Fréttablaðið - 05.03.2004, Side 8
8 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR
■ Evrópa
Íþrótt fyrir karlmenn
„Þetta var slys í hita leiksins og
ég erfi þetta ekki við leikmann-
inn. Það hafa svo sem allir gott af
því að fá á kjaftinn annað slagið.“
Sigurður Sigurðsson, fyrirliði íshokkíliðs Skauta-
félags Akureyrar, Morgunblaðið 4. mars
Staða konunnar er...
„Þær sjást varla á kaffihúsum og
öðrum samkomustöðum: ég sé
þær fyrir mér á bak við eldavél-
ina heima hjá sér, eins og vara-
formaður Framsóknarflokksins
mun hafa lýst hugsjón sinni um
hlutverk konunnar í nútíma-
þjóðfélagi fyrir nokkrum árum.“
Þorvaldur Gylfason, um stöðu kvenna í Túnis,
Fréttablaðið 4. mars
Rithöfundarlaun
„Ef almenningur greiðir þau af
fúsum og frjálsum vilja með
kaupum á bókum.“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, um réttmæti
rithöfundarlauna, DV 4. mars
Orðrétt
Nafnabreyting hjá Eimskipi:
Óskabarnið skal heita Burðarás
VIÐSKIPTI Elsta íslenska almennings-
hlutafélagið mun ef að líkum lætur
skipta um nafn á næsta aðalfundi.
Fyrir aðalfundi HF Eimskipafélags
Íslands liggur tillaga um að breyta
nafni félagsins í Burðarás. Eim-
skipafélagið á sér langa sögu og
mikil verðmæti eru í nafninu.
Magnús Gunnarsson, stjórnarfor-
maður Eimskipafélagsins, segir
þessa nafnabreytingu ekki eins
dramatíska og tillagan beri með
sér. „Meiningin er að færa nafnið
yfir á skiparfélagið.“ Tillagan er að
sögn Magnúsar liður í útfærslu á
því hvernig félaginu verði skipt
upp í fjárfestingarfélagið Burðarás
og skipfélagið Eimskip.
Samkvæmt heimildum
hafa tekist á mismunandi
sjónarmið í stjórn félags-
ins um hvernig standa
skuli að skiptingu félags-
ins. Menn greinir á um
hvort skipta eigi félögun-
um upp þannig að nú-
verandi hluthafar fái
jafngildi bréfa í báðum
félögum eða hvort selja
eigi skipafélagið frá móð-
urfélaginu Burðarási. Bú-
ist við að stjórn félagsins sem
kjörin verður á aðalfundi gangi
frá málinu og leggi fram tillögur
sem afgreiddar verði á sérstak-
lega boðuðum hluthafafundi. ■
Breytingar í
þágu barnanna
Markmið félagsmálaráðuneytisins með breytingum á reglugerð um
starfsemi dagforeldra miðar að því að tryggja öryggi barnanna.
Dagforeldrar afhenda ráðherra mótmæli og athugasemdir í næstu viku.
DAGGÆSLA „Skylda félagsmála-
ráðuneytis er fyrst og fremst að
tryggja öryggi barnanna,“ sagði
Ingibjörg Broddadóttir hjá fé-
lagsmálaráðuneyti um drög að
reglugerð um starfsemi dagfor-
eldra.
Félög dagforeldra samþykktu
meðal annars einróma á fjölmenn-
um fundi sínum nýverið að mót-
mæla reglugerðinni sem þau telja
að feli í sér mikla kjaraskerðingu
og geri mörgum þeirra í reynd
ókleift að starfa.
Ingibjörg sagði að til grund-
vallar drögunum hefðu verið
lögð reynsla, viðtöl við dag-
gæslufulltrúa, en fyrst og
fremst könnun sem félagsmála-
ráðuneytið hefði gert á aðstæð-
um barna hjá dagmæðrum.
Ráðuneytið hefði óskað eftir at-
hugasemdum frá dagforeldrum
við drögin.
