Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 38
38 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR
Breska rokksveitin Placebohefur staðfest komu sína
hingað til lands. Tónleikarnir
verða haldnir í Laugardalshöll
og verður engin áfengissala,
þannig að aldurstakmarkið er
ekkert.
„Jú, þeir eru að koma,“ stað-
festir Ragnheiður Hansson, sem
flytur sveitina hingað til lands.
„Það gekk mjög vel að fá þá hing-
að því þeir hafa mikinn áhuga
fyrir því að koma.“
Ragnheiður er vön í tónleika-
haldi og sá til að mynda til þess
að tónlistarmennirnir Sting, Dav-
id Bowie, Travis, Robbie Willi-
ams og Elton John heimsóttu
klakann.
„Þeir ætla að vera hérna í fjóra
daga og vilja skoða sig aðeins
um,“ segir Ragnheiður. „Þeir
stoppa nú yfirleitt ekki svona
lengi á stöðum sem þeir heim-
sækja á tónleikaferðum, þannig
að þetta er voðalega gaman.“
Sá orðrómur hefur verið á
kreiki að David Bowie sé á leið-
inni til Íslands en Ragnheiður
segir það vera bull. „Það myndi
vera tengt mér ef hann væri að
koma aftur. Ég væri alveg til í að
fá hann til baka, en það er því
miður ekkert til í því.“
Placebo hefur aldrei verið vin-
sælli en nú. Síðasta breiðskífa
sveitarinnar, Sleeping With
Ghosts er mest selda plata
hennar frá upphafi og hún hefur
hrist slagarana fram úr erminni
síðustu mánuði eins og ekkert sé
auðveldara. Hér á landi hafa lög
sveitarinnar verið í látlausri spil-
un á X-inu og myndbönd hennar
hafa verið áberandi á PoppTívi.
Sleeping With Ghosts er
fjórða breiðskífa Placebo og end-
aði hún á flestum listum gagn-
rýnenda yfir bestu plötur síðasta
árs. Sveitin var stofnuð fyrir tíu
árum síðan og hefur með tíð og
tíma unnið sig upp í það að vera
ein vinsælasta og virtasta rokk-
sveit Breta.
Upplýsingar varðandi miða-
sölu og upphitunarhljómsveit
verða birtar þegar nær dregur. ■
TÓNLIST Miðasala á tónleika bresku
stúlknasveitarinnar Sugababes á
Íslandi hefst á morgun í verslun-
um Skífunnar í Smáralind, Kringl-
unni og á Laugarvegi. Tónleikarn-
ir fara fram í Laugardalshöll þann
8. apríl næstkomandi, sem er skír-
dagur, þannig að tónleikagestir
geta notað föstudaginn langa til
þess að jafna sig eftir ósköpin.
Verslanir Skífunnar opna
klukkan 12 á sunnudag og þá hefst
miðasalan.
Einnig er búið að taka ákveðið
magn miða frá fyrir landsbyggð-
ina og verða þeir til sölu í fjórum
útibúum Landsbankans frá mánu-
deginum, á Akureyri, Egilsstöð-
um, Akranesi og Selfossi.
Ákveðið hefur verið að
hiphopsveitin Skytturnar hiti upp.
Þeir gáfu út hina baneitruðu plötu
Illgresið fyrir jól í fyrra sem hlý-
tur að teljast með betri plötum
ársins.
Ekkert aldurstakmark er á tón-
leikana, engin áfengissala og ölv-
un ekki liðin. Börnum 12 ára og
yngri er skylt að vera í fylgd með
fullorðnum.
Miðaverð er 5.400 kr. í stúku og
4.400 kr. í stæði. ■
SUGABABES
Verður í Laugardalshöll á skírdag, þann 8.
apríl.
Skytturnar hita upp
Tónlist
PLACEBO
■ Rokksveitin vinsæla heldur tónleika
í Laugardalshöll þann
7. júlí næstkomandi.
Placebo til Íslands
PLACEBO
Ætlar að stoppa á Íslandi í fjóra daga. Miðað við vinsældir sveitarinnar hér á landi síðustu mánuði verður örugglega fullt í Höllinni.
