Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 10
10 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR BLAIR LENDIR Í RÓM Forsætisráðherra Breta gengur út úr flug- vél á Ciampino-flugvellinum í Róm. Tony Blair fór í eins dags heimsókn til Ítalíu til að ræða við starfsbróður sinn Silvio Berlusconi. Hæstiréttur: Staðfesti átján mánaða fangelsi DÓMUR Hæstiréttur staðfesti í gær átján mánaða fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir varn- arliðsmanninum John Edwin Rehm III, en hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps í Hafn- arstræti 1. júní í fyrra. Hæstirétt- ur vísaði hins vegar bótakröfu þess sem var stunginn frá þar sem hún gekk út frá því að Rehm III hefði valdið öllu tjóni hans en í málinu taldist ósannað að svo hefði verið. Dómnum þótti ljóst að ákærði hefði ekki staðið einn að verknað- inum en engu að síður þótti atlaga hans stórhættuleg og aðeins hend- ing ráðið að ekki fór verr. „Miðað við þá niðurstöðu dóm- aranna að hann hafi farið út fyrir mörk leyfilegrar neyðarvarnar þá er refsingin í eðlilegu samræmi við það. Undir venjulegum kring- umstæðum, ef engar varnir hefðu komið fram í málinu, hefði mátt búast við rúmlega þriggja ára dómi,“ sagði Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður varnarliðsmanns- ins, eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. ■ LÖGMENN „Þrátt fyrir að meirihluti útskrifaðra lögfræðinga séu konur virðast þær hvorki skila sér í lög- mannsstétt né haldast þar lengi við,“ segir Sif Konráðsdóttir, ný- kjörinn formaður Félags kvenna í lögmennsku sem stofnað var í gær. Félagið verður aðili að Lögmanna- félagi Íslands, en Sif segir stjórn Lögmannafélagsins ekki hafa brugðist nægjanlega við þessu mis- ræmi þó svo að félög á hinum Norð- urlöndunum hafi þegar viðurkennt það sem vandamál. Hún segist ekki hafa haldbærar skýringar á því hvers vegna konur í lögmennsku séu ekki í réttu hlut- falli við útskriftarhópa lögfræð- inga. „Hugsanlega gæti það stafað af skorti á fyrirmyndum og yrði eitt af markmiðum félagsins því að gera konur í lögmennsku sýnilegri auk þess að kynna starfið betur fyrir konum. Lögfræði er ekki karlafag. Hins vegar er lögmannsstéttin karlastétt því konur virðast leita í önnur störf innan lögfræðinnar,“ segir hún. Sif bendir á að fleiri konur í lög- mannsstéttinni myndi styrkja stétt- ina í heild. Hún segir það sýnt að nauðsynlegt sé að byggja upp inn- byrðis tengslanet fyrir konur í stétt- inni til þess að styrkja stöðu þeirra enda verði félagið vettvangur til þess. Ingimar Ingason, framkvæmda- stjóri Lögmannafélags Íslands, seg- ir að félagið fagni þessu frumkvæði og verði tillaga lögð fyrir næsta að- alfund félagsdeildar Lögmanna- félagsins þar sem hagsmunafélög- um lögmanna verði almennt leyfð Flottur sími með myndavél og endalausum möguleikum. Einn með öllu 3.980 Léttkaupsútborgun Sony Ericsson Z600 og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 27.980 kr. Sony Ericsson Z600 • Innbyggð myndavél. • Þriggjabanda - 900/1800/1900 GSM. • Litaskjár. • Skiptanlegar framhliðar. • MMS. • GPRS. • WAP. • 98,3 gr. • Pólýtónar o.fl. • Tölvupóstur og dagbók. • Leikir. • Raddskipun. • Mótald. • Bluetooth, þráðlaus tenging. • Reiknivél, skeiðklukka, niðurteljari og vekjaraklukka. Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Morðingi Önnu Lindh: Vitni í öðru morðmáli STOKKHÓLMUR, AP Sænska lögreglan hyggst yfirheyra Mijailo Mijailovic, morðingja Önnu Lindh fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, vegna morðs sem var framið árið 2002. Þá var nær átt- ræður maður stunginn til bana í einu úthverfa Stokkhólms. Mijailo Mijailovic er yfirheyrð- ur þar sem hann hafði sagt vinum sínum að hann hefði framið morð áður en hann myrti Önnu Lindh og að hann hafi verið í nágrenninu vopnaður hnífi þegar morðið átti sér stað. Sænska lögreglan segir að Mijailovic liggi ekki undir grun en til að fá málin á hreint þurfi að ræða við hann. Búist er við dómsúrskurði vegna morðsins á Lindh 23. mars eftir að niðurstöður geðrannsóknar á Mijailovic liggja fyrir. ■ STEFNIR Í SIGUR LÝÐFLOKKSINS Lýðflokkurinn, flokkur Jose Maria Aznar frá- farandi forsætis- ráðherra Spánar, verður stærsti flokkurinn að loknum þing- kosningum 14. mars samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnun- um. Litlu má þó muna hvort flokkurinn haldi meirihluta sín- um á þingi. Aznar gefur ekki kost á sér til endurkjörs. PÁFI Í FERÐAHUG Til greina kem- ur að Jóhannes Páll páfi annar fari til Sviss í byrjun júní. Hann hefur haldið sig á Ítalíu eftir ferð hans til Slóvakíu í september í fyrra. Þá þótti páfi afar veiklu- legur og veltu menn fyrir sér hvort 102. utanlandsferð hans frá því hann tók við embætti yrði einnig sú síðasta. JOHN EDWIN REHM III Hæstiréttur vísaði bótakröfu frá dómi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ Evrópa Konur forðast lögmannsstörf Fleiri konur en karlar hafa útskrifast úr lögfræði á undanförnum áratug en konur skila sér ekki í lögmannsstéttina í hlutfalli við það. Lögmanns- félög á hinum Norðurlöndunum hafa þegar brugðist við þessu misræmi. SIF KONRÁÐSDÓTTIR Segir konur sem útskrifast úr lögfræði ekki skila sér í lögmannsstétt. Félag Abramovits: Rukkað um milljarð RÚSSLAND Rússneski skatturinn hef- ur krafið Sibneft, olíufélag Romans Abramovits, eiganda Chelsea, um vangoldna skatta að andvirði rúmra 70 milljarða króna. Athugasemdir hafa ekki verið gerðar við skattskil Abramovits sjálfs. Rússnesk stórfyrirtæki hafa lengi verið sökuð um að greiða mun lægri skatta en þeim ber að gera. Ekki er langt síðan olíufélagið Yukos, sem til stóð að sameinaðist Sibneft, var rukkað um þrefalda þá upphæð sem Sibneft er nú rukkað um. Talsmenn Sibneft neita því alfarið að nokkuð sé vafasamt við skattagreiðslur fyrirtækisins. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.