Fréttablaðið - 05.03.2004, Side 26

Fréttablaðið - 05.03.2004, Side 26
Fermingarveislan er fjölskyldu-og vinafagnaður hvort sem veislan er stór eða smá í sniðum enda er fermingardagurinn stór dagur í lífi hverrar manneskju,“ segir Ingibjörg Ásta Pétursdóttir veitingakona. Hún bendir á að fermingin sé nokkurs konar manndómsvígsla. „Þau verða eins og eldri og þroskaðri frá og með þessum tímamótum,“ segir hún. Ingibjörg rekur veisluþjónust- una Mensu og hefur matreiðslu- manninn Hafþór Ólafsson sér við hlið. Þau hafa séð um ótal ferm- ingarveislur og þar koma ýmsar útfærslur til greina. Kaffihlað- borð með kökum og brauðmeti, léttur hádegisverður með smá- réttum og kökum eða kvöldverður með heitum rétti og köku. Engar tvær veislur eru eins. „Það mikil- vægasta er að gestgjafarnir séu í góðu skapi svo gestirnir finni sig velkomna. Þar á eftir koma veit- ingarnar og umhverfið,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Það er eiginlega útilokað að hafa húsið í toppstandi, fjölskylduna prúð- búna, veisluborðið ómótstæðilegt og vera sjálfur úthvíldur og skemmtilegur gestgjafi. Því getur verið gott að kaupa eða þiggja að- stoð, hvort sem það er aðkeyptur matur eða þjónusta meðan á veisl- unni stendur.“ Ingibjörg gefur góðar hug- myndir að veisluföngum og snar- ar fram á borðið hinum ýmsu kræsingum. Þar ber hæst kalkún og um hann segir hún: „Íslenski kalkúnninn er frábær. Fyllið hann og smyrjið áður en hann er bakað- ur í ofni í nokkra klukkutíma (45 mín. fyrir hvert kíló) við lágan hita (175 gráður). Kælið, skerið bringurnar af og raðið þeim upp aftur, skreytið fuglinn og berið fram með góðum kartöflurétti, grænmeti og sósu. Bætið svo auka kalkúnabringum við eftir þörf- um.“ ■ 26 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR Fermingarveislan mín var haldin í heima-húsi og boðið upp á kaffi og flottar tert- ur. Móðir mín sá um þetta. Ég gæti trúað að það hafi komið 30-40 manns. Fjölskylda og vinir. Jón Hilmar Jónsson. Fermingar-veislan mín • kjólar • pils • blússur • toppur • buxur ótrúlegt úrval Ferming í Flash Ég fermdist á hvítasunnudag1964 í Grenivíkurkirkju, ásamt fjórum jafnöldrum mínum. Ég á heima í Laufássókn, en þar sem ég var eina fermingarbarnið þar varð það að niðurstöðu að ég fermdist á Grenivík. Prestur var séra Jón Bjarman. Ég hafði gengið til spurninga, eins og það kallaðist, til séra Óskars J. Þorlákssonar í Reykjavík um veturinn, þar sem ég var í Kvennaskólanum í Reykjavík. Ég man að ferming- arkjóllinn var saumaður hjá saumakonu sem átti heima við Nesveginn. Eftir ferminguna var veislukaffi heima á Lóma- tjörn. Þar sem móð- ir mín var þá lát- in sáum við systurnar um að undirbúa veisluna hvað varðar bakstur og þrif á húsinu. Móð- ursystir okkar kom tveim dögum fyrir ferm- inguna og lagði lokahönd á verkið. Ég man eftir nokkrum gjöf- um, t.d. úri frá pabba, sálmabók frá föður- systur minni, dúnsæng frá móður- systur og fallegu gullhálsmeni með rúbínsteini frá vinkonu mömmu. Þetta var ákaflega fallegur dagur og ég kunni því ágætlega að vera miðpunkturinn. ■ Ingibjörg í veisluþjónustunni Mensu: Hátíðaskapið er mikilvægast Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra: Kunni því vel að vera miðpunkturinn GÓÐGÆTI Á VEISLUBORÐ Ingibjörg hefur upp á ýmsar kræsingar að bjóða. KALKÚNN MEÐ GRÆNMETISLENGJU Matarmikill fugl. ÁVAXTABÖKUR MEÐ BERJUM Eplafylling er undir ávöxtunum sem gerir bökurnar enn safameiri. LITLAR VEISLUBÖKUR Fylltar ýmist með fleski, tómötum, ólífum eða lauk. LAXARÚLLUR Á BRAUÐI Litríkar og ljúffengar. OSTABAKA OG SÍTRÓNUBAKA MEÐ MARSIPAN Fuglinn hefur hlutverki að gegna í miðj- unni. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Sá sjálf um að undirbúa veisluna, ásamt systrum sínum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.