Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 17
17SUNNUDAGUR 9. maí 2004 svo að afla sér þekkingarinnar á hverjum markaði fyrir sig. Grunnurinn liggur í að hafa náð tökum á eigin markaði.“ Ungir stjórnendur Veltan í Ilsanta er einn tíundi af heildarveltu Lífs enn sem kom- ið er. Þar fyrir utan á fyrirtækið helmingshlut í keðju apóteka á móti stofnendum Lyfju, þeim Ró- bert Melax og Inga Guðjónssyni. „Þetta var verkefni sem fæddist samhliða. Við sáum á þeim tíma sem við vorum að vinna að stefnu- breytingunni að ekki voru komnar neinar lyfsölukeðjur.“ Fyrsta apó- tekið var keypt af ríkinu 2001 en í dag rekur fyrirtækið 16 slík. Auk þess er Líf samstarfsaðili annarr- ar keðju sem rekur lyfsölu í stór- mörkuðum. Sturla segir að eitt af því sem mikilvægast er við stofn- un fyrirtækja í útlöndum sé að velja innlenda samstarfsaðila af kostgæfni. „Þetta er heilmikið kunningjasamfélag sem maður þarf að brjótast í gegnum. Maður þarf á fólki að halda sem þekkir kerfið og hefur tengsl við samfé- lagið. Það er mikilvægt að hafa góða lögfræðinga og ráðgjafa. Það getur verið hættulegra að gera hluting rangt þar en hér.“ Milli- stjórnendurnir í Eystrasaltsríkj- unum eru ungir að árum. „Margir eru milli tvítugs og þrítugs. Eldra fólk í þessum löndum hefur ekki farið í viðskipta- eða stjórnunar- nám. Það er alið upp í allt öðru kerfi.“ Fjárfest í innviðum Innganga Eystrasaltsríkjanna í ESB skapar mikil tækifæri á starfssviði Lífs. Við blasir að löndin munu fá mikla fjármuni til þess að fjárfesta í innviðum sín- um. Einn þeirra innviða er heil- brigðiskerfið sem stendur okkar kerfi langt að baki. „Kröfurnar til heilbrigðiskerfisins verða sam- bærilegar og þær sem við þekkj- um. Við sjáum mikil tækifæri í því fyrir okkur. Við erum tilbúin til þess að taka þátt í því fjárfest- ingarferli sem er í uppsiglingu.“ Sturla segir að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort fjölskyldan flytjist með honum til Litháen. Verkefnin eru næg. Markaðurinn stækkar og samkeppnin vex. „Við þekkjum vel mikla samkeppni hér heima. Við val á samstarfsaðilum gætum við þess að velja fyrirtæki sem eru með bestu vöruna. Við vitum að í heilbrigðisgeiranum eru bestu vörurnar þær ódýrustu þegar upp er staðið. Við inngöng- una í Evrópusambandið eru vörur af lakari gæðum, sem við höfum þurft að keppa við, einfaldlega bannaðar. Kröfurnar á okkar vör- ur verða þær nákvæmlega sömu og hér,“ segir Sturla. „Við þekkj- um þær vel og það styrkir sam- keppnisstöðu okkar.“ haflidi@frettabladid.is 101 Reykjavík Hugmyndasamkeppni Landsbankans Banki allra landsmanna Í gær voru kunngerð úrslit í viðamikilli hugmyndasamkeppni um eflingu miðbæjarins sem Landsbanki Íslands efndi til í vetur. Af þessu tilefni eru meira en 700 tillögur, sem bárust í keppnina, til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur. Opið í dag, sunnudag, kl. 10.00 - 17.00 og mánud. til miðvikud. kl. 10.00 - 17.00 Við hvetjum borgarbúa og aðra landsmenn til að koma og kynna sér verðlauna- tillögurnar og jafnframt að sjá hvað öðrum þátttakendum datt í hug til þess að efla miðbæ Reykjavíkur og gera hann á ný að örvandi hringiðu athafnalífs og menningar. Í SL EN SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 45 40 0 4/ 20 04 www.li.is Þökkum frábærar viðtökur Í dómnefnd sátu: Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans Eva María Jónsdóttir, íbúi í miðbæ Reykjavíkur Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur Hallgrímur Helgason, rithöfundur Ingibjörg Pálmadóttir, innanhússarkitekt Margrét Harðardóttir, arkitekt Samkeppnin var haldin í samráði við Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar. Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur Sýning á yfir 700 tillögum í hugmyndasamkeppni Landsbankans um miðbæ Reykjavíkur. Þá hrundi efnahags- lífið í Rússlandi 1998 og markaðurinn með.Við töpuðum ekki bara viðskiptunum, heldur einnig kröfum sem við áttum þarna. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.