Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 16
Ég var um daginn hjá vinkonuminni sem er búin að vera morfínfíkill í mörg ár og á ekki langt eftir ólifað. Við sátum og spjölluðum um að við óskuðum eng- um hlutskiptis okkar. Meðan við ræddum þetta sátum við sitt með hvora sprautuna í hendinni. Þetta er ekki gert í neinni gleði. Það er engin hamingja fólgin í að vera fík- ill.“ Þetta sagði sprautufíkill í Fréttablaðinu í gær. „Ég þrái að hætta en ég hræðist fráhvarfsein- kennin. Ég er búinn að vera á contalgíni hátt í fjóra mánuði upp á hvern dag. Fráhvörfin eru við- bjóðsleg og ekki hægt fyrir leik- mann að setja sig í þau spor,“ sagði hann einnig. Það ómögulega líf sem hann lýs- ir er ekki á nokkurn leggjandi og það er skylda okkar að gera allt sem við getum til að forða fólki frá því að fara þessa leið. Þrátt fyrir viðleitni og fyrirheit stjórnmála- manna hefur lítið áunnist. Ástandið versnar. Sjúklingar sem leita til sjúkrahússins Vogs eru veikari en áður og vandi þeirra er flóknari en áður. Um sextíu prósent þeirra sjúklinga á Vogi sem eru á aldrin- um tuttugu til tuttugu og níu ára eru með fíkn í örvandi efni. Þar ber mest á e-pillum, amfetamíni og kókaíni. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir á Vogi, sagði á blaðamannafundi að breytingar á umhverfi ungs fólk og unglinga hafi orðið miklar á síð- ustu árum. Þórarinn sagði margt hafa breyst, til dæmis væru flestir nú með farsíma og fartölvur og að- gangur að Netinu væri almennur. Þetta má hafa haft áhrif á gildismat fólks og segja má að aukin neysla örvandi efna sé líkust faraldri. Þór- arinn sagði Breta hafa fundið fyrir ámóta breytingum á undan okkur en sagði ekkert skýra svo mikla og skyndilega aukningu nema mjög miklar þjóðfélagsbreytingar. Þetta er hluti þess sem þeir segja sem vinna með þá og með þeim sem leita sér hjálpar frá því helvíti sem vímuefnaneysla er. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og stór orð hefur yfirvöldum ekki tekist eins og til stóð. Fréttir af aukinni hörku í þessum heimi eru margar og sláandi. Handrukkarar leggjast ekki aðeins á þá sem skulda sölu- mönnum peninga, heldur eru ætt- ingjar og vinir í stórhættu. Svo er komið að afar fáir þora að kæra árásirnar þar sem hótanir um ann- að og meira eru hafðar í frammi. Þess vegna standa borgarar og lög- regla ráðþrota. Leiðin liggur aðeins niður á við þegar fólk er ofurselt vímuefnun- um. Fíkillinn á son og hann langar að vera góður faðir en: „Ég verð að vera á amfetamíni eða vægu mor- fíni til að geta sinnt honum. Ef ekki verð ég veikur. Ég minnist þess í einni sumarbústaðaferð að liggja ælandi allan tímann“. ■ Hvernig í veröldinni geta lögsem innleiða eiga samkeppni á raforkumarkaði leitt af sér eitt verð fyrir allt landið og tugpró- senta hækkun raforkureikninga í Reykjavík? Eina leiðin til að kom- ast að svo fjarstæðukenndri nið- urstöðu er líklega að skipa 19 manna nefnd til að fara yfir málið. Það hefur iðnaðar- og viðskipta- ráðherra gert og munu raunar 22 eiga sæti í henni. Talið er að raforkukostnaður höfuðborgarsvæðins geti hækk- að um allt að milljarð vegna breytinganna. Fara á í gamal- dags feluleik með niðurgreiðslur og jöfnun raforkuverðs sem