Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 05.03.2004, Qupperneq 36
400 mg sterkar kalktöflur með D vítamíni Byggir upp bein og tennur. Biomega Öll vitum við að það væri rök-leysa að segja að rottur byggi upp ruslahauga, jafnvel þótt þær sé þar að finna þúsundum saman. Fyrst koma ruslahaugar, svo koma rottur. Í dag er almennt talið að bakt- eríur og vírusar valdi veikindum. Hvernig er þá hægt að skýra þá mörgu sem veikjast ekki þótt alltaf sé fjöldinn allur af bakterí- um á sveimi? Margir læknar, næringarfræð- ingar og grasalæknar eru nú farn- ir að halda fram kenningu sem stangast á við þessa viðteknu hug- mynd. Í stað þess að kenna bakt- eríum um alla sjúkdóma segja þeir of hátt sýrustig líkamans verða þess valdandi að líkaminn laði að sér „flensu“ eða þau veik- indi sem eru „að ganga“ hverju sinni. Ef sýrustig (rusl) líkamans verður of hátt skapast kjör- aðstæður fyrir bakteríur (rottur). Þess má geta að þegar líkami deyr hækkar sýrustig hans mjög ört og dauður vefur verður að veislu- borði fyrir bakteríur. Vísindin að baki kenningunni eru flókin og ég þekki þau ekki til fullnustu. Kenn- ingin veitir ekki svör við öllum heilsufarsvandamálum en hún gefur nýjar vísbendingar og út- skýrir hvers vegna sum hegðun virðist heilsusamlegri en önnur. Neikvæðni, pirringur, reiði, kvíði og ótti eru allt tilfinningar sem hækka sýrustig líkamans. Allt gos, sælgæti, hvítur sykur, hvítt hveiti, of mikið magn af dýra- afurðum og feitar olíur hækka sýrustig líkamans verulega mikið. Til að lækka sýrustig líkamans er mælt með að þú takir lífinu með ró og iðkir jákvæðan hugs- u n a r h á t t . Reyndu að borða heilsu- samlega (t.d. í sam- ræmi við nýja fæðu- píramídann) en ekki borða yfir þig. Gott er að drekka mikið vatn og hreyfa sig reglulega án þess að ofkeyra líkamann (ofkeyrsla hækkar sýrustig). Reyndu að forðast umhverfismengun, ekki reykja og drekktu sem allra minnst áfengi. Ef þú hættir að búa til ruslahauga hætta rotturnar að koma í heimsókn. ■ Sendu spurningar um andlega og líkamlega heilsu á gberg- mann@gbergmann.is. Rottur laðast að ruslahaugum Líkamiog sál GUÐJÓN BERGMANN ■ jógakennari og rithöfundur skrifar um andlega og líkamlega heilsu. Bikiníformið: Gæti fengist með djúsföstu Bjartari tíð er í vændum og einsgott að hugsa raunhæft um bikinídagana í sumar, vera í formi og í alvör- unni spræk- ur til að njóta birtu og orku sumarnót t - anna. Ein leiðin er að fasta en slíkt krefst undir- búnings og hægt að fá leiðbeiningar K o l b r ú n a r grasalæknis í H e i l s u h ú s - inu. Fasta hreinsar út eiturefni og veldur gjarn- an þeirri hugarfarsbreytingu að fólk velur sér léttari og hollari máltíðir á eftir. Hvort sem planið er að fasta eða einungis að neyta léttari máltíða með hækkandi sól eru heilsudjúsblöndur alltaf sniðugt val. Eftirfarandi djús- drykkir eru á djússeðli Heilsu- hússins, en hráefnið í þá má einnig kaupa og útbúa í blandar- anum heima. Í morgunverð Gulrótarsafi og pressaður engifer. Engi- fer er hreinsandi og nærandi og gulrót- arsafi undirbýr húðina fyrir sólskinsdaga og tryggir gullna sólbrúnku. Í hádeginu Fersk epli, appelsínur og gulrætur í blandara. Stútfullt af orku og vítamínum. Pressað hveitigras í hressandi orkuskoti. Hveitigras er kallað „græni töfrasafinn“ og er hreinsandi, bakteríueyðandi, eykur árangur líkamsræktar og gefur mikla orku. Kvöldverður Tofu, sojaprótín með spirulina, sojamjólk og frosin ber. Soja er hin fullkomna fæða kvenna. Það innheldur jurta-estró- gen, en austurlenskar konur sem neyta mikils soja fá síður vestræna sjúkdóma. Þessi blanda er bæði mettandi og nær- ingarrík. Lifrarbólga G: