Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 24
24 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Aðalfundur AFS á Íslandi verður haldinn laugardaginn 6. mars kl.13:15 að Hverfisgötu 21, í sal Félags Bókagerðarmanna (við hliðina á Þjóðleikhúsinu). Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og valinn verður sjálfboðaliði ársins. Juan Luis Barrios frá Gvatemala, sem er í alþjóðastjórn AFS, verður einnig með stutt erindi. AFS verður með námskeið á undan aðalfundinum kl. 10:00 - 12:15 um alþjóðleg samskipti sem Juan Luis Barrios heldur. Námskeiðið fer fram á ensku og er ætlað sjálfboðaliðum félagsins og öllum þeim sem áhuga hafa á að starfa með samtökunum. Nánari upplýsingar og skráning í síma 552 5450 eða á netfangi info-isl@afs.org Eftir aðalfundinn kl. 15:00 verður AFS með opið málþing um Rómönsku Ameríku og verður það auglýst nánar síðar. Við hvetjum sjálfboðaliða og félagsmenn til að taka þátt í dagskrá félagsins þann 6. mars. Stjórn AFS á Íslandi Aðalfundur og námskeið AFS á Íslandi Átta liða úrslit í Gettu betur,spurningakeppni framhalds- skólanna, eru hafin í sjónvarpinu. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ sló út Menntaskólann Hraðbraut í fyrstu viðureign á fimmtudaginn var og eftir tæpa viku mætast Menntaskólinn í Hamrahlíð og Menntaskólinn í Reykjavík. Gettu betur var hugljómun „Ég fékk hugmyndina um sum- arið 1985 ef ég man rétt, það er orðið svolítið langt síðan,“ segir Halldór Friðrik Þorsteinsson, maðurinn sem á hugmyndina að Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. „Ég fékk svona hugljómun eins og þegar eldingu lýstur niður.“ Þegar Halldór fékk hugmynd- ina að spurningakeppninni var hann nemandi í Menntaskólanum við Sund. „Það voru til einhver fordæmi fyrir spurningaþáttum hjá Sjónvarpinu. Ég var í stjórn nemendafélags MS á þessum tíma og það var vettvangur sem Félag framhaldsskólanema var með. Ég var að hugsa hvað ég gæti lagt fram á þessum fundi og þannig kviknaði hugmyndin.“ Halldór bar hugmyndina upp á fundinum og í kjölfarið var hann sendur ásamt Jóni Gunnari Gunn- arssyni úr Menntaskólanum í Reykjavík á fund Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra, sem tók þeim fagnandi. „Hann var mjög fljótur að kveikja á gæðum hugmyndarinn- ar,“ segir Halldór. „Og þá fóru hjólin að snúast mjög hratt. Það er alltaf mjög gaman þegar manni finnst maður vera með góða hug- mynd og fær góðar viðtökur. RÚV setti strax vinnuhóp af stað og þátturinn varð þróunarstarf milli þess og skólanna. Skólarnir eiga því ekkert minna í keppninni en RÚV.“ Ánægður með keppnina Halldór er að vonum ánægður með viðtökurnar sem Gettu betur hefur fengið enda hefur þátturinn verið einn sá vinsælasti síðustu ár. „Ég er hæstánægður með hug- myndina og keppnina. Það er kannski ágætt að keppnin er að- eins part úr ári þannig að fólk er orðið spennt þegar hún byrjar aft- ur,“ segir Halldór. „Hún hefur elst mjög vel og vonandi gerir hún það áfram.“ Aðspurður hvort Halldór hafi búist við að keppnin yrði jafn vin- sæl og raun ber vitni segir hann hreinskilnislega: „Já, ég bjóst við því. Stundum hefur maður góða tilfinningu fyrir hugmyndum, annars hefði ég ekki lagt það á mig að fara alla leið. Það er oft með góðar hugmyndir að þær eru andvana fæddar.