Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 40
28 9. maí 2004 SUNNUDAGUR -lang heitastir Háteigsvegi 7 105 Reykjavík Sími: 511 1100 Fax: 511 1110 www.ofn.is ofnasmidjan@ofn.is Heitir fallegir og Ofnar Ofnlokar Handklæðaofnar Sérpantanir Þýskaland: Bremen meistari FÓTBOLTI Werder Bremen tryggði sér í gærdag Þýskalandsmeistara- titilinn í knattspyrnu í fjórða skip- ti. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði meistarana frá því fyrra, Bayern München, á Ólympíuleik- vanginum í München, 1-3. Þar með er forskot liðsins á Bayern orðið níu stig þegar aðeins tvær umferð- ir eru eftir. Mörk Werder Bremen gerðu þeir Ivan Klasnic á 19. mín- útu, Johan Micoud á þeirri 26. og svo Brasilíumaðurinn Ailton á þeirri 35. Mark Bæjara gerði Roy Makaay á 55. mínútu en gera má ráð fyrir hressilegri vorhreingern- ingu hjá liðinu.■ Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu: Liverpool á leið í Meistaradeildina FÓTBOLTI Bolton hélt sínu striki í ensku úrvalsdeildinni í gær með því að leggja Everton að velli, 1-2. Bæði mörk Bolton gerði Youri Djorkaeff, það fyrra á 14. mínútu en það seinna þremur mínútum fyrir leikslok. Mark Everton gerði Duncan Ferguson á 68. mínútu. Leeds og Charlton gerðu 3-3 jafntefli í fjörugum leik. Mörk Leeds gerðu þeir Matthew Kilgallon á 29. mínútu, Jermaine Pennant á þeirri 41. og Alan Smith á 69. úr víti. Fyrir Charlton skoruðu þeir Matt Holland á 11. mínútu og Jason Euell á 76. úr víti og svo aftur þremur mínútum síðar. Leicester vann Portsmouth 3-1 og fyrsta mark Leicester gerði Matthew Taylor, leikmaður Portsmouth, á 6. mínútu í eigið mark. Paul Dickov skoraði á 27. mínútu og James Scowcroft á þeirri 71. Fyrir Portsmouth skoraði Nigel Quashie á 66. mínútu. Middlesbrough lagði Manchester City að velli 2-1. Fyrir Boro skoruðu Massimo Maccarone á 8. mínútu og Szilard Nemeth á þeirri 32. en mark City skoraði Paulo Wanchope á 35. mínútu. Southampton og Aston Villa skildu jöfn, 1-1. Juan Pablo Angel kom Villa yfir á 39. mínútu úr víti en Kevin Phillips jafnaði leikinn á 45. mínútu. Tottenham vann Blackburn 1-0 og eina markið gerði Jermain Defoe. Liverpool steig stórt skref í átt að Meistaradeildarsæti með öruggum 0- 3 sigri á Birmingham. Mörk liðsins gerðu þeir Michael Owen á 29. mín- útu, Emile Heskey á þeirri 51. og Steven Gerrard á 86. ■ Leikmenn frá Wimbledon til Ásvalla: Haukar fá liðsstyrk FÓTBOLTI Bæði karla- og kvenna- lið knattspyrnuliðs Hauka eru búin að fá góðan liðsstyrk fyrir sumarið. Þeir Luke Wildy, 19 ára, og Ryan Mouter, 20 ára, koma frá enska liðinu Wimbledon en þeir léku með varaliði félagsins í vet- ur. Áður hafði Zoran Panic komið frá HK. Tvær serbneskar lands- liðskonur, þær Tatjana Safran, 26 ára, og Svetlana Prodanovie, 31 árs, munu spila með kvennalið- inu og einnig Jennifer L. Caul- ford sem er bandarísk og er 22 ára gömul. Ýmislegt er í bígerð hjá Haukunum og hafa þeir sett markið hátt enda vænta þeir mikils af þessum nýkomnu leik- mönnum. ■ FH deildabikarmeistari Sigraði KR-inga í úrslitaleik á Kaplakrikavelli. FÓTBOLTI FH-ingar urðu í gærdag deildarmeistarar í knattspyrnu með því að leggja KR-inga að velli á Kaplakrikavelli, 2-1. Þetta er í annað sinn sem liðið hampar þessum bikar en fyrra skiptið var fyrir tveimur árum. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á völl- inn enda veðrið stórfínt og völl- urinn ágætur. Leikurinn sjálfur var svo sem ekki upp á marga fiskana og var talsverður vor- bragur á honum. Svo virtist sem liðin væru aðeins að spara sig en þau mætast einmitt á Frosta- skjólinu eftir viku í opnunarleik Íslandsmótsins. FH-ingar voru mun skeinuhættari í fyrri hálf- leik – liðið sótti hratt og það tók KR-ingana nokkurn tíma að ná áttum. Ármann Smári Björnsson kom FH-ingum yfir á 23. mínútu með virkilega góðu skoti sem Kristján Finnbogason, markvörð- ur KR-inga, átti engan möguleika í. KR-ingar jöfnuðu leikinn á 35. mínútu og var það mark af glæsi- legri gerðinni. Kjartan Henry Finnbogason lék þá FH-inga grátt og hamraði síðan boltann upp í markhornið – virkilega flott mark. FH-ingar voru síðan óheppnir að bæta ekki við marki áður en fyrri hálfleikur var allur. Í seinni hálfleik var síðan frekar fátt um fína drætti. Kjartan fékk mjög gott færi á 50. mínútu er hann komst einn inn fyrir en náði ekki að nýta sér það. KR-ingar voru í framhaldinu sterkari aðil- inn án þess þó að ná afgerandi tökum á leiknum. Þegar fimmtán mínútur voru eftir var nákvæm- lega ekkert búið að gerast í þó nokkurn tíma. FH-ingar fengu þá hornspyrnu sem Jón Þorgrímur Stefánsson tók og Kristján Finn- bogason kýldi boltann í eigið net. Klaufalegt hjá þessum reynda kappa og þetta mark kom gegn gangi leiksins. KR-ingar reyndu síðan hvað þeir gátu að ná ein- hverri pressu á FH-inga en það tókst ekki og sigur FH var ekki í neinni hættu. FH-ingar tóku því á móti deildabikarnum á heima- velli og það hefur ekki gerst oft. Heimir Guðjónsson, fyrirliði þeirra, var í það minnsta kátur með sigurinn þótt hann segði spilamennskuna ekki hafa verið góða: „Það var mjög jákvætt að vinna þrátt fyrir að spila illa en það er alveg ljóst að við þurfum heldur betur að bæta okkur fyrir stóra leikinn á móti þeim næsta laugardag. Þetta var enginn glansbolti sem spilaður var í þessum leik og allmikill vorbrag- ur á honum enda fyrsti leikurinn á grasi. Núna erum við búnir að leggja að velli þrjú úrvalsdeild- arlið á leið okkar að þessum bik- ar þannig að við erum á góðu róli þrátt fyrir slaka spilamennsku í þessum leik. Við gátum ekkert á undirbúningstímabilinu frekar en venjulega en það er stígandi í þessu hjá okkur og það er aðal- atriðið,“ sagði fyrirliðinn Heimir Guðjónsson. ■ Manchester United og Chelsea skildu jöfn á Old Trafford: Chelsea tryggði sér annað sætið FÓTBOLTI Manchester United tók á móti Chelsea á Old Trafford í gær og var þetta síðasti mögu- leiki United að ná öðru sæti deildarinnar af Chelsea. Það gekk ekki eftir því liðin skildu jöfn, 1-1. Jesper Grønkjær kom Chelsea yfir á 19. mínútu með glæsilegu skoti. Ruud van Nistel- rooy brenndi af víti á 43. mínútu sem Louis Saha fiskaði. Carlo Cudicini varði frekar slaka spyrnu Hollendingsins. United var meira með boltann í fyrri hálfleik, sem var fjörugri en sá seinni. United hélt undirtökunum en gekk afleitlega að skapa sér færi og var oft hálfvandræðalegt að fylgjst með leik liðsins. Eiður Smári, sem lék allan leikinn og var oftast einn og yfirgefinn í framlínunni, fékk besta færi hálfleiksins á 71. mínútu eftir flottan undirbúning en færið var þröngt. Tveimur mínútum síðar fékk Robert Huth að líta gula spjaldið öðru sinni og þar með það rauða. Þrátt fyrir það gekk leikmönnum United ekkert betur að skapa sér færi. Ruud van Ni- stelrooy jafnaði leikinn á 77. mín- útu en það skrifast alfarið á Carlo Cudicini í markinu. Hann missti boltann hrikalega klaufa- lega eftir fyrirgjöf og beint fyrir fætur van Nistelrooy sem þakk- aði pent fyrir sig. Þrátt fyrir þó nokkra pressu á lokamínútunum áttu leikmenn Chelsea ekki í neinum vandræðum með að verj- ast sóknarlotum heimaliðsins og þar með tryggði liðið sér annað sæti deildarinnar og öruggt sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United þarf hins vegar að fara í gegnum eina umferð í forkeppni Meistara- deildarinnar. ■ VENUS WILLIAMS Sést hér fagna sigri á króatísku stúlkunni Karólínu Sprem í undanúrslitum Opna þýska tennismótsins. Tennis ANDY COLE Leikmaður Blackburn sést hér kljást við markvörð Tottenham. Loksins vann Totten- ham leik. JESPER GRØNKJÆR Danski kantmaðurinn hjá Chelsea fagnar hér marki sínu gegn Manchester United. HEIMIR GUÐJÓNSSON FH-ingar hömpuðu deildabikarnum í annað sinn á þremur árum með sigri á Íslandsmeisturum KR á Kaplakrikavelli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.