Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 8
8 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa Íþrótt fyrir karlmenn „Þetta var slys í hita leiksins og ég erfi þetta ekki við leikmann- inn. Það hafa svo sem allir gott af því að fá á kjaftinn annað slagið.“ Sigurður Sigurðsson, fyrirliði íshokkíliðs Skauta- félags Akureyrar, Morgunblaðið 4. mars Staða konunnar er... „Þær sjást varla á kaffihúsum og öðrum samkomustöðum: ég sé þær fyrir mér á bak við eldavél- ina heima hjá sér, eins og vara- formaður Framsóknarflokksins mun hafa lýst hugsjón sinni um hlutverk konunnar í nútíma- þjóðfélagi fyrir nokkrum árum.“ Þorvaldur Gylfason, um stöðu kvenna í Túnis, Fréttablaðið 4. mars Rithöfundarlaun „Ef almenningur greiðir þau af fúsum og frjálsum vilja með kaupum á bókum.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, um réttmæti rithöfundarlauna, DV 4. mars Orðrétt Nafnabreyting hjá Eimskipi: Óskabarnið skal heita Burðarás VIÐSKIPTI Elsta íslenska almennings- hlutafélagið mun ef að líkum lætur skipta um nafn á næsta aðalfundi. Fyrir aðalfundi HF Eimskipafélags Íslands liggur tillaga um að breyta nafni félagsins í Burðarás. Eim- skipafélagið á sér langa sögu og mikil verðmæti eru í nafninu. Magnús Gunnarsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins, segir þessa nafnabreytingu ekki eins dramatíska og tillagan beri með sér. „Meiningin er að færa nafnið yfir á skiparfélagið.“ Tillagan er að sögn Magnúsar liður í útfærslu á því hvernig félaginu verði skipt upp í fjárfestingarfélagið Burðarás og skipfélagið Eimskip. Samkvæmt heimildum hafa tekist á mismunandi sjónarmið í stjórn félags- ins um hvernig standa skuli að skiptingu félags- ins. Menn greinir á um hvort skipta eigi félögun- um upp þannig að nú- verandi hluthafar fái jafngildi bréfa í báðum félögum eða hvort selja eigi skipafélagið frá móð- urfélaginu Burðarási. Bú- ist við að stjórn félagsins sem kjörin verður á aðalfundi gangi frá málinu og leggi fram tillögur sem afgreiddar verði á sérstak- lega boðuðum hluthafafundi. ■ Breytingar í þágu barnanna Markmið félagsmálaráðuneytisins með breytingum á reglugerð um starfsemi dagforeldra miðar að því að tryggja öryggi barnanna. Dagforeldrar afhenda ráðherra mótmæli og athugasemdir í næstu viku. DAGGÆSLA „Skylda félagsmála- ráðuneytis er fyrst og fremst að tryggja öryggi barnanna,“ sagði Ingibjörg Broddadóttir hjá fé- lagsmálaráðuneyti um drög að reglugerð um starfsemi dagfor- eldra. Félög dagforeldra samþykktu meðal annars einróma á fjölmenn- um fundi sínum nýverið að mót- mæla reglugerðinni sem þau telja að feli í sér mikla kjaraskerðingu og geri mörgum þeirra í reynd ókleift að starfa. Ingibjörg sagði að til grund- vallar drögunum hefðu verið lögð reynsla, viðtöl við dag- gæslufulltrúa, en fyrst og fremst könnun sem félagsmála- ráðuneytið hefði gert á aðstæð- um barna hjá dagmæðrum. Ráðuneytið hefði óskað eftir at- hugasemdum frá dagforeldrum við drögin. „Það sem hefur gerst frá 1992, þegar núverandi reglugerð tók gildi er að þá voru leikskól- arnir fyrir eldri börn. Þá var hugsunin að dagforeldrar gætu tekið fimmta barnið eftir eins árs farsælt starf,“ sagði Ingi- björg. „Þá voru börnin allt frá eins árs og upp í sex ára aldur. Nú eru 95,5 % barna yngri en tveggja ára hjá dagmæðrum. Þar af eru 42% innan við eins og hálfs árs. Þetta eru því lítil börn á sama aldri sem þurfa mikla umönnun.“ Ingibjörg benti á að reglur í leikskólum kvæðu á um að hver starfsmaður annaðist fjögur börn sem væru yngri en tveggja ára. Þar þyrfti starfsfólk ekki að elda mat eða gegna öðrum störf- um eins og gerðist á heimilum. Varðandi breytingar í reglu- gerðardrögunum á stærð hús- næðis, sagði Ingibjörg að sam- kvæmt núgildandi reglugerð væri lágmarksstærð leiksvæðis fyrir hvert barn 3,5 fermetrar. „Þarna háttaði því þannig til, að stærð íbúðarinnar gat öll verið tal- in með þó ekki hafi verið gert ráð fyrir því, svo sem bað, eldhús og svo framvegis. Það fannst okkur ekki eðlilegt. Nú er lagt til að leik- svæðið sé þrír fermetrar fyrir hvert barn og gert ráð fyrir að ofangreind rými séu ekki inni í stærðinni. Það er alls ekki átt við að þetta þurfi að vera sérstakt leik- herbergi. Það er misskilningur.