Fréttablaðið - 05.03.2004, Síða 22
Gamanleikarinn John Belushifannst látinn á hótelherbergi á
þessum degi árið 1982. Við krufn-
ingu fannst mikið magn heróíns og
kókaíns í líkama hans og því þótti
ljóst að hann hefði dópað sig í hel.
Belushi öðlaðist vinsældir eftir
að hann gekk til liðs við sjónvarps-
þáttinn Saturday Night Live árið
1975.
E i t u r l y f j a -
neysla hans
jókst í jöfnu
hlutfalli við vin-
sældirnar og
náði hámarki
upp úr 1980 en
k ó k a í n n e y s l a
var sjálfsagður
f y l g i f i s k u r
s k e m m t a n a -
bransans á þessum árum.
Eiginkona hans og vinir höfðu
þungar áhyggjur af neyslu hans en
hann lofaði statt og stöðugt að taka
sig á og hætta og þau fyrirheit voru
enn í fullu gildi þegar hann lést. ■
Þetta er búið að vera rosalegtævintýri,“ segir Garðar Cortes
tenórsöngvari, sem fyrir þrjátíu
árum stofnaði Söngskólann í
Reykjavík. Hann hefur einnig
verið skólastjóri þar frá upphafi.
Söngskólinn heldur upp á þrí-
tugsafmælið með heljarmiklum
tónleikum í Háskólabíói í kvöld en
þeir verða síðan endurteknir á
morgun.
Starfsemi Söngskólans hefur
vaxið jafnt og þétt á þessum þrjá-
tíu árum. Garðar rak hann sem
einkastofnun til ársins 1978. Skól-
inn starfaði síðan í eigin húsnæði
að Hverfisgötu 45 þangað til
haustið 2002 þegar öll starfsemi
hans fluttist í glæsilegt og rúm-
gott húsnæði að Snorrabraut 54.
„Þetta er eins og hljómkviða
sem eykst alltaf og sífellt koma
sterkari og skýrari hljómar. Við
sendum frá okkur fleiri og fleiri
söngvara og þeir ná lengra og
lengra.“
Á tónleikunum í Háskólabíói
koma fram söngvararnir Krist-
inn Sigmundsson, Elín Ósk Ósk-
arsdóttir, Eivör Pálsdóttir, Ólaf-
ur Kjartan Sigurðarson og
Snorri Wium ásamt upprennandi
söngvurum úr óperudeild skól-
ans. Sinfóníuhljómsveit Íslands
leikur með og einnig syngja
bæði Óperukórinn í Reykjavík
og kór núverandi nemenda Söng-
skólans.
„Eivör ætlar að sýna á sér nýj-
ar hliðar þarna. Hún syngur tvær
rosalega flottar aríur úr Carmina
Burana. Svo er Kristinn æðisleg-
ur í Nabucco, sem hefur aldrei
verið flutt hérna áður.“
„Þegar Garðar kom heim frá
námi fyrir 30 árum var til hér á
landi vísir að söngkennslu en
hvergi var nein stofnun sem
sinnti söngnum sem aðalfagi,“
segir Ásrún Davíðsdóttir, aðstoð-
arskólastjóri Söngskólans í
Reykjavík, sem hefur verið í skól-
anum allt frá stofnun, fyrst sem
nemandi og síðar kennari.
Við skólann starfa núna 32
kennarar og nemendafjöldinn er
um 180.
„Við höfum menntað um 40
söngkennara og munum halda því
áfram,“ segir Ásrún. „Okkur telst
líka til að núna séu milli 40 og 50
söngvarar frá okkur að syngja úti
um allan heim sem atvinnusöngv-
arar. Það finnst okkur bara býsna
gott.“ ■
22 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR
■ Andlát
Í gær opnaði Halldór Blöndal,forseti Alþingis, nýja sýningu í
Jónshúsi í Kaupmannahöfn í til-
efni 100 ára afmælis heimastjórn-
ar og þingræðis á Íslandi.
Allt frá 1972 hefur verið sýn-
ing í húsinu til minningar um ævi
og störf Jóns Sigurðssonar, sem
var endurgerð 1993. Húsið sjálft,
sem er við Öster Voldgade 12, hef-
ur verið í eigu Alþingis frá 1967
en í því bjuggu Jón og kona hans
Ingibjörg Einarsdóttir frá 1852
þar til þau létust 1879. Á meðan
Jón og Ingibjörg bjuggu í Jóns-
húsi var það miðstöð sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar á 19. öld og
var það jafnan opið gestum og
gangandi. Einu sinni í viku var
opið hús og þá söfnuðust Íslend-
ingar í Kaupmannahöfn saman í
stofum þeirra hjóna og nutu gest-
risni þeirra.
