Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 28
28 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR FINGRAFÖR HEILANS „Aðferðin er hávísindaleg og hefur ekkert með tilfinningar að gera, hvort sem viðkomandi svitnar eður ei. Tækn- in byggir á aðferð sem skynjar einung- is hvort tilteknar upplýsingar er að finna í heila viðfangsefnisins,“ segir dr. Farwell. „Tæknin byggir ekki á hug- lægri túlkun viðbrögðum þess er gengst undir prófið. Umdeild tækni: Fingraför heilans Umdeild tækni, sem skynjarheilabylgjur, gæti verið síðasta hálmstrá manns sem dæmdur hefur verið til dauða í Oklahoma í Bandaríkjunum. Tæknin, sem kölluð er „brain fingerprint“ eða „fingra- för heilans“ hefur þegar verið reynd af bandarísku alríkislög- reglunni, FBI. Dr. Larry Farwell er hönn- uður hinnar umdeildu tækni og stofnandi Brain Fingerprinting rannsóknarstöðvarinnar. Að- ferð hans felst í því að bandi með skynjurum er komið fyrir á höfði viðfangsefnisins. Skynjararnir eiga að nema bylgjur sem heilinn sendir frá sér, til dæmis ef meintum glæpamanni eru sýndar mynd- ir af morðstaðnum eða ef lög- reglumenn FBI eru spurðir út í dulmálslykil sem þeir einir þekkja. Þessari nýju tækni hefur verið líkt við lygamælinn sem oft hefur verið notaður í morð- rannsóknum vestanhafs. En ólíkt lygamælinum liggur ná- kvæmni „brain fingerprint“ í því að skynja rafræn skilaboð sem heilinn sendir frá sér, svo kallaðar „p300 bylgjur“, áður en viðfangsefnið getur haft áhrif á niðurstöðuna. Fyrir nokkru síðan reyndi dr. Farwell tæknina á Jimmy Ray Slaughter í hámarksörygg- isgæslufangelsi í Oklahoma. Slaughter var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi unnustu sína og ellefu mánaða dóttur þeirra fyrir nokkru. Glæpurinn var framinn í húsi sem Slaught- er þekkir vel til. Að sögn dr. Farwell voru niðurstöðurnar óyggjandi. „Jimmy Ray Slaughter vissi ekki hvar morðin voru framin í húsinu; hann vissi ekki hvar lík unnustu hans fyrrverandi lá né hvað var á fötum hennar þegar hún lést – sem er lykilatriði í þessu máli,“ sagði dr. Farwell. Kjötkveðjuhátíð og safari Um þessar mundir myndi ég faratil Rio de Janeiro,“ segir Hann- es Hólmsteinn Gissurarson prófess- or. „Nú um helgina hófst þar kjöt- kveðjuhátíðin fræga, einhver mesta skrautsýning í heimi. Ég hef einu sinni verið á slíkri hátíð þar í borg, og það var afar skemmtilegt. Þetta er fallegasta borgarstæði í heimi, tilvalið til útivistar og líkamsrækt- ar, strandlífið í Copacabana og Ipa- nema fjörugt og nóg af notalegum útiveitingastöðum nálægt strönd- inni, þar sem teygja má þjóðar- drykk Brasilíumanna, caipirinha. Af einu glasi komast menn í gott skap, eftir tvö dansa þeir samba og eftir þrjú tala þeir portúgölsku reiprennandi. Ekkert lag nær að lýsa andrúmsloftinu í Rio betur en bossa nova lagið Stúlkan frá Ipa- nema. Það er beint flug frá Heat- hrow-flugvelli til Rio á hverjum degi, tæpir ellefu tímar, nóg til að lesa eina eða tvær lipurlega sam- settar ævisögur eða skáldsögur. Rio er ekki eins hættuleg borg og af er látið, þótt auðvitað verði ferðamenn að hafa fulla gát á. Ég myndi líka nefna safariferð til Suður-Afríku. Þar var ég í Mala Mala árið 1987, skammt frá Kruger- þjóðgarðinum, og það var ógleyman- leg lífsreynsla, með ljónum, fílum, gíröffum og öðrum dýrum, sem við lásum um stóreyg í bernsku. Þriðji staðurinn, sem ég á góðar minningar frá, er Bali í Indónesíu, en þangað er að vísu ekki eins einfalt að ferðast og til Rio og Jóhannesarborgar. Ég á hins vegar eftir að skoða Galapagos- eyjuna undan strönd Ekvador, þar sem Darwin stundaði rannsóknir sínar, og Rifið mikla við Drottning- arland, Queensland, í Ástralíu, sigla um Amasón fljót og fara til Nepal og Víetnam. Ég geymi mér þetta til betri tíma. Við þurfum að geta hlakk- að til ein- hvers.