Fréttablaðið - 05.03.2004, Side 37
37FÖSTUDAGUR 5. mars 2004
Tai Chi eða Taiji Quan er upp-runalega samspil bardaga-
listar og íhugunar. Þessi list mót-
aðist á tímum Ming-keisara í
Kína á 15. og 16. öld og hefur
þróast síðan í heilsu- og hugar-
íþrótt. Taiji er upphaflega kennt
við fjölskyldu, Chen-fjölskyld-
una. Taiji er stundað mjög víða
og kannski koma helst í huga
myndir af Kínverjum sem æfa
þessar hægu hreyfingar í hópum
eldsnemma dags úti í almenn-
ingsgörðum. En víðar má hitta
Taiji-iðkendur en í Kína, því það
er orðið vinsælt víða í Evrópu.
Hér hefur hópur manna stundað
Taiji í nokkuð mörg ár.
Erlendur kennari, Kinthissa,
hefur komið tvisvar á ári til Ís-
lands og haldið námskeið. Hún
hefur stundað Taiji Quan í 27 ár
og kom fyrst til Íslands 1989.
Kinthissa er væntanleg til lands-
ins um helgina og mun í þetta
skipti einnig kenna Qi Gong.
Námskeiðið fyrir byrjendur
og lengra komna verður haldið
helgina 6. og 7. mars í Íþróttasal
Safamýraskóla frá kl. 9 báða
dagana. Upplýsingar veita Guð-
ný í síma 860 19 21 og Domin-
ique á netfanginu domin-
ique@simnet.is. ■
KINTHISSA OG MEISTARI HENNAR, CHEN XIAO WANG
Kinthissa verður með námskeið í íþróttasal Safamýrarskóla um helgina.
Námskeið í Tai Chi og Qi Gong:
Iþrótt fyrir huga og heilsu
B-vítamín og C-vítamín eru nauðsynleg til að viðhalda sterkum og góðum taugum,
auk þess að vera undirstaða ótal annara þátta líkamsstarfseminnar.
Vítamínin í B-STRESS eru sérvalin næringarefni fyrir taugarnar.
Þau gegna auk þess mikilvægu hlutverki fyrir heilbrigð efnaskipti, gróskumikinn
hárvöxt, heilbrigt og fallegt hörund og heilbrigða starfsemi hjarta og æða.
Avena er nærandi fyrir taugarnar og kjörið að nota áður en lagst er til hvíldar.
B-Stress kr. 916,-
Avena kr. 885,-
K
R
A
F
TA
V
E
R
K
Guðjón Sveinsson jógakennaribýður nú upp á nýjung fyrir
golfáhugamenn, sérstök nám-
skeið í jóga til að bæta árangur-
inn á golfvellinum. Guðjón hefur
sjálfur verið í golfi í mörg ár en
náði að sögn aldrei sérstökum
árangri.
„Ég var svona miðlungs-
kylfingur, alltaf með 10 í forgjöf,
sem er svo sem allt í lagi, en eftir
að ég fór að iðka jóga og nota önd-
unina og slökunina lækkaði ég í
forgjöf úr tíu í 6,4 á einu og hálfu
ári.“
Guðjón segist byggja nám-
skeiðið upp á grundvallaratriðum
í jóga, sem er hatha-jóga, en nám-
skeiðið er sambland af slökun,
hugleiðslu og stöðum.
„Ég er líka með almenn nám-
skeið sem golfarar sækja, en
þetta námskeið er fyrir þá sem
vilja stunda jóga með ákveðin
markmið í huga. Það getur mikil
spenna fylgt golfinu, ekki síst ef
menn eru að keppa um verðlauna-
sæti eða sæti í einhverju liði. Þá
er jógað frábært til að losa um
spennu á síðustu holunum. En
jóga skilar ekki bara betri árangri
í golfinu heldur í lífinu sjálfu.“
Guðjón segir golfíþróttina þrí-
þætta; félagslega, andlega og lík-
amlega. „Líkamlegi þátturinn
felst í að hafa þrek í að labba 18
holur, félagslegi þátturinn að hafa
gaman af að labba með félögun-
um, og andlegi þátturinn felst í að
vera ekki að hugsa um eitthvað
annað en að hitta kúluna.“
Námskeið Guðjóns hefst næst-
komandi mánudag í húsnæði
Regnbogabarna í Hafnarfirði og
verður tvisvar í viku, á mánudög-
um og miðvikudögum.
Upplýsingar gefur Guðjón í
síma 691 6412. ■
Jóga til að bæta árangur í golfi:
Spennan oft gríðarleg
á síðustu holunum
GUÐJÓN SVEINSSON JÓGAKENNARI
Var miðlungsgolfari þangað til hann hóf
að beita jóga á golfvellinum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Veikleiki í erfðaefni:
Getur aukið
líkur á
krabbameini
Vísindamenn við Háskólann íSuður-Karólínu hafa uppgötv-
að að veikleiki í uppbyggingu
erfðaefnis getur valdið því að
sumar frumur eru líklegri til að
verða krabbameinsfrumur en aðr-
ar. Rannsóknin beindist að ónæm-
isfrumum sem berjast gegn sýk-
ingum. Frumurnar bera í sér gen
sem kallað er BcI-2 og stjórnar
sjálfseyðingu fruma þegar nátt-
úrulegu lífi þeirra er lokið. Ef
genið er of virkt getur það hins
vegar hindrað þetta ferli og vald-
ið illkynja eitilæxli.
Vonast er til þess að rannsókn-
in, sem birtist í tímaritinu Nature,
geti aukið vitneskju fólks um or-
sakir krabbameins. ■
Bregðast við gagnrýni:
Hætta með
súperstærð
Forsvarsmenn McDonald’s-ham-borgarakeðjunnar hafa brugðist
við gagnrýni vegna óhollustu þess
matar sem þar er seldur. Hætt verð-
ur að bjóða upp á stærsta skammt-
inn af frönskum kartöflum og gosi,
sem kallaður er „súperstærð“. Þá
verður matseðillinn einfaldaður.
Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt
fyrir að auka enn á offituvanda
Bandaríkjamanna með því að bjóða
sífellt stærri skammta á matseðli
sínum. McDonald’s byrjaði að bjóða
„súperstærðir“ árið 1994 en for-
ráðamenn þess segjast nú vilja
breyta matseðlinum til að ýta undir
betra jafnvægi í mataræði fólks. ■