Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 34
22 9. maí 2004 SUNNUDAGUR            ! "!  #!$%&' '(              ) *  + *         !      #   $%& "   ,( & *((*(-'(!. ///!$%&' '( Það er manninum eðlislægt aðkeppa og það skiptir í raun ekki máli í hverju keppnin er fólgin. Keppni tekur á sig hinar ýmsu myndir og er að finna á flestum vígstöðvum manna; í vinnunni, heima fyrir, í félags- starfi og svo mætti lengi telja. Fréttablaðið ræddi við nokkra einstaklinga sem keppt hafa í hin- um ýmsu þrautum og leitaði eftir því hvaða hvatir liggja þar að baki. Fréttablaðið ræddi einnig við Jó- hann Inga Gunnarsson sálfræðing sem hefur ráðlagt íslensku keppn- isfólki fyrir stórleiki. Keppnishvötin eðlislæg Jóhann Ingi heldur því fram að keppnishvötin sé manninum mjög eðlislæg. „Það sést best á krökkum sem eru að henda bolta á milli. Þó þetta séu ungir krakk- ar, um fjögurra ára, byrja þau að keppa sín á milli,“ segir Jó- hann Ingi sem hefur meðal ann- ars ráðlagt félagsliðum hér á landi sem og landsliðum þegar stórleikir eru framundan. „Keppnin finnst mér líka vera nátengd hvatningu og því að keppa að einhverju. Þar koma markmiðin einnig inn í,“ útskýr- ir sálfræðingurinn. Jóhann Ingi tekur hvatningu í starfi sem dæmi en hún getur bæði komið innan frá sem utan. Þegar fólk hefur gaman af starf- inu kemur hvatningin innan frá en þegar launin eru góð kemur hvatningin utan frá. „Mér finnst það líka skipta máli á hvaða lífsskeiði fólk er á. Ungt fólk sem er að byggja lætur sig til að mynda hafa það að fara í nokkra túra á togara því það er svo vel borgað. Þar er það ytri hvatningin sem knýr okkur áfram,“ segir Jóhann Ingi. „Þeg- ar fólk eldist er það hins vegar vonandi búið að koma sér vel fyr- ir og getur því valið um störf og verkefni sem það hefur áhuga á og gaman af.“ Þörf fyrir viðurkenn- ingu J ó h a n n Ingi hefur kynnt sér r a n n s ó k n i r b a n d a r í s k a prófessorsins R o b e r t s S t e r n b e r g sem hefur gert rann- sóknir á af- burðanáms- m ö n n u m . Samkvæmt Sternberg eru tuttugu atriði sem einkenna þá. „Ein aðal einkennin eru sjálfshvatningin – þ.e. þeir bera sjálfir ábyrgð á eig- in hvatningu og hugarfari.“ Hann segir viðurkenningu eða virðingu líka vera það sem mannskepnan sækist mjög stíft eftir. „Viðurkenningin skiptir mjög miklu máli og hún er ein af grundvallarþörfum mannsins. Þeir sem eru að vinna með hópa; þjálfarar, stjórnendur fyrir- tækja eða fjölskyldur, verða að halda virðinguna í heiðri því hún hefur verið ein af grundvallar- þörfum mannsins alveg frá upp- hafi vega,“ segir Jóhann Ingi og bætir við að fólk forðist höfnun eins og heitan eldinn. „Og stund- um verður fólk fyrir höfnun í keppni og það er þegar það tap- ar,“ segir Jóhann Ingi að lokum. kristjan@frettabladid.is Íslandsmeistari í jalapenoáti: Keppni frá morgni til kvölds Hörður Ingþór Harðarson er nýbakaður Íslandsmeistari í jalapenoáti. Hann fagnaði sigrieftir að hafa étið 535 grömm af jalapeno á fimm mínútum. Vinir Harðar skráðu hann til leiks í jalapenokeppninni en hann skoraðist ekki undan þegar kallið kom. „Það vilja allir vinna og manni líður betur ef maður vinnur í keppni,“ segir hinn nýbakaði Íslandsmeistari sem er að eigin sögn afar tapsár. „Ef ég tapa fótboltaleik verður dagurinn ekki alveg jafn skemmtilegur.“ Hörður segist vera mikill keppnismaður og æfir meðal annars fótbolta með 3. deildar liði ÍH. „Ég er alltaf að keppa í einhverju. Ég er til dæmis að keppa við vinnufélaga minn í Champion- ship Manager og það er hörð keppni. Það verður mikil fýla ef annar hvor okkar tapar,“ segir Hörður. „Ég held að ég sé að keppa allan daginn frá morgni til kvölds, til dæmis við tímann.“ ■ Íslandsmeistari í kassaklifri: Reynir að hafa gaman af Andri Buchholz er nýkrýndur Íslands-meistari í kassaklifri, bæði í saman- lagðri keppni og 16-18 ára strákaflokki. Hann klifraði upp 33 kassa á 12 mínútum og 54 sekúndum. Andri segist vera mik- ill keppnismaður og hefur bæði æft körfubolta og fótabolta. „Ég reyni yfir- leitt að hafa gaman af þeim keppnum sem ég tek þátt í. Ég er ekki tapsár,“ seg- ir Andri. Kassaklifur er ný jaðaríþróttagrein sem hefur verið að þróast innan björgun- arsveitanna og skátahreyfingarinnar síð- ustu ár. Hún á rætur sínar að rekja til Þýskalands. Keppnin fer þannig fram að hver þátttakandi byrjar með þrjá kassa á gólfi sem hann klifrar upp og bætir síð- an einum við í einu þar til hann dettur. Andri prófaði kassaklifur í fyrsta sinn fyrir um ári síðan en leggur ekki reglulega stund á þessa nýju íþrótt. „Það var haldin undankeppni fyrir Íslandsmótið og ég ákvað bara að prófa og komst áfram,“ segir Andri um að- draganda þess að hann tók þátt í mót- inu. „Ég vildi bara prófa þetta og hafa gaman af.“ ■ SÁLFRÆÐINGUR KEPPNISFÓLKS Jóhann Ingi segir keppnina vera eðlis- læga manninum. Maðurinn sækist eftir virðingu og viður- kenningu. BESTUR Í AÐ BORÐA Íslandsmeistarinn í jalapenoáti, Hörður Ingþór, segist vera að keppa meira eða minna allan daginn í hinu og þessu. KASSAKLIFUR „Ég er ekki tapsár og reyni bara að hafa gam- an af því sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Andri Buchholz Íslands- meistari í kassaklifri. Hvað er það í manninum sem fær hann til að standa í eilífðri keppni? Fréttablaðið leitaði svara hjá fólki sem hefur keppt í hinum ýmsum þrautum og fékk álit sálfræðings á keppnishvöt mannskepnunnar. Einn, tveir ... og byrja!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.