Í tilefni afmælis heimastjórnar
og þingræðis var ákveðið að auka
við sýninguna umfjöllun um sjálf-
stæðisbaráttuna eftir lát Jóns og
þá helstu áfangasigra sem síðar
náðust eins og stofnun heima-
stjórnar 1904, fullveldið 1918 og
lýðveldið 1944. Auk þessa er bætt
við lítilli sýningu um Ingibjörgu
og hlut hennar í heimilishaldinu í
húsinu í því herbergi sem hefur
verið vinnuherbergi fræðimanns
undanfarin ár og kallað hefur ver-
ið eldhús Ingibjargar. Munir úr
Safni Jón Sigurðssonar, sem Þjóð-
minjasafn Íslands varðveitir,
verða hafðir til sýningar í Jóns-
húsi.
Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur, sem meðal annars hefur
skrifað ævisögu Jóns Sigurðsson-
ar, hefur samið nýjan sýningar-
texta og Björn G. Björnsson hann-
aði útlit sýningarinnar. ■
NIKI TAYLOR
Þessi ofurfyrirsæta sem hefur meðal
annars skreytt forsíðu Sports Illustrated er
29 ára í dag.
5. mars
■ Þetta gerðist
JOHN BELUSHI
■ Þessi skrautlegi gamanleikari lést úr
ofneyslu eiturlyfja 33 ára gamall.
5. mars
1982
1534 Ítalski listamaðurinn Correggio
deyr.
1558 Francisco Fernandes kynnir reyk-
tóbak fyrir Evrópubúum.
1770 Breskir hermenn drepa fimm ný-
lendubúa sem höfðu atyrt þá. At-
burðurinn gengur undir nafninu
Blóðbaðið í Boston.
1927 Bandarískir landgönguliðar koma
til Kína í þeim tilgangi að standa
vörð um eigur Bandaríkjamanna í
borgarastyrjöldinni.
1946 Winston Churchill, forsætisráð-
herra Bretlands, flytur hina þekktu
Járntjaldsræðu sína.
1953 Sovétleiðtoginn Jósef Stalín deyr,
73 ára gamall.
1960 Elvis Presley gerist óbreyttur borg-
ari eftir að hafa gegnt herþjón-
ustu í tvö ár.
1963 Kántrísöngkonan Patsy Cline deyr
í flugslysi.
Sýning
JÓNSHÚS Í KAUPMANNAHÖFN
■ Sýning opnuð í tilefni aldarafmæli
heimastjórnar.
Sýning í Jónshúsi stækkuð
■ Afmæli
JÓN SIGURÐSSON
Bjó ásamt konu sinni Ingibjörgu um árabil
í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Í gær opnaði
þar sýning sem sýnir sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar eftir lát hans.
Jón Ormur Halldórsson stjórnmála-
fræðingur er 50 ára í dag.
Guðlaug Sveinsdóttir, Skipholti 21,
Reykjavík, lést fimmtudaginn 19. febrú-
ar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Halla Hersir, Miðtúni 3, Reykjavík, lést
þriðjudaginn 2. mars.
Hildur Kristjánsdóttir, frá Lundi, Varma-
hlíð, Skagafirði, lést þriðjudaginn 2.
mars.
Hjördís Gunnarsdóttir, Garðavegi 15,
Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 2. mars.
Tryggvi Jónsson, Sóltúni, Reykjavík, lést
þriðjudaginn 2. mars.
Í TILEFNI AF 90 ÁRA
AFMÆLI MÍNU
Með kæru þakklæti, Pétur Kr. Sveinsson
Jökulgrunni 3
þann 28. febrúar 2004, sendi ég
kærar þakkir, börnum mínum,
tengdabörnum, afa- og langafabörn-
um ásamt öllum þeim fjölda vina og
kunningja sem glöddust með okkur
hjónum og gerðu mér daginn
ógleymilegan.
■ Jarðarfarir
10.30 Sigrún Ragnhildur Gústafsdóttir
Engihjalla 1, Kópavogi, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu.
13.30 Edda Loftsdóttir verður jarðsung-
in frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
13.30 Elín Davíðsdóttir, Dalbraut 18,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Laugarneskirkju.
13.30 Guðmundur Benediktsson, Vögl-
um, Eyjafjarðarsveit, verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju.
14.00 Kristrún Þórðardóttir verður jarð-
sungin frá Keflavíkurkirkju.
Söngskólinn
GARÐAR CORTES
■ stofnaði Söngskólann í Reykjavík
fyrir þrjátíu árum. Nú stunda hátt í 180
nemendur nám við skólann, bæði í
kennaradeild og söngdeild. Haldið
verður upp á afmælið með veglegum
tónleikum í Háskólabíói.
Á ÆFINGU Í HÁSKÓLABÍÓI
Kristinn Sigmundsson og Eivör Pálsdóttir verða meðal
söngvara á afmælistónleikum Söngskólans í Reykjavík í
Háskólabíói í kvöld og annað kvöld.
EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR
Ég mundi vilja að leikritið Fimmstelpur.com mundi ganga
næstu fimm árin, það er svo rosa-
lega skemmtilegt. Það er mín
helsta ósk.“
Eina ósk
Stórafmælisveisla í tónum
John Belushi deyr
JOHN BELUSHI
Varð háður kókaíni á
frægðarbrautinni og
sú fíkn dró hann til
dauða.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM