Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 21. febrúar 2004 29 Kvikmyndin Along Came Polly var frumsýnd hér á landi í gær. Ben Stiller þykir af mörgum bera myndina uppi, enda er hann þar í bana- stuði sem hinn stífi og formlegi Reuben Feffer. Ástfanginn af Polly Reuben Feffer hefur aldrei tek-ið mikla áhættu í lífinu og ef einhver er með áhættu á hreinu, þá er það hann. Feffer starfar nefnilega við það að meta áhætt- una sem fylgir því að tryggja hugsanlega stóra viðskiptavini tryggingafyrirtækis og hann hef- ur vanist því að ráðast ætíð á garðinn þar sem hann er lægstur og lágmarka hættuna eins mikið og unnt er. Hann kvænist að því er virðist traustri konu og kaupir hús fyrir sig og hana til þess að búa í um aldur og ævi. En svo fer allt úr- skeiðis með ófyrirsjáanlegum hætti og atburðarásin fer af stað – atburðarás sem leiðir til þess að hinn áhættufælni Feffer verður hrifinn af Polly Prince, afslapp- aðri hippastúlku í Brooklyn sem tekur lífinu með ró og planar aldrei lengra en klukkutíma í einu. Úr því spinnst kostulegt ást- arsamband. Nýjasta mynd Stillers Þetta er í stuttu máli söguþráð- urinn í myndinni Along Came Polly, sem frumsýnd var hér á landi í gær. Óhætt er að kalla myndina nýjustu mynd Bens Stiller þó svo að hann sé hvorki leikstjóri né handritshöfund- ur, heldur John Hamburg, því Still- er þykir af mörgum nánast eigna sér myndina með kostulegum leik í hlutverki hins stífa Feffers. Þar með er Stiller kominn með enn eina rósina í hnappagat sitt, því óhætt er að segja að hann hafi eignast fjöl- marga aðdáendur á sviði gaman- leiks allt frá því að hann sló í gegn í hlutverki sínu sem Ted Stroehmann í myndinni There's Something About Mary um árið. Ekki spillir heldur fyrir frammi- stöðu Stillers að í myndinni nýtur hann öflugs stuðnings Jennifer Ani- ston, sem fer með öllu hógværari en engu að síður skemmtilega rullu sem Polly Prince, og ekki síður Phil- ips Seymours Hoffmans, sem hér birtist enn á ný sem slepjulegur óforbetranlegur tapari, líkt og hann hefur áður leikið í myndum eins og Boogie Nights. Fæddur í New York En maðurinn sem málið snýst um að þessu sinni, Ben Stiller, er fæddur í New York árið 1965. Hann kemur af leikarafjöl- skyldu, sonur leikarans Jerry Stiller sem meðal annars hefur leikið föður George Costanza í Seinfeld-þáttunum. Ben steig raunar ein af sínum fyrstu skrefum í kvikmyndum þegar hann lék ásamt allri fjölskyld- unni – þar á meðal föðurnum, móðurinni Ann Meare og systur sinni Amy – í b-myndinni High- way to Hell árið 1990. Fyrsta hlutverkið var þó í mynd Stevens Spielberg, Emp- ire of the Sun, árið 1988. Það sama ár skrifaði hann einnig og leikstýrði gamanmynd sem gerði grín að Tom Cruise og bar heitið The Hustler of Money, sem leiddi til þess að Stiller fékk að koma fram í hinum vin- sælu sjónvarpsþáttum Saturday Night Live. Hann staldraði ekki lengi við þar. Honum bauðst að setja upp sinn eigin grínþátt á MTV-sjónvarpsstöðinni, sem hann gerði, og bar hann nafnið Ben Stiller Show. Þrátt fyrir vinsældir var sá sjónvarps- þáttur ekki lengi á öldum ljós- vakans. Óhætt er að segja að ferill Stillers hafi legið upp á við ætíð síðan. gs@frettabladid.is KOSTULEGT PAR Ben Stiller fer á kostum í myndinni sem hinn stífi Reuben Feffer. Hann verður ástfanginn af Polly Prince, sem leikin er af Jennifer Aniston. Feffer reynir á einum tímapunkti að dansa við hana salsa með heldur slökum árangri. BESTI VINURINN Philip Seymour Hoffman er á kunnugleg- um slóðum sem hinn slepjulegi vinur Reuben Feffer og sýnir grátbroslega takta. BRUGÐIÐ Á LEIK Helga Steffensen og Helga E. Jónsdóttir stjórna brúðum og leika í Pápi veit hvað hann syngur. Leikbrúðuland í Iðnó: Brúðuleik- hús fyrir börnin Leikbrúðuland frumsýnir tvoleikþætti í Iðnó á Vetrardögum í Reykjavík í dag. Leikþættirnir heita Flibbinn og Pápi veit hvað hann syngur, og eru unnir upp úr sögum H.C. Andersen. Flibbinn fjallar um Flibba, sem er í eigu herramanns á fyrri hlutu síðustu aldar. Hann er ákaflega sjálfhælinn og ánægður með sig en þrátt fyrir allt mjög einmana og reynir hvað hann getur til að eignast kærustu. Flibbinn kemst í hann krappan í viðureign sinni við straujárn og skæri. Hann lendir í endurvinnsl- unni og endar sem pappír sem börnin teikna myndir á. Pápi veit hvað hann syngur fjallar um fátæk en lífsglöð hjón sem þykir afskaplega vænt um hvort annað. Pápi, sem er hinn mesti einfeldningur, lendir í mikl- um ævintýrum þegar hann fer á markaðinn til að selja hest sinn. Boðskapur leikritsins er sá að lífs- hamingja felst ekki í eignum held- ur í lífsgleðinni og kærleikanum. Örn Árnason er leikstjóri en Helga Steffensen og Helga E. Jónsdóttir stjórna brúðum og leika. Helga Steffensen gerir brúður í Pápi veit hvað hann syng- ur en Ernar Guðmarsdóttir í Flibbanum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.