Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 6
6 9. maí 2004 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Sænskur tónlistarmaður hélt tónleikaá Broadway á föstudag. Hvað heitir hann? 2Hvað heitir spænski framherjinn semhefur verið í láni hjá franska knatt- spyrnuliðinu Mónakó? 3Hver er stjórnarformaður Árvakurs,útgáfufélags Morgunblaðsins? Svörin eru á bls. 34 Höfðaborg þrýstir á Skagstrending að starfsmenn séu búsettir í sveitarfélaginu: Eðlileg krafa að fólk flytji búferlum SJÓMENN Höfðahreppur á Skaga- strönd leggur á það áherslu að launahátt fólk, þá sérstaklega sjó- menn, sem vinni hjá fyrirtækjum bæjarins og búi utan sveitarfélags- ins, flytji til staðarins. Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Höfðahrepps, segir það eðlilegt vilji þeir halda bænum í byggð. Magnús segir sveitarfélagið gera þá kröfu að þeir sem þar búi hafi forgang um vinnu. Sé sú regla höfð að leiðarljósi leiði það til þess að þeir sem ekki eru á staðnum fái ekki vinnu nema þeir flytji þangað. Magnús segir sveitarfélagið ekki reka einangrunarstefnu því þar vinni einnig fólk sem búi annars staðar. Launahá störf séu sveitarfé- laginu hins vegar verðmæt og því sé reynt að verja þau. „Skagstrending- ur er eina stóra fyrirtækið á staðn- um. Ef þessi regla væri ekki höfð í heiðri mætti segja að íbúum í þorpi sem þessu, með sex hundruð íbúa, myndi fækka í tvö til þrjú hundruð á nokkrum árum.“ Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, segir bagalegt að menn séu skikkaðir til að flytja lögheimili sín. „Við höfum reynt að fara í mála- ferli út af þessu en það virðist vera lítið hægt að gera.“ ■ Hamingjubros og lit- skrúðugt regnblóm Eftir hranalegt kuldakast síðustu daga lét veturinn formlega af embætti í gær þegar sumarblíða lék við íbúa suðvesturhornsins. Borgarbúar brugðu sér í sumarfötin enda afburða indælt veður. SUMARBLÍÐA Sumarið kom sumar- daginn fyrsta samkvæmt alm- anakinu en í eiginlegri og yl- hýrri merkingu á suðvestur- hornið í gær eftir kuldakastið undanfarna daga. Í höfuðborg- inni kyssti sólin hörund íbúanna milli þess sem kærkomin ský kældu loftið eitt augnablik. Iða- grænn Laugardalurinn trekkti að enda freistandi sumarsýning í Laugardalshöllinni um helgina; „Sumarið 2004“. Þar var margt um manninn og indælt að veðrið skyldi vera í takt við tilefnið. Innan sem utan hallarinnar var gleði og glaum- ur; sprenghlægileg skemmtiat- riði og allar kynslóðir að skemmta sér við að skoða allt frá húsbílum til tjaldvagna, sumarbústöðum til garðhús- gagna, grindverk og hellulagnir, útigrill og búálfa, að ógleymd- um senuþjófi sýningarinnar sem er litskrúðugt, stærðarinn- ar regnblóm sem sér um að úða garðinn í mestu sumarþurrkun- um. Í miðbæ Reykjavíkur höfðu veitingamenn dregið fram sól- stóla og gestir snæddu létt- klæddir rjómatertu og mola- kaffi undir berum himni. Á and- litum allra mátti sjá bros og gleði yfir því að vera til. Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir hægri austlægri átt, skýj- uðu og súld norðan- og austan- lands, en skýjuðu með köflum og þurru að kalla annars staðar. Hiti allt að 13 stig sunnan- og suðvestanlands. ■ KJÖTBORÐ Dreifing og framleiðsla saltkjöts hefur verið stöðvuð hjá sumum framleiðendum. Tekið skal fram að myndin tengist ekki greininni. Nítrit í salkjöti langt yfir leyfilegum mörkum: Dreifing stöðvuð MATVÆLI Magn nítrits var langt yfir leyfilegum mörkum í meiri- hluta sýna sem tekin voru í ný- legu eftirlitsverkefni Umhverf- isstofnunar á saltkjöti sem hér er á markaði. Hafa þeir fram- leiðendur saltkjöts sem greind- ust með efnið yfir hámörkum stöðvað dreifingu á viðkomandi vörum og verið er að endur- skoða framleiðsluferlið í heild sinni. Tekin voru tæplega fimmtíu sýni í eftirlitsverkefninu sem framkvæmt var á fimm heil- brigðissvæðum víðs vegar um landið. Í sautján sýnum af tutt- ugu og átta reyndist nítritmagn verulega yfir mörkum sam- kvæmt reglugerðum þar um. Hefur heilbigðiseftirlitum á við- komandi stöðum verið falið að fylgja málinu eftir og taka fleiri sýni á næstu mánuðum. Nítrit er öflugt rotvarnarefni gegn bakteríum sé það notað í miklu magni en kannanir sýna að efnið getur haft alvarleg áhrif á heilsufar manna til lengri tíma litið. ■ www.sveit.is s: 570 2790 ævintýraheimur 2. - 16. september, fararstjóri Kristín Sörladóttir 3. - 17. september, fararstjóri Magnús Björnsson Verð 258.000 kr. á mann í tvíbýli. Allt innifalið!! Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.sveit.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Ferðakynning KÖ H ÖN N U N /P M C Hótel Sögu þriðjud. 11. maí kl. 20 Farfuglar: Flestir komnir DÝRALÍF Flestir farfuglar sem hingað sækja yfir sumartímann eru nú komnir til landsins sam- kvæmt skrán- ingum fuglaat- hugunarmanna hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Súlan kom að venju fyrst allra í byrjun janúar og sílamáfur og s k ú m u r skömmu síðar. Heiðlóan sást svo seint í mars en mörgum þykir hún hinn eini sanni vorboði Íslands. ■ Siglufjörður: Uppgræðsla snjóflóða- varnargarða TILBOÐ Alls bárust fjögur tilboð í uppgræðslu snjóflóðavarnargarða á Siglufirði en Ríkiskaup sáu um út- boð verksins fyrir hönd Fram- kvæmdasýslu ríkisins og Siglu- fjarðarkaupstaðar. Hljóðaði kostn- aðaráætlun upp á 62 milljónir króna en lægstbjóðandi bauð 46 milljónir í verkið. Voru þrjú af fjór- um tilboðum undir kostnaðaráætl- un en áætlað er að verkinu verði að fullu lokið í september 2007. ■ UFSI Útgerðarfélagið Skagstrendingur stóð nýverið í málaferlum vegna vélstjóra sem sagt var upp störfum hjá fyrirtækinu. Ástæðan var að sögn vélstjórans sú að kona hans vildi ekki flytja með þrjú börn þeirra hjóna til bæjarins. Fyrirtækið var sýknað. FARFUGLARNIR Langflestir eru nú komnir til sumar- dvalar á Íslandi. SUMARIÐ KOMIÐ Í góða veðrinu í gær kusu margir að skoða sumarsýninguna í Laugardalshöll og í almenn- ingsgörðum borgarinnar mátti sjá börn og fullorðna flatmaga í grasinu og leika með bolta og frisbídiska. Veitingamenn buðu til borðs á götum úti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.