Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.02.2004, Blaðsíða 14
14 14. febrúar 2004 LAUGARDAGUR GENGIÐ TIL BÆNA Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, mætti í gær til bænahalds í bænum Ramallah á vesturbakka Jórdanár. Arafat er í strangri gæslu Ísrelsmanna og er ferða- frelsi hans takmarkað. Hannes Sigurgeirsson skrifar: Ég á tvö börn. Frá náttúrunnarhendi eru þau næstum fullkom- in, þó ekki alveg. Dóttir mín er með sjóngalla, þannig að það er mikill munur á sjóninni milli augna. Þess vegna þarf hún að nota gleraugu. Hún er ekkert mjög hrif- in af því að nota þau og fór því til augnlæknis til að athuga með laseraðgerð til að leiðrétta sjónina. Það var ekkert vandamál, reyndar ekki víst að hún losnaði alveg við að þurfa gleraugu. Ýmislegt gat líka komið upp á í sambandi við þessa aðgerð, sem sagt alls ekki hættulaus. Kostnaðurinn um 300 þúsund, en af því að munurinn milli augnanna var þetta mikill ætlaði Tryggingastofnun að borga brúsann, nema tæp 30 þúsund sem dóttir mín átti sjálf að borga. Þetta þótti mér mjög rausnarlegt hjá stofnuninni. En stelpan hætti við aðgerðina, vegna hugsanlegra aukaverkana. Sonur minn aftur á móti fædd- ist þannig, að efri gómurinn í hon- um er sirka einu til einu og hálfu númeri of lítill eins og tannréttar- inn orðaði það. Samdóma álit tann- læknis og tannréttara var, að þarna væri ekki hægt að komast hjá að grípa inn í sköpunarverk almættisins. Kostnaður við þetta var fyrirfram áætlaður 4–500 þús- und. Tryggingastofnun ríkisins borgar hlut í þessu – 150 þúsund. Þetta finnst mér alls ekki eins rausnarlegt og í sambandi við augnaðgerðina, og ekki hægt að fara neina aðra leið eins og með gleraugnanotkun. Þarna finnst mér að Trygginga- stofnun ætti að greina á milli þess sem verður að gera (tannréttingin) og þess sem væri gaman að gera, en er ekki bráðnauðsynlegt (laser- aðgerðin). Jafnaldri stráksins og leikfélagi flutti til Danmerkur fyrir nokkrum árum. Hann er líka í tannréttingum. Hann þarf ekki að borga neitt fyrir það. Þannig mun þessum málum háttað víðar. Hvað er í gangi þarna? Ég skil ekki hvers vegna Tryggingastofn- un greiðir „pjattaðgerðir“ næstum að fullu en óhjákvæmilegar lækn- isaðgerðir ekki einu sinni að hálfu. Er einhver sem getur útskýrt það fyrir mér og ef til vill fleirum? ■ Nú í upphafi árs bárust fréttiraf því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði nýtt frumvarp í höndunum sem hann hygðist snara í snöggheitum í gegnum Alþingi. Frumvarpinu er ætlað að verða að lögum um fulln- ustu refsinga. Í fyrstu þóttu mér þetta góð tíðindi enda liggur mikið við að koma ís- lenskum fangelsis- málum úr þeim forarpytti sem þau hafa verið í. Ég gerði ráð fyrir því að ætlunin væri að færa íslensk fang- elsi nær nútíman- um og sú stefna tekin upp sem aðrar siðmenntaðar þjóðir hafa gert. Vongóður hóf ég lesturinn en þurfti ekki að lesa lengi þegar ég áttaði mig á því hvers kyns var. Frumvarpið er skelfingin ein. Það er uppfullt af heift og hatri, boð- beri brostinna vona og fyrirheit um fordómafulla fangavist. Það mun skila niðurlægðum og bitrum afbrotamönnum út í þjóðfélagið. Eymd og óhamingja Hið nýja frumvarp getur ekki verið vandlega ígrundið. Fangar eru fólk, rétt eins og þeir sem semja frumvarpið, þótt það beri ekki með sér að svo sé. Eftir því sem ég best veit ríkir eymd og óhamingja í fangelsum landsins rétt eins og annars staðar í sam- félaginu þar sem ríkisvaldið lokar augunum. Föngum er haldið fjarri fjölskyldum sínum og ekki er hug- að að því að viðhalda tengslum þeirra. Engin meðferðarúrræði virðast vera fyrir hendi þrátt fyrir að orsök fangavistar sé oftast áfengis- og