Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 12
■ Eyjaálfa ■ Evrópa 12 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR BRUNI „Við könnumst ekki við að brunabótamat í Bolungarvík sé metið með öðrum hætti en annars staðar á landinu,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats rík- isins, vegna þeirra efasemda sem deildarstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar lét í ljósi vegna mats stofnunarinnar. Tryggingamiðstöðin neitar að greiða bætur samkvæmt brunabótamati vegna endur- byggingar Hafnargötu 61 í Bolungarvík sem gjöreyði- lagðist í bruna síðasta haust. Mats- menn Tryggingamiðstöðvar- innar eru á allt annarri skoðun en Fasteignamatið sem metur húseignina á tæpar 30 milljón- ir króna. Endurmat Fateigna- matsins, sem gert var ósk eig- anda og með von um lækkun mats og þar með iðgjalds, er Tryggingamiðstöðinni óskilj- anlegt og hefur hún boðið eig- andanum 6,4 milljónir króna. „Í endurmati brunabóta- mats árið 2001 var brunabóta- mat metið með samræmdri að- ferðafræði um land allt á grundvelli þeirra upplýsinga sem stofnunin hefur um hverja eign. Við ákvörðun brunabótamatsins þá skal taka tillit til þeirra verðmæta húseigna sem eyðilagst geta í eldi. Miðað er við byggingakostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eigna að öðru leyti,“ segir Haukur. ■ Líkir dollaraláni við rússneska rúllettu Andrés Sigmundsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir þá róa lífróður vegna 12 ára fjármálaóstjórnar sjálfstæðismanna. SVEITARFÉLÖG „Embættismaður bæjarins spilaði rússneska rúllettu með fjárhag bæjarbúa. Það er skelfilegt að menn hafi beðið vilj- andi á meðan dollarinn tifaði,“ seg- ir Andrés Sigmundsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, um dollaralán Eyjamanna sem meiri- hluti Sjálfstæðisflokks tók árið 2000 en breytti ekki í blandaða mynt fyrr en árið 2001 þrátt fyrir ítrekaðar áminningar Kaupþings sem hafði með höndum launaða ráðgjöf vegna lánsins. Bæjarstjór- inn í Vestmannaeyjum segir að skellurinn vegna dollaralánsins nemi 77 milljónum króna. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjar- stjóri, segir aftur á móti að tölurn- ar séu heimatilbúnar. Tíu mánuð- um eftir að lánið var tekið í dollur- um var því breytt í blandaða mynt. Síðan þá hefur dollarinn snarlækk- að og hefur ekki verið lægri um árabil. „Síðan þegar þeir loksins gerðu eitthvað þá voru það rangar ákvarðanir og óhagstæðar bæjar- búum. Þetta var ekki óviljandi, það má ekki ætla þeim að vera svo vit- lausir,“ segir Andrés. Hann gefur fjármálastjórn sjálfstæðismanna í Eyjum fall- einkunn. „Óstjórn í fjármálum einkenndi 12 ára valdatíð Sjálfstæðisflokks- ins og nú er það okkar að ausa, róa lífróður og koma málum í lag,“ segir hann. Andrés, sem fylgir Framsókn- arflokki að málum, myndaði meiri- hluta með Sjálfstæðisflokknum eftir seinustu kosningar. Hann sprengdi síðan þann meirihluta og gekk til liðs við Vestmannaeyja- lista Samfylkingar og óháðra. „Fólk fer nú vonandi að skilja hvers vegna ég sleit meirihlutan- um. Þetta er allt partur af því,“ segir hann. Andrés segir að nú skuldi hver Eyjamaður rúma milljón ef heild- arskuldum bæjarsjóðs sé deilt á íbúa. Staðan er sú í dag að tekjur bæjarins hrökkva ekki fyrir rek- stri. Þetta segir hann vera graf- alvarlegt mál en á þó ekki von á því að bæjarfélagið