miklu eðlilegra er að fari í gegn- um skattkerfið. Auknar byrðar R e y k v í k i n g a eiga sér þó að- eins að hluta til þessar rætur. Afgangurinn er vegna yfirverðs sem ríkið ætlar sér að fá af óhagkvæmum eignum sem leggja á inn í s a m e i g i n l e g t flutningskerfi með stighækk- andi arðsemis- kröfu. Ekki skal dregið úr því að uppstokkun og endurskipulagning ríkiseigna er án efa þörf. En það er ódýrt að senda hagkvæmustu hlutum dreifikerfisins reikninginn. Lög sem aðhlátursefni Ef skipa átti nefnd á annað borð hefði það átt að vera nefnd til að losa eignarhlut Reykjavíkur í Lands- virkjun. Lög um samkeppni á raf- orkumarkaði verði fyrst og síðast aðhlátursefni svo lengi sem Reykja- vík á risahluti í tveimur langstærstu raforkufyrirtækjum landsins. Og þetta verður Reykjavíkingum dýrt spaug ef raforkukostnaðurinn mun hækka um milljarð. Ekki hefur skort að Reykjavík- urborg hafi bent á að eignarhluti í Landsvirkjun sé úrelt fyrirkomu- lag. Ítrekað hefur verið sett fram sú ósk að aðild Reykvíkinga að Landsvirkjun verði endurskoðuð. Ókostir óbreyttrar stöðu kristöll- uðust raunar eftirminnilega þegar Reykvíkingar gengust í tvöfalda ábyrgð vegna Kárahnjúkavirkjun- ar. Annars vegar vegna 50 prósen- ta hlutar ríkisins í Landsvirkjun og hins vegar vegna 45 prósenta hlutar borgarinnar í sama fyrir- tæki. Lækkanir í uppnámi Í raun má segja að aðild Reykjavíkurborgar að Lands- virkjun hafi orkað tvímælis allt frá því að virkjun varmaafls hófst á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum árið 1988. Fyrirhug- aðar virkjanir á Hellisheiði undir- strika enn frekar framleiðsluþátt- inn í starfsemi Orkuveitunnar. Vegna þeirra framkvæmda munu Reykvíkingar þurfa að gangast í umtalsverðar ábyrgðir. Skuldbindingar vegna nýrra virkjana eru sjálfsagðar ef eðli- legar arðgreiðslur koma á móti og framkvæmdir leiða til lægra raf- orkuverðs íbúa og atvinnufyrir- tækja. Sú hefur orðið raunin á athafnasvæði Orkuveitunnar síð- ustu ár. Áframhaldandi lækkun raforkuverðs er hins vegar í upp- námi nái hugmyndir hækkunar- sinna fram að ganga. Þær þarf að stöðva. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um vímuefnaneyslu. 16 21. febrúar 2004 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Undarleg eru eiturlyfin. Kannskiekki þau. Kannski ekki þeir sem neyta þeirra heldur hinir sem eru kringum neytendur, alveg gátt- aðir og biðja um fleiri og betri hæli fyrir afvegaleidda. Ekki er hægt að segja það sama um sölumennina, enda finnast þeir sjaldan, eða að minnsta kosti ekki í miklum mæli. Þeir eru einskonar huldumenn eða huldukonur en samt í hverju þorpi. Enginn veit hvar þeir leynast, þótt stór hluti þjóðar- innar hafi annað hvort neytt eitur- lyfja eða þekkja marga sem hafa orðið „dópinu að bráð“ eins og sagt er. Meira að segja þeir einstæðu sálfræðinga og læknar, sem annast hina bágstöddu og hjálpa þeim að stíga rétt spor í rétta átt, vita allt um sálarástand skjólstæðinga sinna, kvalirnar, fíknina, en ekkert hvaðan efnin koma. Eða kannski þegja þeir yfir vitneskjunni til að móðga engan. Hér má vitneskjan ekki ógna vit- leysunni. Öldin önnur Þannig er þetta hjá þjóð sem er fræg heimshornanna á milli fyrir að vita allt um