Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 4
4 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Nást kjarasamningar án verkfalla? Spurning dagsins í dag: Hvað finnst þér um aðskilnaðarmúrinn sem Ísraelar eru að reisa í Jerúsalem? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 53% 47% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Skrifað undir kaupsamning: Olíufélagið Skeljungur selt VIÐSKIPTI Gengið var frá samning- um um kaup á Skeljungi í gær. Fyrirtækið er alfarið í eigu Stein- hóla, sem KB banki eignaðist að fullu þegar Burðarás og Sjóvá-Al- mennar ákváðu að nýta sölurétt sinn í félaginu. Kaupendur eru eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Pálmi segir stefnt að því að reka félagið í óbreyttri mynd. „Þetta hefur verið strangt samningaferli og ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Það er ekki á hverjum degi sem tæki- færi gefst til að kaupa jafn gott félag og Skeljung.“ Kaupin eru með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Pálmi segir kaupverðið trúnaðarmál. Í bókum KB banka voru Steinhólar metnir á 3,5 milljarða. Markmið bankans var að ná 500 milljónum króna í söluhagnað. Bankinn innleysti töluverðan gengishagnað við yfir- töku Steinhóla á Skeljungi. Félag- inu fylgja skuldir upp á um það bil átta milljarða. Umfang kaupa og skulda Skeljungs er því um tólf milljarðar króna. Örvar Kjærnested hjá KB banka segir bankann ánægðan með söluna og kaupendurna. „Bankinn eignaðist Steinhóla að fullu í lok janúar og því tókst að klára söluna á 20 dögum.“ ■ Málshöfðun BHM gegn stjórnendum LSH: Beðið frekari útfærslu HEILBRIGÐISMÁL „Við erum meðal annars að bíða eftir útfærslu breytinga á tveimur sviðum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi áður en ákvörðun verður tekin um málshöfðun á hendur spítalan- um,“ sagði Halldóra Friðjónsdótt- ir, formaður Bandalags háskóla- manna, um hugsanlega málssókn vegna hópuppsagna. Hún sagði að beðið yrði að öllum líkindum til næstu mánaðamóta með ákvarð- anatökuna. Halldóra sagði að forsvars- menn BHM myndu ræða við stjórnendur spítalans um nýja skýrslu KPMG um mat á sparn- aðaraðgerðunum. Um ummæli Magnúsar Péturs- sonar, forstjóra LSH, í Fréttablað- inu í gær þess efnis að ofangreind skýrsla segði að spítalinn hefði staðið býsna vel að aðhaldsað- gerðunum, sagði Halldóra: „Hver finnur það sem hann vill finna í skýrslunni. En við teljum að hún styðji líka okkar málflutning, þar sem við segjum að kannski hefði átt að byrja á því að athuga allar aðrar leiðir áður en farið var í starfsmannamálin, því það er útlit fyrir að sú leið komi til með að hafa áhrif á þjónustu við sjúk- linga. Við sjáum ekki betur en að það sé aldeilis gefinn ádráttur um það í skýrslunni, að æskilegt hefði verið að athuga aðrar leiðir.“ ■ Halldór efast um kostnaðaraukningu Sitjandi iðnaðarráðherra telur ekki að ný orkulög hafi í för með sér hækkun á raforkuverði. Borgarstjóri hefur trú á að breytingar verði gerðar til að koma til móts við áhyggjur borgaryfirvalda. RAFORKUMÁL Sífellt fleiri mótmæli berast vegna niðurstöðu svokallaðr- ar nítján manna nefndar um breyt- ingar á raforkulögum. Forsvars- menn orkuveitna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu hafa lýst því yfir að óbreyttar tillögur nefndar- innar hefðu í för með sér mjög verulega hækkun raforkuverðs á þeim svæðum. Þórólfur Árnason borgarstjóri segir að frumkvæði borgarinnar hafi greinilega haft töluvert að segja og segist hafa „bjargfasta trú“ á því að breytingar verði gerð- ar í samræmi við óskir borgarráðs. „Formaður borgarráðs átti fund með sitjandi iðnaðarráðherra, Hall- dóri Ásgrímssyni, og undirtektir hans voru góðar að taka málið upp í ljósi okkar ábendinga. Við erum mjög ánægð með það.“ Halldór Ásgrímsson segist hins vegar ekki sjá að ný raforkulög komi til með að hafa í för með sér hækkun á raforkuverði. „Ég hef rætt við mjög marga aðila út af þessu máli með tilliti til þess að það kom okkur í ríkisstjórninni algjör- lega á óvart að það væri þörf á ein- hverjum gífurlegum verðhækkun- um af þessu tilefni. Það er ekki að myndast nýr kostnaður í raforku- kerfinu sem neinu nemur vegna þessa,“ segir Halldór. Hann segist hafa sannfærst um að ekki sé ástæða til að hafa áhyggj- ur af kostnaði vegna þessara breyt- inga. „Það er gert ráð fyrir að nýtt fyrirtæki í eigu orkufyrirtækjanna í landinu verði stofnað um flutning- inn og það á eftir að meta stofn- mannvirkin til hins nýja fyrirtæk- is,“ segir Halldór. Þá segir Halldór að við stofnun fyrirtækis um dreifinguna sé gert ráð fyrir ákveðinni arðsemi í rekstrinum. „Ef það er nýr kostn- aður hlýtur að myndast hagnaður þar á móti og það er ekkert sem skyldar viðkomandi orkufyrirtæki til að hækka verð af þeim sökum. Þar að auki verður í þessu nýja fyr- irkomulagi miklu strangara eftir- litskerfi með orkufyrirtækjum, þannig að ég á von á því að það að- hald komi til með að reynast neyt- endum vel.