“ jss@frettabladid.is Breytingar á lögum um fjármálastofnanir: SPRON bíður álits FJÁRMÁLASTOFNANIR Ekki er búist við niðurstöðum á lögfræðiáliti sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur óskað eftir á ný- legri lagasetningu um fjármála- stofnanir fyrr en í lok mánaðar- ins í fyrsta lagi. Jón G. Tómas- son, stjórnarformaður SPRON, staðfesti í samtali við Fréttablað- ið að málið væri til athugunar hjá sérfræðingum og ef niðurstöður lægju fyrir í tíma yrði skýrt frá þeim á aðalfundi Samtaka spari- sjóðanna í lok mars. Jón sagðist ekki geta tjáð sig um framvindu málsins að öðru leyti. ■ MÆÐGUR Eiginkona Karadzics, Ljiljana Zelen- Karadzic, og dóttir hennar Sonja, búa í Pale í Bosníu. Aðstoðarmaður Karadzics handtekinn: Netið þrengist SARAJEVO, AP Friðargæsluliðar Nató hafa handtekið aðstoðar- mann Radovans Karadzic, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba. Karadzic er eftirlýstur af stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna en hand- takan er mikilvægur liður í því að brjóta niður stuðningsnet hans, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Nató. Hershöfðinginn Bogdan Subot- ic var handtekinn á heimili sínu skammt frá Banja Luka í norð- vesturhluta Bosníu. Í janúar voru tveir aðrir stuðningsmenn Kara- dzics handteknir en þeim var sleppt lausum eftir nokkurra daga yfirheyrslur. ■ NÝ STJÓRN MYNDUÐ Vojislav Kostunica, fyrrverandi forseti Serbíu og Svartfjallalands, tók í gær við embætti forsætisráð- herra Serbíu. Þing landsins staðfesti þá ríkisstjórn hans, og greiddi Sósíalistaflokkur Slobod- ans Milosevic atkvæði með ríkis- stjórninni. ENGIN NETKAFFIHÚS VIÐ SKÓLA Stjórnvöld í Kína hafa bannað netkaffihús í nágrenni við grunn- skóla á þeim forsendum að þær upplýsingar sem hægt sé að nálg- ast á Netinu geti verið skaðlegar börnum. Framvegis mega net- kaffihús ekki vera starfrækt í innan við 200 metra radíus frá skóla. KREFJAST AFSAGNAR Tugir þús- unda sjía-múslima fylgdu 32 fórnar- lömbum skotárás- arinnar í Quetta í Pakistan til grafar. Margir syrgjendur kröfðust afsagnar háttsettra embætt- ismanna þar sem þeim hefði ekki tekist að koma í veg fyrir árásina. Grunur leikur á því að samtök herskárra súnní- múslima hafi staðið á bak við árásina. KOMINN HEIM Kim Ki-jong sneri aftur eftir hálfa öld í haldi Norður-Kóreumanna. Stríðsfangi: Laus eftir hálfa öld SEÚL, AP „Ég mun verja því sem eftir er ævi minnar með fjöl- skyldu minni,“ sagði Kim Ki-jong þegar hann sneri aftur til Suður- Kóreu eftir hálfrar aldar fjar- veru. Þegar hann var 22 ára her- maður í her Suður-Kóreu í Kóreu- stríðinu féll hann í hendur Norð- ur-Kóreumanna og var stríðsfangi þeirra þar til hann náði að flýja heim í gegnum Kína. Um 30–40 Suður-Kóreskir her- menn, sem voru stríðsfangar Norður-Kóreumanna, hafa snúið heim síðasta áratuginn. Talið er að 500 Suður-Kóreskir hermenn hið minnsta séu enn í haldi Norður- Kóreumanna. ■ GLEYMDIR ÞÚ ÞINNI! Við leysum það, þú býður? Gisting, hátíðarkvöldverður, morgunverður af hlaðborði eða í rúmið, DANSLEIKUR, Hugljúf dinner músik Verð aðeins 6.500 kr./pr.m Hótel Örk Sími 483 4700 Rétt handan hæðar Gildir helgina 5. - 7. mars Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Í SÓLINA STUTTERMA OG ERMALAUSIR BOLIR STUTTBUXUR - KVARTBUXUR HEILBRIGÐISMÁL Með hliðsjón af markmiðum og vaxandi þörf hef- ur með samkomulagi milli Félags- þjónustunnar í Reykjavík og Geð- hjálpar verið komið á félagslegri ráðgjöf í húsnæði Geðhjálpar að Túngötu 7. Félagsráðgjafar veita stuðn- ing og upplýsingar um réttinda- mál þeirra er til félagsins leita, svo sem um heilsugæslu og Tryggingastofnun ríkisins auk þjónustu Félagsþjónustunnar. Þá er einnig um að ræða beina teng- ingu við Félagsþjónustuna í Reykjavík fyrir þá einstaklinga sem þess óska. Í samvinnu við starfsfólk Geðhjálpar, þar með talinn sálfræðing félagsins er reglubundið samráð og fram- gangur um þau mál sem upp koma við Félagsþjónustuna í Reykjavík. Einstaklingar geta fengið nánari upplýsingar og pantað tíma hjá félagsráðgjafa og sálfræðingi á skrifstofu Geðhjálpar eða netfangið: ged- hjalp@gedhjalp.is ■ DAGGÆSLA Nú eru 95,5% barna yngri en tveggja ára hjá dagmæðrum. Þar af eru 42% innan við hálfs árs. FRÉTTAB LAÐ IÐ /PJETU R BREYTT UM NAFN Fyrir aðalfundi Eimskipafélagsins liggur tillaga um að breyta nafninu í Burðarás. Breytingin er liður í undirbúningi breytinga og er meiningin að nafnið HF Eimskipa- félag Íslands fylgi skiparekstrinum. ■ Asía Geðhjálp býður félagslega ráðgjöf: Vaxandi þörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.