ástarmálin og fram- hjáhaldið í landinu, en ekkert um innrás útlendra eiturlyfja í hin helgu vé bændamenningarinnar sem ríkti um aldir, auðug og frjáls hjá saklausum piltum og stúlk- um við heyskap og fjárhirðu. Eina nautnin þá var neftóbak, uppá- hellingur, skro, það að fylgjast með veðri, fara í útreiðartúr, ríða á fallegum sumar- degi út í óbrotna náttúru á vökrum hesti og syngja ættjarðarljóð við undirleik kliðandi fossa og vatna. Þá var gaman að fara milli bæja, fá kjötsúpu, kæfu á rúgbrauði og segja frá heilsu- fari, góðu eða slæmu, taki í síð- unni, kláða á bak við eyrun og stöku sjóskrímsli. Þegar komu góðir og fróðir gestir vildu allir hlusta á fréttir, ungir og gamlir. Nú er öldin önnur. Ef farið er í heimsókn og spurt eft- ir syninum er oft svarað: Ætli hann sé ekki einhversstaðar að reykja hass með henni ömmu sinni. Alveg rétt, Olli er á kafi í hassi með ömmu. Það að eiga hassömmu eru síðasta „húrraið“. Þriðja eiturlyfjakynslóðin Upp er risin þriðja eiturlyfja- kynslóðin, talið frá æskukynslóð- inni. Það þykir jafnvel kostur að börn skuli fást til að vera heima hjá ömmu með pípuna. Þau lenda þá ekki í „óreglunni“ á meðan. Undarleg eru eiturlyfin, ekki kannski þau, heldur þeir sem um- gangast neytendur þeirra. Til eru þúsund mæðra sem eiga börn á eiturlyfjabraut, en þær vita ekkert, síst hvers vegna þannig er komið fyrir þeim. Pabbarnir vita ekki heldur. Foreldrar koma af fjöllum. Í þessum efnum ríkir enn- þá íslenskt sakleysi sveitanna. Ég vissi ekkert, segir pabbi. Ég var grandvararlaus, segir mamma. Og sakleysið og vinnan heldur áfram, fréttir um tilfærslur á fjár- magni, hvernig einn banki kaupir annan, umræður um hagnað, sam- runa fyrirtækja. Hér er allt í frétta- samkrulli, ekki á sérstökum stöðum í dagblöðum eða hagtíðindum, eins og í útlöndum. Á Íslandi er hver maður hagfræðingur. Og fróðir menn spyrja hvort sagan muni end- urtaka sig og upp komi aftur sú staða að Íslandsbanki verði étinn upp af Landsbankanum. Hér ríkir söguleg endurtekning allra hluta. Landsmenn vita allt um hagnað hinna stórbrotnu, innlendu fyrir- tækja og útrás þeirra og fjár- magnstekjur í hinum stóra heimi Búlgaríu. En enginn veit hvaðan eit- urlyfin koma. Ekki lögreglan, ekki sálfræðingarnir, ekki þjáðar mæður, ekki sívinnandi pabbar, ekki einu sinni ömmurnar sem reykja með barnabörnunum og tala um góðu plöturnar, uppreisn æskunnar og hvað það var róttækt og gaman að vera berbrjósta úti í görðum í vor- sólinni til að hneyksla úrkynjuðu borgarana, íhaldið, og endurbæta þannig heiminn í eitt skipti fyrir öll. Til dæmis líka með því að kveikja á kertum og fleyta þeim á Tjörninni á miðnætti við mildan gítarleik og söng á ensku um sigurinn. ■ Maður, líttu þér nær „Okkur þykir vænt um Ísland, ekki vegna þess að það sé besta land í heimi, með besta bjórinn, lakkrísinn, sterkustu konurnar og fallegustu karl- mennina (eða var það hinseg- in?). Heldur vegna þess að það er okkar heimili og þess vegna eigum við ekki að lasta það og lítilsvirða. Um leið ættum við að venja okkur af þeim ósið að tala niður til annarra þjóða sem eiga það sameiginlegt með okkur að vera ósköp venjulegar og lítilsverðar og þó um leið stórmerkilegar og einstakar.