Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 9. maí 2004 Íslandsmeistari Íslandsmeistara: Sækist eftir viðurkenningu Fjölnir Þorgeirsson er einn þekktasti keppnismaður Íslands. Hann hefur hampaðÍslandsmeistaratitlum í fleiri íþróttagreinum en nokkur annar, þar á meðal í sjó- manni, snóker, kvartmílu og fjallahjólabruni. „Ég held að keppni sé kannski svolítil geðveila. Ég hugsa að fólk sé oft að sækj- ast eftir viðurkenningu, bæði frá sjálfu sér og öðrum,“ segir Fjölnir. „Svo byrjar keppnin að verða spenna og spennufíklar fá mikið kikk út úr því.“ Fjölnir man eftir fyrstu keppninni sem hann tók þátt í. „Það var hjólreiðakeppni sem ég tók þátt í árið 1980 og þá var ég níu ára. Þá fékk ég lánaðan hundrað kall hjá pabba og tók þátt í hjólreiðakeppni sem ég svo vann á gömlu torfæruhjóli. Svo kom ég heim með medalíu og fékk viðurkenningu fjölskyldunnar.“ Fjölnir er lesblindur og segist fyrir vikið hafa reynt að tileinka sér það sem hann er góður í – íþróttir. „Ég hef verið svolítið öfgafullur í þessum keppnum en ég átti eldri bróður sem var mikill keppnismaður og ég var alltaf að reyna ná athygli hans og fá viðurkenningu. Þegar hann dó fór ég að keppa í þeim greinum sem hann hafði verið í, bæði til að halda uppi heiðri hans og til að sanna að ég gæti líka gert þetta,“ segir Fjölnir. ■ Eydís Eir Björnsdóttir sigraði fyrir nokkru í blautbolskeppni sem útvarpsstöðin X-iðstóð fyrir. Eydís Eir er mikil keppnismanneskja. Hefur keppt í sundi og varð á sín- um tíma Íslandsmeistari í handbolta með Gróttu/KR. Hún segist samt ekki vera tapsár. „Ég hefði samt orðið brjáluð ef ég hefði tapað í blautbolskeppninni,“ segir sigurvegar- inn hlæjandi og bætir við. „Og ég er ekki að grínast. Ég hefði tryllst.“ Eydís Eir segist keppa til að sanna sig fyrir sjálfri sér. Hún segir að vinkonur henn- ar hafi þrýst á sig til að taka þátt í keppninni og hún hafi látið til leiðast. „Ég ákvað að taka þátt í keppninni enda voru vinir mínir búnir að segja að ég myndi rúlla henni upp,“ segir Eydís Eir sem ákvað í kjölfarið að kasta sér í djúpu laugina af fullum krafti. „Það er samt ekki erfitt að taka þátt í svona keppni. Ég held að maður verði bara að vera svo- lítið villtur.“ Eydís Eir segist hafa fundið fyrir miklum fordómum eftir að hún tók þátt í keppninni. „Það eru alltaf einhverjir fordómar og ég hef fengið að heyra það frá mörgum. En mér er alveg sama hvað fólk segir – þetta er eitthvað sem það verður að gera upp við sjálft sig,“ segir Eydís Eir, sigurvegari í blautbolskeppni X-sins. ■ Í BLAUTUM BOL Eydís Eir hefði orðið brjáluð ef hún hefði tapað í blautbolskeppninni. „Og ég er ekki að grínast,“ segir hún. „Ég hefði tryllst.“ Sigurvegari í blautbolskeppni: Vill sanna sig KEPPNISMAÐUR Fjölnir er einn þekktasti keppnis- maður Íslands og segir keppni vera eins konar geðveilu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.