Fréttablaðið - 05.03.2004, Síða 6
6 5. mars 2004 FÖSTUDAGURVeistusvarið?
1Fyrrverandi kosningastjóri og fram-bjóðandi Frjálslynda flokksins sagði
skilið við flokkinn á dögunum. Hvað
heitir sá ?
2Knattspyrnufélagið Fram flytur úrSafamýrinni á næstu árum, en hvert?
3Hver er utanríkisráðherra Noregs?
Svörin eru á bls. 55
SKIPULAGSMÁL Þórólfur
Árnason borgarstjóri telur
margt mjög gott í þeim hug-
myndum sem hópur öflugra
fjárfesta hefur kynnt til að
efla miðbæjarsvæðið við
Reykjavíkurhöfn þar sem
fyrirhugað er að reisa tón-
listar- og ráðstefnuhús.
Hann segist ekki hræddur
við að efla verslun og við-
skipti á svæðinu.
„Það hafa margir hrokk-
ið við þegar þeir heyra orð-
ið verslunarmiðstöð tengt
miðbænum. Það er hins
vegar verið að tala um
mest fimmtán þúsund fer-
metra miðstöð í þessu sam-
bandi, sem er um þriðjung-
ur Kringlunnar. Slík mið-
bæjarverslun gæti hentað
mjög vel að ferðamennsku
og tónlistar- og ráðstefnu-
húsi og að íbúðabyggð á
svæðinu,“ segir Þórólfur,
en fjárfestahópurinn hefur
óskað eftir samstarfi við
borgina um hönnun skipu-
lagshugmynda ■
Vinnuálag í kjölfar uppsagna
Uppsagnir 105 íslenskra starfsmanna varnarliðsins hafa nú tekið gildi. Þegar má sjá dæmi þess
að fólk hafi þurft að flytjast á brott úr sveitarfélaginu vegna atvinnuleysis. Starfsmenn sem eftir
standa að kikna undan vinnuálagi. Íslenskum starfsmönnum fækkað um 300 frá árinu 1990.
VARNARLIÐIÐ Uppsagnir á 105 ís-
lenskum starfsmönnum varnar-
liðsins tóku gildi 1. mars síðast-
liðinn og segir Kristján Gunnars-
son, formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, að þegar
sé orðið vart við fjölgun á
atvinnuleysisskrá í sveitarfélag-
inu. Hann segir
að almennt sé
dapurt hljóð í
því fólki sem
sagt var upp
enda ekki um
auðugan garð að
gresja á vinnu-
markaðinum á
þessum slóðum.
Flest þeirra sem
sagt var upp er fólk á miðjum
aldri og veit hann þegar nokkur
dæmi þess að fólk hafi flust á
brott í atvinnuskyni.
Kristján segir jafnframt að allt
hafi verið reynt til þess að koma í
veg fyrir uppsagnirnar en nú sé
vel fylgst með því hvernig fyllt sé
í skarð hinna brottföllnu. „Þeim
störfum sem lögð voru niður hef-
ur verið bætt á þá sem eftir eru
enda var því heitið að Bandaríkja-
menn yrðu ekki látnir ganga í
stöður þeirra sem sagt var upp.
Ekki hefur þó verið staðið fylli-
lega við þetta loforð og héldum
við fund með utanríkisráðherra
16. febrúar síðastliðinn þar sem
við bentum á það“, segir hann.
Kristján segir ennfremur að
stærsta vandamálið sé nú að fólk
sem eftir stendur sé að kikna
undan vinnuálagi vegna of harka-
legrar fækkunar starfsfólks.
„Mikil fækkun var á starfsfólki í
mötuneyti varnarliðsins og nú er
svo komið að starfsfólk hefur alls
ekki undan því sem sinna þarf.
Stjórnendur hafa þurft að grípa
til þess ráðs að biðja fólk um að
vinna aukna yfirvinnu og er mik-
ið álag og streita að koma fram
hjá starfsfólkinu í kjölfar þess.“
Hann bendir á að hann hafi fund-
að með trúnaðarmanni starfs-
fólks mötuneytisins í gær í því
skyni að leita lausnar á vandan-
um. Ekki fengust viðbrögð frá
talsmönnum varnarliðsins vegna
þessa máls.
Frá því árið 1990 hefur íslensk-
um starfsmönnum varnarliðsins
fækkað úr 1.086 í 785, eða um 300.
Á sama tíma hefur hermönnum
fækkað úr 3.294 í 1.889, eða um
42%, mest á árunum 1990–1994
vegna fækkunar í flughernum, að
sögn Friðþórs Eydals, upplýsinga-
fulltrúa varnarliðsins. Fækkunin
stafaði meðal annars vegna brott-
flutnings ratsjárflugvéla og
fækkun orrustuþotna svo og
fækkun eftirlitsflugvéla flotans.