“ Mátti ekki keppa Keppnin í ár er sú átjánda í röðinni en sú fyrsta var haldin í ársbyrjun árið 1986. Þá fór Fjöl- brautaskólinn á Suðurlandi með sigur af hólmi eftir snarpa bar- áttu við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því keppnin var haldin fyrst. Þá voru þrettán skólar skráðir til leiks en í ár voru þeir 28 og hafa aldrei verið fleiri. „Uppsetning keppninnar hefur haldist tiltölulega óbreytt og í byrjun var forkeppnin til dæmis haldin í útvarpi eins og nú,“ segir Halldór. „Það var alltaf heilmikið að gera í kringum hana. Til dæm- is var forkeppni innan skólanna, til að velja keppendur, þannig að það var og er miklu meira í kring- um þetta en sést í sjónvarpi.“ Halldór vann að keppninni fyrstu tvö árin en fékk aldrei tækifæri til að reyna fyrir sér sem keppandi. „Nei, því miður fékk ég ekki að keppa en það kitl- aði mig vissulega. Mig langaði mikið til þess en þar sem ég var stigavörður fór það ekki saman,“ segir Halldór. Kúl að vera fróður Metnaður keppenda er mikill og virðist sem þeir verði betri með hverju árinu sem líður. Hall- dór tekur undir það en segir að vel upplýstir keppendur hafi snemma komið fram. „Tvíburarn- ir Sverrir og Ármann Jakobssynir tóku til að mynda þátt í einni af fyrstu keppnunum,“ segir Halldór og bætir við að keppendur leggi hart að sér. „Það þykir kúl að vera fróður,“ segir hann. Halldór er ekki í vafa um að hann myndi standa sig vel ef hann fengi tækifæri á að taka þátt í keppninni nú. „Ég hef alltaf verið ágætur í Trivial Pursuit og er mjög fróðleiksþyrstur,“ segir hann hlæjandi. Halldór hefur ekki séð keppn- ina um nokkurt skeið enda ný- kominn aftur heim til Íslands eft- ir að hafa starfað um fimm ára skeið í Lúxemborg og Bandaríkj- unum. „Ég hlakka til að sjá þátt- inn í vetur,“ segir Halldór Friðrik Þorsteinsson að lokum um af- kvæmi sitt Gettu betur. kristjan@frettabladid.is Spurningin „Hver átti hugmyndina að Gettu betur?“ gæti sómt sér ágætlega sem ein af hraðaspurningunum í hinum sívinsæla spurningaþætti framhaldsskóla- nema. Ekki er þó víst að keppendur viti svarið við þeirri spurningu. Maðurinn sem fékk hug- myndina að Gettu betur HALLDÓR FRIÐRIK ÞORSTEINSSON Hann fékk hugmyndina að Gettu betur á sínum tíma. Hann segist heldur hafa búist við því að keppnin yrði svona vinsæl, enda hafði hann ofurtrú á hugmyndinni. FB -M YN D P JE TU R SI G U RÐ SS O N ÚR GETTU BETUR Spurningakeppni framhaldsskólanna hefur verið eitt vinsælasta sjónvarpsefni síðustu ára. Margir hafa reynt fyrir sér sem spyrlar. Við erum að leggja lokahönd áfluguna sem verður veitt á árs- hátíðinni. Þetta er í 24. skipti sem flugan verður afhent á þessari há- tíð,“ sagði Sigurður G. Steinþórsson í Gulli og Silfri, sem hnýtt hefur dýrustu flugu landsins ár hvert og verður hún veitt á sextugustu árs- hátíð Stangaveiðifélags Reykjavík- ur sem fram fer á Hótel Sögu á laugardaginn eftir viku. „Það er mikil vinna lögð í þetta en flugan er samsett úr mörg hund- ruð einingum, pínulitlum hárum sem ég bý til úr gulli, hvítagulli og silfri. Ég smíða önglana en þetta er svona þrjátíu klukkutíma vinna,“ segir Sigurður. „Svo smíða ég hell- ing í kringum þetta. Ég hef verið að vinna þetta síðustu kvöld og flugan er að verða tilbúinn. Svona flugur hef ég bara smíðað fyrir þá sem hafa veitt stóra laxa hjá Stangaveiði- félaginu – enga aðra. Í upphafi ætl- aði ég bara að gefa fluguna í fimm ár. En þá dó faðir minn og ég ákvað að gefa fluguna önnur fimm ár til viðbótar í minningu um hann. Síðan hef ég bara alls ekki getað hætt.