“ - ÁRMANN JAKOBSSON Á WWW.MURINN.IS Vanþekking um lögregluna „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað fjölmiðla- menn hafa litla vitneskju um lögregluna í landinu. Það virð- ist oft vera að þeir fjölmiðla- menn sem eru hér á höfuðborg- arsvæðinu haldi að í hverju þorpi og hverjum bæ sé fjöl- mennt lögreglulið með sólar- hringsvakt. Á Íslandi eru 9 sól- arhringslögreglulið. Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Keflavík, Keflavíkurflugvöllur, Selfoss, Akureyri, Ísafjörður og Akranes. Eins virðist það vera svo að menn halda að það sé eða eigi að vera lögreglumaður í fullu starfi hjá hverju lög- regluliði við að svara fjölmiðla- mönnum. Skv. fréttatilkynning- um frá lögreglustjóranum á Eskifirði sagði hún að ekki væri neitt að frétta og næst yrði send út fréttatilkynning þegar eitthvað fréttnæmt væri. Eins virtist það koma skýrt fram í fréttatilkynningum sem fjölmiðlar birtu að forræði rannsóknar væri á Eskifirði. Svo kemur fram gagnrýni í fjöl- miðlum nú síðustu daga að ekki hafi verið ljóst með for- ræðið og engar upplýsingar hafi verið að fá. Það virðist vera svo að stærsta fréttin í þessu máli hafi verið að það var ekkert að frétta. Ein gagn- rýnin hefur verið á þá leið að neyðarlínan sé að svara fyrir lögregluna. Neyðarlínan er þjónustuaðili fyrir lögregluna í landinu og svarar fyrir vel flest lögreglulið. Þar sem ekki er sólarhringsvakt þá er það neyðarlínan sem svarar síman- um fyrir þá og gefur samband ef tilefni er til.“ - GUÐMUNDUR FYLKISSON LÖGREGLUMAÐUR Á WWW.PRESS.IS Dagur í lífi ráðherra „Byrjaði daginn á að undirbúa mig fyrir ríkisstjórnarfund. Kl. 9:30-11:00 var ríkisstjórnar- fundur. Hitti í framhaldi af honum nokkra aðila vegna Vatnajökulsþjóðgarðs. Í hádeg- inu var Rótarý-fundur á Sel- tjarnarnesi. Átti síðan fund með nokkrum þingmönnum flokksins um umhverfismál. Kl. 14:15 var fundur með Frode Pleym, fulltrúa Greenpeace, þar sem við ræddum m.a. um embættismannafund OSPAR sem haldinn verður hér á landi í júni.“ - SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Á WWW.SIV.IS Hið undarlega ■ Af Netinu Reykvíkingar og raforkan Harðnandi heimur DAGUR B. EGGERTSSON ■ borgarfulltrúi skrifar um raforkuverð. Skoðundagsins VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR „Eina leiðin til að komast að svo fjarstæðukenndri niðurstöðu er líklega að skipa 19 manna nefnd til að fara yfir málið. Það hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra gert og munu raunar 22 eiga sæti í henni.“ FB -M YN D G VA „Fara á í gamaldags feluleik með niðurgreiðslur og jöfnun raf- orkuverðs sem miklu eðlilegra er að fari í gegnum skattkerfið. „Til eru þúsund mæðra sem eiga börn á eiturlyfja- braut, en þær vita ekkert, síst hvers vegna þannig er komið fyrir þeim. Pabb- arnir vita ekki heldur. For- eldrar koma af fjöllum. Í þessum efn- um ríkir enn- þá íslenskt sakleysi sveit- anna. Um daginnog veginn GUÐBERGUR BERGSSON ■ skrifar um innrás eiturlyfja. HASS „Upp er risin þriðja eiturlyfjakynslóðin, talið frá æskukynslóðinni. Það þykir jafnvel kostur að börn skuli fást til að vera heima hjá ömmu með pípuna. Þau lenda þá ekki í „óreglunni“ á meðan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.