“ ■ SMS-Private er heiti á nýrriklámsíðu sem opnuð hefur ver- ið á Netinu. Síðan er að öllu leyti í eigu Íslendinga en þeir stefna á alþjóðlegan markað með nýtt kerfi sem notað er til að greiða fyrir þjónustuna. „Efnið á síðunni er ekki gróf- ara en það sem er hægt að nálgast í bókabúðum,“ segir talsmaður SMS-Private.com í samtali við Fréttablaðið. Á síðunni er varað við því að hún innihaldi gróft kyn- ferðismyndefni sem aðeins er ætlað fólki átján ára og eldri. SMS-private.com tekur þó ekki ábyrgð á þeim sem villa á sér heimildir. Foreldrum er boðið að gera viðeigandi ráðstafanir með því að læsa ákveðnum lénum og koma þannig í veg fyrir að börn komist inn á síðuna. Greitt með smáskilaboðum Sennilega eru fleiri klámsíður á Netinu en hægt er að festa tölu á. Greiða þarf fyrir aðgang að flest- um þeirra og er venjan þá sú að gefa þarf upp kreditkortanúmer. SMS-private hyggst fara nýjar leiðir við að rukka notendur fyrir klámefnið en það verður gert með smáskilaboðum (SMS). „Upphaflega hugmyndin með síðunni var að geta rukkað fyrir þjónustu án þess að notendur þurfi að gefa upp kreditkortanúmer. Fólk hefur verið hrætt við að gefa upp kortanúmer á Netinu og það er að ganga af mörgum svona síðum dauðum,“ segir talsmaðurinn. Notendur SMS-private.com senda SMS-skilaboð, með stafa- kóða, í þjónustunúmer og fá þá sent um hæl staðfestingakóða sem veitir þeim aðgang að síðunni. Smáskilaboðin gjaldfærast á síma- reikning notanda. „Það kemur ekki fram á síma- reikningum hverslags þjónustu er verið að kaupa. Viðkomandi gæti þess vegna verið að kaupa skjá- mynd í símann sinn,“ segir tals- maðurinn en fyrir hvert smáskila- boð greiðast 199 krónur. Stefna á alþjóðamarkað Að sögn talsmannsins er SMS- Private.com alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. Fyrirtækið býð- ur Íslendingum jafnt sem útlend- ingum um allan heim aðgang að síðunni. Efnishluti síðunnar er vistaður erlendis. „Það er hægt að kaupa aðgang að flestum klámsíðum sem eru á Netinu, þó notendur séu búsettir á Íslandi,“ sagði forsvarsmaður fyrirtækisins. „Við erum samt ekki talsmenn kláms sem slíkir.“ Klámsíðan opnaði rétt fyrir helgi og svo virðist sem hún sé eingöngu stíluð á íslenskan mark- að. Að minnsta kosti er hún öll á íslensku og aðeins boðið upp á ís- lensk þjónustunúmer. Það mun hinsvegar breytast á næstu dög- um. „Við ákváðum að hafa síðuna á íslensku á meðan við erum að prófa hana en á næstunni bætast fleiri lönd við, svo sem Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Bandaríkin og Bretland, svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndin er að selja kerfið er- lendis en við erum að prófa hvort það virkar áður en farið verður á fullu í alþjóðlega markaðssetn- ingu. Einnig er gott að mæla áhuga fólks fyrir síðunni á Íslandi og viðbrögð þess,“ segir talsmað- urinn. Að sögn hans hefur orðið mikil þróun á SMS-markaði víða um heim. Markaðurinn á Íslandi er þar mjög framarlega og því tilval- inn til prufu. „Það er ekkert leyndarmál að við lítum stórum augum út í heim og markaðurinn á Íslandi er góð byrjun.“ kristjan@frettabladid.is ÍSLENSK KLÁMSÍÐA Nokrir Íslendingar hafa opnað nýja klám- síðu á slóðinni www.sms-private.com/. Þeir segjast stefna á alþjóðlegan markað. Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa opnað nýja heimasíðu með klámefni fyrir fullorðna. Á henni er boðið upp á þónokkrar nýjungar í þeim bransa og einstaklingarnir hyggja á stóra hluti. Íslendingar opna nýja tegund af klámsíðu HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON „Ég myndi líka nefna safariferð til Suður- Afríku. Þar var ég í Mala Mala árið 1987, skammt frá Kruger-þjóðgarðinum, og það var ógleymanleg lífsreynsla, með ljónum, fílum, gíröffum og öðrum dýr- um, sem við lásum um stóreyg í bern- sku.“ RÍÓ „Þetta er fallegasta borgarstæði í heimi,“ segir Hannes Hólmsteinn, „tilvalið til úti- vistar og líkamsræktar, strandlífið í Copacabana og Ipanema fjörugt og nóg af notalegum útiveitingastöðum nálægt ströndinni.“ ■ Næsta stopp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.