Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 20
20 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Guðrún Helgadóttir er rödd skynseminnar að mati Valgeirs Guðjónssonar: Málsvari lítilmagnans Ég lét hugann reika um menn ogkonur og finnst gaman að nefna konu sem ég hef alltaf haft álit á,“ segir Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður þegar hann var beðinn um að nefna mann að hans skapi. „Það er Guðrún Helgadótt- ir, rithöfundur og fyrrum alþing- iskona. Mér hefur fundist hún vera rödd skynseminnar á skemmtilegan og oft óvæntan hátt. Hún er ekki hávaxin en mjög keik og hnarreist. Ég hef eigin- lega ekki séð hana gefa hlut sinn eftir fyrir fólk sem er bæði helm- ingi stærri og breiðara.“ Valgeir segist vera vel mál- kunnugur Guðrúnu enda varð hann þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með henni þegar hann samdi tónlist við leikrit hennar Skuggleik. „Ég met mikils við hana hvað hún er góður málsvari lítilmagn- ans. Hvort sem það eru börn eða aðrir sem minna mega sín. Í gegn- um tíðina hefur hún talað máli slíks fólks svo aðdáunarvert er,“ segir Valgeir. „Hún er hrein og bein og hefur mjög skemmtilega kímnigáfu fyrir utan það að hún hefur skrifað frábærar bækur. Ef svona kona er ekki maður að mínu skapi þá veit ég ekki hvað.“ ■ Fólk er slegið miklum óhug út afþessu máli. Það er hræðilegt að svona skyldi gerast hérna, að lík hafi fundist sem gengið var frá eins og raun bar vitni,“ segir Guðmund- ur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarða- byggð, spurður um andrúmsloftið á Neskaupstað eftir að lík Vaidas Jucevicius, hins þrítuga Litháa, fannst illa leikið í höfninni í Norð- firði fyrir um tveimur vikum. Guðmundur segir óhug sér- staklega hafa gripið um sig meðal íbúa fyrst á eftir. „En eftir að það kom í ljós að líkið var fullt af dópi og viðkomandi líklega dáið af þess völdum hefur andrúmsloftið breyst talsvert,“ segir bæjarstjór- inn og bætir við að fólk í Norðfirði hafi almennt ekki verið gripið ofsahræðslu. „En fólk var slegið miklum óhug og það sem skiptir okkur öllu máli er að þetta mál upplýsist að fullu.“ Áfallahjálp ekki nauðsynleg Þrátt fyrir óhuginn sem lík- fundurinn olli taldi bæjarstjórn ekki ástæðu til að fólki í Neskaup- stað yrði veitt áfallahjálp. „Kafar- inn hefur líklega fengið áfalla- hjálp en það var ekki á okkar veg- um,“ segir Guðmundur. Hann seg- ir kirkjuna á staðnum þó hafa staðið opna og megi búast við að talsverður fjöldi fólks hafi leitað þangað. „Við erum vanir því hér á þess- um stað að eiga við náttúruöflin og þau hafa oft á tíðum verið okk- ur óvægin,“ segir Guðmundur en snjóflóð reið yfir Neskaupstað árið 1974 og þá týndu tólf manns lífi. „Það voru einnig miklir skip- skaðar hér fyrr á árum og við vit- um hvernig á að mæta því. En gagnvart svona hlutum, sem gerð- ir eru af mannavöldum, horfa málin dálítið öðruvísi við,“ segir Guðmundur. Neikvæð ímynd Bæjarstjórinn segir vissulega slæmt að verða fyrir svona áfalli en þó sé yfirbragð alls bæjarins í ágætis lagi. Hann telur ekki að fólk hafi veigrað sér við að fara út að kvöldlagi í kjölfar líkfundarins. Guðmundur viðurkennir fús- lega að svona atvik dragi upp nei- kvæða ímynd af bænum. „Það er umhugsunarefni fyrir okkur hvað atburðir eins og þessir, sem menn ráða ekki við, draga upp neikvæða ímynd. Þetta mál hefur líka feng- ið óskaplega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og auðvitað er það nei- kvætt fyrir staðinn. En hér eru svo margir miklir og góðir hlutir að gerast að við verðum að breyta þessari ímynd.“ Guðmundur vill ekki leggja mat sitt á fjölmiðlaumræðuna sem skapast hefur í kringum lík- fundinn. „Við lifum í mjög opnum heimi og hér eru afkastamiklir fjölmiðlar. Það hafa komið fram tilgátur í fjölmiðlum sem hafa ekki átt við rök að styðjast en við þurfum að lifa með því á meðan þetta gengur yfir.“ Rannsókn lögreglunnar er enn í fullum gangi og hafa einhverjir íbúar í Neskaupstað verið yfir- heyrðir vegna málsins. „Það hefur verið talað við fullt af fólki en ég veit ekki hvort það séu einhver vitni í málinu,“ segir Guðmundur spurður út í rannsóknina. Hann segist þó lítið vita um framgang hennar. Á líkinu fundust hátt í 400 grömm af fíkniefnum. Spurður hvort hann viti til þess að fíkni- efnaneysla hafi verið mikil í Nes- kaupstað svarar Guðmundur: „Hér hafa verið fíkniefni eins og annars staðar en ekki meira en á öðrum sambærilegum stöðum, án þess þó að ég geti nokkuð fullyrt um það,“ segir bæjarstjórinn. „Ég vona nú að þetta mál upplýsist og þá sjái fólk hvernig í öllu liggur.“ kristjan@frettabladid.is Bæjarstjórinn á Neskaupstað segist vona að rannsókn líkfundarins ljúki fljótt og málið upplýsist að fullu. Hann segir málið hafa neikvæð áhrif á ímynd staðarins. Norðfirðingar slegnir óhug Það er umhugsun- arefni fyrir okkur hvað atburðir eins og þess- ir, sem menn ráða ekki við, draga upp neikvæða ímynd. ,, RANNSÓKN MÁLSINS Rannsókn málsins er ekki lokið þó svo að tekist hafi að bera kennsl á líkið í höfninni. Hér eru lögreglu- menn við upphaf rannsóknarinnar. Bæjarstjórinn segist vona að rannsókninni ljúki fljótt. GUÐMUNDUR BJARNASON Bæjarstjórinn í Neskaupstað segir Norðfirðinga slegna miklum óhug vegna líkfundarins í bæjarfélaginu á dögunum. GUÐRÚN HELGADÓTTIR Hún er maður að skapi Valgeirs Guðjóns- sonar. Keik og hnarreist. ■ Maður að mínu skapi VALGEIR GUÐJÓNSSON Var þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna með Guðrúnu Helgadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.