Truflar HIV veiruna Ný bandarísk rannsókn gefur tilkynna að fólk sem smitað er af HIV-veirunni geti lifað lengur sé það sýkt af lifrarbólgu G, eða GBV- C veirunni. Veiran uppgötvaðist árið 1995 og eru vísindamenn enn að kynna sér virkni hennar. Margt bendir til þess að hún valdi ekki al- varlegum lifrarsjúkdómi og að fólk geti borið hana árum saman án þess að sýna nein einkenni. Talið er að hún trufli virkni HIV-veirunnar á einhvern hátt. Vonast er til að þessi rannsókn komi að notum við þróun nýrra lyfja. ■ KOGGA LEIRLISTAKONA Lifir heilbrigðu og rólegu lífi en stefnir að því að ganga meira með vorinu. Nú kemur vel á vondan,“ segirKolbrún Björgólfsdóttir, eða Kogga leirlistakona, þegar hún er spurð hvað hún geri fyrir heilsuna. „Eru ekki allir sem þú hringir í á fullu í líkamsrækt og svona?“ spyr hún kvíðin. Eftir að hafa verið full- vissuð um að þannig sé það ekki kemur í ljós að Kogga hugsar dá- vel um heilsuna þó hún sé ekki alltaf á líkamsræktarstöðvunum. „Ég borða hollan mat, mikið af ávöxtum, grænmeti og fiski og er svo heppin að finnast ekkert varið í snakk og aðra óhollustu. Svo tek ég tímabil sem ég hreyfi mig mik- ið, en það dettur nú reyndar niður á milli,“ segir Kogga, sem fer samt reglulega í sund. „Það er sennilega það besta sem ég geri fyrir mig, þó að ég syndi nú kannski ekki alltaf mikið,“ segir hún og hlær. Kogga ræktar sömuleiðis and- ann á tímabilum, en segist ekki vera sérlega stressuð svona yfir- leitt. „Ég er náttúrlega voða mikið ein og upplifi ekki áreitin sem fylgja stórum vinnustað. Ég hef þess vegna góðan tíma til að slaka á í huganum, og hlusta til dæmis mikið á sögur og bókmenntir af spólum meðan ég er að vinna. Sömuleiðis á leikrit, erindi og sög- ur á Rás 1, það er mjög slakandi. Svo er meiningin að fara meira út að ganga, ég horfi út um glugg- ann á hverjum degi og hugsa með mér að nú fari ég í dag. Og ég veit að dagur framkvæmdarinnar fer alveg að renna upp.“ ■ HOLLUSTUKARFA Matur er mannsins megin, segir máltækið – en það er ekki sama hvað sett er á diskinn. Manneldisráð birtir á heimasíðu sína hollustukörfu – sem er ráðlegging um heilbrigt mataræði. Í henni eru meðal annars að minnsta kosti 200 grömm af grænmeti og 200 grömm af ávöxtum á degi hverjum, auk kartaflna. Mjólkurvörur er einnig að finna í körfunni – tvö glös, diska eða dósir af mjólk eða mjólkurmat á dag, þá að sjálfsögðu fitulitl- ar og lítið sykraðar vörur. Fiskur og kjöt á hvort um sig að vera á borðum tvisvar til þrisvar í viku en græn- metis-, bauna- eða pastamáltíðir tvisvar í viku. Gert er ráð fyrir 100-150 grömmum af kjöti, fiski, eggjum eða baunum á dag, álegg þar með talið. Í hollustukörfunni er líka brauð, morgun- korn, pasta og hrísgrjón. Viðbættur sykur er hins vegar ekki vinsæll og harða fitu ber að forðast. heilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is OF MIKIÐ SALT Saltneysla í hinum vestræna heimi er langt umfram það sem hollt er talið. Þetta leiðir til aukinnar hættu á hjarta- og kransæðasjúkdómum. Að mati danskra sérfræðinga er hins vegar ekki mögu- legt að draga úr saltneyslu meðan það tíðkast í mat- vælaiðnaðinum að ofsalta vörur. Sérfræðingarnir eru sannfærðir um að fólk hafi vanist á allt of mikla salt- neyslu vegna þess að ofsöltun hafi verið stunduð í matvælaiðnaðinum, meðal annars til að fela bragð- leysi hráefnanna. Engin ákvæði eru innan Evrópusam- bandsins sem skylda matvælaframleiðendur til að gefa upp saltmagn vöru. HIN FULLKOMNA FÆÐA Heilsusafar geta komið í stað næringarríkra og seðjandi máltíða. Hvað gerir þú fyrir heilsuna? Sund fyrir skrokkinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.