Fréttablaðið - 05.03.2004, Side 32

Fréttablaðið - 05.03.2004, Side 32
32 5. mars 2004 FÖSTUDAGUR hársnyrtitæki langvinsælustu hársnyrtitækin á Íslandi 260 E Babyliss sléttu, vöfflu og krumpujárn með gufu. 3 tæki í einu. Auðvelt að skipta um plötur, kælitakki, læsing á handfangi o.fl. 7045 Babyliss Skegg og hár- snyrtir með 3 hausum fyrir skegg, augabrúnir, nef og eyrnahár. Einfalt og þægilegt í notkun. 2045 Babyliss sléttujárn. Mjög stórar plötur, greiða sem hægt er að fjarlægja, on/off takki, mjög vandað sléttujárn. 5375 Babyliss blásari, 1800 w, flottur og hljóð- látur, 2 hraða og hitastillar, kæli- takki, 2 stútar. 5800 Babyliss blásari, sá öflug- asti á markaðn- um, 2300 w. GLæsileg hönn- un, 2 hraðastill- ar, kælitakki o.fl. Blásari fyrir þá sem gera kröfur. Veldu gæði, veldu Babyliss Babyliss vörurnar fást um land allt. 2025 ce NÝTT Babyliss ceramic sléttujárn. Frábært tæki til að slétta og móta hárið. Þunnar og mjúkar ceramic plötur, hitnar á 1 mínútu, ná- kvæm hitastilling, sjálfvirkur ofhita- vari. E770TT Babylliss Men. Glæsilegar hárklippur í álkassa. Klippa 30.000 hár á sek., titaniumblöð og kamb- ur. Fjölbreyttar stillingar, mjög vandaðar hárklippur. Flottar fermingargjafir fyrir stelpur og stráka Að mörgu þarf að huga þegarfermingarveislur eru haldnar í heimahúsi. Til dæmis þarf að vera hægt að hengja upp kápur og frakka veislugesta. Vissara er að tæma fatahengi og forstofu- skápa af skjólfötum heimafólks áður en boðsgestir byrja að banka upp á. Það er nær að fleygja þeim fatnaði í hrúgu á eitthvert rúmið en að yfirhafnir gestanna lendi þar í einni bendu. Þótt enginn vilji viðurkenna aðvonast sé eftir pökkum þá eru þeir ótvírætt fylgifiskar ferming- arveislanna. Því er nauðsynlegt að hafa sérstakt borð fyrir gjafir, kort og skeyti, annað hvort í her- bergi fermingarbarnsins eða frammi á gangi. Sólveig Pétursdóttir alþingismaður: Ný kirkja og vínrauður kjóll Ég fermdist vorið 1966 í Há-teigskirkju í Reykjavík hjá séra Jóni Þorvarðarsyni. Þetta var hátíðleg stund í alveg nýrri kirkju – gott ef við vorum ekki fyrstu fermingar- börnin. Áður hafði ég sótt sunnudagaskóla í hátíðarsal Sjó- mannaskólans og þar voru líka messur. Ég bjó í Stórholtinu og það þótti gleðiefni og al- veg tímabært að sóknin fengi nýja kirkju. Mér er þessi dagur mjög minnisstæður og ég hafði passað mig á því að lesa vel fyrir tímana er við gengum til prestsins, bæði vegna þess að séra Jón var frændi minn en þó aðallega vegna hins kristilega boðskapar. Ég man líka vel eftir veislunni og gjöfunum og fermingarkjóln- um, sem var úr vínrauðu flaueli með blúndukraga. Hann notaði ég oft síðar meir. ■ Blóm eru ómissandi á ferming-arveisluborðið. Hver og einn velur þau eftir sínu höfði en blómaskreytingar eru þó háðar tískusveiflum eins og flest annað í þessum heimi. Kolbrún Stefáns- dóttir í Blómastofunni á Eiðis- torgi segir einfaldleikann ráða ríkjum í blómaskreytingum. „Þótt blómin séu þar í aðalhlutverki er margt annað haft með og gert að hluta skreytingarinnar,“ segir hún og bendir því til sönnunar á ýms- ar útfærslur þar sem glervasar, vasar í glaðlegum litum, kerti og ávextir eru áberandi. Laukar af ýmsu tagi eru vinsælir í skreyt- ingar að hennar sögn, meðal annars hýasintur. „Hýasintur eru ekki bara jólablóm. Þær eru líka tákn vorsins. Maður horfir næst- um á þær vaxa og meðal annars þess vegna eiga þær vel við um fermingar,“ segir hún. En hverjir eru svo tískulitirnir í blómum? „Fyrir stúlkurnar eru þeir dökkbleikur, appelsínugulur og læmgrænn. Strákaliturinn er líka læmgrænn og svo blár en hvítt er líka alltaf hátíðlegur litur.“ ■ Hún var fjölmenn. Eitthvað um hundraðmanns. Það var mjög gaman. Ekkert þvingað eða svoleiðis. Það voru kökur og þetta var haldið heima. Fermingartertan var skreytt marsipani, hún var eins og bók. Sólveig Sigurðardóttir Fermingar-veislan mín FYRRVERANDI DÓMS-OG KIRKJUMÁLARÁÐHERRA „Mér er þessi dagur minn- isstæður,“ segir Sólveig. ■ Heilræði Skreytingar: Dökkbleikur og læmgrænn LÉTTLEIKINN Í FYRIRRÚMI Túlípanar eiga að vera í litlu vatni og köldu, segja sérfræðingarnir. KERTI OG LAUKAR Í KRUKKU Hér eru hýasintur notaðar og innflutt blóm sem minnir á Maríustakk. ■ Heilræði Oft þarf að safna saman stólumhjá vinum, ættingjum eða ná- grönnum áður en stórveisla hefst. Það er leiðinlegt þegar sæti vant- ar fyrir gestina þótt slíkt geti gerst ef allir koma á sama tíma. Klappstólar eru þarfaþing þegar svona stendur á, þótt þeir séu ekki heimsins bestu þægindi. Það er svo auðvelt að smeygja sér með þá á milli manna og koma þeim fyrir á víð og dreif. Best er að staðsetja veisluborð-ið þannig að einungis endi þess sé upp við vegg, ef hægt er að koma því við. Þá er unnt að komast að því frá báðum hliðum. Ef um hlaðborð er að ræða verð-ur að sjá til þess að allir komist einhvers staðar að öðru borði til að leggja frá sér disk og bolla meðan matast er. Sumir eiga sérstaka bakka sem menn geta setið með á hnjánum, annars verður að dreifa litlum borðum sem víðast.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.