Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 35

Fréttablaðið - 05.03.2004, Page 35
35FÖSTUDAGUR 5. mars 2004 Fyrir rúmum þremuráratugum stofnuðu eig- endur Baron de Ley vín- húsið El Coto og hafa byggt upp eitt stærsta og framsæknasta fyrirtæki Rioja. Á undanförnum árum hafa sömu aðilar lagt í miklar fjárfestingar á víngerðarsvæðinu Cigales (svæði sem liggur næst Ribera del Duero) í norður- hluta Spánar en það er af mörgum talið mest spenn- andi svæði Spánar í dag. Vínviðurinn er gamall og kraftmikill frá því um aldamótin 1900 og hefur skilað frábæru rauð- víni. Fyrirtækið framleiðir þar vínið Museum sem er blanda úr þrúgunum Tempranillo og Cabernet Sauvignon. Hefur vínið hlotið mikla athygli fyr- ir gæði og hagstætt verð. Ný- verið hlaut Museum Real Res- erva 1999 gullverðlaun á Vinalies International. Museum Real Reserva er kröftugt, stammt og kryddað með þéttum ávexti. Það fæst í Heiðrúnu og í Kringlunni og kostar 1.690 kr. Museum Crianza sem fæst einnig þar er höfugt og krydd- að en ekki eins eikað og kostar 1.390 kr. ■ Spennandi Spánverji Um síðustu helgi var Tea Lind-blom, fulltrúi Glenfiddich- fyrirtækisins, með „viskískóla“ fyrir áhugamenn á sýning- unni Vín 2004. Sérstaka athygli „nema“ vakti hversu fjölbreytt viskí er. Finna mátti klassískt viskí, viskí í stíl stríðsáranna, með spænskum keim og kúbversku ívafi. „Vískí er margslung- ið og fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér það eru möguleikarnir óend- anlegir. Ég veit til dæmis um fátt betra í salatdressingu eða til að grilla fisk upp úr en viskí,“ segir Tea, sem kenndi fólki að meta fimm tegundir í viskískólanum. Glenfiddich Special Reserve, 12 ára, er mest selda single malt viskí í heimi og sjálfsagt það sem Íslendingar þekkja hvað best. Glenfiddich Solera er 15 ára gamalt viskí sem látið er liggja í samskonar tunnum og notaðar eru undir amerískt búrbón og spænskt sérrí. Gefur heitan og ákafan lakkrískeim. Ancient Reserve, 18 ára, er flókið en mjúkt viskí sem hefur verið þroskast hægt í tunn- um sem áður voru notaðar undir Oloroso-sérrí og am- erískt búrbon. G l e n f i d d i c h Havana Reserve, 21 árs, var þróað af bruggmeistara Glen- fiddich sem þroskaði skoskt viskí í rommt- unnum frá Sancti Spiritus á Kúbu. Caoran kemur úr gelísku og þýðir mór en þegar skortur var á kolum á stríðsárunum var mór notaður við eiminguna sem gefur sérstæðan keim. Þetta „stríðs- áraviskí“ var endurvakið fyrir nokkrum árum við miklar vin- sældir. ■ Kúbversk og spænsk viskísveifla Glenfiddich Vínþjónar frá Vínþjónasamtökunum munu aðstoða við skipta vini í vínbúðunum Heiðrúnu, í Kringlunni, Smára lind og á Akureyri næstu þrjár helgar (frá 20. febrúar til 6. mars). Á föstudögum verða vínþjónar í Heiðrúnu og á Akureyri kl. 15-18. Á laugardögum verða vínþjónar í Smáralind og Kringlunni kl. 14 -17. www.vinbud.is VÍNÞJÓNAR TIL RÁÐGJAFAR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A V R 23 69 1 04 /2 00 4 E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 17 Lárus Gunnar Jónasson sigraði íkeppni matreiðslumeistara á sýn- ingunni matur 2004 um síðustu helgi. Þrátt fyrir ungan aldur, Lárus er 26 ára, hefur hann tíu ára starfsreynslu í faginu, og fjögurra ára veru í lands- liði matreiðslumeistara. „Ég var alltaf eithvað að fikta í eldhúsinu og vissi alltaf hvað ég vildi,“ segir Lár- us sem atti kappi við fjóra aðra kokka í úrslitakeppninni. „Við feng- um fyrirmæli um hvaða hráefni við áttum að nota að hluta til – en feng- um frjálsar hendur við útfærsluna,“ segir Lárus og upplýsir að 10% for- réttarins átti að vera gulrætur og 30% hrísgrjón. 40% aðalréttarins átti að vera rauðspretta og laukur 5%. 20% prósent eftirréttarins átti að vera skyr og 10% kaffibaunir. Vinningsseðillinn verður á boðstólum í Sjávarkjallaranum um helgina, en þar er Lárus yfirkokkur. ■ Grænmetisbaka Allt grænmeti er gott í þessaböku. Það má fylla hana með einni tegund af grænmeti, eins og til dæmis lauk eða gulrótum. Eins má gera þemabökur til dæmis með ítölsku ívafi og notast við ferskt basil, sólþurrkaða tómata og þistilhjörtu, eða þá að gera kraftmikla böku úr blöndu af grænmeti eftir uppskriftinni í dag. Bökudeig 2 bollar hveiti 2 tsk. lyftiduft salt 1/4 bolli mjólk 1/4 bolli matarolía Fylling 1 tsk. cumin-fræ 2 gulrætur (skornar í sneiðar) 1/2 rauður laukur (skorin í fleyga) 1 bolli niðurskorið spergilkál 5–6 sveppir (sneiddir) 1/2 rauð paprika (skorin í sneiðar) 4 egg 1 msk. sýrður rjómi 1/2 bolli rifinn ostur salt og pipar Blandið hveiti og lyftidufti sam- an við mjólk og matarolíu þannig að úr verði flott deig. Passið að hræra ekki um of. Fletjið deigið í hringlaga flatböku á milli tveggja smjörpappírsarka og hvolfið svo deiginu yfir á vel smurt bökuform. Það deig sem nær fram yfir brúnir formsins er brotið niður meðfram brúninni svo hún verði þykkari. Botn og brúnir bökuskeljarinnar eru pikkaðar með gaffli, smjör- pappír er settur yfir bökuskelina og hún bökuð í 200 gráðu ofni í 10 mínútur. Til þess að bökuskelin haldi formi sínu í bakstrinum er nauðsynlegt að fylla hana með einum til tveimur bollum ósoðnum af baunum. (Fransmenn ku notast við sérstaka steina fyrir bökufarg en baunirnar duga vel og má nota aftur og aftur). Þegar bökuskelin er tilbúin er ekkert annað eftir en að steikja grænmetið á pönnu í ólífuolíu og með cum- in-fræjum (athugið ekki kúmen). Blanda því næst steiktu grænmetinu saman við eggjahræru, ost og krydd og hella öllu saman að lokum í bökuskelina og baka í 175 gráðu ofni í um hálftíma. Setjið ál- pappír yfir bökuna í ofninum ef hún fer að dökkna um of. Borðið með góðu salati. Kostnaður undir 700 kr. ■ Til hnífsog skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ Eldar handa minnst fjórum fyrir 1000 kr. eða minna. LÁRUS GUNNAR JÓNASSON Yfirkokkur í Sjávarkjallaranum. Vinnings- seðillinn verður þar á boðstólum um helgina. Lárus Gunnar Jónasson: Eldaði til sigurs Museum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.