Við erum eiginlega of duglegirvið að búa til lög. Það hefur að
minnsta kosti aldrei verið vandamál
hjá okkur,“ segir Kalli, söngvari
hljómsveitarinnar Tenderfoot. „Hitt
hefur frekar verið vandamál, að
sigta úr það sem við viljum nota.“
Tenderfoot verður með tónleika
á Grand Rokk í kvöld, en á þriðju-
daginn heldur hún af landi brott í
tónleikaferð til Bandaríkjanna.
„Það voru einhverjir Ameríkan-
ar sem sáu okkur á Airwaves og
báðu okkur að kíkja út og spila. Við
ætlum að leika á sex tónleikum í
New York.“
Hljómsveitin Tenderfoot spilar
ljúfa melódíska tónlist með áhrif-
um frá bandarískri sveitatónlist og
jafnvel djassi. Þeir spila eingöngu
á akústísk hljóðfæri og hafa það
býsna notalegt þegar þeir æfa sig,
sem alltaf er heima í stofu hjá
Konna gítarleikara.
Upphaf hljómsveitarinnar má
rekja til haustsins 2002.
„Við byrjuðum tveir, ég og
Konni gítarleikari. Síðan bættist
Grímsi við á trommur þá um haust-
ið, og svo kom Helgi bassaleikari
inn síðastliðið vor.“
Þeir hafa haldið þeirri venju að
flytja eingöngu frumsamið efni, og
að sjálfsögðu verður fyrst og
fremst þeirra eigið efni á boðstól-
um á tónleikunum í kvöld.
„Reyndar ætlum við að breyta
aðeins út af vananum á Grand Rokk
og tökum eitt Bjarkarlag. Við flytj-
um það í okkar útsetningu, og það
ætti að geta orðið svolítið gaman.“
Auk þess lofar Kalli að tónleika-
gestir í kvöld fái að heyra fjögur
eða fimm ný lög.
Það er Siggi Ármann sem ætlar
að hita upp fyrir þá, en hann hefur
stundum hitað upp fyrir Sigur Rós.
„Hann er mikill snillingur og
verður bara einn með gítarinn
sinn.“ ■
HLJÓMSVEITIN TENDERFOOT
Spilar á Grand Rokk í kvöld, en heldur síðan til Bandaríkjanna í næstu viku.
Popptextinn
„But still you’ll never get it right
‘cos when you’re laid in bed at night
watching roaches climb the wall
If you call your dad he could stop it all.
You’ll never live like common people
You’ll never do what common people do
You’ll never fail like common people
You’ll never watch your life slide out of
view, and dance and drink and screw
because there’s nothing else to do.“
- Jarvis Cocker, söngvari Pulp, virðist viss um það að
ríka fólkið nái aldrei að lifa eins og millistéttarfólkið
í Bretlandi, eins og kemur glögglega fram í hinum
frábæra texta Common People.
PULP
Samkvæmt heimasíðu banda-rísku rokksveitarinnar
Incubus mun sveitin heimsækja
landið heim þann 11. júní næst-
komandi.
Þar kemur fram að Incubus
muni halda tónleika hér ásamt
bresku sveitinni Hundred Reas-
ons sem heimsótti okkur nýverið
og hélt tónleika á Gauknum ásamt
Mínus.
Incubus gaf nýverið út sína
fimmtu breiðskífu, Crow Left of
the Murder, en eldri plötur sveit-
arinnar hafa átt nokkrum vin-
sældum að fagna hér á landi.
Sveitin var stofnuð árið 1991 og
skapaði sér í fyrstu nafn í þunga-
rokksgeiranum en hefur með tíð
og tíma nálgast meginstrauminn
óðfluga.
Ekki er vitað á hvaða stað
sveitin mun spila. ■
Incubus á klakann?
■ Tónleikar
■ Tónlist
Fyrst Grand Rokk,
síðan New York
INCUBUS
Bandaríska rokksveitin Incubus hefur bætt
Íslandi við sem væntanlegum tónleikastað á
tónleikaferð. Koma sveitarinnar hefur þó
ekki fengist staðfest.