„Það sem hefur gerst frá
1992, þegar núverandi reglugerð
tók gildi er að þá voru leikskól-
arnir fyrir eldri börn. Þá var
hugsunin að dagforeldrar gætu
tekið fimmta barnið eftir eins
árs farsælt starf,“ sagði Ingi-
björg. „Þá voru börnin allt frá
eins árs og upp í sex ára aldur.
Nú eru 95,5 % barna yngri en
tveggja ára hjá dagmæðrum.
Þar af eru 42% innan við eins og
hálfs árs. Þetta eru því lítil börn
á sama aldri sem þurfa mikla
umönnun.“
Ingibjörg benti á að reglur í
leikskólum kvæðu á um að hver
starfsmaður annaðist fjögur
börn sem væru yngri en tveggja
ára. Þar þyrfti starfsfólk ekki að
elda mat eða gegna öðrum störf-
um eins og gerðist á heimilum.
Varðandi breytingar í reglu-
gerðardrögunum á stærð hús-
næðis, sagði Ingibjörg að sam-
kvæmt núgildandi reglugerð
væri lágmarksstærð leiksvæðis
fyrir hvert barn 3,5 fermetrar.
„Þarna háttaði því þannig til, að
stærð íbúðarinnar gat öll verið tal-
in með þó ekki hafi verið gert ráð
fyrir því, svo sem bað, eldhús og
svo framvegis. Það fannst okkur
ekki eðlilegt. Nú er lagt til að leik-
svæðið sé þrír fermetrar fyrir
hvert barn og gert ráð fyrir að
ofangreind rými séu ekki inni í
stærðinni. Það er alls ekki átt við
að þetta þurfi að vera sérstakt leik-
herbergi. Það er misskilningur.“
jss@frettabladid.is
Breytingar á lögum um
fjármálastofnanir:
SPRON
bíður álits
FJÁRMÁLASTOFNANIR Ekki er búist
við niðurstöðum á lögfræðiáliti
sem Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis hefur óskað eftir á ný-
legri lagasetningu um fjármála-
stofnanir fyrr en í lok mánaðar-
ins í fyrsta lagi. Jón G. Tómas-
son, stjórnarformaður SPRON,
staðfesti í samtali við Fréttablað-
ið að málið væri til athugunar hjá
sérfræðingum og ef niðurstöður
lægju fyrir í tíma yrði skýrt frá
þeim á aðalfundi Samtaka spari-
sjóðanna í lok mars. Jón sagðist
ekki geta tjáð sig um framvindu
málsins að öðru leyti. ■
MÆÐGUR
Eiginkona Karadzics, Ljiljana Zelen-
Karadzic, og dóttir hennar Sonja,
búa í Pale í Bosníu.
Aðstoðarmaður
Karadzics handtekinn:
Netið þrengist
SARAJEVO, AP Friðargæsluliðar
Nató hafa handtekið aðstoðar-
mann Radovans Karadzic, fyrrum
leiðtoga Bosníu-Serba. Karadzic
er eftirlýstur af stríðsglæpadóm-
stól Sameinuðu þjóðanna en hand-
takan er mikilvægur liður í því að
brjóta niður stuðningsnet hans, að
því er fram kemur í yfirlýsingu
frá Nató.
Hershöfðinginn Bogdan Subot-
ic var handtekinn á heimili sínu
skammt frá Banja Luka í norð-
vesturhluta Bosníu. Í janúar voru
tveir aðrir stuðningsmenn Kara-
dzics handteknir en þeim var
sleppt lausum eftir nokkurra daga
yfirheyrslur. ■
NÝ STJÓRN MYNDUÐ Vojislav
Kostunica, fyrrverandi forseti
Serbíu og Svartfjallalands, tók í
gær við embætti forsætisráð-
herra Serbíu. Þing landsins
staðfesti þá ríkisstjórn hans, og
greiddi Sósíalistaflokkur Slobod-
ans Milosevic atkvæði með ríkis-
stjórninni.