Fækkun frá 1994 stafar af frekari
fækkun í flughernum í framhaldi
af samkomulagi þar um og fækk-
un í eftirlitsflugsveit flotans og
lokun fjarskiptastöðva.
sda@frettabladid.is
SKIPULAGSMÁL Vilhjálmur
Vilhjálmsson, oddviti D-
lista í borgarstjórn, segir
hugmyndir um þróun
miðbæjarins í grennd við
Reykjavíkurhöfn já-
kvæðar og hann telur vel
hægt að byggja á þeim
tillögum sem þegar hafi
verið kynntar.
„Til þess að koma
þessu á framkvæmdastig
þarf áhuga fjárfesta og
ég fagna því að eins öfl-
ugir fjárfestar og raun
ber vitni hafi lýst áhuga
sínum á að koma að upp-
byggingu á svæðinu. Ég
hef lengi sagt að til þess
að efla verslun í mið-
borginni þá verði að
koma þar lítill eða með-
alstór verslunarkjarni
og hann þarf ekki að
vera í ósamræmi við
það umhverfi sem menn
búa við. Þetta hefur tek-
ist mjög vel í borgum
víða í Evrópu,“ segir
Vilhjálmur. ■
LAXAFLÖK 590 KR/KG
SKÖTUSELSHALAR 990 KR/KG
LÚÐA 990 KR/KG
FISKBÚÐIN HAFBERG
G N O Ð A R V O G I 4 4 S . 5 8 8 8 6 8 6
ÞÓRÓLFUR
ÁRNASON
Segir marga hrökk-
va við þegar þeir
heyri orðið
„verslunarmiðstöð“
tengt miðbænum.
Oddviti D-lista í borgarstjórn:
Verslunarkjarni
eflir miðborgina
Þórólfur Árnason borgarstjóri um miðbæjarhugmyndir:
Verslunarmiðstöð
gæti hentað
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71.42 -0.07%
Sterlingspund 130.55 -0.41%
Dönsk króna 11.68 0.34%
Evra 87.01 0.33%
Gengisvísitala krónu 121,-1 -0,13%
Kauphöll Íslands
Fjöldi viðskipta 589
Velta 8.282 milljónir
ICEX-15 2.564 0,71%
Mestu viðskiptin
Pharmaco hf. 517.652
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 325.031
Landsbanki Íslands hf. 197.028
Mesta hækkun
Flugleiðir hf. 4,93%
Medcare Flaga 4,90%
Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 4,42%
Mesta lækkun
Hampiðjan hf. -3,33%
Kögun hf. -1,48%
Og fjarskipti hf. -0,91%
Erlendar vísitölur
DJ* 10.583,2 -0,1%
Nasdaq* 2.042,3 0,4%
FTSE 4.555,1 0,7%
DAX 4.132,7 1,5%
NK50 1.441,1 0,1%
S&P* 1.151,3 0,0%
* Bandarískar vísitölur kl. 17.
AÐSETUR VARNARLIÐSINS Á MIÐNESHEIÐI
Uppsagnir íslenskra starfsmanna hafa tekið gildi.
Mikið álag á mörgu því starfsfólki sem eftir er.
1990 2004
sumarlok
hermenn
íslenskir starfsmenn
3.294
2.149
882
1.924
910
1.669*
* Eftir fyrirhugaðan brottflutning hermanna.
785
1.086
MANNAFLI Á KEFLAVÍKURVELLI
Fjöldi varnarliðsmanna hefur breyst eins og línuritið sýnir á undanförnum árum.
VILHJÁLMUR VIL-
HJÁLMSSON
Oddviti sálfstæðis-
manna fagnar því
að öflugir fjárfestar
vilji koma að þróun
miðbæjarins.
„Þeim störf-
um sem lögð
voru niður
hefur verið
bætt á þá
sem eftir eru.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Svar ráðherra um eignir
lífeyrissjóða árið 2002 :
Námu 684
milljörðum
ALÞINGI Heildareignir lífeyrissjóða
hér á landi námu rúmlega 684 millj-
örðum króna árið 2002, samkvæmt
svari fjármálaráðherra við fyrir-
spurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar,
Sjálfstæðisflokki. Það er hækkun
upp á 36 milljarða frá árinu á und-
an, og hækkun upp á 115 milljarða
frá árinu 2000. Eignir lífeyrissjóða
voru 88% sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu. Það er mun
hærra hlutfall en hjá flestum öðrum
OECD-löndum, en hjá aðeins tveim-
ur löndum er hlutfallið hærra en
hér, Hollandi og Sviss. ■