Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 18
Leikhúslífið blómstrar víðar en áhöfuðborgarsvæðinu um þessar mundir og leikfélögin á landsbyggð- inni eru ekkert endilega að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þannig frumsýndi Leikfélag Selfoss Gaukshreiðrið í litla leikhúsinu við Sigtún á föstudaginn fyrir viku. Gaukshreiðrið þarfnast vart kynningar en þar segir frá Mac- Murphy sem ætlar sér að snúa á kerfið og fær sig vistaðan á geð- sjúkrahúsi frekar en að sitja í fang- elsi. Hann kemst þó fljótt að því að lífið innan veggja hælisins er eng- inn dans á rósum þar sem hjúkrun- arkonan Ratched heldur deild MacMurphys í heljargreipum. Karl Ágúst Úlfsson þýddi leik- gerðina, sem er eftir Dale Wass- erman og byggir á sögu Kens Kesey. Ólafur Jens Sigurðsson leikstýrir og leikarar eru 16 en alls koma um 40 manns að sýningunni. Það er líka handagangur í öskj- unni við Eyjafjörð en Freyvangs- leikhúsið frumsýnir Ronju Ræn- ingjadóttur í dag klukkan 16. Þetta er í fyrsta skipti í rúmlega 40 ára sögu leikhússins sem það setur upp barnaleikrit og það er því hvergi slegið af. Sýningin er stór og alls kyns furðuskepnur koma þar við sögu, til dæmis skógarnornir, rassálfar, grádvergar og auðvitað ræningjar og hermenn. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þor- kelsson og Hjálmar Brynjólfsson er tónlistarstjóri. Leikarar í sýn- ingunni eru rúmlega 30 og annað eins af fólki kemur að henni á einn eða annan hátt. ■ 18 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Hvað vildirðu heita? ■ Afmæli MannréttindafrömuðurinnMalcolm X var myrtur á þessum degi árið 1965. Andstæð- ingar hans úr röðum svartra mús- lima höfðu gert nokkrar tilraunir til þess að koma honum fyrir kattarnef og þann 14. febrúar var eldsprengjum varpað á heimili hans í New York en Malcolm, Betty, eiginkona hans, og fjórar dætur þeirra sluppu ómeidd. Viku síðar var Malcolm að flytja ræðu á Manhattan og var þá skotinn til bana með 15 byssukúlum á stuttu færi. Malcolm X fæddist árið 1925. Faðir hans var þekktur baptista- prestur og ötull stuðningsmaður þeirra sem börðust fyrir aukn- um mannréttindum svertingja. Fjölskyldan mátti því þola of- sóknir kynþáttahatara og hafði þurft að flytja tvisvar vegna hót- ana áður en Malcolm náði fjög- urra ára aldri, en faðir hans var síðar myrtur af félögum í Ku Klux Klan. Hinn ungi Malcolm villtist út á glæpabrautina og var herskár í mannréttindabaráttu sinni. Hann kynntist kenningum Elijah Muhammad um íslam í fangelsi og boðaði trúna þegar hann fékk frelsi. Hann fór í pílagrímsferð til Mekka, tók upp nafnið El-Hajj Malik Al-Shabazz og hætti að hvetja til ofbeldis gegn hvítum mönnum, enda leit hann á hvíta múslima sem bræður sína í trúnni. Malcolm X var 39 ára þegar hann lést en Betty eignaðist tví- buradætur síðar á árinu sem hann dó. ■ Kolbrún Sveinbjörnsson, Sælingsdal í Dalasýslu, varð fertug þann 18. febrúar. Hún mun taka á móti gestum á heimili sínu eftir klukkan 16 laugardaginn 21. febrúar. Sigrún Valbergsdóttir, kynningarstjóri Borgarleikhússins, er 56 ára í dag. Hjalti Rögnvaldsson leikari er 55 ára í dag. Kjartan er karlmann- legt nafn Ég hef alltaf verið hrifinn afhörðum nöfnum með err-um og nafnið Kjartan finnst mér flott. Þetta er karl- m a n n l e g t nafn,“ segir Jóhann Hlíð- ar Harðar- son, frétta- maður á Stöð 2. Hann segir nafnið sitt Jó- hann frekar mjúkt. „Væri ekki dálítið fyndið ef ég sem frétta- maður héti Davíð Oddsson? Kynn- ing á frétt myndi þá kannski hljóða eitthvað í þá áttina: Davíð Oddsson náði tali af Davíð Odds- syni. Spurningin er hvort fólk myndi ekki sperra eyrun. Svo er annað í dæminu. Ef ég væri karlmaður á leið í kynskipta- aðgerð myndi ég velja mér nafnið Rakel.“ ■ Leikhúslíf LEIKFÉLAG SELFOSS ■ frumsýndi Gaukshreiðrið fyrir viku síð- an og Freyvangsleikhúsið frumsýnir Ronju Ræningjadóttur í dag. Jón Baldvin Hannibalsson,sendiherra í Finnlandi, er staddur í Úkraínu þessa dagana vegna opinberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar þar ytra sem hefst á mánudaginn. Við það tækifæri mun Jón Baldvin af- henda forseta Úkraínu, Leoníd D. Kútsjma, trúnaðarbréf sitt og verða sendiherra Íslands í Úkra- ínu með aðsetur í Finnlandi. „Í fyrsta lagi verð ég á ráð- stefnu eiginlega í allan dag,“ segir Jón Baldvin, sem er 65 ára í dag. „Ráðstefnan er um stöðu mála og framtíð Úkraínu, sem á það sameiginlegt með Brasilíu að vera land framtíðarinnar. Spurningin er hvenær framtíðin kemur.