Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 30
VISSIR ÞÚ ... ...að meira en 80% hárra bygginga hafa enga 13. hæð ...að á flugvöllum eru engin hlið númer 13 ...að á sjúkrahúsum eru engin her- bergi númer 13 ...að á götum í Flórens á Ítalíu eru húsin milli númer 12 og 14 númer 12 og hálft ...að ef þú ert með 13 stafi í nafn- inu þínu þýðir það slæmt líf. Jack the Ripper, Charles Manson, Jeffrey Dahmer, Theodore Bundy og Albert De Salvo eru allir með 13 stafi í nafninu sínu ...að ef þú missir skæri er elskhugi þinn ótrúr ...að ef súpan er of sölt er kokkur- inn ástfanginn ...að hálfur laukur undir rúmi sjúklings dregur sótthitann í sig ...að ef lauf fellur á þig á fyrsta degi haustsins færðu ekki kvef allan veturinn ...að ef þú kippir út gráu hári vaxa umsvifalaust tíu í staðinn ...að það boðar ógæfu að klippa neglurnar á föstudegi eða laugar- degi ...að til að verða hamingjusamur árið um kring er nauðsynlegt að vera í nýjum fötum á páskunum ....að ef þig klæjar í hægra eyrað er einhver að tala illa um þig en ef þig klæjar í það vinstra er einhver að tala vel um þig ...að ef blóðsuga eltir þig er gott ráð að hella úr baunapoka á gólf- ið því blóðsugan getur ekki stillt sig um að telja baunirnar 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR12 Hannes Hólmsteinn Gissurarson nýtur þess að vinna að áhugamálunum einn og afskipt- ur á sunnudögum. Sunnudagar Það besta við sunnudagana: Að geta verið að vinna í ró og næði, einn og afskiptalaus, að áhugamálunum. Þá er ég á skrif- stofunni minni í kyrrð og ró uppi í Háskóla. Það versta við sunnudagana: Það sem mér finnst verst er að ég er að kenna á mánudagsmorgnum og verð því að stilla rauðvíns- drykkju minni mjög í hóf á sunnu- dagskvöldum. Og það þrátt fyrir að ég hafi lesið það hjá virtum fræðimönnum að rauðvín sé meinhollt. ■ Sposkir krakkar virða fyrir sér lífið fyrir utan leikvöllinn. SJÓNARHORN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.