Fréttablaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 33
Það var engin veisla en það vargaman að vera til og ég minn-
ist fermingardagsins með mikilli
gleði,“ segir Vilborg Dagbjarts-
dóttir skáld þegar hún rifjar upp
14. maí merkisárið 1944. Strax þá
var hún orðin meðvituð um þjóð-
málin. „Þótt við fermingarbörnin
værum ekki komin með kosninga-
rétt höfðum mikinn áhuga fyrir
lýðveldisstofnuninni,“ segir hún.
Vilborg er fædd á Vestdalseyri
á Seyðisfirði en var lögð af stað út
í heiminn fyrir fermingu. „Ég fór
12 ára til Neskaupstaðar í skóla og
var sett í bekk með börnum sem
voru ári eldri en ég. Því gekk ég
til spurninga með þeim. En næsta
ár var kominn nýr prestur og
hann vildi að ég lærði líka hjá
honum svo ég fékk tvöfaldan
skammt af kristilegri uppfræðslu
fyrir ferminguna. Þá var mikið
lagt upp úr utanbókarlærdómi úr
biblíunni og fjölda sálma. Suma
þeirra man ég, eins og til dæmis
Þú Jesús ert vegur til himinsins
heim og Þú Guð sem stýrir stjarna
her.“
Vilborg kveðst hafa verið í síð-
um beinhvítum taftkjól, fallegri
rauðri kápu og nýjum skóm á
fermingardaginn. „Ég var alveg
rosalega fín og afar ánægð með
mig,“ segir hún og minnist þess
líka að hafa fengið fallegar gjafir.
„Mamma gaf mér kommóðu,
Kristín Blöndal símstöðvarstjóri
gaf mér hanska og græna slæðu
með frönsku mynstri, ég fékk
vasaklútamöppu, burstasett og
fleira fallegt. En þó að ég muni
vel gjafirnar mínar þá voru þær
ekki aðalatriðið,“ segir hún og
bætir við: „Ég verð alltaf svolítið
sár þegar ég heyri talað um að
börn fermist vegna gjafanna. Ég
er á annarri skoðun.“ ■
33FÖSTUDAGUR 5. mars 2004
Á fermingardegi systur
minnar blómstraði
snædrottningin
Auðvitað hafði mamma undirbúið þetta
eins og hún mögulega gat.
Hún vökvaði rósina á hverjum degi
og hagræddi henni í glugganum
meðan hún bað hana
með mörgum fögrum orðum
að gera nú þetta lítilræði fyrir sig
fyrst svona stæði á.
Vilborg Dagbjartsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir skáld:
Minnist dagsins með mikilli gleði
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR
Fermdist lýðveldisvorið.
VILBORG 12 ÁRA
Engin mynd er til frá fermingunni. „Það
voru stríðstímar og fáir áttu myndavélar,“
bendir hún á.
litirnir í blómunum
BLÓM OG KERTI
Litríkir vasar með laukblómum úr Blóma-
stofunni á Eiðistorgi. FYRIR STRÁKANA Úr versluninni Ráðhúsblómum.
STELPUSKREYTINGAR
Úr versluninni Ráðhúsblómum.