fíkniefnaneysla. Engin markmið eru sjáanleg. Einungis er vaðið áfram í blindni og menn virðast trúa því að einhver önnur mannleg lögmál gildi innan veggja fangelsa en utan. Eftir langa vist er föngum loks sleppt lausum og þá á skyndilega allt að vera í lagi með þá. Það þarf enga stórkostlega skynsemi til að sjá að sú hugsun er fjarstaða. Hver trúir því að menn geti verið hættulegir í mörg ár en svo skyndilega meinlausir á einu andartaki við það eitt að stíga út fyrir eitthvert hlið. Nei, þá er nú miklu hagkvæmara að aðlaga fanga að þjóðfélaginu og fjölskyld- um sínum og byggja upp markmið sem ýta undir að nýir og betri menn stígi út um hliðið. Almenningur lokar augun- um Afbrot verða eðlilega ekki liðin og við þeim þarf að bregðast. Hið nýja frumvarp er hins vegar ekki leiðin. Það er engin ástæða til þess að valda meiri skemmdum en þeg- ar eru orðnar. Hefndin má ekki vera aðalatriðið og hærra verði keypt en efni leyfa. Almenningur vill lítið af þessum málaflokki vita og telur hann ágætlega geymdan sem lengst í fjarska handan heiða. Vandamálið hverfur samt ekkert, alveg sama hversu fast fólk klemmir aftur augun. Fangar skila sér aftur út á götu! Þá er of seint að huga að því að kannski hefði átt að haga málum öðruvísi. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra virðist ætla að kasta þessum málaflokki í hendurnar á Fangelsismálastofnun. Hann virð- ist ætla að ganga sama veg og for- veri hans, Sólveig Pétursdóttir. Á sama tíma er Birni umhugað um öryggi borgaranna. hið nýja fang- elsisfrumvarp ber þá umhyggju hins vegar engan veginn með sér. Það boðar enn harðara kerfi en verið hefur, kerfi eins og það sem áður þekktist í Bandaríkjunum. Afkvæmi þess skila sér út á götu þar sem árangurinn verður mældur. Þann árangur held ég að enginn vilji heyra um í sínu hver- fi. Ég vil miklu fremur fá fanga í hverfið mitt sem hefur að ein- hverju að snúa og á sér markmið og vonir um nýtt líf í stað þess að fá niðurlægðan og einmana mann sem hefur verið einangraður í að- gerðar- og tilgangsleysi. Öryggi borgaranna Fangar geta ekki látið sér af- brot sín um kenningu verða nema þeim sé gert mögulegt að snúa við blaðinu. Í mínum huga snýst mál- ið ekki um það hvort fangavist eigi að snúast um refsingu og hefnd eða betrun. Það er einfald- lega skylda ríkisvaldsins að betra fanga með öllum ráðum. Öðruvísi verður ekki unnið að öryggi borg- aranna. Á meðan fangavist varir á að viðhalda og efla fjölskyldu- tengsl fanga. Það ber einnig að leggja megináhersluna á að takast á við fíkniefnavandann með þeim ráðum sem viðurkennt er að gagn- ist. Það gilda sömu lögmál í fang- elsum og annars staðar. Það er kominn tími til að Ís- lendingar velti þessum mála- flokki fyrir sér að fullri alvöru. Íslendingar vilja tilheyra sið- menntaðri og hamingjusamri þjóð. Það er því ekki seinna vænna að leggja feluleikinn í fangelsismálum til hliðar. Hinu nýja frumvarpi ber skilyrðislaust að hafna og velja föngum greið- færari leið til mannabyggða. ■ Lykilatriði í því að efla þjónustuvið borgarana og vinna á skrifræðisbákninu, sem hefur vaðið uppi og margfaldast í ríkis- stjórnartíð Davíðs Oddssonar, er að efla verulega opinbera raf- ræna þjónustu, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ísland er eftir- bátur annarra þjóða í þessu efni en margt gott er að gerast. Ekki síst á sveitarstjórnarstiginu. Af því tilefni tók ég málið upp á Al- þingi á dögunum við iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ísland í 14. sæti Á dögunum beindi ég fyrir- spurn til viðskiptaráðherra um op- inbera rafræna þjónustu og spunn- ust í kjölfarið ágætar umræður um málið. Ráðherra tók undir mik- ilvægi málsins. „Í