kalla „XDri- ve“. Þetta nýja sítengda læsta aldrif gerir kleift að dreifa átaki milli fram- og afturöxulsins mun hraðar en áður og nemur þörfina fyrir afl til hjólanna löngu áður en dekkið missir grip. Þetta nýþróaða kerfi er væntanlegt í fleiri bíla BMW en það eykur mikið öryggi þegar ekið er hratt í beygjum og dregur mjög úr undir- og yfirstýr- ingu. Bíllinn verður frumsýndur hjá B&L að Grjóthálsi 1 um næstu helgi. ■ Notaðir bílar: Fólk vill eiga góða jeppa á sumrin UMTALAÐUR BMW Meðal margra tækninýjunga í X3 er nýtt aldrif sem BMW hefur þróað og kýs að kalla „XDrive“. BMW X3 frumsýndur: Margar tækni- nýjungar ■ Bílamolar B&L KYNNIR LAGUNA TURBO B&L hefur fengið til landsins Renault Laguna í nýrri Turbo-út- gáfu með sprækri 2000 cc vél sem skilar allt að 165 hestöflum. Laguna Turbo er ríkulega útbú- inn bíll og sem dæmi um staðal- búnað í þessari útgáfu má nefna leðurinnréttingu, bakkskynjara, sóllúgu, vindskeið, Xenon-ljósa- búnað og 17 tommu felgur. Það sem helst hefur markað Laguna sérstöðu í sínum stærð- arflokki er lítil eyðsla miðað við mikið afl og hin framúrskarandi franska fjöðrun sem hefur einnig reynst henta frábærlega við íslenskar aðstæður. Fjöðrun- in er aldrei of mjúk og aldrei of stíf og bíllinn liggur þannig ávallt vel á vegi án tillits til að- stæðna. Renault Laguna varð á sínum tíma fyrsti bíllinn í heiminum til að hljóta fimm stjörnur í ein- kunnagjöf í árekstrarprófun Euro NCAP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.