Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 39
27SUNNUDAGUR 9. maí 2004 Sannir aðdáendur Söngvakeppnievrópskra sjónvarpsstöðva eru að rifna úr spenningi þessa dag- ana enda styttist í að keppnin fari fram. Istanbúl í Tyrklandi er vettvangur keppninnar að þessu sinni og hafa vinir okkar Tyrkir lagt dag við nótt svo allt gangi sem best. Sá háttur er hafður á í ár að forkeppni er haldin þremur dög- um fyrir aðalkeppni en þar reyna tuttugu og tvær þjóðir með sér og berjast um tíu laus sæti í úrslitunum. Forkeppnin verður, líkt og aðalkeppnin, sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Danir eru í hópi keppenda á miðvikudag en fulltrúi frænda okkar í ár er Íslendingurinn Tómas Þórð- arson sem raunar hefur búið ytra lungann úr ævi sinni. Hann syngur lagið Shame on you eða Skamm- astu þín sem talið er líklegt til að komast í úrslitin. Gott lið Eins og flestum er sjálfsagt kunnugt um er Jón Jósep Snæ- björnsson, Jónsi í Svörtum fötum, fulltrúi Íslands í ár. Hann syngur lagið Heaven eftir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Vignir Már Vigfússon útsetja lagið, Selma Björnsdóttir hannar hreyfingar og Svavar Örn sér um greiðslu og klæðnað. Á þessari upptalningu má sjá að valinn maður er í hverju rúmi, færasta fólk á sínu sviði hefur verið kallað til. 12. sætið og vináttan Veðbankar og spámiðlar ham- ast við að birta nýjustu tölur og af þeim má draga þá ályktun að ís- lenska lagið falli bærilega í kramið hjá íbúum álfunnar. Séu tölurnar vegnar og metnar má sjá að íslenska laginu er spáð 12. sæti en bæði eru dæmi um að því sé spáð betra gengi og eins síðra. Sagan minnir okkur þó á að ómögulegt sé að segja til um úr- slitin svo vit sé í og spilar þar inn í landsfrægt dagsform og vinátta þjóða sem oftar en ekki birtist í sinni tærustu mynd í Söngva- keppninni. Um hana geta sérfræð- ingar vitnað og Gísli Marteinn Baldursson kynnir keppninnar í Sjónvarpinu kann þá sögu upp á sína tíu fingur og mun eflaust fara í gegnum þau fræði á laugardags- kvöldið. Gætum unnið Talsverðar umræður hafa farið fram um keppnina á spjallsíðum og er óhætt að segja að þar kveði við kunnuglegan tón. „Við gætum alveg unnið þessa keppni í ár! :-) Hef heyrt öll hin lögin og er ekk- ert agalega spennt yfir þeim,“ segir einn. Annar segir: „Við eig- um góða möguleika í ár vegna þess að hin lögin eru mjög „stereotýpisk“ og erfitt að skilja frá hverju öðru. Svíarnir eru einn- ig góðir með sexbombuna Lena Philipsson.“ Sá þriðji segir svo: „Ég hef heldur ekki heyrt hin lög- in, þannig að það er eiginlega ekki hægt að dæma. En ég held samt að við lendum ofarlega, kannski í fyrsta sæti. Já ég held það. Þetta er mjög gott lag og við getum al- veg unnið. Áfram Ísland!“ Þarna er jákvæðnin í fyrirrúmi en það örlar svo sem líka á svart- sýni: „Ég er búin að hlusta á smá- brot úr flestum lögunum og ég verð að segja að við fyrstu hlust- un lofar keppnin ekki góðu við verðum í 8-12,“ segir einn og ann- ar er þessarar skoðunar: „Lagid er gott en ekki nógu gripandi, flutningurinn er þó sérstaklega gódur. Gætum hugsanlega hreppt 16. sætið eina ferðina enn.“ Það eru sum sé skiptar skoðan- ir um gengi Heaven í Istanbúl á laugardagskvöldið en landsmenn hafa vikuna til að spá í spilin. bjorn@frettabladid.is Júróvisjón, viðburðurinn sem fær alla landsmenn, háa og lága, til að setjast saman við sjónvarpið er handan við hornið. Íslendingum er spáð 12. sætinu, samkvæmt meðaltali af spám helstu veðbanka. Sex dagar í Júrovisjón JÓNSI Hann er svalur að vanda og til í slaginn. Sam- kvæmt veðbönkum er Íslendingum spáð 12. sæti. TÓMAS ÞÓRÐARSON Ekki síður svalur en Jónsi. ISTANBÚL Hér má sjá eina fjölmargra glæsibygginga borgarinnar fögru.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.