“ Erfitt er að segja til um hvað fluga Sigurðar kostar en líklega er verðmæti hennar í kringum 250 til 300 þúsund krónur. Ekki eru þó miklar líkur á að henni verði kastað fyrir lax. Ýmislegt góðgæti verður á boðstólum á árshátíðinni, og verður veiðikonan knáa Kristín Helga Gunnarsdóttir veislustjóri. Stuð- menn og Papar leika fyrir dansi og Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður félagsins, er ræðumaður kvöldsins. Nýr samningur um Skógá „Það er búið að samþykkja nýjan tíu ára samning um Skógá, til ársins 2013. Samningurinn felur í sér áframhaldandi stórsleppingar í ána. Vonandi verður veiðin ekki undir 200 löxum með tíð og tíma,“ segir Ásgeir Ásmundsson, leigutaki Skógár undir Eyjafjöllum, en veiði hefur vaxið jafnt og þétt í ánni síð- an hann hóf að sleppa fiski í hana. „Einnig var á dögunum skrifað undir samning um veiðisvæði aust- urbakka Hólsár, neðri hluta Eystri- Rangár og alveg niður að sjó. Svæðið er um 18 kílómetra langt. Þar á að sleppa talsverðu magni laxa og sjóbirtingsseiða. Þessi samningur gildir einnig til tíu ára eins og samningurinn um Skógá,“ segir Ásgeir enn fremur. Veiðimenn hafa yfirleitt veitt dag og dag í Hólsá en núna er verið að vinna í því að setja upp veiðihús á svæðinu fyrir veiðitímann, sem breytir öllu fyrir veiðimenn. ■ DORGVEIÐI ÚTI Svo virðist sem dorgveiðin sé úti þetta árið vegna hlýinda. Snjórinn hefur líka minnkað verulega í fjöllum. Dorg- veiðimenn hafa þó reynt við veiði- skap en það er erfitt þegar ísinn er ekki traustur og bleyta er á honum á stórum kölfum. Veiði- menn gerðu tilraun til veiða í Svínadal fyrir skömmu en fengu ekki nema tvo fiska. Annar veiði- maður boraði holu á Skorradals- vatni en fékk lítið fyrir sinn snúð, nema erfiðið við að bora holuna. ELDAÐ UPP ÚR VATNINU Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður hefur komið víða við sem ræðumaður síðustu daga en hann talaði fyrir skömmu tvisvar sinnum hjá Ár- mönnum með stuttu millibili. Í fyrra skiptið talaði hann um vöðl- ur og meðferðina á þeim en í seinna skipið talaði hann um reykofna og hvernig ætti að elda aflann sem veiðist. Það er víst fátt betra en að elda aflann beint upp úr vatninu en til þess þarf maður helst ofna. FRAMBOÐ EYKST HJÁ LAX-Á Veiðifélagið Lax-á gerir það ekki endasleppt í veiðiskapnum. Fyrir skömmu tryggði Lax-á sér veiði- leyfi í Hallá, rétt við Skaga- strönd, en þar hefur lítið verið veitt síðustu árin, og í Gljúfurá í Húnavatnssýslu. Framboðið hjá félaginu eykst með hverju árinu. FÍN VEIÐI Í HÓPINU Stangaveiði- félag Austur-Húnvatnssýslu tók Hópið á leigu fyrir skömmu en þar hafa félagsmenn mikið veitt og oft fengið fína veiði. Færri komast víst að en vilja á silungasvæðið í Víðidalsá í Húnavatnssýslu en þar er slegist um veiðileyfin á hverju ári. Svæðið þykir skemmtilegt og þar veiðist bæði bleikja og lax, mest þó af bleikjunni. ÁRSHÁTIÐ Árshátíð SVFR fer fram um næstu helgi. Í fyrra voru þar margir mætir gestir, eins og til dæmi Bubbi Morthens og kona hans Brynja. ■ Veiðifréttir Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. Sextugasta árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur nálgast: Dýrasta fluga landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.