lendi í gjör- gæslu félagsmálaráðuneytisins. „Við munum á næstunni kynna þriggja ára áætlun til að koma fjármálunum í lag. Við munum klára þetta hjálparlaust. Það hvílir nú á okkar herðum að hreinsa upp eftir sjálfstæðismenn sem skulda almenningi í Eyjum afsökunar- beiðni og reyndar skulda þeir miklu meira en það,“ segir Andrés. rt@frettabladid.is SIMPANSINN FAFA Starfsmenn dýragarðsins í Sao Paulo í Brasilíu óttast um líf skjólstæðinga sinna. Dularfull dauðsföll í dýragarði: Dýrunum byrlað eitur SAO PAULO, AP Starfsmenn dýra- garðsins í Sao Paulo í Brasilíu eru reiðir og óttaslegnir vegna dular- fullra dauðsfalla. Þrettán dýr í garðinum hafa drepist skyndilega á undanförnum fjórum vikum og leikur grunur á því að þeim hafi verið byrlað eitur. Síðan 24. janúar hafa þrír simpansar, fjögur kameldýr, þrír tapírar, fíll, vísundur og órangút- anapi fundist dauð í búrum sínum. Rannsóknir benda til þess að átta dýr hafi drepist af völdum stór- hættulegs eiturefnis sem er bann- að í Brasilíu. Starfsfólk dýra- garðsins telur að kunnáttumaður hafi verið þar að verki og mark- miðið sé að reyna að grafa undan starfsemi dýragarðsins. ■ MISSIR AF ÚTFÖRINNI Kona ein í Ástralíu kemst ekki í útför frænda síns á unglingsaldri þar sem lögregla hefur hneppt hana í varðhald. Unglingurinn, sem er af frumbyggjaættum, féll til ólífis af mótorhjóli, að sögn ættingja þeg- ar lögreglan elti hann. Dauði hans hleypti af stað miklum kynþátta- óeirðum og er frænkan sökuð um að hafa tekið þátt í þeim og því sett í varðhald. BIÐJAST AFSÖKUNAR Mark Lat- ham, formaður Verkamanna- flokksins, segir að ef flokkur hans kemst til valda í Ástralíu í þingkosningum síðar á árinu muni stjórn hans biðja frum- byggja afsökunar á því hvernig fyrri ríkisstjórnir hafa komið fram gagnvart þeim. Hann segir að bæta þurfi hag frumbyggja sem búa við lakari kjör og lifa 20 árum skemur en aðrir Ástralar. Glataðar fjárfestingar: Samið við hirðfíflið TONGA Fyrrum hirðfífl konungs- ins á Tonga hefur samþykkt að greiða andvirði tæpra sjötíu milljóna króna í bætur til að ljúka dómsmáli þar sem því var gefið að sök að hafa farið illa með fjárfestingasjóð konungs- ins sem hirðfíflið stjórnaði, að sögn BBC. Hirðfíflið er reyndar banda- rískur fjármálaráðgjafi sem var falið að stýra fjárfestingum konungsins en var síðar út- nefndur hirðfífl, að stórum hluta vegna þess að hann á afmæli 1. apríl. Þegar hann skil- aði af sér var einungis fimmt- ungur fjárfestingasjóðsins eftir, hitt hafði tapast á slæmum fjár- festingum og óeðlilegum þókn- unum til hirðfíflsins að sögn stjórnvalda á Tonga. ■ Langþreyttur ökumaður: Missti prófið og fagnaði ÓSLÓ, AP Þrítugur Norðmaður sem var orðinn þreyttur á því að vera alltaf bílstjóri þegar hann og kærastan hans fóru út að skemmta sér hrósaði happi þegar dómstóll svipti hann ökuréttind- um fyrir að keyra of hratt. Maðurinn sagði dómaranum að hann hefði ákveðið að gefa í þegar hann sá lögreglubíl í von um að verða stöðvaður þannig að hann þyrfti ekki alltaf að keyra kærust- una. Dómarinn sagðist virða hreinskilni mannsins þó hann skildi ekki alveg röksemdafærsl- una. Hann varð þó við ósk manns- ins og svipti hann ökuréttindum í eitt ár en bætti við tveggja vikna fangelsisdómi. ■ Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Stór sending af buxum Frá Nick & Gino Lorenzi