starfi mínu sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra hef ég lagt áherslu á að stuðla að raf- rænum viðskiptum og rafrænni þjónustu, meðal annars með því að búa þeim hagstætt lagalegt um- hverfi. Í því sambandi tel ég mikil- vægt að lagaákvæði á þessu sviði séu skýr og að ekki verði settar íþyngjandi sérreglur á sviði raf- rænna viðskipta og rafrænnar þjónustu nema brýna nauðsyn beri til,“ sagði Valgerður (heimild ræðuritun Alþingis). Tilefnið var að fram kom á dög- unum að Ísland stendur illa í sam- anburði þjóðanna varðandi opin- bera rafræna þjónustu. Þetta kem- ur meðal annars fram í mati fyrir- tækisins Cap Gemini Ernst & Young. Fyrirtækið fjallar árlega um stöðu þessara mála meðal landa í Evrópusambandinu og EFTA, og samkvæmt nýrri skýrslu frá þessu ágæta fyrirtæki er Ís- land í 14. sæti af 18 ríkjum. Svíar eru fremstir, síðan koma Danir og þá Írar. Íslendingar eru einungis í 14. sæti og því verulegir eftirbátar fremstu Evrópuþjóða í opinberri rafrænni þjónustu við borgara landsins. Rafræn þjónusta býður upp á áður óþekkta möguleika á því að minnka skrifræðið, bæta margfalt þjónustu hins opinbera og ekki síst að færa aðgengið að þjónustunni nær fólkinu. Rafræn þjónusta og rafrænir gagnagrunnar eru lykil- atriði í þessu sambandi. Framsækin sveitarfélög Dæmi um framsækið og spennandi verkefni á sviði raf- rænnar stjórnsýslu er verkefnið Sunnan 3. Að því standa sveitar- félögin Árborg, Hveragerði og Ölfus og fyrir skömmu undirrit- uðu þau samning við Byggða- stofnun um verkefnið „Sunnan 3 – samstarf um rafrænt samfélag“. Markmið Sunnan 3 verkefnis- ins er að efla búsetuskilyrði á starfssvæði sveitarfélaganna með markvissri hagnýtingu upp- lýsingatækni og fjarskipta, enn- fremur að skapa þekkingarbrunn sem hægt er að nýta við yfir- færslu rafrænna stjórnsýsluhátta til annarra byggðalaga á Íslandi. Þar fara þessi þrjú sveitarfélög fremst í flokki. Verkefnið, Sunnan 3, hlaut hæstu einkunn í áðurnefndri sam- keppni um rafrænt samfélag. Í niðurstöðu matsnefndar um verk- efnið kemur meðal annars fram að meginstyrkur séu víðtækar áætlanir um beitingu upplýsinga- og fjarskiptatækni til að ná fram skilvirkari stjórnsýslu og hag- ræðingu í rekstri sveitarfélag- anna þriggja. „Verkefnið skiptist í fjögur undirverkefni sem ná til allra íbúa þessara þriggja sveitar- félaga, sem eru um 10.000 talsins. 1. Notendavænt þjónustutorg. 2. Skrifstofuhótel. 3. Sameining í netheimum – skilvirkari stjórn- sýsla. 4. Ungir fræða hina eldri.“ Með þessu verkefni hafa sveitar- félögin og sveitarstjórnir þeirra stigið stórt tímamótaskref inn í framtíðina og verður vonandi öðrum sveitarfélögum og hinu op- inbera hvatning að bylta raf- rænni opinberri þjónustu veru- lega. ■ ■ Í mínum huga snýst málið ekki um það hvort fangavist eigi að snúast um refsingu og hefnd eða betr- un. Það er ein- faldlega skylda ríkisvaldsins að betra fanga með öllum ráð- um. Öðruvísi verður ekki unnið að öryggi borgaranna. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 2004. 1. flokki 1991 – 49. útdráttur 3. flokki 1991 – 46. útdráttur 1. flokki 1992 – 45. útdráttur 2. flokki 1992 – 44. útdráttur 1. flokki 1993 – 40. útdráttur 3. flokki 1993 – 38. útdráttur 1. flokki 1994 – 37. útdráttur 1. flokki 1995 – 34. útdráttur 1. flokki 1996 – 31. útdráttur 3. flokki 1996 – 31. útdráttur undur.is Heift og hatur Umræðan Umræðan BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ■ skrifar um kosti rafrænnar þjónustu. Bylting rafrænnar þjónustu og Sunnan 3 Tannréttingar og laseraðgerð ■ Bréf til blaðsins VÍÐIR ÞORGEIRSSON ■ skrifar um fangelsismál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.