“ Kvöldið er einnig plan- að hjá honum, þar sem hann seg- ir að Bryndís ætli að draga sig á ballettsýningu að sjá Svanavatn- ið. Hann er búinn að vera í nokkra daga í Úkraínu og er þegar búinn að hitta utanríkis- ráðherra landsins. Staða mála í Úkraínu er honum því mjög hugleikin. „Einhver komst svo að orði að Úkraína væri senni- lega mikilvægasta land Evrópu þessi misserin af því að hún er á krossgötum og enginn veit á hvaða leið hún er. Þetta er ekk- ert nýtt í sögu Úkraínu. Á landa- kortinu er hún á milli stórveld- isins í Moskvu og evrópsku stórveldanna, áður var það Austurísk-ungverska keisara- dæmið, nú heitir það Evrópu- sambandið. Mun framtíðin þýða að Rússland seilist aftur til áhrifa hér eða mun Úkraína fara sömu leið og Pólland og skipa sér í röð Evrópuríkja?“ Yfirlýst stefna stjórnvalda í Úkraínu er að líta til vesturs en umbætur hafa gengið hægt. Úkraína er einnig mjög háð Rússlandi um orku. „Þannig að spurningin er ekki bara hver er þróunin í Úkraínu verður, held- ur líka hver afstaða vestrænna ríkja er. Hvað gerir Evrópu- sambandið til að ýta undir og stuðla að jákvæðri þróun? Það eru margir sem gagnrýna Evr- ópusambandið fyrir að vera af- skiptalítið og reikult.“ Jón segist ekkert vera á leið- inni heim þar sem þau Bryndís hafi það bara gott í Helsinki. En hefur hann hugsað sér að fara í forsetaframboð? „Er forseti vor nokkuð á förum? Þá er ótímabært að ætla að ræða það.“ ■ Afmæli JÓN BALDVIN HANNIBALSSON ■ Er 65 ára í dag. Hann mun velta fyrir sér framtíð Úkraínu og skella sér á ballett. W.H. AUDEN Ljóðskáldið sem komst aftur í tísku eftir að jarðarfararblúsinn hans var fluttur með til- þrifum í gamanmyndinni Four Weddings and a Funeral fæddist á þessum degi árið 1907. 21. febrúar 1878 Fyrsta símaskráin fer í dreifingu í New Haven í Bandaríkjunum. 1925 Fyrsta eintak tímaritsins New Yorker kemur á blaðsölustaði. 1947 Uppfinningamaðurinn Edwin Land kynnir Polaroid Land- myndavélina sem framkallar svart/hvítar myndir sjálf á einni mínútu. 1973 Rúmlega hundrað manns deyja þegar ísraelskar orrustuþotur skjóta niður farþegavél frá Liby- an Airlines yfir Sínaí-eyðimörk- inni. 1975 John Mitchell, fyrrum dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, og tveir starfsmenn Hvíta hússins, H.R. Haldeman og John Ehrlichman, fá fangelsisdóma fyrir þátt sinn í Watergate-málinu. 1976 Florence Ballard, fyrrum meðlim- ur Diana Ross and the Suprem- es, deyr í Detroit 32 ára gömul. 1995 Steve Fossett, verðbréfamiðlari frá Chicago, verður fyrsti maður- inn til að fljúga loftbelg einn síns liðs yfir Kyrrahafið þegar hann lendir í Kanada. MALCOLM X Barðist harkalega fyrir auknum réttindum svertingja en mildaðist eftir að hann gerðist múslimi. Hann var myrtur á 39. aldursári. MALCOLM X ■ Svartir múslimar skutu þennan kunna mannréttindafrömuð til bana. 21. febrúar 1965 Ótímabært að ræða forsetaframboð Ingibjörg Vernharðsdóttir lést þriðju- daginn 10. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þórdís Guðrún Þorbergsdóttir, Réttar- bakka 25, Reykjavík, lést miðvikudaginn 18. febrúar. Helgi Sæmundsson, ritstjóri, Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis á Miklubraut 60, lést miðvikudaginn 18. febrúar. Guðný Fjóla Jakobsdóttir, Gilsbakka- vegi 3, Akureyri, lést 6. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bjarni M. Sigmundsson, Þrastarima 7, Selfossi, lést miðvikudaginn 18. febrúar. Olle Hermannsson, fyrrverandi lögmað- ur, lést föstudaginn 13. febrúar. 10.30 Margrét B. Guðmundsdóttir, Vesturhópshólum, Álagranda 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 11.00 Haraldur Sigurðsson verður jarð- sunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. 14.00 Garðar Bergmann Benedikts- son, Stekkjarholti 22, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju. 14.00 Baldvin Hilmar Óskarsson, Klömbur, Aðaldal, verður jarð- sunginn frá Grenjaðarstað. 14.00 Kjartan Tryggvason, Víðikeri, verður jarðsunginn frá Lundar- brekkukirkju. 14.00 Ingimar Guðnason, Oddabraut 15, Þorlákshöfn, verður jarðsung- inn frá Þorlákskirkju. 14.00 Sigurður Hjálmar Tryggvason verður jarðsunginn frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. ■ Þetta gerðistMalcolm X myrtur ■ Jarðarfarir ■ Andlát JÓHANN HLÍÐAR HARÐARSON GAUKSHREIÐRIÐ Guðmundur Karl Sigurdórsson leikur MacMurphy á Selfossi en Jack Nicholson gerði þessa persónu ódauðlega í Hollywood-myndinni One Flew Over the Cuckoo’s Nest frá árinu 1975. Gaukshreiður á Selfossi, Ronja við Eyjafjörð JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Er að bæta Úkraínu við starfsskyldur sínar og verður þá sendiherra Finnlands, Eystrasaltsríkjanna og Úkraínu. Engin áform eru uppi um að bæta enn fleiri ríkjum við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.