“ Um jöfnun á raforkuverði segir Halldór að búið sé að einangra fé- lagslegan kostnað og hann sé áætl- aður um tvö hundruð milljónir króna. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig það verður leyst. Það er tvennt sem kemur til greina; það er að leggja það ofan á orkureikning landsmanna eða greiða það sem sérstakan lið á fjár- lögum með sambærilegum hætti og stuðning til húshitunar í landinu. Þetta eru atriði sem ríkisstjórn og þingflokkar munu fjalla um í fram- haldi af þessari niðurstöðu,“ segir Halldór. thkjart@frettabladid.is Gyðingahatur í Bretlandi: Árásum fjölgar LUNDÚNIR, AP Árásum á gyðinga í Bretlandi fjölgaði um sjö pró- sent frá árinu 2002 til 2003, sam- kvæmt tölum breskra gyðinga- samtaka. Samtökin telja að þessa aukn- ingu megi rekja til stríðsins í Írak og aukinnar spennu í deilu Ísraela og Palestínumanna. Alls voru 375 árásir á gyðinga tilkynntar til samtak- anna á síðasta ári. Alvarlegasta atvikið átti sér stað í maí þegar yfir 400 leg- steinar voru vanhelgaðir í kirkjugarði í austurhluta Lund- úna. ■ ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Ástþór vill sjá til þess að ríkisráðsfundir verði ekki haldnir án forsetans. Forsetakosningar: Ástþór gerir samning KOSNINGAR „Ég ætla að kynna upp- kast að því sem ég kalla forseta- samning og gera samning við kjósendur sem ég mun uppfylla nái ég kjöri,“ segir Ástþór Magn- ússon forsetaframbjóðandi. Ástþór segir að hann vilji stuðla að virkara lýðræði og leyfa þjóðinni að taka virkari þátt í veigamiklum ákvörðunum. Meðal annars vill Ástþór sjá til þess að ríkisráðsfundir verði ekki haldnir án forsetans nema í neyð og þá í gegnum fjarfundarbúnað. Upp- kast að forsetasamningnum ætlar Ástþór að kynna í kaffispjalli á Sólon í Bankastræti klukkan þrjú í dag. Tekið verður á móti hug- myndum af innihaldi samningsins í kaffispjalli og eins á vefsíðunni www.forsetakosningar.is ■ SYRGJANDI HUGGAÐUR Forseti Haítí sést hér hugga ættingja lögreglumanns sem féll í uppreisninni. Uppreisn: Fólk flýr frá Haítí HAÍTÍ, AP Fleiri lögreglumenn flýðu stöðvar sínar í gær þegar upp- reisnarmenn á Haítí sóttu fram. Á sama tíma var uppselt í öll flug frá eyjunni þar sem erlendir rík- isborgarar fóru að ráðum Banda- ríkjastjórnar, sem hvatti þá til að hverfa á brott meðan flugsam- göngur væru enn í fullum gangi. Guy Philippe, sem tók nýlega við forystuhlutverki meðal upp- reisnarmanna, boðaði árás á Cap- Haitien þar sem hann var lög- reglustjóri áður en hann flúði fyr- ir þremur árum, sakaður um að skipuleggja valdarán. Jean-Bertrand Aristide forseti sagðist fyrr deyja en að gefast upp fyrir uppreisnarmönnum. ■ Evrópa SVIPTUR ORÐU Maurice Papon, sem fundinn var sekur um að hjálpa til við að flytja gyðinga í útrýmingarbúðir nasista, á nú á hættu að verða dæmdur í allt að eins árs fangelsi fyrir að bera enn æðstu heiðursorðu franska lýðveldisins. Hann var sviptur henni með forsetatilskipun þegar hann var dæmdur til fangavistar fyrir samstarf við nasista. ÞRIGGJA MILLJARÐA FÖLSUN Listaverk sem Breska listasafnið keypti á tæpa þrjá milljarða króna og átti að vera sextándu ald- ar verk eftir Raf- ael er fölsun, að því er bandarískur sérfræðingur sagði breska dagblaðinu The Times. James Beck sagði safnið hafa greitt metfjárhæð fyrir fölsun og frammistöðu stjórnenda þess vera hneyksli. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Telur ekki að fyrirhugaðar breytingar á raforkulögum muni orsaka hækkun á raforkuverði. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Segist hafa bjargfasta trú á því að gerðar verði breytingar til þess að koma til móts við athugasemdir borgarinnar. HÓPUPPSAGNIR BHM bíður með ákvörðun um málshöfðun þar til öll kurl eru komin til grafar hvað varðar kjarabreytingar hjá starfsfólki á tveimur sviðum LSH í tengslum við að- haldsaðgerðir á spítalanum. ■ Evrópa FRAMSÆKIÐ OLÍUFÉLAG Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra víg- ir vetnisstöð Skeljungs í fyrravor. Hræringar í kringum félagið urðu til þess að KB banki eignaðist fyrirtækið. Nýir eigendur koma nú að félaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.