ENGIN NETKAFFIHÚS VIÐ SKÓLA
Stjórnvöld í Kína hafa bannað
netkaffihús í nágrenni við grunn-
skóla á þeim forsendum að þær
upplýsingar sem hægt sé að nálg-
ast á Netinu geti verið skaðlegar
börnum. Framvegis mega net-
kaffihús ekki vera starfrækt í
innan við 200 metra radíus frá
skóla.
KREFJAST AFSAGNAR Tugir þús-
unda sjía-múslima
fylgdu 32 fórnar-
lömbum skotárás-
arinnar í Quetta í
Pakistan til grafar.
Margir syrgjendur
kröfðust afsagnar
háttsettra embætt-
ismanna þar sem
þeim hefði ekki tekist að koma í
veg fyrir árásina. Grunur leikur
á því að samtök herskárra súnní-
múslima hafi staðið á bak við
árásina.
KOMINN HEIM
Kim Ki-jong sneri aftur eftir hálfa öld í
haldi Norður-Kóreumanna.
Stríðsfangi:
Laus eftir
hálfa öld
SEÚL, AP „Ég mun verja því sem
eftir er ævi minnar með fjöl-
skyldu minni,“ sagði Kim Ki-jong
þegar hann sneri aftur til Suður-
Kóreu eftir hálfrar aldar fjar-
veru. Þegar hann var 22 ára her-
maður í her Suður-Kóreu í Kóreu-
stríðinu féll hann í hendur Norð-
ur-Kóreumanna og var stríðsfangi
þeirra þar til hann náði að flýja
heim í gegnum Kína.
Um 30–40 Suður-Kóreskir her-
menn, sem voru stríðsfangar
Norður-Kóreumanna, hafa snúið
heim síðasta áratuginn. Talið er að
500 Suður-Kóreskir hermenn hið
minnsta séu enn í haldi Norður-
Kóreumanna. ■
GLEYMDIR ÞÚ ÞINNI!
Við leysum það, þú býður?
Gisting, hátíðarkvöldverður,
morgunverður
af hlaðborði eða í rúmið,
DANSLEIKUR,
Hugljúf dinner músik
Verð aðeins 6.500 kr./pr.m
Hótel Örk
Sími 483 4700
Rétt handan hæðar
Gildir helgina
5. - 7. mars
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
Í SÓLINA
STUTTERMA OG ERMALAUSIR BOLIR
STUTTBUXUR - KVARTBUXUR
HEILBRIGÐISMÁL Með hliðsjón af
markmiðum og vaxandi þörf hef-
ur með samkomulagi milli Félags-
þjónustunnar í Reykjavík og Geð-
hjálpar verið komið á félagslegri
ráðgjöf í húsnæði Geðhjálpar að
Túngötu 7.
Félagsráðgjafar veita stuðn-
ing og upplýsingar um réttinda-
mál þeirra er til félagsins leita,
svo sem um heilsugæslu og
Tryggingastofnun ríkisins auk
þjónustu Félagsþjónustunnar. Þá
er einnig um að ræða beina teng-
ingu við Félagsþjónustuna í
Reykjavík fyrir þá einstaklinga
sem þess óska. Í samvinnu við
starfsfólk Geðhjálpar, þar með
talinn sálfræðing félagsins er
reglubundið samráð og fram-
gangur um þau mál sem upp
koma við Félagsþjónustuna í
Reykjavík. Einstaklingar geta
fengið nánari upplýsingar og
pantað tíma hjá félagsráðgjafa
og sálfræðingi á skrifstofu
Geðhjálpar eða netfangið: ged-
hjalp@gedhjalp.is ■
DAGGÆSLA
Nú eru 95,5% barna yngri en tveggja ára hjá dagmæðrum. Þar af eru 42% innan við hálfs árs.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/PJETU
R
BREYTT UM NAFN
Fyrir aðalfundi Eimskipafélagsins liggur
tillaga um að breyta nafninu í Burðarás.
Breytingin er liður í undirbúningi breytinga
og er meiningin að nafnið HF Eimskipa-
félag Íslands fylgi skiparekstrinum.
■ Asía
Geðhjálp býður félagslega ráðgjöf:
Vaxandi þörf