ALÞINGI Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra greindi frá því á Al- þingi að samningar strandríkj- anna fjögurra Íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum væru í hnút. Hann sagðist þó vona að hægt yrði að halda samninga- viðræðunum áfram. „Við höfum ekki getað fallist á kröfur Norðmanna, en höfum af- salað okkur lítilsháttar magni þannig að samningar kunni að verða sæmilega ásættanlegir. Síð- ustu samningar enduðu á þann veg að upp úr slitnaði. Norðmenn leggja á það áherslu að ná heildar- samningum um þessi mál og ég tel eðlilegast að byggja á þeim grunni sem verið hefur,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um að rík- isstjórnin staðfesti samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum á síðasta ári, en í þeim var gert ráð fyrir að leyfilegur heildarafli úr norsk-íslenska síld- arstofninum væri 710.000 tonn. Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði það Íslendingum til hagsbóta að ná fram samningum um veiðar á uppsjávarfiski. Utanríkisráð- herra sagði mikilvægt að halda áfram að byggja upp stofninn. „Það var efnahagslegt áfall á sínum tíma að missa veiðarnar við Ísland. Það er okkur því nauð- synlegt að það takist að leysa mál- ið farsællega,“ sagði Halldór. ■ SIMON WIESENTHAL AÐLAÐUR Bretar hafa ákveðið að slá Simon Wiesenthal til riddara fyrir fram- lag hans til mannúðarmála. Wies- enthal, sem er 95 ára, lifði af dvöl í fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni og hefur helgað líf sitt því að koma lögum yfir þá sem báru ábyrgð á helförinni gegn gyðingum. Wiesenthal fær ekki að nota titilinn „sir“ þar sem hann er ekki breskur ríkisborgari. SÍLDARSAMNINGAR Utanríkisráðherra greindi frá því á Alþingi að samningar um veiðar í norsk-íslenska síldar- stofninum væru í uppnámi eftir að upp úr viðræðum slitnaði. Ráðherra segir stjórnvöld ekki hafa getað fallist á kröfur Norðmanna. Samningar um norsk-íslenska síldarstofninn: Horfur slæmar og málið í hnút Forstjóri Fasteignamats ríkisins svarar: Sama fasteignamat gildir í Bolungarvík HAUKUR INGI- BERGSSON Kannast ekki við að matsmenn hans meti hús með mismun- andi hætti. BÓTALAUS Deila er milli eiganda Hafnargötu 61 í Bolungarvík og Tryggingamiðstöðvarinnar. VESTMANNAEYJAR Meirihlutinn ætlar að koma fjármálum í lag og er þriggja ára áætlun í smíðum. ANDRÉS SIGMUNDSSON Lýsir fjármálaóstjórn sjálfstæðismanna í Eyjum og segir almenning nú eiga að skil- ja hvers vegna hann sleit meirihlutanum. Breskur ráðherra: Ýkti vandann LONDON, AP Warner lávarður, und- irráðherra í breska heilbrigðis- ráðuneytinu, fór flatt á því þegar hann tjáði sig um mikinn offitu- vanda Breta og það hversu miklu ríkið greiddi til fólks í bætur vegna offituvandamála. Warner lávarður sagði 900.000 manns fá bætur vegna offitu- vanda og að upphæðin næmi sam- tals andvirði um níu milljarða króna. Staðreyndirnar voru hins vegar ekki alveg í takt við þetta því tölur ráðherrans voru þúsund sinnum hærri en raunveruleikinn gaf tilefni til. Um 900 manns fá bætur að upphæð um níu milljóna króna. Ráðuneytið sagði lávarðinn hafa fengið rangar upplýsingar fyrir mistök. ■ SÍÐBÚIN VIÐGERÐ Iðnaðarmenn vinna að lokaviðgerðum á Kirkju vorrar frúar í Dresden. Hún skemmdist í loftárásum bandamanna á Þýskaland í síðari heimsstyrjöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.