Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 12
12 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR PRÓFA BÚNINGANA Þessar ísraelsku stúlkur mátuðu grímu- búninga í miðborg Jerúsalem í gær. Á sunnudag og mánudag er hátíðin Purim haldin meðal gyðinga og þess minnst þeg- ar gyðingar björguðust frá þjóðarmorði í Persíu til forna. FÉLAGAFRELSI Hrafnhildur Stefáns- dóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, telur að endurskoða þurfi lagaákvæði um valdsvið félagsdóms í kjölfar þess að Hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri óbær til þess að skera úr um ágreiningsefni sem rísa vegna úrskurða félagsdóms. Í grein á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins segir Hrafnhildur frá máli sem rekið var fyrst fyrir félagsdómi um hvort vinnuveitenda beri að virða forgangsréttarákvæði kjarasamninga þegar um uppsagnir sé að ræða þannig að þeim sé fyrst sagt upp sem ekki eru meðlimir í stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum bæri að virða ákvæðið hvort sem væri við ráðningar eða uppsagnir. Fyrirtæk- ið sem kært var áfrýjaði málinu til héraðsdóms þar sem úrskurði félagsdóms var hnekkt. Málinu var svo skotið til Hæstaréttar sem taldi sig ekki geta fjallað efnislega um málið þar sem dómar félagsdóms séu endanlegir samkvæmt lögum. „Félagsdómur hefur þannig end- anlegt úrskurðarvald um túlkun á félagafrelsisákvæðum stjórnar- skrár þegar meta þarf áhrif þeirra á efni kjarasamninga. Niðurstaðan í slíkum málum verður ekki endur- skoðuð á æðra dómstigi. Draga verður í efa að slík skipan sé rétt- lætanleg þegar um er að ræða mál sem ekki krefjast skjótrar úrlausn- ar og varða mikilsverða hagsmuni,“ segir í grein Hrafnhildar. Hrafnhildur telur að í túlkun félagsdóms á forgangsréttarákvæð- um kjarasamninga kunni að fela í sér brot á félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og nefnir að nefnd Evrópuráðsins hafi ítrekað gagnrýnt forgangsréttarákvæði kjarasamninga og talið þau brjóta gegn félagsmálasáttmála Evrópu. ■ Björn Bjarnason er enginn Bruce Willis Fast er skotið á dómsmálaráðherra vegna hugmynda hans um að efla sérsveit lögreglunnar. Aðdáandi Die Hard á að fá einkennisbúning til að nota heima segir Helgi Hjörvar. Verið að efla öryggi borgaranna segir ráðherra. ALÞINGI Hugmyndir Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um breyttar áherslur í löggæslu- málum voru til umræðu utan dagskrár á Al- þingi í gær. Ög- mundur Jónas- son, Vinstri grænum, gagn- rýndi 250 millj- óna króna kostnað vegna eflingu sérsveit- ar lögreglunnar og sagði verið að undirbúa stofnun ís- lenskrar leyni- þjónustu. „Í stað áherslu á forvarnir og almennrar löggæslu beina menn nú kröftum sínum að því að efla vígvæddar löggæslusveitir og hafa eftirlit með borgurunum í þeim anda sem boðaður hefur verið á Vesturlöndum, undir for- merkjum stríðs gegn hryðjuverk- um,“ sagði Ögmundur. Björn sagði verið að bregðast við nýjum hættum sem steðja að íslensku þjóðfélagi. Ræða yrði um kostnað vegna sérsveitarinn- ar við afgreiðslu fjárlaga og því ástæðulaust að láta eins og farið væri fram hjá Alþingi. „Það er nauðsynlegt að efla sérsveit lögreglunnar til að treysta öryggi hins almenna lög- reglumanns og þar með almennt öryggi í landinu. Að höfðu sam- ráði við forystumenn lögreglunn- ar var ákveðið að fara þá leið sem ég hef kynnt. Eldri skipan sér- sveitarmála hefur komið niður á almennri löggæslu, en hún mun styrkjast við þessa aðgerð. Það er ekki verið að stofna íslenskan her eða leyniþjónustu,“ sagði Björn. Dagný Jónsdóttir, Framsókn- arflokki, fagnaði breyttum áherslum í löggæslumálum landsins og sagði breytingarnar tímabærar. Hún sagði brýnt að efla sérsveit lögreglunnar og um leið almenna löggæslu. Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðis- flokki, sagðist ekki draga í efa rök ráðherra fyrir málinu, en minnti á að þegar fjárlagafrum- varpið var lagt fram hefði mark- miðið verið að stemma stigu við samneyslu í þjóðfélaginu og það væri stóra verkefni ríkisstjórn- arinnar á næstu árum. „Ég vona að það mál sem hér er til umræðu verði ekki til þess að menn slaki á aðalverkefninu,“ sagði Einar Oddur. Helgi Hjörvar, Samfylking- unni, gagnrýndi forgangsröðun dómsmálaráðherra og sagði auk- inn vopnabúnað lögreglunnar kalla á aukna hörku í glæpaheim- inum. „Dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að uppáhaldskvik- mynd hans sé Die Hard, en þar bjargar hetjan hundruðum úr klóm hryðjuverkamanna. Þetta er hins vegar Ísland í dag, en ekki Die Hard, og herra Björn Bjarnason, þér eruð enginn Bruce Willis,“ sagði Helgi. Og dómsmálaráðherra svaraði: „Mér þykir miður ef skoðanir mínar á kvikmyndum villa mönnum sýn“. bryndis@frettabladid.is „Eldri skip- an sérsveitar- mála hefur komið niður á almennri lög- gæslu, en hún mun styrkjast við þessa aðgerð. ILLA FARIÐ AF ELDI Stórir hlutar klaustursins á Athosfjalli nyrst í Grikklandi urðu illa úti í eldinum. Fornt klaustur brennur: Verulegar skemmdir GRIKKLAND, AP Eldur olli veruleg- um skemmdum á Helandariou- klaustrinu á Athosfjalli í Norður- Grikklandi í fyrrinótt en engar skemmdir urðu á trúarlegum táknum í klaustrinu. Í klaustrinu, sem byggt var á miðöldum, eru geymdir margir fornir munir, þeir elstu frá því á 14. öld. Í klaustrinu búa 25 serbneskir munkar. Þeim tókst að bjarga fjölda trúarlegra muna frá eldin- um og sluppu sjálfir við meiðsl. Talsverðar skemmdir urðu á klaustrinu í tveimur eldsvoðum á öldum áður, einum árið 1722 og hinum árið 1896. ■ HEIMAHJÚKRUN Stjórn Félags ís- lenskra heimilislækna lýsir yfir áhyggjum vegna deilu Heilsugæsl- unnar í Reykjavík og starfsfólks heimahjúkrunar sem leitt hefur til uppsagnar fjölda starfsfólks. Í ályktun heimilislækna segir að ástandið bitni augljóslega á sjúk- lingum heimahjúkrunar sem muni ekki fá þjónustu eins og áður fyrir utan að lifa í óvissu um nauðsynlega umönnun. Þá segir að hjúkrun í heimahús- um sé þjónusta sem oft skapar möguleika fyrir fólk að útskrifast fyrr og dvelja lengur heima en ella með tilheyrandi sparnaði á sjúkra- stofnunum. Félag íslenskra heimil- islækna hvetur málsaðila til að leysa deiluna hið fyrsta með þarfir skjólstæðinga heimahjúkrunar í huga. ■ AUSTURRÍSK GLÆPASAMTÖK Austurríska lögreglan hefur handtekið 33 menn sem grun- aðir eru um aðild að skipulögð- um glæpasamtökum sem versluðu með eiturlyf og kúg- uðu fé út úr fólki. Lagt var hald á yfir 800 e-töflur, 280 grömm af maríjúana, skotvopn og eina handsprengju þegar gerð var húsleit á heimilum mannanna. Heimahjúkrunardeilan: Heimilislæknar uggandi BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra hlustar á umræður um breyttar áherslur í löggæslumálum á Alþingi í gær. Hann var gagnrýndur af stjórnarandstöðunni vegna hugmynda sem hann hefur kynnt um eflingu sérsveitar lögreglunnar. „Ekki verið að stofna íslenskan her,“ sagði Björn. FB -M YN D G U N N AR V . A N D RÉ SS O N Samtök atvinnulífsins um félagafrelsi: Breyta þarf lögum um félagsdóm GENGIÐ Á 1. MAÍ Yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins telur að ákvæði í kjarasamningum og túlkun félagsdóms á þeim kunni að jafngilda skerðingu á félagafrelsi fólks. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.